Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Qupperneq 120
RITDÓMAR
vellauðug kolkrabbafjölskylda, rekur
heildverslunina Heiðnaberg, státar af
þingmanni og ráðherraefhi og hefur
náin tengsl við ríkisstjórn landsins; hina
má líklega á hinn bóginn staðsetja nálægt
miðju í íslenska samfélagsstiganum, bif-
vélavirki og atvinnulaus leikkona með
þrjú börn og miklar fasteignaskuldir á
bakinu. Leiðir þeirra skerast þegar leik-
konan fær vinnu hjá Axeli í Heiðnabergi
og enn frekar þegar Hörður læknir, og
svili Axels, úrskurðar móður leikkon-
unnar látna af nokkru kæruleysi þannig
að hún ákveður að kæra hann fyrir af-
glöp í starfi. Þar með hefst einn megin-
atburðaþráður sögunnar, en margir aðr-
ir fléttast síðan saman við, þar á meðal
valdatafl innan stærsta stjórnmálaflokks
landsins, og spennan eykst stig af stigi. Á
milli þessara fjölskyldna gengur svo kaþ-
ólski presturinn séra Bernharður, sem að
lokum grípur til sinna ráða.
Af þessari lýsingu má strax greina
gryfju sem ævinlega verður á vegi raun-
sæishöfunda: hættuna á að persónur
verði einhamar. Þessi hætta er miklu
meiri í þessari sögu en í Tröllakirkju, og
einhvern tíma hefði Heiðnabergsfólkið
orðið gírugt auðvaldshyski og fátæka
fjölskyldan saklaus fórnarlömb þess.
Ólafur kemst, að mínu mati, afar vel ffá
persónusköpun sinni hér, hann hefur
lagt sérstaka rækt við að forðast einfald-
anir með góðum árangri. Flestar megin-
persónur sögunnar eru breyskar mann-
eskjur, fullar af mótsögnum og hver
hefúr sinn djöfúl að draga, þótt höfund-
ur leggi sig ffarn um að lýsa þeim af
nærfærni og skilningi, og hvorki hvít-
þvær þær né fordæmir. Axel heildsali er
auðtrúa eða góðviljaður einfeldningur,
um leið og hann er sérgóður nautnasegg-
ur, og peð í tafli annarra sem hann skilur
ekki fyrr en of seint og þarf að gjalda það
dýru verði. Theódóra þingmaður, kona
hans, er hörkutól og miklu meiri bógur í
bisness, og hikar ekki við að láta hart
mæta hörðu og nota vafasöm meðul.
Þegar á reynir tekur hún þó mannlega
þáttinn fram yfir þann efnahagslega og
verður sympatísk í lokin. Og þótt Hörð-
ur læknir sé afskaplega ónærgætinn rusti
í mannlegum samskiptum, ekki síst
gagnvart sínum nánustu, þá á hann sínar
málsbætur. Hinum megin er Dagný,
leikkona sem ekkert fær að gera, sjálfstæð
nútímakona sem fær ekki útrás í því fagi
sem hún hefur menntað sig til, og er því
ófúllnægð og reynir að brjótast undan
hlutskipti sínu. Maður hennar, Tryggvi
bifvélavirki, er ein minnisstæðasta per-
sóna sögunnar og ffábærlega vel gerð. I
byrjun leikur vafi á því hvort hann sé
heill á geði, ást hans á Dagnýju og afbrýði
hefur næstum sjúklega drætti. Smám
saman verður skýrara að ástæður þess að
hann er að missa tökin á tilveru sinni eru
ekki síst glannaskapur í fjármálum,
húsa- og bílakaupum sem þó eru ekki
glannalegri en svo að margir munu
kannast við hliðstæður. Að því leyti verð-
ur Tryggvi nánast táknmynd heillar kyn-
slóðar Islendinga sem lent hefur í
hremmingum okurvaxta og verðbóta,
sem svo eru kallaðar, og sú hengingaról
reyrist sífellt fastar um háls hans. Alls
þessa geldur svo fjölskyldulífið; líkt og
dýr sem hefúr verið króað af er Tryggvi
eins og tifandi tímasprengja, það skynja
til dæmis börnin hans betur en aðrir, og
springur þegar álagið er orðið honum
um megn. Hann er því sannarlega fórn-
arlamb í vissum skilningi, enda á hann
samúð lesenda óskipta í hinni átakan-
legu lokasenu þar sem hann hefur teflt
djarft og velur börn sín umfram sjálfan
sig. Annað áberandi stef sem sameigin-
legt er báðum meginfjölskyldum sög-
unnar er jafnrétti kynjanna og mun í því
efni vafalaust sitt sýnast hverjum.
Lykilpersóna verksins erþó séra Bern-
harður og þótt hann sé öðrum þræði eins
konar sendiboði fara ffam í hans huga
vangaveltur um ýmsar af veigamestu
hugmyndum sögunnar. Eitt leiðarstef
þessarar sögu má kalla efa, sagan er fuU
af róttækum efasemdum, ekki bara um
þjóðfélagið sem við byggjum og hefur
118
TMM 1997:4