Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 33
FÚLSAÐ V/Ð FLOTINU Hugtakaforði íslenzkrar menningar er því í mínum augum ekki eitthvað sem þarf að valta yfir. Spurningin um „þjóðina“ er til að mynda nokkuð sem hlýtur áffam að hreyfa við fólki og kalla á svör þótt einhverjir yfirlýsinga- glaðir náungar kunni að segja að hún sé búin. Þjóðarhugtakið á sér líka mjög áþreifanlega vídd sem er pólitísk saga tíunda áratugarins. í upphafi hans breyttist pólitísk skipan Evrópu í einni svipan og í kjölfarið komst rót á sjálfs- skilgreiningu margra milljóna manna sem ekki hefur enn stillst. Þetta var ekki alltaf það gáfharót sem vestur-evrópska menntamenn dreymdi á nótt- unni, heldur oft á tíðum blóðugt rót, rót undir vopnum. Tugir þúsunda manna hafa fallið í vopnuðum átökum í Evrópu á þessum áratug sem öll byggðust að minnsta kosti að hluta til á svo stækri hugmynd um þjóðerni að hún nægði til að munda vopn og taka í gikk. Þá er ótalin sú margvíslega spenna milli þjóðarbrota og kynþátta sem allir sem búið hafa í evrópskum borgum þekkja mæta vel. Sjálfstæðisbarátta Kúrda ein og sér fer til dæmis ekki bara fram í Kúrdistan heldur einnig á svæðinu fr á Stokkhólmi til Aþenu og kemur því flestum íbúum álfunnar við. En það er ekki síður athyglisvert að á meðan þessu fer ffam þjáist þjóðarhugmyndin í Vestur-Evrópu af uppdráttarsýki. Þjóðerni er okkur hér um slóðir ekki lengur það megininn- tak sjálfsverunnar sem það augljóslega var Sigurði Nordal og sem það er fólki í Austur- og Suðaustur-Evrópu, en það hamlar því ekki að við hugsum um það, bæði til að geta lýst veruleika fólks í sömu heimsálfu, en einnig til að geta náð tökum á eigin tvíli. Annað dæmi um margræða stöðu hugtakaforða íslenzkrar menningar er sá innbyggði efi sem finna má í verkinu, þær mörgu og off augljósu mótsagn- ir sem þar koma ff am, til dæmis hið gegnumgangandi reiptog á milli yfirlýsts vilja í formálanum um að í bókinni verði fjallað um þjóðfélag þar sem höf- undur telur að stéttahugtakið eigi ekki við og síðan þeirrar ríku áherslu sem er í textanum á að lýsa samfélagi sem í raun er stjórnað af fámennri höfð- ingjaklíku. Tilraunir Sigurðar til að lýsa alþingi á Þingvöllum sem einhvers- konar lýðræðissamkundu eru ekki sannfærandi því um leið gerir hann nákvæmlega grein fyrir hvernig lög og stjórnskipan þjóðveldisins verða til í kringum hagsmuni goðanna einna. Sigurður lýsir þessum hagsmunum mjög skilmerkilega, allt frá kenningu sinni um að það hafi verið eiginlega að- eins ein ætt sem kom alþingi á fót, afkomendur Bjarna bunu, til útlistunar á málamiðlunum milli höfðingjaætta í því skyni að tryggja frið og jafnvægi í samfélaginu til hagsbóta fyrir þá sem töglin höfðu og hagldirnar. En auk þessara augljósu rofa og brota sem sýna tvístringinn í textanum, þau átök milli ólíkra táknkerfa sem þar koma fram og erfiðleika Sigurðar við að fella þau undir heildstæðan sjónarhól, þá er hægt að greina flöt sem mér sjálf- um finnst mjög spennandi því ég held að hann sýni glímu við hið erfiða sam- TMM 2000:1 www.malogmenning.is 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.