Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 87

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 87
MINNINGAR 87 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Elsku besta mamma mín, hvar get ég byrjað, þú hefur alltaf verið til staðar og gert allt fyrir mig. Þegar hjólabrettaferillinn byrj- aði þá varstu alltaf með mér og fórst með til Reykjavíkur í hjóla- brettaferðir með mig þegar ég var 7-9 ára og beiðst úti í bíl klukkutímum saman að prjóna því þú vildir ekki skilja einka- soninn þinn eftir á götum Reykjavíkur. Svo þegar ég fór að eldast og þroskast í vitlausa átt og fór í mikla eiturlyfja- neyslu varstu alltaf til staðar fyrir mig og gafst mér fullt af tækifærum og hafðir alltaf trú á mér um að ég gæti hætt þessu þrátt fyrir að hafa fengið að sjá og upplifa ljóta hluti sem ég var að gera og ekkert foreldri á að þurfa að upplifa eða sjá. Þú varst alltaf tilbúin til að hjálpa mér að komast í meðferðir og standa með mér. Þú og pabbi eruð bestu foreldrar í heimi, þið eigið risa- stóran part í því að ég náði að verða edrú og ég er endalaust þakklátur fyrir að hafa náð þess- um edrútíma og þú fékkst „gamla litla strákinn þinn“ til baka og ég geri allt til að halda mér edrú og gera þig stolta af mér. Ég er líka ótrúlega þakk- látur að þú fékkst að kynnast Hörpu minni og Tristani, við fengum að vera með þér þinn seinasta dag, gafst Tristani gjaf- ir sem hann heldur mikið upp á og kenndir honum að teikna tré og Óla prik. Við borðuðum sam- an og spjölluðum.Við áttum líka mörg kvöld saman með þér og pabba, þið buðuð okkur oft í mat og þú eldaðir alltaf góðan mat Kristrún Inga Geirsdóttir ✝ Kristrún IngaGeirsdóttir fæddist 12. sept- ember 1959 og lést 2. apríl 2015. Útför Kristrúnar Ingu fór fram 14. apríl 2015. fyrir okkur, svo spjölluðum við allt- af og þú varst alltaf svo á fleygiferð eft- ir Tristani með pabba, ýmist að syngja pollapönk með honum, hjálpa honum að teikna, púsla eða sýna hon- um eitthvað skemmtilegt. Við höldum áfram að passa upp á pabba fyrir þig og elda ofan í hann því hann getur ekki gert það. Þú varst svo góð og yndisleg við Hörpu og Trist- an og þú munt alltaf eiga stað í hjarta þeirra. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur, allar minn- ingar og stundirnar sem við fengum með þér. Við söknum þín endalaust. Elsku besta mamma mín, ég sakna þín endalaust mik- ið og þú átt risastórt pláss í hjarta mínu og ég verð alltaf litli strákurinn þinn. Endalaus ást til þín og ég mun alltaf elska þig, mamma mín. Mamma mín, ég minnist þín að morgni dags er sólin skín og sendir birtu á sæ og jörð og sveipar stafagulli fjörð. Þú straukst mér í bernsku um brá, blítt og hlýtt varð allt að sjá, allt svo hljótt og undur rótt þá yfir færðist nótt. Mig þú signdir mjúkri hönd, myrkrið hvarf í draumalönd. Tilveran eitt ljúflingslag leikur í minni sérhvern dag. Þau eru liðin þessi ár, og þínar hafa lokast brár. Í mínum huga ertu enn, að þér hændust dýr og menn sem ekki mikils máttu sín. Svo minnast vil ég alltaf þín. (Helga Finnsdóttir) Ómar Svan Ómarsson, Harpa Hrönn Önnudóttir og Tristan Máni Hörpuson. Hver veit hvort hinsta kvöld vort er nær eða fjær. Lofum því líðandi stund hvern ljúflingsfund vinur kær. (GÓ) Þannig er mér innanbrjósts, er þú kveður nú, elsku Freyja mín. Hversu oft hefur maður notið góðra stunda með ykkur í gegnum tíðina. Söknuðinn sem nú sest að er til orðinn vegna gleði og gæfu. Þeirrar gæfu að hafa átt þig að, notið umhyggju þinnar og ástúðar. Þú varst ómetanlegur verndari þegar móðir okkar systkina sat yfir föður okkar veikum og við vor- um barnung. Þú vissir hversu mikilvæg ástúðin var. Hafðir misst móður þína í barnæsku og verið komið fyrir hjá vandalaus- um er reyndust þér vel. Fyrst er við komum að Gljúfri var herbergi ömmu og afa í gamla bænum það herbergi er fyrst naut morgunsólar og þar var mjög mikla hlýju að finna, bæði frá sólinni og gömlu hjónunum, afi þó orðinn blindur. En móðurbræður okkar fóru fyrir búi, Einar giftur þessari ungu og kraftmiklu konu, Freyju. Það varst þú sem skipt- ir okkur mestu máli, ef til vill vegna þess að við bræðurnir vorum á þessum árum sísvangir og þú óþreytandi að seðja okk- ur. Og þú sem gekkst til fjós- og útiverka á við hvern annan milli matargerðar og máltíða. Hinir hlúandi armar ömmu urðu þínir með tímanum. Sorgin sem við finnum til í dag er sprottin af gjöfum þínum, gleði og hjartahlýju. Eitt var það með öðru sem maður minnist frá uppvaxtarárunum á Gljúfri, en það var reiðhryssan, sem þú áttir. Dögg var þín og ég held að það hafi verið ótítt þá að konur í sveit ættu reiðhross. Mér þótti það bera vott um sjálfstæði hugar þíns, lífslöng- unar og gleði. Sú lífslöngun átti eftir að endast þér ótrúlega og verða að lokum til þess að þú braust öll viðmið um úthald og seiglu, þrautseigju. Á árunum eftir að þið hættuð búskap og fluttuð á mölina hafa síendurtekin veikindi hrjáð þig. Hvað eftir annað hristir þú af þér þær árásir er gerðar voru að líkamanum, virtist ósigrandi. Eftir að enginn átti von á því að þú kæmist á fætur aftur, lögð- ust þið Einar í ferðalög. Þú sagðir að þig vantaði að komast út í náttúruna. Þið fóruð víða og m.a. á berjamó. Og þú sem hafðir verið bundin við hjólastól vorið áður. Ég man þig, fyrst og síðast broshýra og hjálp- sama, og í raun ykkur bæði, oft- ast nefnd samtímis Einar og Freyja Fanndal Sigurðardóttir ✝ Freyja FanndalSigurðardóttir fæddist á Gili í Fljótum í Skaga- firði 10. nóvember 1936. Hún lést 16. apríl 2015. Útförin fór fram 24. apríl 2015. Freyja. Þið voruð alla tíð fyrirmynd ástar, umhyggju og tryggðar. Þú ert mér í huga svo björt yfirlitum þó ég viti að lífið fór oftlega um þig óblíðum höndum. Þú taldir sjálf að ekki væri kominn tími til að hvílast, en því ráðum við ekki. Þorsteinn Valdimarsson úr Vopnafirði orti eitt sinn í Smalavísum sínum: Vertu sæl, systir, – yndi og líf þeim garði sem þú gistir. Systkin víðs vegar minnast þín, og ljós og loft þig tregar. Móðir Guðs man þér nafnið þitt og lífs og yndis ann þér. Lítill vænglami flýgur nú í nýjum geislahami. Með þessu ljóði Þorsteins fylgir þakklæti fjölskyldna okk- ar systkinanna fyrir allt það er þú varst okkur með lífi þínu og bæn um styrk Guðs til þín, frændi, og barna ykkar allra. Guðlaugur Óskarsson, Reykholti. Minningarnar hrannast upp frá liðnum tímum þegar ég sest niður til að skrifa minningarorð um Freyju Fanndal Sigurðar- dóttur. Þær eru allar góðar. Við sáumst fyrst á Hólum í Hjalta- dal þegar ég fór 17 ára í kaupa- vinnu þangað. Freyja var upp- eldisdóttir skólastjórahjónanna þeirra Kristjáns Karlssonar og Sigrúnar Ingólfsdóttur en móð- ir hennar dó af barnsförum, í þá daga voru heimilin leyst upp og börnunum komið fyrir annars staðar. Næst hittumst við þegar hún ræður sig til hjónanna Rögnu og Péturs á Þórustöðum í Ölfusi. Ég fer í heimsókn til hennar og segir hún mér að hún sé hrifin af ráðsmanninum hon- um Einari Sigurðssyni. Þau giftu sig og voru bændur á Gljúfri í Ölfusi um tíma. Sára- lítil samskipti voru hjá okkur þegar börn og búskapur tóku yfir. Þegar við fórum með sum- arhúsið okkar 1995 að Hallkels- hólum er bankað, þá höfðu þau frétt af okkur og komu í heim- sókn. Fannst okkur það lán í okkar lífi að eignast svona góða nágranna fyrir austan. Þau voru svo samvalin og yndisleg og gott að vera með þeim. Dáð- umst við að því hvað þau voru samtaka og allt í kringum þau fallegt. Nú fer Freyja að mála brúsa, bala og brotnar skóflur svo það brosti til okkar í veð- urblíðunni eins dáðumst við að hvað þau voru dugleg að ferðast um landið sitt meðan við vorum að byggja og laga lóðina en þau voru búin að öllu slíku. Svo veiktist Freyja og hún tók því með slíku æðruleysi að hún byggði okkur upp, svo veiktist Einar líka og alltaf var sama æðruleysið og gleðin yfir að vera saman. Það var aðdáunarvert. Þið voruð ynd- islegir vinir og gáfuð frá ykkur hlýju og gleði. Elsku Einar og afkomendur, megi góður Guð styrkja ykkur þessa erfiðu tíma, ykkar vinir, Sigríður og Sverrir. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum.) Ágústa Waage. Fallin er frá mikil gæðakona, hún Freyja móðursystir mín og frænka, eftir baráttu við erfið veikindi síðustu misseri. Freyja markaði djúp spor í minn ævi- feril og það gerði hún trúlega við alla þá sem kynntust henni á lífsleiðinni, hún var svo ein- stök á svo margan hátt, ein- staklega hlý og góð við allt og alla, drífandi og kraftmikil í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, alltaf kát og hress, fyrir henni allir jafnir, börn og fullorðnir. Lífsganga hennar hefur ekki alltaf verið auðveld, en hún missti móður sína kornung, eft- ir stóð stór systkinahópur og dreifðust þau víða. Freyja fékk gott heimili og ástríkt uppeldi, en þegar systkinahópurinn óx úr grasi náðu þau mjög vel saman þannig að kynni mín af Freyju hófust strax og ég man eftir mér. Einhvern veginn finnst manni Freyja alltaf hafa verið eins, allar minningar bjartar og skemmtilegar, líka þegar hún tók mann verðskuld- að og skammaði fyrir eitthvað sem maður átti ekki að gera eða segja en það var eitt af hennar einkennum, algjör réttlætis- kennd fyrir alla, það hefur verið mér góður skóli í lífinu. Freyja bjó í sveit, á Gljúfri í Ölfusi, ásamt Einari sínum, varla ann- að nefnt án hins enda einstak- lega samhent og hafa verið saman meira og minna alla daga í 60 ár. Þar bjuggu þau lengst af og ólu upp 5 mann- kostabörn. Þetta var fyrir okk- ur borgarbúum algjör ævintýra- heimur og frábært að komast austur. Eftir að ég stofnaði fjöl- skyldu var hún okkur frábær og börnum okkar sem besta amma. Dóra hitti hana flesta daga eftir að þau fluttu í Hafnarfjörð en þar var Freyja komin á fullt í allavega starf eldri borgara, föndur, pútt o.fl., farin að stjórnast í því á fullu og drífa aðra með. Það kom upp í henni mikil keppnismanneskja þegar kom að púttmótum og vann hún fullt af verðlaunum á þeim vett- vangi. Margar sögur mætti segja af Freyju, allar jákvæðar og skemmtilegar, en þannig var hún alltaf, jákvæð, uppbyggileg og umfram allt skemmtileg. Þær tilheyra öllum minningun- um sem við höfum um hana Freyju, frænku okkar og vin- konu. Um leið og við kveðjum Freyju með innilegu þakklæti sendum við Einari, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öllum ættingjum hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sigurður og Halldóra. Freyja, þú varst einstök kona. Við systkinin vorum svo heppin að fá að alast upp með þér á Gljúfri fyrstu æviár okk- ar. Alltaf gátum við leitað til þín og tókst þú okkur alltaf opnum örmum, líka eftir að við urðum fullorðin. Vinátta og hlýja skein alltaf úr augum þínum. Við er- um þér ævinlega þakklát fyrir allt. Þér var margt til lista lagt og eigum við marga einstaklega fallega hluti sem þú hefur búið til. Samheldni ykkar hjóna var einstök og falleg og gaman að fylgjast með öllu því sem þið tókuð ykkur fyrir hendur sam- an. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem) Elsku Einar, Jóhanna, Sig- rún, Stjáni, Gugga og aðrir ást- vinir, megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Davíð og Guðrún Rut Sigmarsbörn. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Útfararþjónusta síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SVANHILDUR MAGNÚSDÓTTIR SNÆLAND, Urðarhæð 6, Garðabæ, sem lést 16. apríl, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 29. apríl kl. 15. . Kristófer Þorleifsson, Dröfn Snæland, Jón Ari Eyþórsson, Guðfinna Kristófersdóttir, Eggert Þór Kristófersson, Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir, Jóhanna Kristófersdóttir, Pálmi Vilhjálmsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MARKÚS F. MARKÚSSON stýrimaður, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 19. apríl. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 29. apríl kl. 13. . Sigríður Markúsdóttir, Jón Kjartansson, Bjarndís Markúsdóttir, Pétur Maack Pétursson, Hákon Markússon, Guðrún Bjartmarz, Þorbjörg Markúsdóttir, Sigurður Einarsson, Hrafnhildur Markúsdóttir, Þór Þórsson, Karitas Markúsdóttir, Guðbjörg Markúsdóttir, Jón Ingi Hákonarson, barnabörn og barnabarnabörn. Ég sit hér við stofuborðið mitt og hugsa til þín, elsku- leg Sigurveig frænka mín. Hugsanir hrannast upp í huga mér og ég minnist þín með gleði og þakklæti. Það var mannbætandi að hafa átt þig að í bernsku minni og á fullorðinsár- um. Margar gleðistundir áttum við saman. Fyrst í Miðbæ, húsi ömmu og afa, þar sem ég fæddist á loft- inu hjá þeim. Miðbær var áning- arstaður fyrir gesti og gangandi og aldrei var svo þröngt að ekki væri hægt að bæta einum og ein- um við. Þú ólst upp í stórum systkina- hóp, því tíu urðuð þið systkinin. Systkinahópurinn var samheldinn og fór aldrei hnjóðsyrði á milli ykkar. Elsku Sigurveig, ég man er ég fékk að gista hjá þér þegar þú fórst að búa í Háagerði. Þá varstu komin með tvo snáða, Alla og Gilla. Þegar að kvöldi kom og hátta- tíminn framundan og við strák- arnir undir sæng þá heyrði ég að Sigurveig Anna Stefánsdóttir ✝ SigurveigAnna Stef- ánsdóttir fæddist 15. maí 1930. Hún lést 8. apríl 2015. Útför Sig- urveigar fór fram 17. apríl 2015. þú varst að tauta eitthvað frammi í eldhúsi. Ég var for- vitinn að sjá hvað þú værir að gera. Þá kraupst þú á gólfinu fyrir framan elda- vélina og bentir á hvern takka á vél- inni og sagðir í hvert skipti, off, off, off off. Ég skildi hvorki upp né niður í þessu at- ferli þínu svo að ég spurði þig hvort þú kynnir útlensku og hvað þetta off, off þýddi. Þá stóðst þú upp og sagðir:Ég var bara að at- huga hvort ekki væri örugglega slökkt á öllum hellunum á vélinni því ég er svo eldhrædd. Elsku Sigurveig frænka, mér þótti svo innilega vænt um þig og þína fjölskyldu. Oft var setinn Svarfaðardalur hjá þér og leið þér best er þú gekkst um beina á heimili þínu og bauðst til drykkjar eða matarveislu. Aldrei heyrði ég þig tala illa um fólk heldur bæta það ef eitthvað fór miður hjá því. Ég er afar þakklátur að hafa fengið að vera hjá þér þegar þér leið sem verst og halda í höndina á þér uns yfir lauk. Vertu góðum Guði falin, elsku frænka. Þakka fyrir alla góðvild þína í gegnum árin. Guð blessi minningu góðrar konu. Þinn frændi, Stefán Víglundur (Stebbi Villi).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.