Saga: missirisrit - 01.12.1929, Síða 115
S AGA
245
aðist við með nafni úr Þúsund og einni nótt, sem eg
stalst í að lesa heima, þegar eg átti að vaka yfir vel-linum
og bera af. Lagði ljómann yfir mig frá eðalsteinum þess-
um eins og geislabaug um dýrlings höfuð. Rann vagn-
inn gegnum himnesk súlnagöng og aldingarða með eim-
reíðarhraða, á fjórum sólnaíhjólum, og hrukku neistarnir
af eldhjólunum eins og stjörnuhrap. En aflið, sem mig
áfram dró, voru margar legíónir fljúgandi smá-engla.
Voru vængjatök þeirra eins og þeytispjald og hvein við í
loftinu af indælum ómum, en eg var sælli en nokkur kon-
ungssonur, og er eg viss um að það hefir verið tilkomu-
mikil sjón að sjá mig tilsýndar.
Alt í einu þykist eg vita að eg sé að fara í gegnum
Paradísarhliðið. Hugsaði eg gott til glóðarinnar að skoða
æskustöðvar forföður míns og okkar allra. En það lán-
ið átti samt ekki fyrir mér að liggja og varð gleði mín
endaslepp þá sem oftar, því rétt í því að eg er kominn inn
úr hliðinu, þykir mér englarnir reka vagninn á eitthvað
stórt og mikið, annað hvort af einhverri óvarkárni eða
óumflýjanlegum forlögum, sem er oftast talið það sama.
Gat eg mér þess til að það hefði verið annar hvor stofn-
anna gömlu trjánna: lífsins eða skilningsins, eða þá
skrokkurinn af höggorminum, sem legið hafi þar í reiðu-
leysi. En orsökina fékk eg aldrei að vita, því eg vaknaði
með andfælum frá þessum yndisfríða draumi við háan
hvell og harðan hristing. Hef eg sjaldan orðið eins
raunalega undrandi á æfi minni og eg varð þegar eg lauk
upp augunum og sá hvar eg var, og heyrði hljóma í eyr-
um mínum skerandi angistaróp.
11.
Rúmið mitt var komið með mig alla leið út úr sínu
og mínu herbergi. Og ekki nóg með' það, lieldur hafði það
fluzt á einhvern óskiljanlegan hátt út um dyrnar og inn
í hjónaherbergið þar sem norska maddaman svaf nú
einsömul í fjarveru bónda síns. Þar hafði það rekist á
rúm hennar, með hraki og brestum, eins og hafskip á