Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 34
SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Öræfalandslag hrauns og sanda, heimsálfuskil, öflug hverasvæði, strandberg og svarrandi brim, slóðir sögulegra atburða og andans manna, brú yfir vatnsmesta fljót landsins, blómlegar sveitir og sjö þéttbýlis- staðir. Með vegagerð hefur opnast ný og áhugaverð um 200 kílómetra löng leið við suðurströndina, þar sem farið er nærri sjónum alla leiðina. Þetta er Ísland í hnotskurn; frá Garðskaga að Þjórsá. Frá Suð- urnesjum austur í Flóa. Fyrirstöður farnar Það eru svo sem engar nýjar frétt- ir að þessi leið sé til staðar, en líklegt má þó telja að fáir hafi sett hlutina í samhengi. Séð að þarna hefur opnast skemmtileg leið. Lengi vantaði raun- ar nokkra búta og leggi svo fara mætti um fyrrnefndar slóðir á beinni braut. Fyrirstöðurnar voru einkum tvær og nú eru þær farnar, það er Ósabotnar og lengi voru aðeins slóð- ar frá Grindavík austur í Þorláks- höfn. Nú er þar kominn uppbyggður vegur með slitlagi. Ósabotnar ganga inn í Miðnesið á Reykjanesskaganum úr vestri. Lengi var svæðið innan girðinga Varnarliðsins og umferð bönnuð. Þegar herinn fór 2006 var svæðið opnað að nýju og þar útbúinn vegur, sem skapar tengingu í Hafnir. Ósabotnar eru náttúruvernd- arsvæði, með fuglamergð og fjöl- breyttu fjörulífi. Þá segir örnefnið Gálgaklettar heilmikla sögu. Þegar hér er komið sögu hefur verið farið um þrjú byggðarlög; það er Garð, Sandgerði og Hafnir; sem eru 100 manna þorp innan marka Reykjanesbæjar. Skammt sunnan Sandgerðis er Hvalneskirkja og í hlaði er minnismerki um sálma- skáldið sr. Hallgrím Pétursson sem þar þjónaði um miðja 17. öld. Guðs- húsið er úr hlöðnu grjóti, rétt eins og Kirkjuvogskirkja í Höfnum. Sunnan Hafna eru áhugaverðir staðir. Upp af svonefndri Sandvík og inn til landsins gengur jarðsprunga, hvar talið er að séu plötuskil fleka jarðskorpunnar. Ameríkuflekinn er að norðan og Evrópuflekinn að sunn- an. Þarna er Brúin milli heimsálfa sem svo er kölluð, sett upp fyrir nokkrum árum. Á hverri syllu Þegar komið er að Reykjanestá sjást reginöflin í ham; við Gunnuhver krumar allt, afl úr iðrum jarðar er nýtt til raforkuframleiðslu í Reykja- nesvirkjun og út við ströndina, sjálf- an suðvesturhæl landsins, ber brimið klettana. Valahnjúkur er auðkleifur og þaðan er útsýni til Eldeyjar. Á milli er Húllið, fjölfarnasta sigl- ingaleiðin við landið. Sjófarendum til trausts er Reykjanesviti á Bæjarfelli og slær tveimur ljósleiftrum á 30 sekúnda fresti. Frá Reykjanesvita eru um 15 kílómetrar í verstöðina Grindavík, sem er æ fjölsóttari ferðamannastaður, meðal annars vegna nálægðar við Bláa lónið. Mikil bót er að Suðurstrandarvegi sem var tekinn í notkun árið 2012. Þá er ekið úr Hraunshverfi, austast í Grindavík, og þar yfir hrygginn norðan Festarfjalls og svo um hraunin til austurs. Milli Grindavík- ur og Krýsuvíkur eru Selatangar og þar standa enn rústir verbúða, sem reistar voru fyrir um 200 árum. Austar er Krýsuvíkurbjarg, sem gengur þverhnípt í sjó fram og sjó- fuglar á hverri syllu. Uppi í lanidnu er háhitasvæðið Krýsuvík og innar er Kleifarvatn, dulúð sveipað. Og nú erum við komin austur í Sel- vog. Vestast er Herdísarvík. Þangað fluttu Einar Benediktsson skáld og Hlín Johnson árið 1932 og létu þar byggja íbúðarhús sem stendur þar enn. Þarna dvaldist Einar, sem lést 1940, sín síðustu ár. Austar er Hlíðarvatn og kemur bæjaþyrpingin í Selvegi, gömul hús en nokkur þeirra eru nýtt sem sum- arhús. Vestast er Strandarkirkja vestast, byggð 1888 og þykir góð til áheita. Humarbær og aldamótaþorp Alls 58 km eru úr Grindavík í Þor- lákshöfn, útgerðarbæ, og hvergi á landinu er unnið viðlíka magn af humri. Byggð tók að myndast í Þor- lákshöfn um 1950 - og hefur stað- urinn stækkað stöðugt síðan. Næst koma svo þorpin Eyrarbakki og Stokkseyri en þangað er farið um Hafnarskeið og um Óseyrarbrúna yfir Ölfusá, vatnsmesta fljót lands- ins. Fyrst er komið að Eyrarbakka, bæ þar sem gömul hús frá 1900 eru áberandi enda er stundum talað um aldamótaþorpið. Sumar bygging- arnar eru raunar eldri, svo sem Hús- ið sem var reist árið 1765 og var samastaður danskra höndlara í Eyr- Jörðin kraumar  Ísland frá Reykjanesi að Þjórsá  Náttúra, sögustaðir og sjö byggðarlög  Álfuskil, fugalíf og vatnsmesti fossinn  Stokkseyri Húsin eru Sólbakkki, Sandprýði og innst stendur Sanda. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Suðurleið Grunnkort/Loftmyndir ehf. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12  Urriðafoss Vatnsmikill, mjög svipsterkur en þó ekki ýkja hár.  Garðskagaviti  Hvalneskirkja  Heimsálfubrú  Gunnuhver  Selatangar 34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 „Lýsingin á leiðinni frá Garðskaga að Urriðafossi er áhugaverð og væri þess virði að setja á dag- skrá, þó ekki væri nema til- raun. Fólk hefur kannski ekki áttað sig á því að þarna er komin heild- stæð leið sem gæti freistað ferðafólks,“ segir Sólveig Niku- lásdóttir leiðsögumaður og deildarstjóri hjá Iceland Travel. Hún hefur starfað við ferðaþjón- ustuna um langt árabil og meðal annars komið að skipulagningu ferða um ónumin lönd. Segir raunar nauðsynlegt að leggja meira kraft í slíkt starf, svo mikið álag sé orðið á fjölsóttustu ferðamannastaðina, svo sem Þingvelli, Gullfoss og Geysi, svo nokkrir staðir séu nefndir. Andstæðufull jarðfræði og mikið fuglalíf við sjávarsíðuna Freistandi leið Sólveig Nikulásdóttir fi p y j g p C p iar acc o ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté prikmeð pa mauki Bruchetta íreymeð tv ðlatu hangikjöti, bal- samrau og piparrótarsósu heBruc ta með hráskinku, balsam rægrill uðu Miðjarðar- h a f s g meti Krabba a- s a l ðboferskum kryddjurtum í brau Bruchetta rðameð Miðja hafs-tapende aRisa- rækj spjóti með peppadew Silunga hrogn i simeð japönsku majónes nepsrjóma-osti á bruchettu Birkireykt-ur lax alioá bruchettu með grillaðri papriku og fetaosti Hörpuskeljar ddju, 3 smáar á spjóti m/kry taídýfu Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum ufyVanill tar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum nguKjúkli satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti RisahörpuskSími 511 8090 • www.yndisauki.is Möndlu Mix og Kasjú Kurl er ekki bara hollt snakk. Líka gott í salatið. Hollt og gott frá Yndisauka. Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum, Melabúðinni, Fjarðarkaup, Þín verslun Seljabraut, Kjöthöllinni, Hreyfingu, Garðheimum, Mosfellsbakaríi og Bakaríinu við brúna Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.