Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 93
ATHUGASE MDIR
fornir annálaritarar höfuðstað Bretlands, og segja hann kenndan við Lud
konung, sem hafi verið afi Simlis konungs (nefndur Lúðr í Breta sögum
hinum fornu); segja þeir nafn staðarins hafa afbakazt í London. Það draga
ýmsir fræðimenn hinsvegar í efa, enda þykir slík afbökun nokkuð tor-
skýrð, ekki sízt n-ið í Lon-. Hver veit þó nema staður hafi verið nefndur
Lundur, hver sem mynd eða ritháttur þess nafns hefur verið, og konungur
þar nefndur sama nafni, einsog síðar hefiir mjög tíðkazt þar í landi; síðan
hafi bústaður hans verið við hann kenndur og nefndur að Lundar-túnum
eða Lundtúnum, sem síðar gat orðið að Lundúnum. Hefði þá hið dularfulla
n verið í nafninu frá upphafi og e.t.v. einungis fallið niður í rituðum
heimildum, svo sem vel mátti vænta. (1991)
5.5.310. „Deyja hljótum vér allirþrír“. Þetta er jafnan skilið svo, að Belaríus
vænti dauðadóms yfir þeim öllum. En meinar hann ekki aðeins: „Víst
kemur þar, að vér deyjum allir.“? (1991)
Vetrarævintýri (The Winter’s Tale)
1.2.377. „Hvernigþá dirfist... ekkiþað“. Hér stendur í frumútgáfu (F, 1623):
„How, dare not? doe not? doeyou know, and dare not? /Be intelligent to me,
’tis thereabouts:“ Þetta hafa nútíma útgefendur ýmist tekið upp óbreytt,
eða með lítilsháttar lagfæringum, svo sem: „How! dare not? do not. Do you
know, and dare not? / Be intelligent to me - ’tis thereabouts.“ (Hér var
einkum skotið inn einu upphrópunarmerki og fellt niður eitt spurning-
armerkið.) Óbreyttur hefur textinn verið skýrður svo: „What do you
mean? Dare not or do not? You know but you dare not know? Explain to
me (what you know): that’s where the trouble is (i.e. that Ido not know)“.
- í þessari þýðingu var frumtextinn lesinn og skilinn svo: How dare (you)
not (know it)? Do (you) not (know it)? (Or) do you know (it) and dare
not be intelligent to me? ’Tis thereabouts! (1 ffumútg. hefst ljóðlína jafnan
á upphafsstaf.) (1991)
4.1.1. „Forleikur“ Þetta forljóð telja sumir innskot, því svo fráleitur kveð-
skapur sé ekki góðskáldum ætlandi. Ætti hinsvegar að hreinsa Vilhjálm
þennan með öllu af vondum leirburði, þyrfti víst að grisja ýmis verk hans
heldur ótæpilega; og mætti raunar furðu gegna, hve berskjaldaður hann
hefur þá verið fyrir bögubósum. (1991)
TMM 1997:4
91