Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 82
82 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 ✝ Egill Bjarna-son fæddist á Uppsölum í Akra- hreppi í Skagafirði 9. nóvember 1927. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 15. apríl 2015. Foreldrar hans voru hjónin á Upp- sölum, Bjarni Hall- dórsson, f. 25.1. 1898, d. 15.1. 1987, og Sigurlaug Jónasdóttir, f. 8.7. 1892, d. 13.10. 1982. Systkini Egils eru: Halldór, f. 1922, d. 2010, Kristín, f. 1925, Jónas, f. 1926, d. 2003, Gísli, f. 1930, d. 2009, Árni, f. 1931, og Helga, f. 1935. Egill kvæntist 30. maí 1953 Öldu Vilhjálmsdóttur, f. 20.11. 1928. Foreldrar Öldu voru hjón- in á Hvalnesi á Skaga, Vil- hjálmur Árnason og Ásta Krist- mundsdóttir. Börn Egils og Öldu eru: 1) Vilhjálmur, f. 1952. Maki Ragnhildur Pála Ófeigs- dóttir. Börn þeirra eru Anna Katrín, Bjarni Jóhann, Ófeigur Páll og Ragnhildur Alda María. Ræktunarsambands Skaga- fjarðar lengst af þeim tíma. Á árunum 1995 til 2007 vann hann ýmis verkefni við ritverkið Byggðasögu Skagafjarðar, fyrst í hlutastarfi og síðar í fullu starfi. 80 ára gamall réð hann sig í sumarvinnu hjá Byggða- safni Skagfirðinga og eftir það vann hann til ársins 2011 að rit- un Skagfirskra æviskráa á Hér- aðsskjalasafni Skagfirðinga. Egill var búnaðarþingsfulltrúi í 27 ár, starfaði í fjölda nefnda á vegum Bændasamtakanna og landbúnaðarráðuneytisins, sat í stjórn Ræktunarfélags Norður- lands og var formaður þess um árabil. Hann var vinnusamur, afkastamikill og virtur fyrir störf sín. Egill var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálka- orðu árið 2001 fyrir störf í þágu landbúnaðar, var heiðursfélagi í Sögufélagi Skagfirðinga og heiðraður af Búnaðarsambandi Skagfirðinga og Hrossaræktar- sambandi Skagfirðinga. Síðustu árin hrakaði heilsu Egils og dvaldi hann á dvalarheimili fyr- ir aldraða á Sauðárkróki í tæpt ár áður en yfir lauk. Útför Egils fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 25. apríl 2015, kl. 14. 2) Ásta, f. 1953. Maki Lárus Sig- hvatsson. Sonur þeirra er Vil- hjálmur Egill. 3) Bjarni, f. 1955. Maki Elín Petra Guðbrandsdóttir. Börn þeirra eru Oddný Alda, Egill Þórir, Elín Ásta og Bjarney Anna. Fyr- ir átti Bjarni Unni Eygló og Sigurlaugu Vildísi. 4) Árni, f. 1959. Maki Þórdís Sif Þórisdóttir. Synir þeirra eru Vilhjálmur og Jóel Þór. Egill ólst upp á Uppsölum við hefðbundin sveitastörf og vann í vegavinnu á sumrin. Hann fór í Bændaskólann á Hvanneyri og lauk búfræðiprófi 1947 og búfræðikandidatsprófi úr fyrstu framhaldsdeild skólans 1949. Starfsferill Egils var langur. Hann starfaði sem ráðgjafi bænda í rúm 50 ár og var hér- aðsráðunautur Skagfirðinga frá árinu 1949 til ársins 2001 og var framkvæmdastjóri Bún- aðarsambands Skagafjarðar og Minningarnar flæða um hug- ann er við minnumst pabba okk- ar sem lést á 88. aldursári eftir stuttan lokasprett á ævi sem skildi mikið eftir sig til fjöl- skyldu, vina og samfélagsins alls. Hann kom til starfa sem ráðunautur í Skagafirði, nýút- skrifaður frá Hvanneyri, í hópi vaskra og bjartsýnna manna sem tóku virkan þátt í að móta framfarir í íslenskum landbún- aði á síðari hluta fyrri aldar. Hann var mikill foringi og mannasættir í störfum sínum og aldrei virtist hann eignast óvild- armenn þótt hann stæði oft í ströngu. Starf pabba var framan af samofið fjölskyldulífinu þar sem skrifstofa Búnaðarsambandsins var í einu herbergi á heimili okk- ar á Bárustígnum. Heimilið var því vinnustaður, fundaherbergi og kaffistofa fyrir þá mörgu sem áttu erindi við Búnaðarsam- bandið. Skrifstofan var líka leik- svæði okkar systkinanna og þar leyndist margt áhugavert og ýmis fróðleikur innan um svo sem nöfn á öllum skagfirskum bæjum og bændum sem forvitn- ir hugar lærðu smám saman ut- an að. Eftir að skrifstofan flutt- ist af heimilinu var líka gaman að kíkja þangað inn og alltaf virtist pabbi hafa tíma til að svara spurningum sem vöknuðu um málefni og menn. Pabbi skipti árinu í tvennt. Eftir slát- urtíð og hrútarag á haustin var hann á skrifstofunni allt þar til frost fór úr jörðu. Þá gekk hann um flóa, mýrar, móa og tún skagfirskra sveita til að mæla fyrir skurðum og sinna öðru sem viðkom jarðræktinni. Oft veitti ekki af öllum sólarhringnum við sumarstörfin. Pabbi og mamma voru afar samrýnd og hjálpuðust vel að. Verkaskiptingin var hefðbundin meðan við systkinin vorum yngri enda var heimilið oft á tíðum rekið eins og ókeypis mötuneyti og gistiheimili. Þegar við systk- inin vorum orðin vel stálpuð fór mamma að vinna utan heimilis en hún stundaði líka alla tíð saumaskap heima af mikilli alúð og atorku á meðan allt annað var í fullum gangi á sama tíma. Pabbi var hins vegar liðtækur uppvaskari og góður á ryksugu þegar hann hafði tök á að að- stoða við heimilisstörfin. Pabbi var lítið fyrir uppeldi byggt á boðum og bönnum. Hann vildi leyfa okkur systkin- unum sjálfum að ráða ferðinni og velja okkar eigin vegferð í líf- inu. Það var helst að hann stillti til friðar ef átök í systkina- hópnum keyrðu úr hófi fram. En hann studdi dyggilega við okkur þegar við höfðum tekið hyggi- legar ákvarðanir um framtíðina, sérstaklega varðandi skóla- göngu og starfsvettvang. Hann hélt ekki að okkur neinum stjórnmálaskoðunum og hafði sig aldrei í frammi á þeim vett- vangi en mikið munaði um hann í baklandinu þegar við bræðurn- ir tókum virkan þátt í stjórnmál- unum. Hann var líka frábær afi og þau mamma hændu að sér öll barnabörnin á sinn einstaka og elskulega hátt. Með barnabörn- unum hófst nýr kafli í sögu gisti- heimilisins á Bárustígnum. Við systkinin kveðjum pabba með miklu stolti og þakklæti bæði til hans og mömmu fyrir að búa okkur vel undir lífið og fyrir alla hjálpina við okkur og fjöl- skyldur okkar. Pabbi var lán- samur að eiga mömmu fyrir konu og saman gerðu þau allt betra í kringum sig. Ásta, Árni, Bjarni og Vilhjálmur. Traustur vinur er fallinn frá. Minn kæri tengdafaðir, Egill Bjarnason, hefur nú kvatt þenn- an heim. Minningarnar hrannast upp, allar góðar. Okkar fyrstu kynni tengdust ráðningu minni sem ráðskonu að Hvalnesi á Skaga þegar Egill sótti mig heim í Engihlíð og keyrði mig í vistina út á Skaga í stórhríð og slæmu færi. Þessi ferð lýsti svo vel elju- semi og dugnaði Egils þar sem ákveðið var stefnt að markinu þótt ýmsar hindranir væru á leiðinni og hann náði leiðarenda eins og ekkert væri sjálfsagðara þótt mér litist stundum alls ekki á blikuna í þessari ferð. Mér er efst í huga innilegt þakklæti fyr- ir hvað hann var góður afi og all- an stuðninginn sem hann veitti okkur á Hvalnesi þar sem hann var alltaf boðinn og búinn að snúast og hjálpa til ef á þurfti að halda. Þótt oft væri mikið að gera hjá honum var eins og hann hefði alltaf tíma fyrir barna- börnin og okkur. Ógleymanlegur er gleðiglampinn sem lýsti af honum þegar hann hitti barna- og barnabarnabörnin. Þá eru minnisstæðar skemmtilegu stundirnar við fjárragið á haust- in þar sem áhuginn skein af hon- um við hrútaþukl og líf- gimbraval og flutu þá með margar góðar sögur sem lífguðu vel upp á tilveruna. Hvíl þú í friði og takk fyrir allar góðu stundirnar, Egill minn. Elín Petra Guðbrandsdóttir. Þá er komið að því að ég kveð elsku Egil afa minn í síðasta sinn. Þegar ég var 13 ára og fór í Gagnfræðaskólann á Sauðár- króki má segja að ég hafi flutt til afa og ömmu á Bárustíg 1. Þá eignaðist ég hjá þeim mitt eigið herbergi og upp frá þeim degi má segja að heimili afa og ömmu hafi orðið mitt heimili. Við töluðum ekki mikið við afi en í minningunni sitja svo ótal margir hlutir sem minna á hann og fá mig til að brosa, eins og smitandi hláturinn sem lét mig finna til gleði í hvert sinn sem ég heyrði hann, hvernig hann hnerraði og amma hrökk við og skammaði hann í hvert sinn sem það gerðist, róandi tónninn í röddinni þegar hann las fyrir mig þegar ég fékk að gista hjá þeim sem barn og hvernig hann raulaði oft á meðan hann keyrði. Tónlist var eitthvað sem fylgdi mér hvert sem ég fór á þessum tíma. Lengstu stundirn- ar sem ég átti í algerri þögn voru með afa, en í löngum bíl- ferðum brást ekki að einu sinni á leiðinni stoppaði afi úti í kanti, drap á bílnum og tók tíu mín- útna blund. Og þar sat ég í al- gerri þögn, beið eftir að lengstu tíu mínútur ævi minnar liðu og var alltaf jafn undrandi á að hann gæti steinsofnað á innan við 60 sekúndum og vaknað svo stálsleginn tíu mínútum síðar. Öll mín unglingsár bjó ég hjá þeim og nú þegar tvær elstu dætur mínar eru komnar á sín unglingsár finnst mér einstök tilhugsun að þau skipti sem hann afi skipti skapi og þusaði yfir því að ég væri með vesen má, með góðum vilja, segja að séu teljandi á fingrum annarrar handar. Hugsanlega má bæta við einum til fimm fingrum, en miðað við hversu einstaklega hvatvís ég var er það ansi vel sloppið. Aðra eins þolinmæði í einum manni held ég að sé erfitt að finna þó víða sé leitað. Söknuðurinn er sár en ég mun alla tíð minnast þín, elsku afi, með bros á vör og umfram allt þakklæti fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Takk fyrir mig, elsku afi. Þín Unnur Eygló. Elskulegi Egill afi er fallinn frá. Við þau tímamót í lífinu er gott að geta rifjað upp allar góðu minningarnar sem við eigum eft- ir þær góðu samverustundir sem við áttum saman. Minningar sem staðfesta það sem maður hefur alltaf vitað, það hversu góð fyrirmynd afi var. Egill afi var alltaf rólegur og lét ekki mikið fyrir sér fara en var vinn- andi dag og nótt eins lengi og heilsa hans leyfði. Vinnusemi hans myndi kannski ekki teljast til fyrirmyndar hjá fjölskyldum í nútímasamfélagi. Þrátt fyrir að afi hafi verið sívinnandi var hann alltaf til staðar. Við barnabörnin vorum ætíð velkomin í vinnuna til hans og fór ég ófáar ferðirnar með honum um allar sveitir þeg- ar hann var að þjónusta bænd- urna. Alltaf hafði hann tíma til að aðstoða mann hvort sem það var með lærdóminn, koma manni á milli staða eða útvega spýtur til að byggja kofa. Gestir og gangandi hafa ávallt verið velkomnir á Bárustíginn til afa og ömmu og fengið þar fimm stjörnu þjónustu. Það voru for- réttindi að geta farið þangað í heimsókn hvenær sem var og búið þar stærstan hluta þess tíma sem ég var í framhalds- skóla. Það var sama hvað maður gerði af sér, aldrei varð afi reiður nema kannski þegar hon- um fannst eitthvað ganga of hægt. Elsku afi, minningarnar munu halda áfram að hlýja okk- ur um leið og við njótum áfram samverustunda með Öldu ömmu. Við þökkum þér sam- fylgdina. Vilhjálmur Árnason. Fallega þögnin … Í þögninni fann ég þig, þú minntir á mig … Við sátum þar saman og sögðum nú lítið, það þótti okkur gaman og því ekkert skrýtið. Við hittumst þar oft, við hittumst þar enn, nú höldum við áfram, einn dag í senn. Þú lifir nú áfram, þú lifir með mér, þú lifir í minningu minni af þér. Ég vil að þú vitir hvers virði þú varst, með vakandi auga þitt traust aldrei brast. Ég elska þig, afi, ég elska þig heitt, að þú sért nú farinn, mér þykir svo leitt. Hvíl nú í hlýju, hvíl nú svo rótt, nú er í þögninni alveg hljótt … Sigurlaug Bjarnadóttir. Dásamlegur maður er nú fall- inn frá. Eftir stendur harmi sleginn, en þó þakklátur systk- inahópur frá Hvalnesi. Þessi maður er langbesti afi í öllum heiminum og við þau allra heppnustu að eiga hann fyrir afa. Elsku afi, þú varst fallegur maður, jafnt innan sem utan. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, hvert og eitt. Alveg sama hvað bjátaði á gátum við alltaf leitað til þín og sama hve óþekk við vorum, alltaf fyrirgafstu okkur. Að sitja við hlið þér í sófanum gat oft dimmu í dagsljós breytt og um stund gleymdust öll heimsins vandamál. Engin orð fá því lýst hve mikils virði þú ert okkur og hve mikið við söknum þín. Elsku afi, minningarnar um þig eru svo ótalmargar og öll eigum við okkar eigin uppá- haldssögur af þér. Þessar minn- ingar munu fylgja okkur alla tíð og fylla okkur yl á köldum vetr- arkvöldum og hressa okkur og kæta á sumarstundum. Í raun muntu ávallt vera í huga okkar hvar sem við erum. Elsku afi, þó þú sért ekki lengur meðal okkar þá ertu alltaf með okkur því þú lifir í hjörtum okkar. Minningin um þig lifir alla tíð. Með okkur muntu lifa því sögunar munu lifa mann fram af manni, barn fram af barni. Elsku afi, við þökkum þér fyrir allt. Takk fyrir að vera bestasti afi í öllum heiminum. Nú ertu fallegur engill sem vak- ir yfir okkur. Við munum alltaf sakna þín. Alla tíð minnast þín og ávallt elska þig. Bless, elsku afi. Ástar- og saknaðarkveðjur, þín barnabörn Oddný Alda, Egill Þórir, Elín Ásta og Bjarney Anna. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Þannig mælir skagfirska skáldið, en í dag er kvaddur hinsta sinni minn kæri tengda- faðir, Egill Bjarnason frá Upp- sölum í Blönduhlíð. Okkar kynni hófust fyrir tæpum 40 árum þegar við rugluðum saman reyt- um, ég og dóttir hans Ásta. Frá fyrsta fundi okkar Egils í stof- unni á Bárustígnum og til síð- asta dags bar aldrei skugga á okkar samferð og gott er að minnast þess. Glettni og gleði sem oftast var í kringum Egil er minnisstæð og greiðvikni við samferðafólkið einstök. Barna- börnin nutu afa síns alla tíð enda Egill góður í því hlutverki eins og öðrum sem hann tók að sér, en oft var vinnudagurinn langur en alltaf tími til að skutla þess- um og hinum og sinna alls kyns verkefnum fyrir og með okkur hinum í fjölskyldunni. Egill unni landinu sínu og sveitunum enda var það hans starfsvettvangur og að sinna búnaðarstörfum. Þannig er gott að muna hann. Kæri Egill. Þakka þér fyrir samferðina þessi ár og eigðu góða komu á næsta stig tilver- unnar. Mig langar til að senda tengdamóður minni og öðrum ættingjum samúðarkveðju með þessum fáu orðum og sérstaka kveðju og þakkir fær Árni Eg- ilsson fyrir einstaka umönnun og umhyggju fyrir þér. Þeir vita það best, hvað vetur er sem vorinu heitast unna. (Davíð Stefánsson) Farðu vel, kæri tengdafaðir. Lárus Sighvatsson. Félagsskapurinn og viðfangs- efnin á mótunarárunum milli tektar og tvítugs reynast mörg- um drjúgt veganesti. Ég var svo lánsamur að Egill föðurbróðir minn kom mér í byggingarvinnu í sveitum Skagafjarðar á menntaskólaárunum um miðjan áttunda áratuginn. Þar var víða fjör á hóli, fjölbreytt mannlífs- flóran, enginn slæmur og flestir skemmtilegir og margt gat ég lært til huga og handar. Föð- urættina var líka að finna um allar jarðir og þarna komst ung- ur maður í tengsl við rætur sín- ar. Þetta voru góðir tímar. Á Bárustíg 1 var svo opinn faðmur og endalaust hús- og hjartarými hjá þeim Agli og Öldu, alla daga og allar nætur fyrir allt og alla. Það dásamlega fólk var ekki að ergja sig á aukaatriðunum. Nú hefur Egill, þessi sívinn- andi, skemmtilegi og hláturmildi frændi minn, kvatt okkur að loknu löngu og drjúgu dags- verki. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir hans hlut í því að gera mig að því sem ég er. Við Theodóra þökkum vinátt- una og vottum Öldu og öðrum aðstandendum samúð okkar. Blessuð sé minning Egils Bjarnasonar. Grímur Már Jónasson. Í rúma hálfa öld var Egill Bjarnason ráðgjafi og leiðtogi skagfirskra bænda. Hann ólst upp á glaðværu menningarheim- ili þar sem vinnusemi var dyggð og nauðsyn. Vinnusemin var Agli í blóð borin, níu ára gamall gerðist hann kúskur í vegavinnu. Kúskar teymdu kerruhesta frá klukkan sjö á morgnana til sex á kvöldin. Seinna var vinnudaginn styttur í átta tíma. Það fannst Agli iðjuleysi. Eftir búvísindanám á Hvann- eyri kom Egill til ráðunautar- starfa í Skagafirði haustið 1949. Egill var ekki mikill að vallarsýn en bar mikla persónu. Hvar sem hann kom vakti hann athygli, léttleiki í fasi og smitandi hlátur lífguðu umhverfið, snjöll tilsvör og gamansögur lágu honum á tungu. Hann kom til starfa í Skagafirði þegar landbúnaður vélvæddist óðfara. Undir forystu Egils varð mikið uppbyggingar- skeið í Skagafirði. Tæki Rækt- unarsambandsins gengu allan sólarhringinn, búin stækkuðu og afurðir búfjár jukust. Egill vann ávallt langan vinnudag. Á sumrin var hann oftast kominn á fætur fyrir allar aldir, vann á skrifstofu BSS þar til aðrir komu til vinnu. Þá var ekið í sveitina, mælt fyrir skurð- um, teknar út jarðabætur og öðrum leiðbeiningarstörfum sinnt. Stundum var seint gengið til náða. Léttstígur var Egill um skagfirsku mýrarnar við skurða- mælingar og gekk bæði bændur og samstarfsmenn af sér í kapp- göngu við tveggja metra mæli- stiku. Veturnir fóru í bókhald, fundi og félagsstörf. Ekki mun ofmælt að lengst af ævinni vann Egill tveggja til þriggja manna verk. Ósérhlífnin var með ólík- indum, aldrei verkkvíðinn né kvartandi yfir annríki, sagði oft- ast já við öllu sem hann var beð- inn, hlífði sér aldrei, hugsaði síst um eigin hag. Stundum gekk ekki allt eftir áætlun, bændur urðu úrillir þegar jarðýta eða grafa kom ekki þegar um var talað, hliðarhalli var kominn á hlaupareikning BSS í Búnaðar- bankanum o.s.frv. Sumum fannst þá reynandi að skamma Egil en reiði virkaði ekki á Egil. Það kumraði kannski ögn í hon- um, hann leysti málið og svo urðu allir sáttir. Egill hugsaði í lausnum, ráðríkur en um leið manna ráðhollastur og úrræða- bestur. Raunsær með afbrigðum og best fannst honum að leysa mál hið snarasta, ekki eyða dýr- mætum tíma í hangs eða end- urtekningar. Hann var manna- sættir og fékk oft viðkvæm deilumál til úrlausnar. „Ég þarf að tala við Egil,“ heyrði ég bændur iðulega segja. Hann var virtur hjá áhrifamönnum í land- búnaði og stjórnkerfinu og beitti gjarnan áhrifum sínum til lið- veislu góðum málum í þágu bænda. Eftir að hann hætti störfum hjá Búnaðarsambandinu starf- aði hann að ritun Byggðasögu Skagafjarðar og samdi fjöl- marga æviþætti til birtingar í Skagfirskum æviskrám. Eins og áður voru afköst Egils með ólík- indum, ódeigur og starfsglaður allt fram til ársins 2012. Þá fór heilsan að gefa sig, enn var hug- urinn skýr en vinnulúinn náði loks yfirhöndinni. Að leiðarlokum þakka ég Agli frænda mínum stuðning, sam- starf og vináttu alla tíð. Öldu og fjölskyldunni er vottuð samúð um leið og glaðst er yfir ævi og störfum Egils Bjarnasonar. Bjarni Maronsson. Egill Bjarnason HINSTA KVEÐJA Vináttu sanna veittir þú mér, þú varst mér alltaf svo góður. Góðvild og kærleik gafstu mér sem geymir nú minningasjóður. Helga systir. Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.