Morgunblaðið - 25.04.2015, Side 81

Morgunblaðið - 25.04.2015, Side 81
81 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is Stórir, sterkir, umhverfisvænir Umhverfisvænir kúkapokar sem brotna niður á nokkrum dögum Umhverfisvænir kúkapokar Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Í þessari ljúfu Ítalíuferð skoðum við okkur um í suðrænum sveitum landsins, heimsækjum fornar og frægar borgir og yljum okkur við yndislega Versilíaströndina. Farið verður í áhugaverðar skoðunarferðir m.a. um borgirnar Pisa, Feneyjar, Forte dei Marmi,Abano Terme og Mílanó. Verð: 224.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. Fararstjóri: Þóra Valsteinsdóttir 20. - 29. júní AbanoTerme&Versilíaströndin Sumar 7 Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Summer Holiday (1963) Með framúrskarandi broshýran Cliff Richard í broddi fylkingar, dyggilega studdan af The Shadows, er þessi söngvamynd skínandi dæmi um sólríka sumarmynd frá sjöunda áratugnum. Fjórir bifvélavirkjar hendast í ferðalag um Evrópu á tveggja hæða Lundúnastrætó. Vita- skuld pikka þeir upp föngulegar dömur í Frans, hverra bíll er að nið- urlotum kominn, ásamt ýmsum fleiri ævintýrum. Glórulaust en gaman. Stand By Me (1986) Tímalaus öndvegismynd eftir leikstjórann Rob Reiner, byggð á smásögunni The Body eftir Stephen King, sem gerist í smábæ í Oregon- ríki Bandaríkjanna og segir frá fjór- um drengjum sem afráða að hefja sumarfríið á því að leggja í svaðilför og freista þess að finna líkið af sveit- unga sínum sem týndur hefur verið í nokkra daga. Þessi gullmoli er bor- inn uppi af ótrúlega sannfærandi leik fjögurra ungleikara og þeirra fremstur er River heitinn Phoenix, sem fer á algerum kostum. Roman Holiday (1953) Ef mynd er leikstýrt af William Wyler, gerist í sólbakaðri og sjarm- erandi Róm og skartar Gregory Peck og Audrey Hepburn í aðal- hlutverkum á ekki að þurfa frekari meðmæli. Myndin er líka ómót- stæðileg saga ungrar prinsessu sem leiðist ofvernduð og innilokuð tilvera sín. Kvöld eitt strýkur hún og hittir í framhaldinu bandaríska blaðamann- inn Peck og úr verður skemmtileg- asta reisa til Rómar sem þú munt nokkurn tíma fara. Hepburn hreppti að launum Óskarinn fyrir sitt fyrsta aðalhlutverk. Do The Right Thing (1989) Ein besta mynd Spikes Lees rekur eldfimt sambýli ólíkra kyn- þátta í Brooklyn-hluta New York- borgar sumar eitt þegar hitinn ætlar allt lifandi að drepa. Ógrynni topp- leikara skilar sínu með glans, ekki síst hinn frábæri Giancarlo Esposito sem leikur hinn eiturpirraða Buggin’ (sem á fátt skylt við hinn yfirvegaða Gus Fring sem hann leikur í Break- ing Bad). Upp úr sýður er kvölda tekur og ljóst að tilveran er önnur er dagur rís. Allt í senn; fyndin, tragísk og umfram allt einkar áhrifamikil. Deliverance (1972) Ekki heppileg mynd til kynn- ingar á flúðasiglingum en aldeilis frábær óbyggðatryllir um fjóra bis- nessmenn frá Atlanta sem ætla að skilja jakkafötin eftir eina helgi og sigla niður Cahulawassee-ána áður en hún verður stífluð og hverfur í uppistöðulón. Fjórmenningarnir bú- ast við þolraun en gera ekki ráð fyrir að lenda í baráttu upp á líf og dauða við brenglaða fjallabúa sem virða engin lög. Þessi hörkuspennandi mynd verður betri með árunum og er öðrum þræði áminning til okkar um að raska ekki náttúrunni um of – þá fer illa.  Sumardagurinn fyrsti var í fyrradag en veðursældin þó ekki í hendi frekar en fyrri daginn  Það sakar aldrei að hverfa inn í heim kvikmyndanna til að upplifa sumarfrí ef tíðin er rysjótt  Af ótalmörgu er að taka – spennu, rómans, drama og gamani. Andstæður Radio Raheem, hinn ötuli spilari á allsherjaróvininum Public Enemy, útskýrir hina endalausu glímu ástar og haturs í heimi hér. Draumapar Þar sem Gregory Peck og Audrey Hepburn rúlla um á vespu saman, þar er gaman. Ekki síst ef vettvangurinn er borgin eilífa, Róm. Æskuvinir Þeir Gordie, Chris, Teddy og Vern leggja í hann í Stand By Me og ræða á leiðinni lífsins gagn og nauð- synjar, svosem kirsuberja-Pez sælgæti og hvaða dýrategund Guffi er. Sumarbíó sem tapar ekki töfrunum. Óbyggðaraunir Margt býr í fjöll- unum og fráleitt allt er það gott. Sumarið sótt í bíómyndirnar Krúttlegheit Þau sem horfa eftir saklausari tímum ættu að kíkja á Summer Holiday og syngja með.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.