Allt um íþróttir - 01.10.1953, Page 51

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Page 51
2. Vilhjálmur Ólafsson (ÍR) 11.6 sek. 3. Leifur Tómasson (KA) 11.6 Garðar Arason sleppti úrslita- hlaupinu vegna þátttöku í lang- stökki, söm var þá hafið. Hörð- ur virtist ekki leggja hart að sér, en ætla má, að hlaupið samsvari а. m. k. 11.0 í logni. Vilhjálmur og Leifur eru skemmtilegir spretthlauparar, sérstaklega þó sá síðarnefndi, sem sýndi í mót- inu, hve bráðefnilegur íþrótta- maður hann er. Heimamehn dáðust líka að sínum manni, og hvöttu hann óspart bæði börn og fullorðnir. Meistari 1952 varð Hörður Haraldsson á 10.7 sek. Aður en úrslitin í 100 m fóru fram, voru 1500 m hlaupnir. Iveppendur voru 6: 1. Sigurður Guðnason (ÍR) 4:06.7. 2. Kristján Jóhannsson (IR) 4:07.8. 3. Svavar Markússon (KR) 4:08.6. 4. Einar Gunnlaugsson (Þór) 4:11.5. 5. Þórhallur Guðjónsson (UM- FK) 4:25.1. б. Þarsteinn Sveinsson (HSK) 4:32.4. Sigurður varð þannig meistari í 1500 m í þriðja sinn í röð og jafnframt fyrsti meistari þessa móts. Það mátti sjá, að hann „átti“ þessa grein. Strax í byrj- un tók hann forystuna og fór greitt. „Hann sprengir sig, hann þolir ekki vindinn“, heyrði ég sagt fyrir aftan mig, og vissulega hefur vindurinn verið harðasti andstæðingur Sigurðar fram til þessa. En nú lét hann engan bil- bug á sér finna. Svavar vildi þó ekki sleppa Sigurði og fylgdi rétt á eftir, en Kristján drógst 20— 30 m aftur úr. A síðasta hring fóru hann og Einar að síga á, en bilið var of langt. En Svavar gaf upp móðinn, þegar Sigurður sleit marksnúruna, og það færði Kristján sér í nyt, skauzt fram úr honum á síðustu 10 metrun- um. Tími Einars er athyglisyerð- ur og hlauparinn ekki síður. Ak- ureyringar eiga í honum efni í aíburða langhlaupara, ef hann leggur að sér við æfingar. 1952 sigraði Sigurður á 4:08.6. 200 m hlaup kvenna var hörm- ung á að sjá. Asgerður Jónas- dóttir (HSÞ)) varð meistari á 30.6 sek., á undan Erlu Sigur- jónsdóttur (UMFR), sem hljóp á 33.2 seg. Meistari 1952: Margrét Hall- grímsdóttir (UMFR), 27.9 sek. í 110 m grindahalupi mætti aðeins 1 af skráðum keppend- um, Pétur Rögrivaldsson (KR). Hann hljóp vel, á 16.1 selc., og vann sinn fyrsta meistaratitil. Pétur á mikla framtíð fyrir ÍÞRÓTTIR 49

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.