Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Qupperneq 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Qupperneq 112
ÓLAFUR HALLDÓRSSON Hvern íjandann merkir það annars að upplifa tímann? Skelfmg finnst mér vandræðaleg tilraun Böðvars til að sýna fr am á eðlilega notkun sagnarinnar hylla í setningunni: „næstu [ljóðabækur þínar] hylla sumpart hið opna ljóð.“ „Setningin hlýtur því að merkja,“ segir Böðvar: „ . . . nœstu Ijóðabœkur þínar lýsa sumpart hollustu sinni við hið opna ljóð.“ (Bls. 101.) Ég held mér finnist setningin illskárri með sögnina hylla í dönsku merkingunni aðhyllast (være tilhænger af), enda tel ég víst að sú merking hafi vakað fýrir höfimdinum. En setningin er jafnvitlaus hvor merkingin sem er lögð í sögnina hylla. Hefðu bændur í Hvítársíðu til dæmis getað sagt að markaskráin hylli blaðstýft aftan hægra? Þegar afi Böðvars smíðaði hestskónagla (sjá bls. 104) kunni hann íslensku eins vel og líklega betur heldur en við Böðvar. Ef Böðvar heldur að hestskór, hestskónagli og saumur séu dönskuslettur í íslensku hefur hann lent í sama pyttinum og margir aðrir, að halda að allt sé komið úr dönsku sem er eins eða líkt í dönsku og íslensku. Þetta eru norræn orð sem hafa lifað góðu lífi bæði í dönsku og íslensku - í íslenskunni í sátt og samlyndi við skeifur, hóffjaðrir og nagla. Ef hann trúir mér ekki ráðlegg ég honum að lesa í Böglungasögum í Eirspennli (útgáfu Finns Jónssonar 1913-16, bls. 469-70) söguna um smiðinn, Þórð véttir í Píslum á Nesjum í Noregi, sem smíðaði hestskó fyrir Óðin og „skúaði“ hest hans. Böðvar getur þess réttilega (bls. 104) að mér sé illa við dönskulettuna að dúkka upp. „Þetta sögðum við í Hvítársíðunni“, segir hann (bls. 104). Og þarna er enn kominn góði grauturinn, „alveg eins og heima.“ En þegar hann reynir að réttlæta þetta orðafar með því að bæði ég og aðrir hafi keypt dúkkaðan saum í sölubúðinni, þá er hann kominn með folald úr annarri meri. Ég man satt að segja ekki eftir að ég hafi beðið um dúkkaðan saum í sölubúð; mér þætti líklegra að ég hefði beðið um hauslausa nagla. En þegar Böðvar kom með dúkkaða sauminn þeirra Borgfirðinga lagði hann fýrir mig gátu sem ég hef ekki ráðið. Hvaðan hafa Islendingar fengið orðafarið að dúkka saum, og eiga þá ekki við að slá naglann (eða sauminn) á kaf í viðinn, heldur að slá til hausinn á saumnum svo að hægt sé að sökkva honum í viðinn? Ég er hræddur um að þarna hafi danska sögnin dukke heldur betur farið á flæking. Þar er fyrst til að taka að ég veit ekki til að Danir tali um að dukke et som\ hins vegar segja þeir at dykke et som og eiga þá við að slá sauminn á kaf í viðinn, en dyknagle heitir stálnagli sem til þess er notaður. Ég hef ekki kannað hvort dúkkaði saumurinn úr naglasúpunni hans Böðv- ars, sem er góður grautur og alveg eins og heima, gæti verið kominn úr þýsku, og mér er raunar sama hvaðan hann er ættaður; hann er engum til meins, ryður engu frá sér í íslensku máli og kemur mér vitanlega ekki í stað neins sem er betra. Allt öðru máli gegnir um orðafarið að dúkka upp\ það eykur 110 TMM 1997:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.