Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 31
FÚLSAÐ VIÐ FLOTINU eða lítill munur sé á túlkun texta og menningarlegra fyrirbæra þar sem hvort tveggja hvíli á formgerðum sem grundvallast á notkun tákna. Til að skilja þessar formgerðir verði að skilja merkingu táknanna og þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða Landsmót hestamanna eða ritið íslenzka menningu. Jafnt félagslegt atferli, menningarafurðir sem sögulegur veru- leiki eru bundin í táknkerfi eða kóða og tengsl þessa kóða við veruleika utan tungumálsins verða afar flókin ef ekki beinlínis ómöguleg í ljósi forsendna þessara fræða. í þessu ljósi verður það því ffernur flókið að tala um hinn „raunverulega“ eða „sögulega" Sigurð, þar sem Sigurður er í raun ekki annað en kóði í tungu- málinu sem fer eftir reglum sem búa í formgerð þess. Samt gerum við það, og okkur lætur það meira að segja mjög létt, enda held ég sjálfúr að ekki neitt sé í raun unnið með því að útiloka sögulega vídd úr formgerðarhugmyndinni, þar sem tungumálið er að sönnu sögulegt fyrirbæri, auk þess sem það er í raun óhugsandi utan síns félagslega ramma. Þessi tvíræða staða „hins raunverulega Sigurðar“ veldur hins vegar þeim vanda að Sigurður verður aldrei „yfir- bugaður". Svo lengi sem orðræða hans er virk er hann einhvers staðar að verki í hugsun okkar og maður eins og Friedrich Nietzsche hefði áreiðanlega túlkað þetta sem aumingjaskap. Við virðumst hafa barnslega þörf fyrir Föðurinn og við getum ekki stappað í okkur nægum mikilmenniskrafti til að ganga ffá honum, jaðra hann og útiloka og setjast síðan ein að krásunum, laus undan valdi þjóðernishyggju, borgaralegri fagurffæði, karllægni og kynþáttahugsun. Þessi ræfildómur er í hróplegu ósamræmi við orð viðspyrnumannanna sem andvígir eru hinum ffæðilegu áherslum síðustu tveggja til þriggja áratuga, því að þeirra sögn virðist eyðingin ein blasa við menntun og menningu ef andleg- ur logi nýstefhanna heldur áff am að svíða akra og tún. Og reyndar heyrir mað- ur oft talað um þennan ræfildóm af fólki sem skráir sig endrum og eins inn á hótel samtímafræðanna, gistir þar eina nótt og er svo rokið. Vant því að hugsa um vald, virðingu og goggunarröð leggur það áherslu á að ryðja burt öllu því gamla svo hið nýja fái að ríkja eitt, nema þá náttúrlega ef það gamla vinnur, þá ber að þjóna því þar sem pabbi þess virðist eftir allt vera sterkari en pabbi þess nýja. Þetta er vissulega eilítið frumstæður hugsanamáti, en hann er hins vegar algengur og því langar mig til að fara um hann nokkrum orðum því hann skiptir allnokkru fyrir hina þrálátu spurn mína andspænis íslenzkri menn- ingu. f íslenzkri menningu leiða eins og áður sagði nokkrar meginhugmyndir stefnu textans og eru þar helstar hugmyndirnar um „íslendinginn“, það er að segja hugmynd Sigurðar um hvað „þjóð“ sé, hugmyndin um „þekkinguna“ að baki miðaldatextunum - og þar á ég einkum við hugmyndir hans um sið- rænan grundvöll þjóðveldisins sem birtast í kaflanum um „FJeiðinn dóm“ - TMM 2000:1 www.malogmenning.is 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.