Milli mála - 01.06.2014, Page 29
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
Milli mála 6/2014
32
kvæmt var töluðu máli og framburði lítill gaumur gefinn, enda ekki
lengur til málsamfélög, þar sem latína var notuð sem lifandi tunga.
Hins vegar var þeim mun ríkari áhersla lögð á að nemendur næðu
tökum á lestri, öðluðust yfirgripsmikinn orðaforða og að þeir gætu
lesið sígildar bókmenntir og fræðandi efni. Málfræðireglur og
beitingu þeirra þurfti að læra til hlítar. Þýðingar milli móðurmálsins
og markmálsins og ritun málfræðistíla þóttu ákjósanlegar aðferðir til
að ná framangreindum markmiðum. Lýsingar á dönskukennslu í
Bessastaðaskóla sýna glögglega áhrif málfræði- og þýðingarað-
ferðarinnar. Námið fólst einkum í stílagerð, þýðingum og texta-
lestri. Sú litla talmálsþjálfun, sem fór fram, tengdist upplestri eða
endursögn ritaðra texta. Beiting dönsku, sem og reyndar einnig
latínu, var þó ekki einungis bundin við kennslustundirnar í þessum
málum. Á laugardögum tóku nemendur efri og neðri bekkjar þátt í
einum tíma í ræðumennsku og tjáningu. Nemendur efri bekkjar
tjáðu sig á móðurmálinu og latínu um lesið efni tengt trúarlær-
dómnum en nemendur neðri bekkjar töluðu dönsku í tengslum við
valið efni úr Godmans Børneven. Í mannkynssögu var notuð bókin
Almindelig Verdenshistorie i Udtog eftir H.A. Kofod. Samkvæmt
heimildum fór kennslan fram á dönsku og af þeim sökum „talaði
kennarinn afar hægt til að þeir styst komnu gætu fylgst með og
skrif—að niður það sem máli skipti. Þá þýddi hann framandi orð á
íslensku, skrifaði öll nöfn upp á töflu og sagði hvernig orðin skyldu
skrifuð og borin fram.“45
Eins og áður er getið reyndist sú umbylting í Hafnarháskóla að
kenna á dönsku í stað latínu afar íþyngjandi fyrir íslenska stúdenta.
Tungumálaerfiðleikarnir voru mestir í upphafi námsdvalarinnar, en
þá þurftu nemendur að gangast undir inntökupróf í háskólann og
standast það, ella fengu þeir ekki námsstyrk. Heimildir sýna að
sumir námsmenn undirbjuggu sig fyrir námið ytra með því að að-
stoða við skrifarastörf hér heima.46 Tök á ritmáli og önnur kunnátta
sem slík iðja stuðlaði að, skipti miklu máli fyrir nemendur, en var
ekki nægileg, þar sem prófið reyndi einnig á að skilja og tala dönsku,
45 Svavar Þór Guðmundsson, Þættir úr sögu Bessastaðskóla 1805–1846 : af lektorum, brillistum og
nonistum, Reykjavík: Bókaútgáfan Hólar, 2006, bls. 39–41.
46 Kristmundur Bjarnason, Amtmaðurinn á einbúasetrinu : ævisaga Gríms Jónssonar, bls. 245.