Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 100
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
flokkun lífs og náttúru, hvernig fólk felldi reynslu sína saman í kerfi, af hverju
eitt var öðru tengt á einn hátt en ekki annan. Talað er um töfraskilning,
trúarskilning og vísindaskilning í þessu samhengi; töfragerðin miðaðist við
dulúðuga samsemd manns og náttúru, sú næsta rakti allt sem fyrir bar til
yfírnáttúrulegrar frumforsendu, en vísindagerðin byggðist á lögmálum mót-
sagna og orsaka. Þessar þekkingargerðir fléttuðust með ýmsum hætti saman
á „lærdómsöld11 og „upplýsingaröld", flækjan er hin sama hvort sem litið er
til sextándu, sautjándu eða átjándu aldar, þótt hlutfall einstakra gerða sé með
ólíku móti, enda varð þeim ekki hnikað með áróðri eða hrellirökum kirkju
og valdhafa.
Sveinn Pálsson tilheyrir hvað þetta varðar sama „reynsluheimi“ og Jón
Guðmundsson lærði sem var manna dulvísastur og um leið fróðleiksfús á
„vísindavísu“; „þá vantar ekki til utan meistara þekkingarinnar og reynsluna
eður rannsak landsins“, ritaði hann í Einni stuttri undirréttingu um íslands
aðskiljanlegar náttúrur. Rúmri öld eftir að þetta var fært í letur héldu tveir
menn, Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, upp í rannsóknarferð um landið,
en orðspor Jóns lærða var þá með versta móti, hann var ekki lengur nefhdur
Plinius íslands, heldur þótti hann ímynd hjátrúar og hindurvitna, fávisku-
legrar sérvisku, eins og fram kemur í skrifum ferðalanganna. Þeir fundu ekki
til skyldleika við töfraþulinn gamla, enda var splunkuný sól á himni héldu
margir, sem fyrr getur. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson ferðuðust sumarið
1750 austur í sveitir og var megintilgangur þeirra að kanna landskunnan
goshver, Geysi í Haukadal, þrátt fyrir hrakspár fólks sem, eins og þeir
skrifuðu síðar, „taldi það óleyfilegt að rannsaka slíka leynda dóma í náttúr-
unni, því að á slíkum stöðum kynnu að búa voldugir andar, sem þyldu ekki
slíka forvitni"10. Eggert og Bjarni létu slíkt sem vind um eyru þjóta, enda
ætluðu þeir sér að skoða og sundurgreina íslenska náttúru, svipta hana
dularklæðum sagnar og sögu með aðferðum samtímavísinda. Fortölurnar
hvöttu þá miklu heldur til dáða, eða eins og segir um aðra ferð nokkru seinna,
„löngun okkar til fjallgöngunnar fór stöðugt vaxandi, bæði til þess að afsanna
öll þessi hindurvitni og af fleiri ástæðum”1 k Það var þó ekki laust við að færi
um ferðamennina þegar til Geysis kom og lóðlínu hafði verið kastað niður
í hverinn til að finna vatnsaugu í botni hans, því þá kom jafnskjótt upp heit
vatnsgusa og var mildi að þeir sluppu óskaddaðir. Þetta endurtók sig og urðu
þeir að flæmast frá við svo búið. Fylgdarmaður Eggerts og Bjarna varð að
vonum skelkaður, enda var engu líkara, rituðu þeir síðar,,, en að hér væri
einhver skyni gædd vera, sem með þessum hætti varnaði okkur að skoða inni
sín“12. Þeir sáu þó brátt hvað þessu olli.
Eggert og Bjarni skoðuðu margar uppsprettur á Suðurlandi þetta sumar
og á næstu árum, en þær höfðu oft vakið furðublandna óvissu,eins og sjá má
98
TMM 1997:4