Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 46
Andri Steinn Hilmarsson Guðni Einarsson Ólöf Nordal innanríkisráðherra seg- ir það hafa verið með öllu ótímabært að gefa út framkvæmdaleyfi og hefja framkvæmdir á svæði Valsmanna við Hlíðarenda. Þetta kom fram í bréfi hennar til Dags B. Eggertsson- ar borgarstjóra, sem vefritið Kjarn- inn birti í gær. Undir bréfið, sem dagsett er 17. apríl síðastliðinn, skrifar einnig Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneyt- isstjóri innnaríkisráðuneytisins, og segir þar að ekki liggi fyrir niður- staða verkefnisstjórnar um könnun á flugvallarkostum og að Samgöngu- stofa hafi enn til umfjöllunar mögu- leg áhrif lokunar flugbrautar 06/24, eða neyðarbrautarinnar eins og hún er yfirleitt kölluð. Brautinni verði því ekki lokað á meðan niðurstöður nefndarinnar liggja ekki fyrir eða aðrar ákvarðanir teknar sem leiða til þess að flugbrautin verði tekin úr notkun. Framkvæmdir á svæðinu hófust hinn 13. apríl sl. og eru þær undan- fari uppbyggingar og byggingar- framkvæmda á svæðinu, sem ekki getur orðið af að óbreyttum skipu- lagsreglum flugvallarins, segir í bréfinu en gert er ráð fyrir að 800 til 850 íbúðir rísi á svæðinu á næstu sex árum. Fyrst á að leggja fram- kvæmdaveg um svæðið til að hægt sé að komast að öllum lóðunum níu sem skipulagðar eru á svæðinu. Telur borgina í fullum rétti Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipulagsráðs Reykjavík- urborgar, segir öll skilyrði hafa verið uppfyllt þegar framkvæmdaleyfið var veitt. „Ég veit ekki betur en að borgin sé í fullum rétti til að skipuleggja sitt landsvæði og veita framkvæmda- leyfi,“ segir hann og bætir við að framkvæmdirnar á þessum stað hafi ekki neitt með flugbrautina að gera til að byrja með. Eins segir hann mjög mikilvægt að hafa það í huga að það sé Reykjavíkurborg sem fari með skipulagsvaldið og veiti fram- kvæmdaleyfi. „Valsmenn ætla þarna að byggja tvær byggingar til að byrja með á svæði sem er fjærst flugbrautinni. Það er þó nokkuð í að þessar fram- kvæmdir muni hafa einhver áhrif á þessa flugbraut, sem er þó ekki til lengur á skipulagi,“ segir hann. Grípa þarf til varna Sem kunnugt er sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra á flokksþingi Framsóknar- flokksins fyrr í þessum mánuði að öllum mætti vera ljóst „að grípa þarf til varna fyrir Reykjavíkurflugvöll og koma í veg fyrir að borgaryfirvöld grafi stöðugt undan flugvellinum og beiti brögðum til að losna við hann“. Morgunblaðið/Kristinn Hlíðarendi Framkvæmdir eru hafnar en innanríkisráðherra segir þær með öllu ótímabærar. Ótímabært að gefa út framkvæmdaleyfið  Innanríkisráðherra skrifaði borgarstjóra um Hlíðarenda Ólöf Nordal Hjálmar Sveinsson Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Búið er að gefa út stiklu fyrir nýja teiknimyndaseríu um Vini í Valhöll, sem ætlunin er að kynna fyrir er- lendum sjónvarpsstöðvum. Stiklan, sem aðgengileg er á netinu, byggist á samnefndri rafbók sem nú er í vinnslu og fjallar um ævintýri goð- anna í Ásgarði þegar þau eru á barnsaldri. Bjarni Einarsson, einn af höfund- um þáttanna, segir hugmyndina hafa kviknað út frá rafbókinni, sem var meðal annars fjármögnuð á hóp- fjármögnunarsíðunni karolinafund.- com. Hann hafi tekið eftir því hversu mikill áhugi var á verkefninu. „Þá ákvað ég að skoða hvort hægt væri að búa til sjónvarpsseríu úr þessu. Næsta dag hafði ég samband við RÚV og Skjáinn og þau sögðu strax að þetta hljómaði vel en þau þyrftu að sjá einhvers konar stiklu.“ Áhugi frá útlöndum Bjarni ákvað einnig að skoða hvort áhugi væri erlendis og hafði samband við NRK, DR og SVT auk ARD í Þýskalandi og segir að þær stöðvar hafi tekið vel í hugmyndina, en stiklan er hluti af kynningarefni til þeirra. Þótt Bjarni hafi átt upphaflegu hugmyndina segir hann að ekkert hefði orðið úr þessu án samstarfs- manna sinna og nefnir þar sérstak- lega þau Alexöndru Eyfjörð, sem skrifar handrit með Bjarna, Karítas Gunnarsdóttur, sem teiknar þætt- ina, og Kristján Frey Einarsson hjá Playmo-teiknistúdíóinu sem sér um að gæða teikningarnar lífi. „Ég er rosalega heppinn að hafa fundið teymi þar sem hver meðlimur kemur með hæfileika á sviðið sem ég gæti bara látið mig dreyma um. Án þeirra hefði þetta aldrei orðið að veruleika og ekki eins æðislegt og það varð.“ Vinir í Valhöll hugsanlega seldir til erlendra stöðva  Ný teiknimyndasería byggð á norrænni goðafræði Vinir í Valhöll Ætlunin er að búa til teiknimyndaseríu um ævintýri goðanna. BAILEYS-TERTA SÍMI: 588 8998 RÓSATERTA MEÐ FRÖNSKU BANANA-SMJÖRKREMI Kökur og kruðerí að hætti Jóa Fel GULRÓTARTERTA BROSKALLAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Innlent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.