Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 67
UMRÆÐAN 67 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Barátta um kaup og kjör stendur yfir á al- mennum vinnumarkaði. Fulltrúar Starfsgreina- sambandsins (SGS) hafa kynnt launakröfu fyrir umbjóðendur sína, að lágmarkstaxtar hækki í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Í dag eru lægstu taxtar rétt 200 þúsund krónur og flestir hópar með samningsbundna taxta eftir sjö ára starf upp á 207.814 krónur til 222.030 krónur. Þetta eru laun fyrir fullt starf á almennum vinnumark- aði. Framkvæmdastjóri AGS, Drífa Snædal, hefur sagt: „Framfærslu- viðmið miðast við að fólk þurfi um 300 þúsund að lágmarki, með þann pening er fólk ekki að leyfa sér neitt. Mér finnst það vera á ábyrgð verka- lýðshreyfingarinnar og mótaðila að koma launum upp í það sem það kostar að lifa og meira til“ (Frétta- tíminn 20. –22.03.2015). Það hlýtur að teljast sanngjörn lágmarkskrafa að samið sé um laun fyrir fullt starf sem duga fólki til lág- marksframfærslu. Mér er það til efs að krafa SGS upp á 300 þúsund króna „brúttólaun“ dugi til fram- færslu. Til lengri tíma litið hefur raunin verið sú að laun á almennum vinnumarkaði – hafa verið ákvörðuð í kjarasamningum án þeirrar ábyrgðar að þau dugi til framfærslu í íslensku samfélagi. Það er meðal annars ástæða þess að hópar vinn- andi fólks búa við skort og fátækt! Fátækt hefur viðgengist til fjölda ára Um langt árabil hafa láglaunahóp- ar í íslensku samfélagi barist við skort og fátækt. Það er ekki bara til- komið eftir kreppuna 2008. Nið- urstöður rannsóknarinnar „Fátækt á Íslandi við upphaf nýrrar aldar: Hin dulda félagsgerð borgarsam- félagsins“ (Harpa Njáls, 2003 og síð- ar), leiddi í ljós að við aldahvörf (2000) voru hópar fólks á láglauna- vinumarkaði og hópar lífeyrisþega með svo lágar ráðstöfunartekjur að fólk vantaði 27%-40% upp á að tekjur dygðu fyrir lágmarks- framfærsluviðmiði, þ.e. nauðsyn- legum framfærsluþáttum til að kom- ast af. Árið 2005 hafði staða þessara hópa lítillega batnað, en ennþá vant- aði 20%-35% upp á að fólk hefði fyrir lágmarksframfærslu. Þetta var m.a. fólk við verslunarstörf, fiskvinnslu, umönnun aldraðra, sjúkra, barna og við ræstingar. Bæði Íslendingar og fólk af erlendu bergi brotið var margt illa sett og hafði ekki til hnífs og skeiðar. Raunhæfa launastefnu hefur skort Í aðdraganda kjarasamninga 2011 tók undirrituð út kjör og afkomu hópa sem voru í hættu á að falla í fá- tækt vegna lágra ráðstöfunartekna. Viðmiðið var hvort fólk hefði lífeyri og tekjur sem dygðu fyrir „skamm- tímaneysluviðmiði“ velferðarráðu- neytisins, viðmið framfærsluþátta sem ráðuneytið hafði þá nýlega kynnt og ætlaði að fólk kæmist af með í skamman tíma. Niðurstöður sýndu að launakrafa ASÍ 2011 – að lágmarkslaun yrðu 200 þúsund krónur 2014 – sú upphæð dugði ekki fyrir „skammtímaviðmiði“ velferð- arráðuneytisins 2011, það vantaði 20% upp á – hvað þá 2014 (Harpa Njáls, Morgunblaðið 19.4. 2011). Þetta viðmið ráðuneyt- isins var 30% lægra en dæmigert neyslu- viðmið, sem byggðist á meðaltalsneyslu á Ís- landi, samkvæmt neyslukönnun Hag- stofu Íslands. Nið- urstöður sýndu einnig að umtalsvert vantaði uppá að gildandi grunntaxtar við umönnun, versl- unarstörf og lífeyr- isgreiðslur dygðu fyrir útgjöldum skammtímaviðmiðs. Velferðarráðu- neytið fargaði þessu viðmiði. Eftir standa neysluviðmið ráðuneytisins, þ.e. dæmigert og grunnviðmið. (Sjá töflu). Dugar launakrafa Starfsgreinasambandsins til framfærslu 2015? Segja má að krafa Starfsgreina- sambandsins nú um 300 þúsund króna lágmarkslaun sé ein fyrsta til- raun verkalýðsfélaga til að tengja launakröfu við framfærslukostnað. Við skulum kanna nánar hvað eftir stendur til ráðstöfunar þegar búið er að draga skatta og skyldur frá 300 þúsund króna „brúttó“-launum. Af þeirri upphæð fara 56.522 krónur í staðgreiðslu til hins opinbera (Reiknivél RSK: Skattur 107.424 krónur, mínus persónuafsláttur 50.902 krónur). Í lífeyrissjóð og stétt- arfélag fara 15.000 krónur (5%). Af 300 þúsund króna kröfu SGS eru 228.478 krónur til útborgunar. Dugir sú upphæð fyrir lágmarks fram- færslu einstaklings? Í töflunni eru útgjöld einstaklings útfærð samkvæmt framfærslu- viðmiði Umboðsmanns skuldara (UBS), þ.e. viðmið framfærslu fyrir einstaklinga í skuldavanda. Á heima- síðu UBS segir að gera þurfi sér- staklega ráð fyrir föstum liðum í framfærslu, s.s. húsnæði, rafmagni og fleiru. Framfærsluviðmiðin eru ætluð til styttri tíma heldur en t.d. dæmigerð viðmið velferðarráðuneyt- isins. Taflan sýnir að launakrafa SGS upp á 300 þúsund krónur (228.478 nettó) dugar ekki fyrir framfærslu- viðmiði umboðsmanns skuldara – það vantar tæplega 83 þúsund krónur til að endar nái saman. Taflan sýnir einnig útgjöld ein- staklings samkvæmt neyslu- viðmiðum velferðarráðuneytisins: Dæmigert viðmið og grunnviðmið. Í skýrslu ráðuneytisins (2011) segir að dæmigerð viðmið byggist á gagna- safni Hagstofu Íslands um útgjöld heimilanna og sýni hvaða lífskjör fjöl- skyldur á Íslandi geta almennt veitt sér. Dæmigert neysluviðmið er hvorki talið lúxus- né lágmarks- neysla. Samkvæmt launakröfu SGS vantar einstaklinga 182.086 krónur til að geta veitt sér dæmigert neyslu- viðmið. Forsendur grunnviðmiða byggjast á huglægu mati stýrihóps sem ráðuneytið skipaði – og ákvað hvaða forsendur væru við hæfi. Hér er einstaklingum ætlað að lifa af 99.759 krónum á mánuði fyrir utan húsnæðiskostnað. Bæði þessi viðmið eru ætluð sem langtímaviðmið. Lokaorð Þessar niðurstöður sýna að launa- krafa SGS getur hvorki talist óraun- hæf né ofmetin með tilliti til fram- færslukostnaðar í íslensku samfélagi. Launakrafan dugir ekki fyrir fram- færsluviðmiði UBS sem hér er talið lágmarksframfærsluviðmið – hvað þá fyrir dæmigerðu viðmiði sem hvorki er talið lúxus- né lágmarksneysla. Það hlýtur að teljast réttlát krafa að fólk hafi laun fyrir fulla vinnu – sem duga til mannsæmandi framfærslu einstaklinga og fjölskyldna. Ríkið hefur vissulega skyldum að gegna í afkomu þegnanna. Með opinberri stefnumótun hefur ríkið tæki og tól til tekjujafnaðar, m.a. ráðstafanir í formi barnabóta, húsnæðisbóta og skatta, staðgreiðslu- og matarskatts, svo eitthvað sé nefnt. Það er óásætt- anleg þjóðarskömm að bjóða upp á kjör á almennum vinnumarkaði sem hneppa fólk í skort og fátækt. – Nú er mál að linni! Eftir Hörpu Njáls » Það hlýtur að teljast sanngjörn lágmarkskrafa að samið sé um laun fyrir fullt starf sem duga fólki til lágmarksframfærslu. Harpa Njáls Höfundur er sérfræðingur í velferðarrannsóknum og félagslegri stefnumótun. Tekjur einstaklings og útgjöld Framfærsluþættir Framfærsluviðmið Grunnviðmið Dæmigert Viðmið Matur/hreinvörur Föt / skór Lækniskostnaður/lyf Tómstundir Sími/Internet Önnur þjónusta Samgöngur Annar ferðakostnaður Heimilisbúnaður Raftæki - viðhald raftækja Menntun /dagvistun Veitingar Húsaleiga Hiti/rafmagn fráveitugjöld Hússjóður Útgjöld kr. Ráðstöfunartekjur kr. Mismunur - Vantar kr. 150.000 16.000 10.000 311.361 228.478 - 82.883 150.000 16.000 10.000 275.759 228.478 - 47.281 44.043 8.321 9.585 12.384 11.655 4.293 45.080 135.361 43.587 9.054 9.082 13.229 9.415 3.812 9.300 741 471 1.068 99.759 150.000 16.000 10.000 410.564 228.478 - 182.086 43.587 14.328 9.082 38.985 11.481 5.083 74.131 12.239 7.406 4.709 1.068 12.465 234.564 Heimild: UBS: Framfærsluviðmið; Velferðarráðuneytið: Reiknivél neysluviðmiða/húsaleigubóta; Þjóðskrá Íslands: Leiguverð. Sótt 18.04.2015. Dugar launakrafan til mannsæmandi framfærslu? Í makaskiptum fyrir: 1. Lækjarmelur 12, Esjumelum sem er fullbúið 131 fm. Auk möguleika á 70 fm millilofti. Verð 28,5 millj 2. Sem ný Kawasaki Vulcan 2000 árg 2007, Yamaha Faiser 600 árg. 2007 og Chevrolet Corvette árg ‚94 3. Umsamin peningamilligjöf Jón Egilsson hrl, sími 568 3737, 896 3677 Stórt einbýlishús óskast á 50-60 milljónir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.