Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Óháð ráðgjöf til fyrirtækja Firma Consulting gerir fyrirtækjum tilboð í eftirfarandi þjónustu: • Kaup, sala og sameining. • Verðmat fyrirtækja. • Samningaviðræður, samningagerð • Áætlanagerð. • Fjárhagsleg endurskipulagning. • Samningar við banka. • Rekstrarráðgjöf. Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík. Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766 info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Starfsgreinasambandið (SGS) hefur samþykkt að hefja verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu félagsins við Sam- tök atvinnulífsins. Fyrirhugaðar að- gerðir SGS hefjast eftir fimm daga, verði ekki samið, en þá hefst alls- herjarvinnustöðvun frá klukkan 12 á hádegi til miðnættis sama dag. Aðgerðirnar halda áfram 6. og 7. maí þegar allsherjarvinnustöðvun verður allan sólarhringinn og end- urtekið 19. og 20. maí. Þann 26. maí hefst síðan ótímabundin vinnustöðv- un á miðnætti. Fyrirhugað verkfall tekur til launafólks á almennum vinnumarkaði utan höfuðborgar- svæðisins og mun hafa gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag. Hægist á innflæði bókana Ferðaþjónusta á landsbyggðinni verður fyrir töluverðri röskun vegna verkfalls SGS en eins og lesa má hér til hliðar þá fylgist nútímaferðamað- urinn með ástandinu. Ekki eru neinar reglur til um að hótel eigi að láta ferðamenn vita, sem eiga bókaða gistingu, ef viðkom- andi hóteli er lokað vegna verkfalls. Hins vegar eru það góðir viðskipta- hættir að láta sína kúnna vita, segir Helga Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ég finn að fólk fylgist vel með ástandinu á Íslandi. Það er eitthvað búið að hægja á innflæði bókana, það segir manni að fólk er á tánum og hinkrar örlítið. Fyrirtækin, í þessu tilviki hótel, leitast við að upplýsa viðskiptavini sína eins og hægt er á hverjum tíma. En auðvitað vonumst við til þess að það komi ekki til vinnustöðvunar.“ Hún segir að ferðaþjónustan hafi eðlilega miklar áhyggjur af stöðu mála. „Óöryggi og ótraust umhverfi hjálpar ekki til og við finnum að fólk er á hliðarlínunni að fylgjast náið með, þannig að við höfum gríðarleg- ar áhyggjur.“ Þá segir Helga að eins og staðan er í dag vinni ferðaþjónustan út frá því að ekki komi til vinnustöðvunar og bjartsýni sé í þeirra herbúðum. Ekki er þó mikil ástæða til bjart- sýni því viðræður ganga hægt og tónninn í viðræðunum er slæmur. Hjá SA fengust þau svör að sam- tökin vinni að því hörðum höndum að leysa deiluna en kröfur SGS hljóði upp á 50-70% almenna hækkun launa og að hæstu laun hækki hlut- fallslega mest. „Á það getur SA ekki fallist enda er ljóst að slíkar hækkanir myndu ganga yfir allan vinnumarkaðinn með þeim afleiðingum að verðbólga og stýrivextir myndu hækka mikið og þrýstingur verða á gengi krón- unnar. Sviðsmyndagreining SA sýn- ir að ef laun yrðu hækkuð um 30% í þriggja ára samningi yrði uppsöfnuð verðbólga 27% og stýrivextir á bilinu 12-14%. Við þær aðstæður myndi gengi krónunnar falla umtalsvert,“ segir í svari SA við fyrirspurn Morg- unblaðsins um gang viðræðnanna. Störukeppni skilar engu Finnbogi Sveinbjörnsson, formað- ur Verkalýðsfélag Vestfirðinga, tek- ur þó ekki undir þessi orð. „SA halda þessu fram en þessa rúmlega 100 þúsund króna hækkun er hægt að teygja upp í 37,6% upp í 41,5% ef menn vilja fara í einhverja prósentuleikfimi. En að tala um 50- 70% hækkun er helvíti gróft. Þetta er búið að vera störukeppni í vetur og hún gengur út á það að við hittumst þegar aðilar eru boðaðir og það hefur ekki verið skipst á neinum jákvæðum skilaboðum.“ Finnbogi segir að SGS sé búið að bjóða SA upp í dans til þriggja ára en það er hinsvegar lítill vilji til að dansa með. „Við höfum verið að leggja þessar meginlínur niður síð- ustu ár, að leiðrétta dagvinnutaxt- ann um rúmar 100 þúsund krónur. Gróflega reiknað eru það 33 þús- und krónur á ári og ef fyrirtæki treystir sér ekki til að borga slíkt þá eiga þau að snúa sér að einhverju öðru. Þau eru þá ekki rekstrarhæf leyfi ég mér að fullyrða.“ Víðtæk áhrif á Vestfjörðum Finnbogi segir að verði af verkfalli muni það hafa mikil áhrif á Vestfirði, félagsmenn í Verkalýðsfélagi Vest- fjarða séu að vinna í grunnstoðum samfélagsins. „Verkfallið mun hafa vítæk áhrif hér eins og annars staðar á landinu. Þetta mun koma illa niður á fisk- vinnslu og fiskeldi því stærstur hluti okkar félagsmanna er að vinna hjá þessum fyrirtækjum. Síðan eru fé- lagsmenn okkar í öllum helstu grunnstoðum, ræstingum, þjónustu- og ferðaþjónustufyrirtækjum, bíla- verkstæðum, byggingarfyrirtækjum og svona gæti ég haldið áfram. Þetta er sama saga hjá okkur og annars staðar. Okkar fólk er í grunnstoðum samfélagsins,“ segir Finnbogi. Deilurnar í tvöföldum rembihnút  Verkfall Starfsgreinasambandsins yfirvofandi  Tónninn í viðræðunum þungur  Ferðaþjónustan áhyggjufull yfir stöðu mála  Félagsmenn SGS eru flestir að vinna í grunnstoðum samfélagsins Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn Ferðaþjónustan er eðlilega með miklar áhyggjur af stöðu mála en þó að forvitnir ferðalangar hringi mikið þá hefur ekki verið mikið um afbókanir. Yfir milljón ferðamenn komu hingað til lands í fyrra. Finnbogi Sveinbjörnsson Helga Árnadóttir „Við höfum miklar áhyggjur af komandi verkfalli. Íslandshótel og Fosshótel eru 15 allt í allt og um allt land. Auðvitað höfum við miklar áhyggjur,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Fosshótela, um komandi verk- fall meðlima Starfsgreina- sambandsins. Komi til verk- falls segir Dav- íð að starfsemi hótelanna á landsbyggðinni nánast lamist. „Ef til verkfalla kemur þá lam- ast stór hluti starfseminnar. Til að byrja með eru það hótel á landsbyggðinni sem lenda í því en að sama skapi erum við að byggja stærsta hótel landsins og það á að opna það í byrjun júní. Ef það verða verkföll hjá iðn- aðarmönnum er ástandið skelfi- legt því hótelið er nánast full- bókað frá fyrsta degi.“ Davíð segir fyrirtækið ekki hafa orðið vart við að ferðamenn séu að afbóka sig vegna komandi verkfalls en síminn hinsvegar hringi meira frá áhyggjufullum ferðamönnum. „Sem betur fer hefur ekki ver- ið mikið um afbókanir. Það er mikið spurt, bæði einstaklingar og ferðaskrifstofur en hingað til hefur lítið verið afbókað.“ Davíð og hans fólk ætlar þó að láta hendur standa fram úr erm- um og reyna að láta verkfall hafa sem minnst áhrif á gesti sína. „Við munum reyna að láta hlut- ina ganga upp eins og mögulegt er en það er augljóst að stór hluti starfsemi okkar lamast komi til verkfalls,“ segir Davíð Torfi. Lítið um afbókanir HÓTELKEÐJAN FOSSHÓTEL Davíð Torfi Ólafsson Legómeistarinn Brynjar Karl Birgisson hlaut viður- kenningu Einhverfusamtakanna við hátíðlega athöfn í Smáralind í gær fyrir lególíkan af Titanic sem verður þar til sýnis. Auk Brynjars hlaut Alexander Birgir Björnsson viðurkenningu fyrir að hafa skipulagt tónleika til styrktar samtökunum og félaginu Birtu. Með aðstoð fjölskyldu sinnar, vina og ættingja fyllti hann Grinda- víkurkirkju og safnaðist á aðra milljón króna. Þá hlaut Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins viðurkenningu en hún sendi nýlega frá sér bókina Litróf einhverfunnar. Legóskipið laðar marga að Morgunblaðið/Kristinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.