Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þýðingarleikastærra hlutverk í daglegu lífi en oft sýnist. Þær birtast í text- uðu efni á sjón- varpsskjám og kvikmynda- tjöldum, erlendar fréttir eru samantekt úr erlendu efni, leiðbeiningar og leiðarvísar eru þýddir, dægurlagatextar og síðast en ekki síst bækur. Íslensku þýðingaverðlaunin voru veitt á sumardaginn fyrsta. Að þessu sinni komu þau í hlut Gyrðis Elíassonar, rithöfundar, ljóðskálds og þýðanda, fyrir þýðingu á ljóð- um japanska skáldsins Shunt- aros Tanikawa. Útgáfa bóka eftir innfædda höfunda er oft notuð sem mælistika á þrótt bókmennta, en þar skiptir útgáfa á þýð- ingum ekki síður máli. Það er mikilvægt að bókmenntir heimsins komi út í íslenskri þýðingu, hvort sem það er Andrés önd, Harry Potter, Góði dátinn Svejk eða Glæpur og refsing. Talað hefur verið um að með þýðingum skapist tal- samband við umheiminn. Þetta talsamband komst snemma á hér á landi. Á mið- öldum voru riddarasögur og trúarlegir textar þýddir. Á sextándu öld kom út Nýja testamenti Odds Gottskálks- sonar sem Sigurður Nordal kallaði „eitt af leiðarmerkj- unum í sögu íslenskra bók- mennta“. Talið er að það sé fyrsta bókin sem prentuð var á íslensku. Auðvelt er að halda upp- talningunni áfram: Hóm- ersþýðingar Sveinbjarnar Eg- ilssonar, þýðingar Matthíasar Jochumssonar á Shakespeare og Byron og þýðingar Stein- gríms Thorsteinssonar á æv- intýrum H.C. Andersens og Þúsund og einni nótt. Helgi Hálfdanarson var hamhleypa íslenskra þýðenda, þýddi grísku harmleikina, leikrit Shakespeares og margt fleira. Á undanförnum árum hafa ýmis klassísk verk komið út í íslenskum þýðingum og hefur þar verið fyllt í eyður. Einnig koma út þýðingar á nýrri verkum, sem fengur er að. En það er ekkert síður mikilvægt að nýjar bækur og dægurbók- menntir komi út í íslenskri þýðingu. Það vita þeir sem á sínum tíma lásu Basil fursta og bækur Enid Blyton. Það er ekkert síður mikilvægt að vandað sé til verka þegar um er að ræða bækur fyrir börn og unglinga. Um þessar mundir eru margir góðir þýð- endur að störfum og nokkrir þeirra voru tilnefndir til íslensku þýð- ingaverð- launanna, þau Herdís Hreiðarsdóttir, Silja Aðalsteinsdóttir, Jón St. Kristjánsson og Hermann Stefánsson. Sumir þýðendur eru svo slyngir að lesandinn fer að velta fyrir sér hvort þýðingin taki ekki frumverkinu fram. Af og til blossar upp um- ræða um að íslenskan sé á undanhaldi og enskan að taka við. Þetta var á sínum tíma sagt um dönskuna, en áhrif hennar eru að miklu leyti horfin úr málinu. Dönsk orð, sem áður þóttu hversdagsleg, vekja nú spurn hjá ungu fólki. Reyndar var markvisst unnið að því að uppræta dönsk áhrif úr málinu, jafnvel þótt færa hefði mátt rök að því að þau væru að snúa aftur í málið eft- ir langan aðskilnað. Danir hafa hins vegar ekki reynt að uppræta aldagömul áhrif ís- lenskunnar úr máli sínu, enda yrði þá kannski, afsakið ef til vill, lítið eftir. Sú enska, sem sagt er að ungt fólk sé farið að tala eftir langa vist í tölvuleikjum, er þó engin enska og hefur ekki tekið við af íslenskunni, hvað sem sagt er. Ef rétt er farið með þá er hér að vaxa úr grasi kynslóð án tungumáls því að tilvera í tölvuleik kemur aldr- ei til með að verða grundvöll- ur upptöku tungumáls. Það er hins vegar nauðsyn- legt til að tungumál haldi þrótti sínum að það sé not- hæft og til gagns og gloppur séu fáar, sama hvað er til um- ræðu. Fjölbreytni er því mikilvæg eins og Gyrðir benti á í viðtali í Morgunblaðinu í gær í tilefni af verðlaununum. „Það er svo mikilvægt að fjölbreytni hald- ist í bókaflórunni og margt annað en „meginstraumsefni“ fái að vera með,“ sagði hann og bætti við að einsleitni væri ekki séríslenskt fyrirbrigði, heldur einnig vandamál hjá stærri þjóðum. „Þetta sést bara betur hjá okkur í fá- menninu, en lögmálin eru alls staðar eins. Öll alvöru- bókaútgáfa ætti að byggjast á fjölbreytni.“ Þýðingar eiga sinn þátt í að stuðla að því að málið nái utan um það sem fram fer í heim- inum, að það dugi til að fanga hugsanir, hugmyndir og nýj- ungar. Þýðingar eru snar þáttur í að tryggja framtíð ís- lenskunnar. Þýðingar eru snar þáttur í að tryggja framtíð íslensk- unnar} Þýðing þýðinga T jáningar- og skoðanafrelsið er einn af hornsteinum lýðræðissamfélags. Án þess væri samfélagið eins og við þekkjum það ekki til, heldur fast í viðjum kúgunar og harðstjórnar. Eins og önnur mannréttindi er tjáningar- frelsið mjög misskilið. Með tjáningarfrelsi er átt við rétt manna til að láta í ljósi skoðanir sínar án þess að ríkisvaldið grípi til ráðstafana til að koma í veg fyrir tjáninguna. Gagnrýni á stjórnvöld og útgáfa hennar á prenti er ein margra ástæðna þess að mannkynið er þó á þeirri góðu braut sem við erum. Við látum ekki bjóða okkur kúgun, kynþáttamisrétti eða einræðistilburði. Í tjáningarfrelsinu felst hins vegar ekki réttur til að láta skoðanir sínar í ljós í sápukúlu, þannig að samborgarar manns verði að láta yfir sig ganga þegar einhver tjáir skoðun sem er, afsakið orðbragðið, fullkomlega fáránleg. Í tjáningarfrelsinu felst nefnilega ekki réttur til að skjóta án afláts á allt og alla og viðra viðbjóðslegar skoðanir, og njóta eftir það einhvers konar friðhelgi þegar við, sem erum ekki fífl, hellum okkur yfir skyttuna. Ég er að horfa á ykkur, innhringjendur á Út- varpi Sögu. Þeim sem eiga erfitt með að skilja þetta er bent á að kynna sér umfjöllun Bjargar Thorarensen um tjáning- arfrelsi í grundvallarriti hennar, Stjórnskipunarréttur – Mannréttindi, þá sérstaklega blaðsíður 347 til 393 í fyrstu útgáfu bókarinnar frá árinu 2008. Í tjáningarfrelsinu felst að sama skapi enginn réttur til að varpa ógeðslegum skoðunum á öldum ljósvakans, eða prenta þær í miðlum sem gefnir eru út af einkaaðilum. Tján- ingarfrelsið er neikvæður réttur, því það leggur ekki skyld- ur á einkaaðila til að koma skoðunum manna á framfæri, heldur bindur eingöngu hendur ríkis- valdsins í viðleitni þess til að hefta tjáningu. Jafnvel þótt skoðun manna sé byggð á mörg þúsund ára afdönkuðu kenningakerfi sem grundvallast á almætti ósýnilegs manns á himn- um gerir það skoðunina engu rétthærri. Í um- ræðu gætir einnig mikil misskilnings um að all- ar skoðanir séu jafnréttháar og að á öllum málum séu tvær hliðar. Jörðin er ekki flöt og snýst í kringum sólina, ekki öfugt. Allir sem vilja halda öðru fram eiga lítið erindi við almenna umræðu, nema kannski, eins og John Stuart Mill benti á, til að minna okkur á hvers vegna við komumst að þeirri niðurstöðu sem er við- tekin og hvers vegna sú skoðun sem við höfnum er ekki viðtekin. Ég myndi glaður láta lífið í orr- ustu til að tryggja rétt fólks til að láta þessa röngu skoðun í ljós, en á sama tíma berst ég gegn því af öll- um mætti að hún nái fótfestu, því hún er einfaldlega röng. Það sama á við í umræðu um samkynhneigð. Samkyn- hneigð er ekki innrætt, hún er meðfædd, jafnmeðfædd og gagnkynhneigð. Öll umfjöllun um hvernig samkynhneigð er ólík gagnkynheigð fengi mig ekki undir nokkrum kringum- stæðum til að hvika frá minni gagnkynhneigð. Ekki frekar en ef miðaldapáfar prédikuðu yfir mér að sólin snerist kringum jörðina. Í því samhengi langar mig að lofa það hugrekki sem fólk á menntaskólaaldri og upp úr tvítugu hefur sýnt í baráttu sinni fyrir umburðarlyndi. Þið eruð betri en við, sem skrið- um gegnum menntaskóla á árunum rétt fyrir hrun. Haldið þessu áfram, því við þörfnumst ykkar. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Ólafsson Pistill Frelsið til að vera fífl STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen ekki strax fram. Þær geta komið fram þegar síst skyldi og skapað stórhættu. Til dæmis í stýrisbúnaði á bílunum. Það er ekki bara það að um bein fjárútlát sé að ræða í viðgerðir og varahluti heldur getur þetta orðið alvarlegra en það,“ segir Özur. Ekki þarf að fjölyrða um þá hættu sem getur skapast þegar framdekk hvellspringur í umferðinni. Auður Daníelsdóttir, fram- kvæmdastjóri tjónasviðs hjá Sjóvá, segir að á degi hverjum berist til- kynningar um tjón á bílum sem rakin eru til ástands vega. Rúmlega 200 til- kynningar hafi borist síðan um ára- mótin og segir hún þessa þróun vera áhyggjuefni. Veghaldari ber ekki hlutlæga ábyrgð án sakar á öllum götum í sinni umsjá samkvæmt vega- lögum og „holutjónin“ eru ekki sjálf- krafa bótaskyld úr þeirri tryggingu sem Vegagerðin og borgin eru með hjá Sjóvá. Í vikunni var úrskurðað í máli nokkru hjá úrskurðarnefnd í vá- tryggingamálum. Málsatvik voru á þá leið að bíl var ekið í holu í borginni og við það varð bæði tjón á dekki og felgu. Ekki var hægt að sýna fram á að eftirlitsskylda veghaldara hefði verið vanrækt og skilyrðum skaða- bótaábyrgðar þótti því ekki fullnægt. Er þessi úrskurður í takt við aðra sem þegar hafa komið vegna sam- bærilegra mála. Nýir bílar margir hverjir illa laskaðir Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tjón Fjölmörg dæmi eru um að undirvagn nýrra bíla hafi látið verulega á sjá vegna tjóna sem beint má rekja til holóttra vega á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTASKÝRING Malín Brand malin@mbl.is Tjón á bílum vegna bágsástands íslenskra vega oggatnakerfisins eru verulegog margur bíleigandinn hefur þurft að reiða fram fúlgu fjár vegna viðgerða. Það eru ekki ein- ungis þeir sem eiga gamla bíla sem hafa orðið varir við óeðlilegt slit held- ur hafa nýir bílar margir hverjir orð- ið illilega fyrir barðinu á holum og ójöfnum á vegum úti. Nýir bílar, sem hafa hossast í fremur stuttan tíma eftir holóttum vegunum, eru ekki neinir bryndrekar frekar en eldri bílar og undirvagninn jafnilla til þess fallinn og þeir til að mæta hremming- unum á vegunum. Höggin eru bæði erfið og slæm og þegar þau eru sí- endurtekin lætur eitthvað undan, fyrr eða síðar. Spyrnur, demparar og dekk Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, segir að þeir sem starfi innan bílgreina hér á landi hafi miklu meira en nóg að gera vegna svonefndra holutjóna á bílum. „Innkomum á verkstæði hefur snar- fjölgað vegna þessara atriða. Fyrst er að nefna dekk og felgur sem hafa eyðilagst og svo eru það bilanir sem koma kannski ekki alveg strax fram, eins og með dempara, demparag- úmmí og spyrnur sem eru undir miklu meira álagi heldur en ætti að vera undir eðlilegum kring- umstæðum ef göturnar væru í lagi,“ segir Özur. Þeir hlutir sem nefndir eru hér að ofan eru síður en svo ódýrir og standa ekki margir bíleigendur í því sjálfir að skipta um spyrnur og dempara og fara þá með bílinn á verkstæði. „Þetta hleypur á tugum og hundruðum þúsunda.“ Þegar síst skyldi Þar sem álagið er gríðarlegt er næsta víst að viðskiptavinir þurfi að bíða nokkuð lengi eftir tíma á verk- stæði og getur biðin verið, að sögn Özurar, frá einni viku allt upp í þrjár. Ekki má gleyma því að það tjón sem verða kann á bílum landsmanna get- ur ýmist komið í ljós smám saman eða skyndilega, jafnvel á ögurstundu. „Oft og tíðum koma þessar bilanir Aðalfundur Bílgreinasambands- ins var haldinn fyrir skömmu. Sendi aðalfundurinn frá sér sér- staka ályktun vegna ástands vega og segir þar meðal annars að að- ilar innan Bíl- greina- sambandsins hafi fundið sig knúna „til að benda stjórnvöld- um á þessa alvarlegu stöðu sem er að skapa stórhættu oft á dag og gæti endað með banaslysi. Aðalfundur Bílgreinasambands- ins hvetur alla sem hlut eiga að máli til að hefjast handa við að bæta úr þessu ófremdarástandi og nýta þá fjármuni sem falla til m.a. í gegnum skattkerfi bíl- greinarinnar, sbr. bensínskatta, til viðhalds og endurnýjunar vegakerfisins þar til vegir og götur eru komin í viðunandi ástand að nýju.“ Alvarleg staða ítrekuð ÁLYKTUN SAMBANDSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.