Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 115
RITDÓMAR kosið að höfundur léti kenningarnar lönd og leið, segði meira um það hvað honum fyndist sjálfum um þýðingar og leyfði mönnum með nokkrum vel völd- um dæmum að heyra ffá sinni eigin reynslu sem þýðandi. Þessa síðari skoð- un má réttlæta með því, að í yfirliti af þessu tagi verði óhjákvæmilega lítið rúm fyrir hverja kenningu um sig og því sé erfitt að gera stuttorðar endursagnir á erlendum umræðum um þessi mál þannig úr garði að þær verði ekki yfir- borðslegar og staglsamar. Þannig geta menn velt því fýrir sér, hvaða gagn sé í því að endursegja á fáum blaðsíðum kenningar sem eru svo myrkar, að þær hafa valdið ffæðimönnum „miklum heilabrotum“ og menn virðast ekki vera á einu máli um merkingu þeirra yfirleitt, eins og ffam kemur í því að menn greinir mjög á um það hvernig þýða eigi lykilorð þeirra á önnur tungumál (sbr. bls. 180- 182). Afþessum ástæðum gæti mönnum fundist, þótt það virðist mótsagnakennt, að það sé of mikið um endursagnir á þeim hugmyndum sem verið hafa á dag- skrá erlendis en ekki nógu mikið af um- fjöllun um ýmis vandamál sem nú eru brýn. Verður vikið að þessu hér á eftir. Því er ekki að neita að ýmis konar deilur í bókmenntaffæðum og öðrum skyldum vísindum eins og þýðingar- fræðum virka oft á menn eins og þær gangi á misvíxl og ekki sé verið að tala um sama hlutinn: það mætti a.m.k. ein- falda þær mikið með því að skilgreina viðfangsefhið vel í byrjun. Ef sleppt er þýðingum á notkunarreglum fýrir rak- vélar og slíku sem höfundur nefnir einu nafhi „nytjatexta“ (það er ágætt orð) og einungis litið á aðrar og kannske veiga- meiri þýðingar, finnst mér að þeim megi skipta í tvennt, og tala annars vegar um „ffæðilegar þýðingar“ og hins vegar um „bókmenntaþýðingar“. Vitanlega er hér fyrst og fremst um að ræða tvo póla með fjölmörgum breiddargráðum á milli, en nauðsynlegt er að undirstrika að þessar mismunandi þýðingar eiga hvor eða hver um sig fullan rétt á sér, en um þær gilda hins vegar mjög mismunandi reglur og sjálfsagt mismunandi kenningar. Munurinn á þessum tegundum þýð- inga stafar ekki síst af því að þar er beitt mismunandi aðferðum við að leysa það vandamál sem höfúndur kallar „óþýð- anleika“ (klunnalegt orð, en á öðru er víst ekki völ). Um þennan meginhöfúð- verk þýðenda er nokkuð fjallað í bókinni, en margur kynni að óska eftir meira og ítarlegra máli, því vandamálið er yfir- gripsmikið og margir verða við það að glíma. Eitt dæmi mætti nefna. Höfundur vitnar í alkunnan ítalskan málshátt, „tra- duttore, traditore", og setur ff am þýðing- una „þýðandinn er svikari“, en bendir um leið á að hún nái þó alls ekki hljóð- falli, stuðlasetningu og háðskum orða- leik ítölskunnar (ekki ffemur en enska þýðingin á sama málshætti). En hér er annað verra á ferðinni. Ef íslendingur heyrði orðin „þýðandinn er svikari“ gripin út úr samhengi myndi hann vafa- laust skilja þau þannig að einhver ákveð- inn þýðandi væri hinn versti svikahrapp- ur og hefði gert eitthað í meira lagi illt af sér, hvað sem það nú væri, en hann myndi sennilega alls ekki skilja það sem átt er við á ffummálinu. Þetta stafar af því að sú sögn sem jafngildir í ýmsum rómönskum málum sögninni „að svíkja“ hefur að nokkru leyti annað merkingarsvið en íslenska sögnin. Á okkar máh er talað um að svíkja föður- landið, svíkja málsstað, svíkja kunningja sinn um stórfé og jafnvel að svíkja vöru: aðalmerkingin er sú að ganga á bak orða sinna, standa ekki við loforð, hvort sem þau eru gefin berum orðum eða byggjast á einhverri skyldu sem almennt er talin bindandi. Þessi merking á líka við, að meira eða minna leyti, í samsvarandi sögn í ítölsku og frönsku (tradire, tra- hir), en hún hefur einnig aðra merkingu, sem ekki er til í íslensku: að rangfæra eða rangtúlka orð eða texta þannig að merk- ingin verði önnur en upphaflegi höfund- urinn ædaðist til. Kannske gæti mönn- TMM 1997:4 113
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.