Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Qupperneq 116

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Qupperneq 116
RITDÓMAR um dottið í hug þýðingin „þýðandinn er falsari", en hún gengur heldur ekki: í þessari íslensku sögn felst nefnilega að fölsunin sé gerð af ásettu ráði og gjarnan nokkuð róttæk, en rómanska sögnin get- ur alveg eins átt við rangfærslur sem ekki eru meðvitaðar, jafnvel gerðar í bestu trú, og snúast kannske einvörðungu um smávægilega áherslubreytingu eða ann- að slíkt á frumtextanum. Ljóst er því að þennan málshátt er naumast hægt að þýða nema þá með því að finna eitthvert fjarlægt „jafhgildi" hans (þetta er líka ágætt orð), eins og þegar „quod licet Iovi non licet bovi“ verður á íslensku: „Það er ekki sama Jón og séra Jón“. Um mismun- andi merkingarsvið orða, sem að ein- hverju leyti virðast hafa sömu merkingu, mætti nefna ótalmörg dæmi (og höf- undur nefnir fáein einföld dæmi, bls. 119-120): það er af þessum ástæðum sem þýðingar geta oft verið rangar eða villandi. Þetta þyrfti allt að skilgreina sem nákvæmast. Vandamál óþýðanleikans er nefnilega margþætt. Það er kannske óþarfi að ganga eins langt og þeir sem segja á Vesturlöndum sé í rauninni aðeins til eitt tungumál, sem sé „vesturevrópska", því að tungumál eins og enska, þýska, ffanska og ítalska hafi mótast svo mjög af stöðugum þýðingum úr einu í annað öldum saman að víðast hvar í orðaforða og orðtækjum séu komin upp föst „jafn- gildi“, en eigi að síður er ljóst að það er allmikill munur fyrir íslenskan þýðanda að þýða úr nýnorsku eða kínversku: ann- ars vegar er líklegt að oft liggi í augum uppi hvernig þýða beri orð og setningar, en hins vegar blasir óþýðanleikinn alls staðar við. Þær mismunandi tegundir þýðinga sem áður voru nefndar fara nú eftir því hvernig reynt er að leysa vandamál óþýð- anleikans. I ströngum „ffæðilegum þýð- ingum“, sem eru eins og nafnið gefur til kynna einkum ætlaðar fræðimönnum, er reynt að koma öllu því til skila sem er í frumtextanum, eins nákvæmlega og unnt er og án þess að nokkru sé við hann bætt. Til þess er setningaffæði þýðingar- málsins stundum teygð og toguð, og ef eitthvað er illþýðanlegt eða óþýðanlegt er reynt að snúa því bókstaflega, eins og frekast er unnt, stundum með skýring- um neðanmáls. Fyrir þýðingum af þessu tagi er gömul hefð, því til þeirra má t.d. flokka latnesku biblíuþýðingu Hí- erónýmusar, Vúlgötu, þar sem þýðand- inn hikar ekki við að setja hebreska setn- ingaskipun og orðaröð svo og tökuorð úr hebresku inn í latneska textann. Þýð- ingin er eigi að síður meistaraverk og hafði gífurleg áhrif á miðaldabókmennt- ir. I „bókmenntaþýðingum" er hins veg- ar stefnt að því fýrst og fremst að gera frumtextann að læsilegum og lifandi texta á nýja tungumálinu, þó það sé á kostnað nákvæmninnar: þar er setninga- skipun ffummálsins gjarnan brotin upp og nýjar samlíkingar, nýir orðaleikir og annað slíkt sett í staðinn fyrir það sem tapast af því að það er óþýðanlegt. Mjög gott dæmi um slíka þýðingu er „Birting- ur“ Voltaires í íslenskum búningi Hall- dórs Laxness, þar sem þýðandinn ræður „þeim sem vilja átta sig á bókinni útfrá sjónarmiði almennrar sögu, eða ff anskr- ar bókmenntasögu frá tímum Voltaires, til að lesa ff umtextann en ekki þessa þýð- ingu“. Munurinn á þessu tvennu blasti einu sinni við mér, en kannske í nokkuð öfga- fullri mynd, þegar ég hafði fyrir framan mig tvær franskar þýðingar á verkum Platós: önnur fylgdi svo nákvæmlega setningaskipun frummálsins að hún varð illskiljanleg í þurri nákvæmni sinni en hin var á eðlilegum og liprum stíl, ónákvæmari - en mun IæsiÍegri. Við venjulegan lestur var ekki hægt að sjá hvað gæti unnist við hina miklu ná- kvæmni, en skiljanlegt er að heimspek- ingar sem rýna í minnstu blæbrigði vilji heldur þá þýðingu sem næst stendur frumtextanum, a.m.k. var sú þýðing „viðurkennd“ í ffönskum menntaheimi. Ef þessi nákvæmnisþýðing á verkum 114 TMM 1997:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.