Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 119
RITDÓMAR þann blóðuga akur sem Reykjavík okkar tíma er orðin í sögu hans.þótt uppskeran sé vitaskuld óviss og undir öðrum kom- in. Blóðakur er mikil saga að vöxtum og í alla staði hugsuð sem raimsæisleg epík. Hún er að flestu leyti rökrétt framhald síðustu skáldsögu höfundar, Trölla- kirkju, enda kynnt sem „önnur bók í þrí- leik Ólafs Gunnarssonar um íslenskan samtíma.“ Á þeim má þó greina nokkum mun sem er í sjálfu sér athyglisverður. Blóðakur er á vissan hátt „raunsærri" saga - höfúndur leggur meira á sig til þess að hvort tveggja frásögn og persón- ur séu sannfærandi og trúverðugar og að hann þurfi sem minnst að treysta á til- viljanir eða einhverjar aðrar „deus ex machina". Þetta hefur ýmsar afleiðingar, kosti og galla. f þessari bók dregur höf- undur víða að þræði og gefur sér góðan tíma til þess að byggja upp ffásögnina, fléttar saman af kostgæfni örlögum tveggja fjölskyldna og notar prest sem sameinandi afl. Þetta gerir að verkum að ffásögnin er hæg ffaman af, og hikstar reyndar svolítið á stöku stað, en á heild- ina litið verður ekki annað sagt en að bygging sögunnar gangi upp. Sagan er líka svolítið lengi í gang vegna þess að sá leiðarþráður sem spunninn er um hlutafjárkaup í flugvél í upphafs- atriðinu, segir lesanda ákaflega lítið. Það er ekki fyrr en hundrað blaðsíðum síðar að lesandi fær forsendur til að átta sig á merkingu þessara atburða og til hvers þeir muni leiða. Þegar inn í söguna er komið heldur höfúndur hins vegar mjög vel á spöðum og spennan magnast, at- burðakeðjan er óslitin og upplýsingum dreiff fyrir lesendur þannig að vel fer á. Höfúndi tekst að skapa andrúmsloff sem skilar vel tíðarandanum og sú tilfinning að illir atburðir liggi í loftinu ágerist með hverjum kafla. Athygli vekur að Ólafur notar nokkuð drauma sem fyrirboða að gömlum sið, og má trúlega deila um hvernig til tekst, stundum verða þeir of gagnsæir. Það tekur lesanda líka nokkrun tíma að átta sig á sögumanni, sem byrjar ffá- sögnina og af og til grípur inn í fram- vinduna. Hann er dálítið óljós stærð ffaman af, þótt frummynd hans verði fljótt ljós: hér er kominn hinn sein- heppni íslenski rannsóknarblaðamaður sem alltaf er við það að komast í feitt. Þótt hann sé heimildarmaður atburða og sagan í byrjun kynnt sem eins konar ann- áll hans, þá hverfur hann algerlega á löngum köflum og alvitur höfundur seg- ir ff á. Þessi aðferð gengur þó upp í stór- um dráttum, en það kemur á daginn að tortryggni í garð ritstjóranefnunnar er fyllilega réttlætanleg því smám saman skýrist að hann er heldur betur fléttaður inn í líf annarrar fjölskyldunnar og á henni grátt að gjalda. Þetta skapar vita- skuld ákveðinn innri túlkunarvanda sem Ólafur nær þannig að læða inn í sögu sína og hlýtur að kæta alla módernista og pm-ista mitt í öllu raunsæinu: Er hægt að treysta frásögn þessa meinta mann- orðsþjófs? Er sagan öll ekki ein grillan enn úr höfði þessa ólánsmanns sem sér óvini í hverju horni og hefúr komið sér upp skýringum sem ekki einungis sverta fjendur hans, heldur leyfa honum að skálda til fúlls það víðfeðma þjóðfélags- samsæri sem alla ritstjóra Helgarpress- unnar fyrr og síðar dreymir um? Þannig má véfengja allan grundvöll sögunnar og leika sér með túlkun hennar. Blóðakur er atburða- og persónusaga. I raun eru allar atburðafléttur sögunnar bæði trúverðugar og ganga upp sem slík- ar, enda styðst höfúndur við sögulega fyrirmynd í því sem ótrúlegast er, slags- málum reykvískra borgara um erlendan dreng. Hlutabréfabrask, valdatafl, stjórn- málareþar og kenningar um þá hluti eru hins vegar slíkt daglegt brauð í okkar þjóðlífi að þar er aldrei hætta á að gagn- rýnum lesanda sé misboðið. Bók eins og Blóðakur hlýtur þó að standa og falla með persónusköpuninni. Þar teflir Ólafur nokkuð djarft. Hann stillir upp tveimur fjölskyldum: önnur er TMM 1997:4 117
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.