Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 116

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 116
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 115. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Heiða gat lesið í fyrsta skipti 2. Barnastjarna framdi sjálfsvíg 3. Andlát: Páll Skúlason 4. Fallegra en mig hefði órað fyrir  Nýjasta kvikmynd Dags Kára Pét- urssonar, Fúsi, vann til þrennra verð- launa á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York í fyrradag. Myndin var valin besta myndin í keppnisflokknum „World Narrative“ og er verðlaunafé 25 þúsund Bandaríkjadalir, um 3,4 milljónir króna. Aðstandendur mynd- arinnar hlutu einnig verðlaunagrip til eignar og afhentu hann leikarinn Ro- bert De Niro, einn af stofnendum há- tíðarinnar, og framleiðandinn Jane Rosenthal. Dagur Kári hlaut verðlaun fyrir besta handritið í fyrrnefndum keppnisflokki og Gunnar Jónsson verðlaun sem besti leikarinn í flokkn- um Narrative Feature Film. Í umsögn dómnefndar segir að myndin snerti hjarta áhorfenda og taki á ýmsum málum, m.a. einmanaleika og geð- rænum vandamálum og sé einnig fyndin. Gunnar hlaut mikið hrós hjá dómnefnd Narrative Feature Film fyr- ir leik sinn. Fúsi hlaut nýverið áhorf- endaverðlaun dagblaðsins Politiken á CPH:PIX-kvikmyndahátíðinni í Kaup- mannahöfn. Fúsi hlaut þrenn verðlaun á Tribeca  Cycle-listahátíðin verður haldin í fyrsta skipti 13.-16. ágúst nk. í Kópavogi og á henni einblínt á flutn- ing samtímatónlistar í samvinnu við önnur listform. Meðal þeirra sem fram munu koma á henni er verð- launahafi Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2014, tónskáldið Simon Steen-Andersen, hljóðlistakonan Christina Kubisch og myndlistarmaðurinn Sigurður Guðjónsson, sem sést á myndinni. Ný listahátíð, Cycle, haldin í Kópavogi FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 5-13 m/s, hvassast austantil. Snjókoma eða él um landið norðan- og austanvert en bjartviðri sunnan jökla, þó líkur á lítilsháttar éljum syðst í kvöld. Frost 1 til 8 stig en hiti 0 til 5 stig sunnanlands yfir daginn. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag Norðan 8-15 m/s. Snjókoma eða éljagangur um norðan- og austanvert landið en bjartviðri sunnan- og suðvestantil. Kalt í veðri, frost víða 0 til 8 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn. Loft verður væntanlega lævi blandið í íþróttahúsinu á Varmá í Mosfellsbæ á morgun þegar flautað verður til leiks í oddaviðureign Aftureldingar og ÍR í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik. Leikið verður til þraut- ar á Varmá og sigurliðið mætir Hauk- um í úrslitarimmu um Íslandsmeist- aratitilinn. Flautað verður til leiks klukkan 16. »4 Afturelding eða ÍR í úrslitaeinvígið? Morgunblaðið tók púlsinn á vallarstjórum þeirra liða sem eiga heimaleik í fyrstu um- ferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu. Hljóðið var ágætt í þeim flestum þrátt fyrir kuldakast næstu daga en eins og undanfarin ár er Fylkisvöllurinn í Árbæ mesta spurningarmerkið og meiri líkur en minni á að ekki verði leikið á honum í fyrstu umferðinni. »2-3 Flestir geta byrjað á grasinu Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari Ís- landsmeistara HK í blaki, á eftir að taka ákvörðun um framhaldið hjá sér í þjálfuninni. Elsa tjáði Morgun- blaðinu að viðræður væru ekki hafnar á milli hennar og HK en hún gaf í skyn að hún hefði áhuga á því að koma áfram að liðinu með einhverjum hætti. Elsa hefur gert HK að meisturum þrjú ár í röð en starfar einnig sem sjúkra- þjálfari. »1 Þjálfari meistaranna með lausan samning Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hilmar Sigvaldason á Akranesi hef- ur lagt til að almenningur safnist saman í eða við vita landsins og standi fyrir einhvers konar menn- ingarviðburðum skömmu fyrir mið- nætti laugardaginn 20. júní næst- komandi undir heitinu Menningar- vitar á Jónsmessu. Síðan Hilmar stóð fyrir opnun á Akranesvita fyrir almenning fyrir rúmum þremur árum hafa rúmlega 20.000 manns heimsótt vitann. Margir listamenn hafa verið þar með sýningar og 9. maí verður á tveimur neðstu hæðum vitans opnuð sýning með málverkum og teikn- ingum eftir bandarísku listakonuna Danielle DeRoberts. Sýningin stendur til 30. júní og auk þess verð- ur boðið upp á aðra sýningu á Jóns- messunni. Jafnvel líka tónleika. Ekki hlegið lengur Í umsjá Vegagerðarinnar eru lið- lega 100 ljósvitar. Hilmar rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi hann vakið athygli á lélegu ástandi á gamla vitanum á Akranesi, hratt hafi verið brugðist við, vitinn verið tekinn í gegn og verið valinn þriðji fallegasti viti í heimi 2013 á erlendri vefsíðu. Þegar Akraneskaupstaður hafi auglýst eftir hugmyndum til þess að auka ferðamannastrauminn á Akranesi hafi hann bent á að opna stóra vitann fyrir almenningi og sýn- ingum. „Það var eiginlega hlegið að mér í byrjun en þeim fer fækkandi sem hlæja að þessu mikla aðdráttar- afli,“ segir hann. „Á þremur árum höfum við fyllt 12 gestabækur með yfir 20.000 nöfnum.“ Hilmar segir að listamenn hafi kunnað mjög vel við sýningaraðstöð- una í Akranesvita og meðal annars hafi Fjallabræður fyllt vitann á ein- um tónleikum. Með það í huga hafi hann reynt að standa fyrir tón- leikum í öllum vitum landsins í fyrra. Áætlunin hafi ekki gengið eftir nema í nokkrum vitum og nú vilji hann ganga lengra með því að fá almenn- ing í lið með sér. Hugmyndin er að dagskrá í hverj- um vita hefjist fimm mínútur í mið- nætti 20. júní. Hilmar segir að fólk geti gert það sem það vill; sýnt lista- verk, tekið nokkur lög, lesið upp úr bókum, verið með sögustund og svo framvegis. „Aðalatriðið er að menn- ingartengt efni verði á boðstólum í þeim tilgangi að vekja athygli fólks á þessum byggingum,“ segir hann og bætir við að hugmyndinni hafi verið mjög vel tekið þar sem hann hafi kynnt hana. „Hugmyndin er að þetta verði árlegur viðburður laugardag- inn fyrir Jónsmessuna og dragi fólk að vitum landsins.“ Menningarvitar á Jónsmessu  Hvetur almenn- ing til að efna til viðburða í vitum Ljósmynd/Björn Lúðvíksson Hugsjónamaður Hilmar Sigvaldason stóð fyrir opnun Akranesvita fyrir almenning fyrir rúmum þremur árum. Akranesviti Starfsmannahópur frá Verkfræðistofunni Eflu í heimsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.