Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 33
FÚLSAÐ V/Ð FLOTINU
Hugtakaforði íslenzkrar menningar er því í mínum augum ekki eitthvað
sem þarf að valta yfir. Spurningin um „þjóðina“ er til að mynda nokkuð sem
hlýtur áffam að hreyfa við fólki og kalla á svör þótt einhverjir yfirlýsinga-
glaðir náungar kunni að segja að hún sé búin. Þjóðarhugtakið á sér líka mjög
áþreifanlega vídd sem er pólitísk saga tíunda áratugarins. í upphafi hans
breyttist pólitísk skipan Evrópu í einni svipan og í kjölfarið komst rót á sjálfs-
skilgreiningu margra milljóna manna sem ekki hefur enn stillst. Þetta var
ekki alltaf það gáfharót sem vestur-evrópska menntamenn dreymdi á nótt-
unni, heldur oft á tíðum blóðugt rót, rót undir vopnum. Tugir þúsunda
manna hafa fallið í vopnuðum átökum í Evrópu á þessum áratug sem öll
byggðust að minnsta kosti að hluta til á svo stækri hugmynd um þjóðerni að
hún nægði til að munda vopn og taka í gikk. Þá er ótalin sú margvíslega
spenna milli þjóðarbrota og kynþátta sem allir sem búið hafa í evrópskum
borgum þekkja mæta vel. Sjálfstæðisbarátta Kúrda ein og sér fer til dæmis
ekki bara fram í Kúrdistan heldur einnig á svæðinu fr á Stokkhólmi til Aþenu
og kemur því flestum íbúum álfunnar við. En það er ekki síður athyglisvert
að á meðan þessu fer ffam þjáist þjóðarhugmyndin í Vestur-Evrópu af
uppdráttarsýki. Þjóðerni er okkur hér um slóðir ekki lengur það megininn-
tak sjálfsverunnar sem það augljóslega var Sigurði Nordal og sem það er fólki
í Austur- og Suðaustur-Evrópu, en það hamlar því ekki að við hugsum um
það, bæði til að geta lýst veruleika fólks í sömu heimsálfu, en einnig til að geta
náð tökum á eigin tvíli.
Annað dæmi um margræða stöðu hugtakaforða íslenzkrar menningar er
sá innbyggði efi sem finna má í verkinu, þær mörgu og off augljósu mótsagn-
ir sem þar koma ff am, til dæmis hið gegnumgangandi reiptog á milli yfirlýsts
vilja í formálanum um að í bókinni verði fjallað um þjóðfélag þar sem höf-
undur telur að stéttahugtakið eigi ekki við og síðan þeirrar ríku áherslu sem
er í textanum á að lýsa samfélagi sem í raun er stjórnað af fámennri höfð-
ingjaklíku. Tilraunir Sigurðar til að lýsa alþingi á Þingvöllum sem einhvers-
konar lýðræðissamkundu eru ekki sannfærandi því um leið gerir hann
nákvæmlega grein fyrir hvernig lög og stjórnskipan þjóðveldisins verða til í
kringum hagsmuni goðanna einna. Sigurður lýsir þessum hagsmunum
mjög skilmerkilega, allt frá kenningu sinni um að það hafi verið eiginlega að-
eins ein ætt sem kom alþingi á fót, afkomendur Bjarna bunu, til útlistunar á
málamiðlunum milli höfðingjaætta í því skyni að tryggja frið og jafnvægi í
samfélaginu til hagsbóta fyrir þá sem töglin höfðu og hagldirnar.
En auk þessara augljósu rofa og brota sem sýna tvístringinn í textanum, þau
átök milli ólíkra táknkerfa sem þar koma fram og erfiðleika Sigurðar við að
fella þau undir heildstæðan sjónarhól, þá er hægt að greina flöt sem mér sjálf-
um finnst mjög spennandi því ég held að hann sýni glímu við hið erfiða sam-
TMM 2000:1
www.malogmenning.is
23