Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 100

Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 100
100 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Kynslóðabilið verður brúað á vor- tónleikum Karlakórs Reykjavíkur, Hraustir menn, sem fram fara 27. 28. og 29. apríl kl. 20 og 2. maí kl. 15 í Langholtskirkju, því sérstakur gestur á þeim verður kór eldri fé- laga Karlakórs Reykjavíkur og yngsti einsöngvarinn 12 ára. Í ár er liðin hálf öld frá því Sig- urður Þórðarson, stofnandi og fyrsti stjórnandi kórsins, stofnaði kór eldri félaga sem kjósa að fara sér hægar í söng- starfi án þess að hætta því alveg og munu þeir bæði syngja einir á tónleikunum og með aðalkórnum í nokkrum lög- um. Auk eldri félaga munu ungir tónlistarmenn koma fram á tónleik- unum og ber þar fyrst að nefna drengjasópraninn Benedikt Gylfa- son sem syngur einsöng. Benedikt er 12 ára og hefur áður komið fram á tónleikum með kórnum við mik- inn fögnuð gesta. Þá verður einnig flutt lag eftir yngsta meðlim kórs- ins, Hrafn B. S. Haraldsson, sem er nýorðinn 18 ára. Hann útsetti lagið einnig og mun stjórna flutn- ingi þess. Texti lagsins er einnig eftir ungan mann, Jökul Sindra Gunnarsson sem er 17 ára. „Brúarsmiður kynslóðabilsins“ Aðrir einsöngvarar á tónleik- unum verða kórfélagarnir Björn Friðrik Einisson, Guðmundur Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Karl Jóhann Jónsson, Ríkharður Hjartarson og Þorleifur Kristinn Alfonsson. Anna Guðný Guðmunds- dóttir leikur á flygilinn sem fyrr og segir í tilkynningu frá kórnum að erfitt sé að ímynda sér vortónleika Karlakórs Reykjavíkur án hennar. Stjórnandi Karlakórs Reykjavík- ur er Friðrik S. Kristinsson og hef- ur hann gegnt því starfi í yfir ald- arfjórðung. Friðrik stjórnar einnig kór eldri félaga kórsins og Drengjakór Reykjavíkur. Benedikt og Hrafn fyrrnefndir hafa báðir notið handleiðslu Friðriks hjá drengjakórnum auk Guðmundar Gauta Eysteinssonar, 19 ára, sem syngur í ár sína fyrsta vortónleika með Karlakór Reykjavíkur. „Þegar litið er til þess að á þessum tónleikum verða söngvarar frá 12 ára til höfðingja á níræð- isaldri, má segja að Friðrik S. Kristinsson sé sannkallaður brúar- smiður kynslóðabilsins,“ segir í til- kynningu. Norræn og íslensk lög Í samtali við Morgunblaðið segir Friðrik að þeir kórfélagar sem syngja muni einsöng á tónleik- unum eigi það sameiginlegt að hafa sótt söngtíma hjá honum auk þess að syngja í kórnum. „Kór- félagar hafa komið fram með kórn- um oft áður og það setur alltaf góðan svip á efnisskrána sem verður mjög fjölbreytt,“ segir Friðrik. „Við leggjum áherslu á norræn karlakórslög í byrjun tón- leikanna í bland við íslenskar kór- perlur,“ segir hann um efnis- skrána. Eldri félagar kórsins muni m.a. flytja lög eftir Sigvalda S. Kaldalóns og Jón Ásgeirsson og í lok tónleikanna muni kórarnir syngja saman þrjú lög eins og hraustum mönnum sé einum lagið. helgisnaer@mbl.is „Frá 12 ára til höfðingja á níræðisaldri“ Morgunblaðið/Golli Englarödd Karlakór Reykjavíkur á aðventutónleikum í Hallgrímskirkju í fyrra. Benedikt Gylfason drengjasópran söng einsöng með sinni englaröddu.  Karlakór Reykjavíkur heldur árlega vortónleika sína í Langholtskirkju  Kórinn flytur lag eftir yngsta meðliminn sem er 18 ára  Kór eldri félaga Karlakórs Reykjavíkur verður sérstakur gestur Friðrik S. Kristinsson Söngdeild Tónlistarskóla Kópa- vogs stendur fyrir tveimur sýn- ingum á Töfraflautunni eftir W.A. Mozart um helgina. Um er að ræða óperu í leikstjórn Önnu Júlíönu Sveinsdóttur, söngkennara við skólann. Töfraflautan, sem er 24. óperan sem sýnd hefur verið í Kópavogi undir stjórn Önnu, verður frum- sýnd í dag, laugardaginn 25. apríl, kl. 17.00 í Salnum. Önnur sýning verður svo haldin á morgun, sunnudaginn 26. apríl kl. 20.00. Sögumaðurinn Papageno, sem leikinn er af Jóni Pétri Friðriks- syni, mun rekja söguþráðinn á milli söngatriða til að auðvelda börnum að átta sig á ævintýrinu um egypska prinsinn Tamino sem er villtur í ókunnu landi og verður ástfanginn af Paminu, dóttur næt- urdrottningarinnar. Papageno þarf einnig að leggja ýmislegt á sig en hreppir loks sína eigin Papagenu. Selma Guðmundsdóttir leikur á píanó og Sólveig Magnúsdóttir á flautu. Töfraflautan er í íslenskri þýð- ingu og aðgangur er ókeypis. Er því um tilvalda fjölskylduskemmt- un að ræða. brynja@mbl.is Leikarar Tveir af leikurunum sem leika í Töfraflautunni um helgina. Töfraflautan sýnd í Kópavogi um helgina Smiðjuvegi 7 200 Kópavogi Sími: 54 54 300 ispan@ispan.is ispan.is Allt í gleri ÚTI OG INNI M ynd:Josefine Unterhauser
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.