Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 86
86 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Hugrún Jónsdóttir útfararstjóri Rósa Kristjánsdóttir útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Katla Þorsteinsdóttir lögfræðiþjónusta Gestur Hreinsson útfararþjónusta Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Snævar Jón Andrésson útfararþjónusta Útfarar- og lögfræðiþjónusta – Önnumst alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn ✝ Margrét Krist-ín Jónsdóttir, fæddist 2. sept- ember 1919 á Bjarmalandi í Döl- um. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Klausturhól- um 16. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru Kristín Sig- ríður Guðmunds- dóttir, f. 16. apríl 1887, d. 20. ágúst 1951, og Jón Bergmann Jónsson, f. 2. febrúar 1893, d. 5. apríl 1981. Systkini Margrétar voru: Sigurfljóð, f. 17. júní 1918, d. 5. júní 2011, Þorleifur, f. 25. nóvember 1921, d. 12. apríl 2010, Jakob, f. 25. september 1923, d. 15. desem- ber 1998, Guðmundur, f. 2. sept- ember 1925, d. 29. október 2010, Jón Arinbjörn lést á fyrsta ári, Jón, f. 18. mars 1928, d. 26. nóv- ember 2008, og Ingunn, f. 5. ágúst 1931. Margrét giftist 1955 Siggeiri ander Ámundason; og Lilju Kristinsdóttur, f. 28.9. 1999. Anna á eina stjúpdóttur og tvö stjúpbarnabörn. Margrét ólst upp í föð- urhúsum á Bjarmalandi og síðar að Litla-Langadal á Skógar- strönd. Hún sótti farskóla og var einn vetur í Húsmæðraskól- anum á Staðarfelli. Á yngri ár- um var hún í kaupamennsku í heimasveitinni, og eftir lát móð- ur sinnar sá hún um heimilið fyrir föður sinn um skeið. Hún fluttist síðan til Reykjavíkur og vann þar ýmis störf, var m.a. við heimilisstörf á Bessastöðum og síðar í Þvottahúsi Sundhall- arinnar. 1955 flutti hún að Holti á Síðu og hóf þar búskap ásamt manni sínum Siggeiri Björns- syni. Þar var hún húsfreyja í um 40 ár. Þau hjón létu af búskap árið 1989. Eftir það höfðu þau vetursetu að Stóragerði 20 í Reykjavík, en að jafnaði sum- ardvöl í Holti, meðan bæði höfðu heilsu til. Árið 2010 fluttist Mar- grét á Hjúkrunarheimilið Klausturhóla á Kirkjubæjar- klaustri, þar sem hún lést. Útför Margrétar fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu í dag, 25. apríl 2015, kl. 14. Björnssyni bónda í Holti, f. 15. janúar 1919, d. 29. janúar 2004. Dætur þeirra eru Kristín Marín, f. 22. mars 1958, búsett í Reykjavík, sam- býlismaður hennar er Eysteinn Gunnar Guðmundson, f. 7.2. 1953. Synir Krist- ínar eru Þórarinn Björn Sigurjónsson, f. 21.12. 1984; kona hans er Bjarney G. Blöndal, þau eiga eina dóttur, Bríeti, f. 1.10. 2010; Guðmundur Gauti, f. 29.12. 1995, og Ólafur Eysteinn, f. 20.1. 2000. Kristín á einnig tvær stjúpdætur og fjög- ur stjúpbarnabörn. Anna Björg Siggeirsdóttir, f. 30. apríl 1961, búsett í Reykjavík, sambýlis- maður hennar er Kristinn E. Hrafnsson, f. 21.7. 1960. Anna á tvær dætur, Unu Margréti Árnadóttur, f. 8.10. 1995, sam- býlismaður hennar er Örn Alex- Móðir mín blessunin er látin í hárri elli. Ein af mínum fyrstu minningum er af mömmu að mjólka, ég þriggja ára að dunda mér við að skvetta vatni úr blárri plastfötu á fjósbekknum og Sám- ur situr í flórnum og bíður eftir mjólkurdropa, værð í fjósinu. Ég man mömmu að mata okk- ur systur á kjötsúpu og haust- regnið beljar á glugganum. Þessu fylgdu sögur af Skógar- ströndinni og frá Bjarmalandi, frá heimili afa og ömmu og öðr- um löngu horfnum ættingjum, sem urðu okkur ljóslifandi í frá- sögn mömmu. Ég sé mömmu fyrir mér við eldavélina að baka pönnukökur eða flatkökur. Maturinn hennar mömmu var alltaf góður á bragð- ið. Hráefnin voru yfirleitt einföld og hún studdist sjaldnast við uppskriftir af blaði, hafði þetta bara í fingrunum. Fiskibollurnar hennar voru afbragð, og minn- ingin um kjötbollurnar kallar fram vatn í munninn. Ég minnist mömmu við saumaskap eða að prjóna. Hún var ekki sérlega afkastamikil við handavinnuna en afar vandvirk. Oft rakið upp og lagað, þar til hún varð ánægð. Ullarsokkarnir hennar með sniði þannig að þeir löguðust að fætinum. Hún hafði gaman af að föndra úr pappa, lími og málningu. Dúkkurúm, smíðuð úr pappakössum og styrkt með bylgjupappa og lími, máluð bleik með silfurlituðum bryddingum, eru einhvers staðar á háaloftinu, orðin lúin af mikilli notkun. Kommóðu átti ég, smíð- aða úr eldspýtustokkum og litla kistu úr pappa, fóðraða með við- arlitu veggfóðri. Mamma var langt á undan sinni samtíð varðandi endurnýt- ingu og endurvinnslu. Engu var hent sem nýtilegt gat talist. „Það er búið að hafa fyrir því að búa þetta til, og synd að farga þessu, aldrei að vita hvenær þetta kem- ur að gagni“. Dótið hennar mömmu hefur oft komið sér vel. Uppáhaldsstundir mömmu voru þegar hún komst út, helst í jarðabætur. Henni þótti gaman að atast í mold og grjóti, hlaða veggi, slétta, leggja þökur og móta landslag. Þá stjórnaði hún pabba og okkur krökkunum eins og herforingi. Hún gat líka vel hugsað sér að hafa jarðýtustjóra í sinni þjónustu ef því var að skipta. Mamma var barngóð og mikill dýravinur enda löðuðust að henni börn og dýr og barnabörnin nutu þessa. Okkur systrum var inn- rætt frá barnæsku að „aðgát skal höfð í nærveru sálar“ og að mað- ur á að vera góður við dýrin. Móðir mín gat verið föst á meiningunni og vildi gjarna „leiða manni fyrir sjónir“ sitt sjónarhorn. Í mótþróa unglings- áranna gat stundum skorist í odda – ég er víst þrjósk líka. Eft- ir á að hyggja má vera að sú eldri hafi oftar haft rétt fyrir sér en ljúft er að viðurkenna. Lífið hennar mömmu var ekki alltaf dans á rósum en á seinustu árunum hennar var allt slíkt gleymt. Hún mundi aðeins til- finninguna um það góða og skemmtilega í lífinu. Þegar hún fluttist á Klausturhóla óttaðist ég að henni mundi líða illa svo fjarri nánustu ættingjum. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Hún bjó við einstaklega gott atlæti á Klaust- urhólum og bar þess augljós merki að þar leið henni vel. Við kveðjustund er efst í huga þökk til starfsfólksins á Klausturhól- um og sveitunganna fyrir alla umhyggju og ástúð. Kristín Marín. Það lætur nærri að liðin séu 20 ár frá því við Margrét Jónsdóttir, tengdamóðir mín, hittumst fyrst. Það var í Holti á Síðu og þar átt- um við næstu árin fjölmargar góðar stundir. Með bónda sínum Siggeiri dvaldi hún í Holti á sumrin meðan heilsa beggja leyfði, en Siggeir lést árið 2004. Margrét kom í Holt meðan hún gat og mér eru minnisstæðar samræður við hana í eldhúsinu um allt milli himins og jarðar; allt frá grjóthleðslum til fagur- fræði teskeiða. Manngæsku hennar og hógværð fundu allir sem nálægt henni voru og hún hafði verkvilja langt umfram aðra sem ég hef kynnst og leng- ur en góðu hófi gegnir. Hún iðaði í skinninu að gera eitthvað gott fyrir umhverfi sitt, en lét sér nægja í óeirð sinni og elli að segja frá draumum sínum með hæglátum hætti. Og mikil ósköp hvað hún hafði gott minni á alla hluti og hugmyndir; það slagaði orðið langleiðina í heila öld sem hún gat sagt manni frá áður en yfir lauk, því margt mundi hún úr frumbernsku sinni. Ég er líf- inu þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Margréti og eiga með henni samleið um tíma. Stuttu eftir andlát Siggeirs kom út ljóðabókin Fyrir kvöld- dyrum eftir Hannes Pétursson og þar í er þetta myndræna ljóð sem mér hefur æ síðan þótt lýsa þeim hjónum í Holti, þó það sé sjálfsagt ekki hugsað þannig frá skáldsins hendi: Bjarma slær snöggt á bliknandi garðinn! Sjá! Þau tvö, ein saman elskendurnir ganga þarna ljósklædd hlið við hlið og vefja hvort annað öðrum handlegg sínum en veifa hinum frjálslega frá sér í golunni. Þau ganga svo þétt saman hlið við hlið að héðan, tilsýndar eru þau einn maður, nei alhvítur fugl, mikill, hann blakar vængjum og teygir hálsinn fram og upp inn í fullsælu sem hann trúir að vari frá eilífð til eilífðar. Kristinn E. Hrafnsson. Elsku amma. Það var í fanginu á þér sem ég sagði fyrsta orðið mitt. Við vor- um í stofunni í Holti, amma og rauðhausinn, og horfðum á kind- urnar út um gluggann. Ég sagði me. Ótal margar minningar hrann- ast upp núna eftir að þú hefur kvatt þennan heim og mér þykir svo ótrúlega vænt um þær. Minningarnar um öll okkar sam- töl um alla heima og geima og líka um þrjóska ömmu sem reyn- ir að kenna óþolinmóðri ömmu- stelpu að sauma krosssaum. Það var gott að koma til þín í Stóra- gerði, þú gættir þess alltaf að manni liði vel. Fyrir stuttu sastu með okkur mæðgum við eldhúsborðið í Mjó- stræti og söngst upphátt með Elly Vilhjálms á youtube. Tækn- in virtist aldrei koma þér á óvart. Eins og þegar ég talaði við þig á skype í fyrsta skipti frá Svíþjóð. Mér fannst svo skrýtið hversu lítið skrýtið þér fannst það. En kannski voru hlutir bara hættir að koma þér á óvart, enda lifað tímana tvenna, bæði í torfhúsi og blokk. Ég hugsa oft til ungu Mar- grétar sem hafði ekki sömu tæki- færi og ég til þess að láta drauma sína rætast. Þessarar ungu konu sem gat ekki menntað sig eins vel og hún hefði viljað og hafði augljóslega hæfileika til. Það bjó eitthvað stórfenglegt í þér, elsku amma mín, sem fékk ef til vill ekki að skína sem skyldi. Þú fékkst þó heilmikla útrás við að yrkja en þú páraðir stórkostleg- ar vísur niður á þá tómu blaða- snepla og umslög sem þú fannst í Holti. Það er heilmikill sannleik- ur í mörgum þessara vísna og húmor og bera þær vitni um allt það sem þú hefur verið að hugsa. Einvera er allra meina bót einhver sagði, en ég ekki hót á það trúi og vil því reyna að sanna að hún verkar illa á heilsu manna. Að of mikil einvera óholl sé öllum er ekki að efa, jafnt konum sem köllum hættan er þá að menn hugsi of mikið og hafni svo öfugu megin við strikið. Eitt sinn fyrir löngu, ég í þessu lenti og ekki alveg strax úr því mér venti þá fór ég að hugsa og hugsaði mikið ég hafði næstum dottið um strikið. (MKJ) Allt fram á hinsta dag varstu að spá og spekúlera eins og síð- asta sumar þegar við sátum sam- an fyrir utan Klausturhóla í góða veðrinu og þú varst að velta fyrir þér tilvist fjallanna, ekki á jarð- fræðilegan hátt heldur heim- spekilegan. Þrátt fyrir að á þeim tíma haf- ir þú ekki einu sinni verið með það alveg á hreinu hvar þú værir eða hver ég yfirhöfuð væri. Þú sagðir ótrúlegustu hluti sem ég mun aldrei gleyma. Nú sígur að sólarlagið Og síðdegisskuggar lengjast. Í kvöldblænum hlýjum, hljóðum Hugsanir okkar tengjast. (Ólína Jónasdóttir) Um síðustu helgi var ég á leið austur með Stínu frænku til þess að ná í dótið þitt. Það var svo fal- legt þegar við nálguðumst áfangastað að sólin virtist bara skína yfir sveitina okkar og Holtsborgina sem stóð þarna tignarleg og mun áfram standa vörð um allar minningarnar sem ég á um ykkur afa. Ég trúi því samt ekki enn að þú hafir aldrei treyst þér upp á toppinn, amma. Hvíldu í friði, ég mun aldrei gleyma þér. Þín Una Margrét. Margrét Kristín Jónsdóttir, móðursystir mín, er látin á 96. aldursári, fædd 1919. Fyrstu minningar mína um frænku eru eldri en sextíu ára. Á þeim árum var miðstöð fjölskyldunnar í Reykjavík hjá Kristínu Jónsdótt- ur á Njálsgötu 58 sem var afa- systir mín og föðursystir hennar. Naut ég mikillar og góðrar at- hygli frænku minnar. Allt í einu skipuðust svo veður í lofti – Margrét fór langt austur á land til að vera sumarlangt. Ferðin sú varð lengri en til stóð því þar hitti hún sinn eiginmann, Siggeir Björnsson, og gerðist húsfreyja í Holti á Síðu og eign- aðist tvær dætur, þær Kristínu Marínu og Önnu Björgu. Þó að Margrét flytti austur á Síðu var hún í góðu sambandi við ættingjana í Reykjavík. Þegar erinda þurfti í Reykjavík dvaldi hún alltaf ásamt manni sínum og dætrum hjá systur sinni og mági. Kristín Marín dvaldi einnig hjá þeim á menntaskólaárum sínum. Móðir mín og Margrét systir hennar voru mjög nánar alla tíð en aldursmunur þeirra var rúmt ár. Þegar þær voru báðar orðnar ekkjur og bjuggu báðar í Reykjavík töluðu þær hvern dag saman í síma klukkustundum saman – afkomendum ekki til ómældrar ánægju. Oft var farið á kvöldin til að athuga hvort sím- inn hefði dottið í gólfið. Sem unglingur átti ég því láni að fagna að dvelja sumarlangt sem léttastúlka hjá þeim Mar- gréti og Siggeiri í Holti. Góðar minningar eru um heyskap í brakandi þurrki og lykt af ilm- andi heyi. Það var góð tilfinning að vera treyst til verka eins og þess að vera kokkur hjá brúar- vinnuflokki og ekki voru mörg orð höfð um það að kokkurinn steikti saltkjöt í matinn. Ég man ekki betur en þetta sumar hafi alltaf verið sól og logn. Í dag sé ég að ekki síst hefur það verið Margrét frænka mín sem skap- aði þessi hughrif með umhyggju sinni og ástúð. Dætur mínar, Ragnhildur og Kristín, voru líka svo heppnar að fá að vera í Holti að sumarlagi og eiga góðar minningar frá þeim tíma. Það er gleðiefni þegar vin- áttubönd tengja nýja kynslóð. Það segir sitt um Margréti að börn og unglingar sem hjá henni dvöldu á sumrum dáðu hana og þótti mjög vænt um hana. Hún var vel greind og vel af guði gerð. Ætíð var létt yfir henni og þó að hún hefði ekki hátt þá var hún föst fyrir þegar þess var þörf. Þegar kær frænka fellur frá þá fyllir söknuður hugann. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar og fjölskyldna, kæru syst- ur. Halldóra Guðmundsdóttir, Ragnhildur Björg, Kristín Sigurfljóð, Konráð Ragnar og fjölskyldur. Við fráfall Margrétar Jóns- dóttur, húsfreyju í Holti, vakna hjá mér margar góðar minningar til lífs. Ég átti því láni að fagna að hitta höfðingjann Björn Run- ólfsson í Holti og hans góðu konu, Marínu Þórarinsdóttur, í byrjun safnastarfs í Skógum og njóta velvildar þeirra og skiln- ings. Siggeir í Holti og Margrét urðu miklir velgerðarmenn hins unga safns. Frá þeim er komin ein höf- uðprýði þess, íbúðarhúsið frá Holti, tímamótabygging í sveit- um milli Sanda, frá árinu 1878. Margrét annaðist um starfs- menn safnsins af umhyggju og rausn er þar var ofan tekið og ekki til endurgjalds horft. Ég átti margar komur að Holti og var alltaf fagnað þar af mikilli hlýju. Ég minnist þess enn hve gott mér var að koma þar göngumóðum að kvöldi dags eftir heimsókn frá Holtsdal og Hervararstöðum og láta þreyt- una líða úr sér við góðar veit- ingar og spjall um liðna tíð og líð- andi stund. Margrét bar með sér öll ein- kenni hinnar góðu húsfreyju, hlý, ákveðin, viljasterk og veitandi. Minning hennar geymist. Fjöl- skyldu hennar eru sendar hlýjar samúðarkveðjur frá Skógum. Þórður Tómasson. Margrét Kristín Jónsdóttir Kæri vinur. Þremur tímum áður en þú varðst allur spjölluðum við sam- an og ætluðum að hringjast á daginn eftir. Við mér blasir nú í dagbókinni að hringja í þig. Ég get ómögulega strikað þessar lín- ur út. Fráfall þitt var óvænt og með öllu óskiljanlegt. Besti vinur minn. Við vorum trúnaðarvinir og áttum svo ótalmargt sameig- inlegt en líka margt ekki sameig- inlegt. Við kynntumst fyrir næst- um 30 árum þegar þú komst til starfa hjá Ólafi Gíslasyni & co hf. Ég hafði ætlað mér að hætta og hætti en ráðning þín breytti þar um og ég kom aftur til starfa. Við áttum góða samleið. Þú sá kæru- Benjamín Vilhelmsson ✝ Benjamín Vil-helmsson fæddist 21. október 1960. Hann lést í Hong Kong 17. mars 2015. Útför hans fór fram 10. apríl 2015. lausi og með á tak- teinum „það má ganga frá lausum endum seinna“, en ég sífellt í lausu end- unum. Það átti vel við og það gekk vel. Margoft varð okkur sundurorða en margoft vorum við líka fullkomlega sammála. Við feng- um fyrir tæpum þrjátíu árum verðugt verkefni sem okkur tókst að leysa ásamt öðrum með myndarbrag og það styttist í að við fengjum að njóta en þín heimferð varð í fyrra fall- inu. Við áttum eftir að vinna að svo mörgu saman. Láta hug- myndir sem við áttum verða að veruleika. Ég mun gera mitt besta til að vinna úr einhverjum þeirra og minnast þín um leið, kæri vinur. Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð og hluttekningu. Megi minningin um góðan dreng lifa. Benedikt Einar Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.