Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 84
84 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 ist erfitt að fá útborgað yfir sumartímann. Bændur stað- greiddu nánast aldrei vélavinnu. Greiðsla kom ekki fyrr en vet- urinn eftir, þegar jarðræktar- styrkir bárust frá stjórnvöldum. Eina rekstrarfé Ræktunarsam- bandsins var fyrir þá vegavinnu sem vélarnar komust í og bænd- ur voru ekki alltaf sáttir þegar ýturnar voru settar í vegagerð, í stað þess að vinna fyrir þá. Seinna varð mér að nokkru ljóst hvílíkt afreksverk Egill vann í rekstri Ræktunarsambandsins og Búnaðarsambandsins. Svo skemmtilega höguðu at- vikin málum að ég hóf að kalla minn starfsferil hjá Agli Bjarna- syni. Hann lauk hins vegar sín- um starfsferli hjá mér þegar við urðum samstarfsmenn við Byggðasögu Skagafjarðar. Þá kynntist ég Agli miklu betur og nánar og fann hversu framúr- skarandi hann var í samstarfi, verkfús og glaðvær og gekk kappsamlega að hverju því verk- efni sem leysa þurfti. Eftir að hann lauk starfi sínu við Byggðasöguna, vann hann hjá Sögufélagi Skagfirðinga við æviskrárritun og skilaði þar miklu verki á árunum 2007-2011. Mér er þökk í huga fyrir kynni mín af Agli Bjarnasyni og fjölskyldu hans. Það er sannar- lega dýrmætt hverju samfélagi að hafa átt slíkan þjón sem Egil. Hann var afburðamaður á svo marga grein. Hjalti Pálsson. Það morgnaði af nýjum tíma í íslenskum landbúnaði um miðja síðustu öld, stríðsárin að baki, miklar búsetubreytingar að ganga yfir. Færri hendur í sveit- um þurftu að afkasta meiru til að afla grunnfæðu fyrir stækk- andi þjóð. Margir framámenn innan íslensks landbúnaðar og sérílagi búnaðarskólanna, töldu að þörf væri á meiri og víðtæk- ari menntun vegna þessara nýju áskorana. Á Hvanneyri var efnt til framhaldsnáms í búfræði haustið 1947 og vorið 1949 út- skrifuðust átta ungir menn sem lagt höfðu að baki þetta tveggja ára framhaldsnám í búfræði. Þeirra á meðal var Egill Bjarna- son, rúmlega tvítugur bóndason- ur frá Uppsölum í Blönduhlíð. Hann var strax ráðinn til að veita bændum ráðgjöf og að- stoða á annan hátt í sinni heima- byggð, Skagafirði. Starfsævin varð löng og öll í þágu bænda og landbúnaðar, ekki aðeins í Skagafirði, heldur á öllu landinu. Hann leit hlutina oft af öðrum sjónarhól en samferðamennirnir og hlaut ekki alltaf hrifningu fyrir þá framtíðarsýn sem hann greindi. En hann var raunsær og næmur, skynjaði straumiðu tímans flestum betur og átti auðvelt með að greina vægi hluta og hvað skipti mestu máli. Honum voru falin mörg verkefni sem tengdust stöðu og stefnu- mótun á sviði landbúnaðar og sagði eitt sinn sposkur við mig, að við hverja nýja skýrslu fækk- aði vinum sínum. Það er ekki alltaf til vinsælda fallið að boða breytingar sem raska stöðu og högum. Um árabil áttum við Egill í margháttuðu samstarfi og var lærdómsríkt að eiga hann að vini og samstarfsfélaga. Málefnin voru ekki alltaf auðveld úrlausn- ar, en góðvild og jákvæðni mót- uðu mjög sýn hans til viðfangs- efna. Oft þegar hann átti erindi og var á heimleið að sunnan og bóndinn að sinna búverkum, fékk hann að leggja sig og bíða. Hann var ávallt velkominn heimagangur á Torfalæk. Nú hefur öldungur kvatt eftir langan og farsælan dag. Við þessi leiðaskil sendum við Ella, Öldu og fjölskyldunni hug- heilar kveðjur. Jóhannes Torfason. Egill Bjarnason hefur nú lok- ið löngum vinnudegi. Trúlega hefur líf hans einkennst hvað mest af vinnusemi, starfsgleði og starfsþreki. Glaður gekk hann jafnan til verka sinna, með gamanyrði Skagfirðingsins á vörum en yl í fasi í garð sam- verkamanna sinna. Hann hreif aðra með sér og átti í hvívetna vinsældum að mæta. Egill var meðal hinna fyrstu sem luku námi sem búfræðik- andídatar frá framhaldsdeildinni á Hvanneyri. Hann hóf þegar störf sem ráðunautur í Skaga- firði og gegndi því starfi í ára- tugi. Þótt fleiri ágætir menn kæmu til starfa á þeim vettvangi varð hann fljótlega burðarásinn í starfi Búnaðarsambandsins, einkum sem framkvæmdastjóri Ræktunarsambandsins, sem annaðist umsjón og oftast alla vinnu við jarðræktarfram- kvæmdir í héraðinu. Munu þeir margir bændurnir, sem notið hafa þekkingar hans og hollráða. Hann kom víða við sögu í fé- lagsmálum, mest á sviði land- búnaðar og sat t.d. á Búnaðar- þingi í fjölda ára. Hann átti sæti í ritnefnd Byggðasögu Skaga- fjarðar, enda í senn þaulkunn- ugur, fróður og ritfær. Mun í þeim gagnmerku heimildar- ritum að finna síðustu verk hans í þágu héraðsins, sem hann helg- aði svo mjög krafta sína. Við Egill höfðum sést nokkr- um sinnum áður en ég hóf af- skipti af stjórnmálum fyrir al- þingiskosningarnar 1967. Ég hafði ekki lengi ferðast um Skagafjörð er ég gekk inn á skrifstofu hans á Sauðárkróki. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með okkar samtal. Hann þekkti auðvitað alla, svaraði öllu sem ég spurði um, varaði við einhverj- um sem kynnu að vera hrekkj- óttir og veitti upplýsingar um hvaðeina, sem mér mætti í hag koma. Oft leitaði ég til hans eftir þetta og alltaf fékk ég svör, oft- ast afdráttarlaus en alltaf veitt af fullum trúnaði og drengskap. Stundum kom ég heim til þeirra Öldu og Egils og var alltaf tekið með rausn og hlýju. Í eitt eða tvö skipti réð ég hann til að vinna að sérverkefnum í land- búnaðarráðuneytinu, þegar ég réð þar húsum, enda hafði ég ekki ráðið sérstakan aðstoðar- mann. Þau verkefni eins og önn- ur leysti Egill með miklum sóma. En við áttum líka okkar gleðistundir syðra og eru mér eitt eða tvö kvöld minnisstæð- ust, en þá kom Egill með sam- eiginlega vini okkar í heimsókn, suma úr hópi ráðunauta. Þá glumdi hláturinn svo eftir var tekið. Við fráfall Egils Bjarnasonar er ekki undarlegt þótt mér sé þakklæti efst í huga. Að leiðar- lokum flyt ég honum þakkir fyr- ir kynni okkar öll, óskoraða vin- áttu, gleðistundir, hollráð og traust. Við Helga sendum Öldu og fjölskyldunni allri einlægar samúðarkveðjur og óskum Agli fararheilla „fleira að starfa guðs um geim“. Blessuð sé minning Egils Bjarnasonar. Pálmi Jónsson. Hinn glæsilegi hópur Norð- lendinga, sem útskrifuðust fyrstir manna frá Framhalds- deildinni á Hvanneyri vorið 1949 hefur enn þynnst. Þessi hópur var í forystu um leiðbeiningar til bænda úti í héruðum um og upp úr miðri síðustu öld. Á engan er hallað þó að fullyrt sé að þar sé hlutur Egils Bjarnasonar hvað mestur. Þegar mín kynslóð kom síðar til starfa var það drýgsti háskóli lífsins að geta sótt reynslu og þekkingu til þessara höfðingja. Agli kynnist ég strax þegar ég fer að koma á samkomur ráðunauta. Hann vakti strax at- hygli vegna glaðværðar sinnar og gríðarlegs áhuga á að kynna sér sem mest og best allt það sem til framfara horfði. Hann var á þessum árum og lengi síð- an fulltrúi á Búnaðarþingi þar sem hann hafði margt mikilvægt til mála að leggja. Þegar viðhorf í landbúnaði breytast á níunda áratugnum sýndi Egill best sína fjölþættu hæfileika. Hann vildi áfram blása til sóknar á vettvangi breyttra viðhorfa. Hann vildi ganga skipulega til verks, móta framtíðarsýn hverrar sveitar á grunni stöðu einstakra jarða. Þarna er ráðist í skoðun á búrekstaraðstöðu jarða. Þá kynnist ég Agli náið, ég kem til samstarfs við hann í þessari vinnu. Þar kynntist ég verklagni Egils, skipulagshæfni og því að ganga rösklega til verks og óbil- andi hvatningu hans til sam- starfsmanna. Einnig unnum við ásamt fleirum skýrslu um stöðu sauðfjárbúskapar. Því miður var svar stjórnvalda og forystu- manna landbúnaðar á þeim tíma að stinga þessu öllu undir stól. Í þessu starfi átti ég oft viðveru á hinu góða heimili hans og Öldu og fékk móttökur sem aldrei verða fullþakkaðar. Þar og á mörgum langferðum kynntist ég ákaflega vel miklum frásagnar- hæfileikum Egils Starfsvettvangur Egils innan íslensk landbúnaðar var eins og fram hefur komið mjög fjölþætt- ur. Forystu- og samstarfshæfi- leikar hans skipuðu honum þar sjálfkrafa í forystusveit. Mestir kraftar Egils fóru samt í starf hans sem ráðunautur hjá Bún- aðarsambandi Skagfirðinga. Ég tel mig hafa kynnst allnáið þessu starfi um allt land. Á engan tel ég hallað með að fullyrða að hvergi voru tengsl hins almenna bónda, grasrótarinnar, við þetta starf meiri en í Skagafirði. Þar var hlutur Egils tvímælalaust meiri en annarra. Egill hafði einnig gott lag á að ná til starfa mönnum með ný viðhorf, sem gátu og fengu að marka sín spor. Í dag sér þessu starfi stað í blómlegum sveitum Skagafjarð- ar þar sem landbúnaður stendur sterkari en á flestum öðrum svæðum. Hlutur Egils er þar áreiðanlega meiri en nokkurs annars einstaklings. Fáir verða þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá drauma sína rætast eins ræki- lega og Egill. Fyrst og síðast mun ég samt alltaf minnast Egils sem hins hláturmilda, glaðlynda og fjöl- hæfa einstaklings sem ætíð fylgdi kraftur og hvatning. Hann var maður sem hver hlýtur að hafa orðið betri af að kynnast. Hin skagfirska mold, sem hann var bundinn tryggum böndum hefur nú tekið hann í faðm sinn. Að lokum flyt ég Öldu og börnum hennar og Egils mínar dýpstu samúðarkveðjur. Jón Viðar Jónmundsson. Egill Bjarnason, fyrrverandi ráðunautur á Sauðárkróki, hefur nú gengið til hinna hinstu vista- skipta. Hann var uppalinn í Blönduhlíðinni og í Skagafirði dvaldi hann og vann allan sinn langa starfsdag. Hann var ráð- inn til Búnaðarsambands Skaga- fjarðar strax að loknu námi við Búvísindadeild á Hvanneyri og sinnti leiðbeiningum bæði í bú- fjárrækt og jarðrækt. Jafnframt var honum falin framkvæmda- stjórn á Ræktunarsambandi Skagafjarðar. Er stundir liðu fram komu fleiri til starfa í leiðbeininga- þjónustunni og verkaskiptingu varð þá komið á. Egill fór alla tíð með framkvæmdastjórn bæði Búnaðar- og Ræktunarsam- bandssins og hafði einnig félags- málastarfið hvað mest á sinni könnu. Egill var sá lánsmaður að þá er hann hóf starf sitt hjá bænd- um í Skagafirði sátu þar að stjórn héraðshöfðingjar og þaul- vanir félagsmálamenn sem studdu hann og hann efldist af reynslu þeirra. Nefna má Krist- ján skólastjóra á Hólum, sem var formaður, Jón á Hofi, Jón á Reynistað, Marinó á Álfgeirs- völlum, Björn í Bæ, að ógleymd- um Bjarna föður hans. Frá miðri síðustu öld var mikið framfara- og framkvæmdaskeið í sveitum landsins allt fram á miðjan átt- unda áratuginn. Veðurfar var milt á þessum árum og hagstætt öllum jarðargróða og stjórnarfar og lagasetning hvatti einnig til aukinna framkvæmda og fram- leiðslu. Vélaöldin var hafin. Stórvirkar vélar á vegum Rækt- unarsambandsins fóru vítt um sveitir, ræstu fram og brutu land til ræktunar. Lán voru slegin svo hægt væri að umlíða þá er minni höfðu getu til fram- kvæmda. Menn áttu að fylgjast að í framfarasókninni. Vorhugur ríkti um héruð. Sveitir héraðsins fengu nýjan svip. Gróskumiklir töðuvellir breiddust nú víða yfir þar sem áður voru mýrar eða óræktarmóar. Það voru „vor- menn“ sem stóðu að verkum og fyrir þeim fór Egill Bjarnason. Það greri í slóð þeirra. Félagsstarf var rækt á breiðara grunni með þátttöku í Ræktunarfélagi Norðurlands og beinu samstarfi við nágranna- héruð í búfjárrækt. Í áratugi var Egill fulltrúi Skagfirðinga á Búnaðarþingi og varð þar alla tíð leiðandi maður. En vorið hef- ur sinn tíma, og haustið og vet- urinn einnig. Hafísár og kalár gengu yfir. Stjórnarfarsharðindi gengu í garð. Í þeim gjörningum öllum lá við að Egill missti um stund kjark og baráttuanda, en brátt náði vorhugur og gróandi sínum fyrri tökum á Agli. Élið var gengið hjá. Egill var afkastamaður til allrar vinnu og slitviljugur. Hon- um var létt um að tjá sig í ræðu og riti. Sá sem þessi orð setur á blað var samferðamaður og löngum samstarfsmaður Egils í gegnum árin. Ég kveð Egil Bjarnason með einlægri þökk og virðingu. Með Agli Bjarnasyni var gott að vinna og hans er gott að minn- ast. Blessuð sé hans minning. Öldu, börnum þeirra og fjöl- skyldum votta ég dýpstu samúð. Gunnar Oddsson. Í dag er til moldar borinn öðlingsmaðurinn og Skagfirð- ingurinn Egill Bjarnason, Sauð- árkróki, fæddur á Uppsölum í Blönduhlíð. Egill var héraðs- ráðunautur Skagfirðinga um áratugaskeið, búnaðarþings- fulltrúi, formaður Ræktunar- félags Norðurlands og leiðtogi í þeim stórstígu framförum sem urðu í landbúnaðinum á seinni helmingi síðustu aldarinnar. Egill var búfræðikandídat frá Hvanneyri og varði starfsorku sinni og þekkingu að mestu í þágu heimabyggðarinnar og landbúnaðar í landinu. Ég minnist með þakklæti bréfs Egils til mín þegar ég var við nám í Noregi þar sem hann bauð mér ráðunautarstarf í Skagafirði að námi loknu. Þann- ig bréf var mjög uppörvandi fyr- ir ungan námsmann. Af því starfi varð þó ekki. En seinna lágu leiðir okkar saman í Skaga- firði. Kynni mín og okkar Ingi- bjargar við Egil hófust fyrst fyr- ir alvöru þegar við tókum við Hólaskóla og Hólastað vorið 1981. Egill var einn sá fyrsti sem heimsótti okkur og bauð fram alla sína aðstoð og Búnaðarsam- bands Skagafjarðar við endur- reisn Hólastaðar og -skóla. Sá stuðningur reyndist bæði happa- sæll og drjúgur. Ótaldar eru ferðir okkar saman og þá gjarn- an með Gísla Pálssyni á Hofi, formanni skólanefndar Hóla- skóla, til Reykjavíkur í erindum skólans. Var það bæði til að sækja stuðning við ný verkefni og fjármagn til uppbyggingar og reksturs á staðnum. Það var mikill stuðningur að Agli sem naut mikils trausts, var hvar- vetna vel virtur og studdi mál sitt hógværum en sterkum rök- um. Iðnari og bónþægari manni hef ég varla kynnst og minnist ég þess ekki að hann hafi nokk- urn tíma haft uppi úrtölurödd, miklu frekar hvatningu þótt stundum hafi vafalaust verið teflt á tæpu vaði í kappinu fyrir framgangi málefna Hólastaðar. Síðar urðu einnig góð vináttu- tengsl okkar við eiginkonu hans, Öldu, og fjölskylduna sem voru okkur hlý og dýrmæt. Egill var frábær sögumaður og naut sín þar vel í góðra vina hópi. Hann var stálminnugur og skilaði ómetanlegu starfi til næstu kynslóða í söfnun og skráningu efnis í atvinnusögu, byggðar- og héraðslýsingu Skagafjarðar. Egill var ráðunautur Skag- firðinga á einum mesta fram- fara- og byltingartíma íslensks landbúnaðar. Skagafjörður nýt- ur vel verka hans og framsýni og er héraðið eitt blómlegasta land- búnaðarhérað landsins í dag. Egill Bjarnason hefur svo sannarlega skilað góðu dags- verki. Nú að leiðarlokum þessa skagfirska höfðingja og vinar þökkum við honum samfylgdina og hinar mörgu góðu samveru- stundir. Öldu og fjölskyldunni allri sendum við einlægar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Egils Bjarnasonar, héraðsráðunautar Skagfirðinga. Jón Bjarnason og Ingibjörg Kolka. Egill Bjarnason Samband Haf- steins Þorvaldsson- ar og móður minn- ar var með fegurri samböndum. Bæði höfðu misst ást- kæra maka sína fyrir mörgum árum. Bæði áttu þau stóra fjöl- skyldu og voru vinmörg og höfðu nóg fyrir stafni. Þá fundu þau hvort annað bæði að nálg- ast áttrætt. Vinátta þeirra varð einstök og það duldist engum hve þau nutu sinna samveru- Hafsteinn Þorvaldsson ✝ Hafsteinn Þor-valdsson fædd- ist 28.4. 1931. Hann lést 26.3. 2015. Út- för Hafsteins var gerð 10. apríl 2015. stunda. Nokkrum árum eftir fráfall föður míns skaut ég því að móður minni svona bæði í gamni og alvöru hvort hún ætlaði ekki að finna sér nýjan kall. Hún hélt nú ekki. Það var ekki á dagskrá. Þá ger- ist það að Haf- steinn Þorvaldsson fer að leggja leið sína í Merkilandið í morg- unkaffi til móður minnar. Á glænýjum stífbónuðum svörtum sportjeppanum, glæsilegur á velli, íþróttamaður að atgervi og snyrtimenni fram í fingur- góma og að auki hlaðinn góðum gildum og hugsjónum. Það var engu líkara en holdgervingur ungmennafélagsandans væri mættur í morgunkaffi. Þá var ekki að undra þótt heimasætan fyrrverandi frá Búrfelli myndi kikna aðeins í hnjánum og end- urskoða sín áform. Og þó var það sjálfsagt hvorki íþróttamað- urinn glæsilegi né stífbónaður sportjeppinn sem heilluðu móð- ur mína. Það var persónuleiki Hafsteins. Hafsteinn var mömmu allt í senn einstaklega ljúfur, hlýr og skemmtilegur. Glaðvær, umvefjandi og hvetj- andi. Með þeim tókst einstök vinátta og ást sem varði í sex yndisleg ár. Þau urðu sálufélag- ar og sameiginlegt áhugamál þeirra var að ferðast. Þau ferð- uðust vítt og breitt, bæði hér heima og erlendis. Það voru margar góðar ferðirnar. Eftir að sjónin tók aðeins stríða Haf- steini var rétt að langferðir undir stýri yrðu færri. Þá tóku þau bara strætó saman, til dæmis sl. sumar frá Selfossi og austur á firði, komu víða við og heilsuðu upp á gamla vini. Fyrir þessi ár ber að þakka enda ekki öllum gefið að eignast slíka vin- áttu þegar komið er fram á ævi- kvöldið. Hafsteinn átti einstakan feril að baki. Hann var hugsjóna- maður, framkvæmdamaður og baráttumaður fyrir samborgara sína í margvíslegum framfara- málum og félagsstörfum. Sem formaður Ungmennafélags Ís- lands reif hann félagið upp úr ládeyðu ásamt Sigurði Geirdal og með þrumandi ræðum sínum um allt land leysti hann ung- mennafélagsandann góða aftur úr læðingi þannig að hann hefur vaxið og dafnað allar götur síð- an. Það voru ræður sem eftir var tekið. Það voru ræður sem marga langaði að geta haldið. Þær voru fluttar af hugsjón og eldmóð. Og slíkar ræður hélt Hafsteinn við morgunverðar- borðið á Merkilandi nú hin síð- ari ár ef maður átti leið hjá og kom við í kaffi. Hann var sann- arlega ungmennafélagi fram í fingurgóma. Fulltrúi góðra gilda í hvívetna. Íþróttamaður og bindindismaður, heilbrigð sál í hraustum líkama. Íslendingur eins og þeir gerast bestir. Börnum og barnabörnum Hafsteins og fjölskyldunni allri votta ég innilega samúð. Sem og móður minni sem misst hef- ur sinn besta vin. Páll Guðmundsson. Hafsteinn Þorvaldsson hefur kvatt sína samferðamenn hér á jörð. Lífshlaup er leiðin að lif- andi minningu um það góða sem maðurinn gerir og gefur af sér á lífsleiðinni. Innan íþrótta- hreyfingarinnar er minningin um Hafsteinn Þorvaldsson gjöf- um prýdd og frjálsíþróttahreyf- ingin á Íslandi á Hafsteini mikið að þakka. Gjöfum í lífinu er stundum skipt í þrennt. Ein er gjöfin sem gefin er vegna þess að það er ætlast til þess að hún sé gefin. Önnur er gjöfin sem gefin er vegna þess að gefand- inn vill sérstaklega gefa hana. Og sú þriðja er gjöfin sem gef- andinn veit ekki um að hafa gefið. Fyrir mér var Hafsteinn Þorvaldsson uppspretta þriðju gjafarinnar með fasi sínu og framkomu og geislandi áhuga fyrir öllu fólki, viðfangsefnum þess og áskorunum. Og það sem meira er, honum lánaðist að koma eiginleikum sínum til af- komenda sinna með ríkulegum hætti. Frjálsíþróttahreyfingin í landinu þakkar Hafsteini Þor- valdssyni gjöfula og mannbæt- andi samferð um langt árabil, færir fjölskyldu hans innileg- ustu samúðarkveðju á þessum tímamótum og lifandi minningu frjálsíþróttahreyfingarinnar um rausnarlegan gefanda og góða fyrirmynd á lífsleiðinni. Einar Vilhjálmsson, formaður FRÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.