Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 115
RITDÓMAR
kosið að höfundur léti kenningarnar
lönd og leið, segði meira um það hvað
honum fyndist sjálfum um þýðingar og
leyfði mönnum með nokkrum vel völd-
um dæmum að heyra ffá sinni eigin
reynslu sem þýðandi. Þessa síðari skoð-
un má réttlæta með því, að í yfirliti af
þessu tagi verði óhjákvæmilega lítið rúm
fyrir hverja kenningu um sig og því sé
erfitt að gera stuttorðar endursagnir á
erlendum umræðum um þessi mál
þannig úr garði að þær verði ekki yfir-
borðslegar og staglsamar. Þannig geta
menn velt því fýrir sér, hvaða gagn sé í
því að endursegja á fáum blaðsíðum
kenningar sem eru svo myrkar, að þær
hafa valdið ffæðimönnum „miklum
heilabrotum“ og menn virðast ekki vera
á einu máli um merkingu þeirra yfirleitt,
eins og ffam kemur í því að menn greinir
mjög á um það hvernig þýða eigi lykilorð
þeirra á önnur tungumál (sbr. bls. 180-
182). Afþessum ástæðum gæti mönnum
fundist, þótt það virðist mótsagnakennt,
að það sé of mikið um endursagnir á
þeim hugmyndum sem verið hafa á dag-
skrá erlendis en ekki nógu mikið af um-
fjöllun um ýmis vandamál sem nú eru
brýn. Verður vikið að þessu hér á eftir.
Því er ekki að neita að ýmis konar
deilur í bókmenntaffæðum og öðrum
skyldum vísindum eins og þýðingar-
fræðum virka oft á menn eins og þær
gangi á misvíxl og ekki sé verið að tala
um sama hlutinn: það mætti a.m.k. ein-
falda þær mikið með því að skilgreina
viðfangsefhið vel í byrjun. Ef sleppt er
þýðingum á notkunarreglum fýrir rak-
vélar og slíku sem höfundur nefnir einu
nafhi „nytjatexta“ (það er ágætt orð) og
einungis litið á aðrar og kannske veiga-
meiri þýðingar, finnst mér að þeim megi
skipta í tvennt, og tala annars vegar um
„ffæðilegar þýðingar“ og hins vegar um
„bókmenntaþýðingar“. Vitanlega er hér
fyrst og fremst um að ræða tvo póla með
fjölmörgum breiddargráðum á milli, en
nauðsynlegt er að undirstrika að þessar
mismunandi þýðingar eiga hvor eða hver
um sig fullan rétt á sér, en um þær gilda
hins vegar mjög mismunandi reglur og
sjálfsagt mismunandi kenningar.
Munurinn á þessum tegundum þýð-
inga stafar ekki síst af því að þar er beitt
mismunandi aðferðum við að leysa það
vandamál sem höfúndur kallar „óþýð-
anleika“ (klunnalegt orð, en á öðru er
víst ekki völ). Um þennan meginhöfúð-
verk þýðenda er nokkuð fjallað í bókinni,
en margur kynni að óska eftir meira og
ítarlegra máli, því vandamálið er yfir-
gripsmikið og margir verða við það að
glíma. Eitt dæmi mætti nefna. Höfundur
vitnar í alkunnan ítalskan málshátt, „tra-
duttore, traditore", og setur ff am þýðing-
una „þýðandinn er svikari“, en bendir
um leið á að hún nái þó alls ekki hljóð-
falli, stuðlasetningu og háðskum orða-
leik ítölskunnar (ekki ffemur en enska
þýðingin á sama málshætti). En hér er
annað verra á ferðinni. Ef íslendingur
heyrði orðin „þýðandinn er svikari“
gripin út úr samhengi myndi hann vafa-
laust skilja þau þannig að einhver ákveð-
inn þýðandi væri hinn versti svikahrapp-
ur og hefði gert eitthað í meira lagi illt af
sér, hvað sem það nú væri, en hann
myndi sennilega alls ekki skilja það sem
átt er við á ffummálinu. Þetta stafar af
því að sú sögn sem jafngildir í ýmsum
rómönskum málum sögninni „að
svíkja“ hefur að nokkru leyti annað
merkingarsvið en íslenska sögnin. Á
okkar máh er talað um að svíkja föður-
landið, svíkja málsstað, svíkja kunningja
sinn um stórfé og jafnvel að svíkja vöru:
aðalmerkingin er sú að ganga á bak orða
sinna, standa ekki við loforð, hvort sem
þau eru gefin berum orðum eða byggjast
á einhverri skyldu sem almennt er talin
bindandi. Þessi merking á líka við, að
meira eða minna leyti, í samsvarandi
sögn í ítölsku og frönsku (tradire, tra-
hir), en hún hefur einnig aðra merkingu,
sem ekki er til í íslensku: að rangfæra eða
rangtúlka orð eða texta þannig að merk-
ingin verði önnur en upphaflegi höfund-
urinn ædaðist til. Kannske gæti mönn-
TMM 1997:4
113