Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 36
36 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Færeyingar njóta nágranna sinna á
ýmsan máta. Ferðamönnum sem
koma til Íslands fjölgar stöðugt og
margir nýta sér ferðina norður um
höf og hafa viðdvöl í Færeyjum. Þá
er um þessar mundir unnið að ýms-
um stór-
framkvæmdum í
Færeyjum sem
Íslendingar hafa
með höndum, svo
sem byggingu
vinnslustöðvar í
sjávarútvegi. Já,
þjóðirnar eiga
margt sameig-
inlegt og böndin
eru sterk,“ segir
Hákun J. Djurhu-
us, aðalræðismaður Færeyja á Ís-
landi.
Hákun hefur starfað hér á landi
frá 2011 en hverfur til nýrra verk-
efna í sumarlok. Það er brosmildur
maður á besta aldri sem heilsar
blaðamanni þegar komið er á ræð-
ismannsskrifstofuna á Hallveig-
arstöðum við Túngötu í Reykjavík.
Falleg málverk færeyskra lista-
manna eru á veggjum og í hillum
bækur með fróðleik um Færeyjar.
Eyjaskeggjar eru rétt um 50 þúsund,
fólk sem býr í samfélagi sem með
sanni má kenna við norræna velferð.
Á margan hátt er þetta svipað og Ís-
land, enda eru gagnvegir milli land-
anna, meðal annars í viðskiptum.
Viðskipti og menningartengsl
Á síðasta ári seldum við Íslend-
ingar þessum nágrönnum okkar
vörur fyrir 5,3 milljarða króna og í
þeim pakka eru meðal annars mat-
væli, svo sem lambakjöt og sælgæti
og ýmislegt tengt sjávarútvegi.
Verðmæti innflutnings frá Fær-
eyjum til Íslands var um 2,3 millj-
arðar króna; að stórum hluta afli
færeyskra skipa sem landað er úr
hér á landi; svo sem í Austfjarða-
höfnum. Um þessi viðskipti landanna
gildir svonefndur Hoyvíkursamn-
ingur sem gerður var fyrir nokkrum
árum og tryggir tollfrelsi í við-
skiptum. Telur Hákun mikilvægt að
halda áfram á þeirri braut, svo sem
að gerður verði fríverslunarsamn-
ingur milli Færeyja, Íslands og
Grænlands.
Skrifstofa aðalræðismanns Fær-
eyja á Íslandi var opnuð 2007 og um
svipað leyti opnuðu Íslendingar
sendiskrifstofu í Þórshöfn. Verkefni
starfsmanna sendiskrifstofa er-
lendra ríkja í hverju landi eru fjöl-
breytt. Hvað varðar skrifstofu Fær-
eyinga eru samskipti við stjórnvöld
stór þáttur stór þáttur í starfinu, en
einnig að greiða götu fólks og fyr-
irtækja. Sömuleiðis er haldið uppi
menningartengslum.
„Já, við höfum tekið þátt í Menn-
ingarnótt í Reykjavík mörg und-
anfarin ár og verið hér með opið hús.
Þú verður endilega að koma til okkar
í sumar,“ segir Hákun og brosir.
Uppstoppaður lundi braut ísinn
Innviðir færeysks samfélags eru
traustir. Kemur þar til að fólkið er
harðduglegt og útsjónarsamt. Einnig
hefur munað um stuðning Dana, en
Færeyjar eru hluti af danska kon-
ungdæminu. Færeyingar hafa þó
haft sjálfstjórn alveg frá árinu 1948
og landsins málum stýra þeir að
mestu sjálfir. Það gildir til dæmis að
miklu um utanríkismálin og frá alda-
mótum til 2008 var Hákun búsettur í
Brüssel og var þá sendifulltrúi þjóð-
ar sinnar og sinnti meðal annars
samskiptum við ESB.
„Sem strákur í Færeyjum kynnt-
ist ég auðvitað Íslandi; fjöldi fólks að
heiman fór hingað í vinnu og fleira og
hér á ég skyldmenni. Þegar ég kom
til Brüssel mynduðust tengslin þó
fyrst fyrir alvöru. Ég átti til dæmis
gott samstarf við þá sendiherrana
Martin Eyjólfsson og Stefán Hauk
Jóhannesson sem báðir eru úr Vest-
mannaeyjum. Kannski var það eyja-
blóð sem tengdi okkur saman,“ segir
Hákun og heldur áfram:
„Mér er minnisstætt þegar ég kom
í fyrsta skipti inn á skrifstofu Stefán
Hauks og sá uppstoppaðan lunda á
skrifborðinu. Þetta braut ísinn í sam-
tali. Sagt er að í Eyjum hafi fólk lært
að háfa lunda af Færeyingum sem
þangað komu gjarnan til að vinna á
vertíð. Raunar náði ég saman við Ís-
lendinga á svo margan hátt, enda
voru viðfangsefni okkur í utanrík-
isþjónustunni á margan hátt svipuð.“
Færeyingar komnir fyrir vind
Bundinn er bátlaus maður er
þekkt orðatiltæki í Færeyjum, enda
er þar flest farið á sjó. Sjávarútvegur
var lengi undirstaða lífskjara eyja-
skeggja, en aflabrestur síðustu ára
hefur breytt því. Fiskeldi hefur að
stórum hluta komið í staðinn. Í dag
ala Færeyingar um 80 þúsund tonn
af laxi ári og stendur sú framleiðsla
undir 50% af þjóðartekjum. Þá er
þjónusta við olíuiðnað í Norðursjó
allstór póstur og ferðaþjónustan er
vaxandi atvinnuvegur, en alls um 90
þúsund ferðamenn heimsóttu eyj-
arnar í fyrra.
„Hefðin er sú að ungt fólk í Fær-
eyjum sem fer í framhaldsnám sækir
helst til Danmerkur eða Bretlands.
Reyndar koma alltaf einhverjir til Ís-
lands í nám. Samskiptin eru þó frek-
ar á öðrum sviðum, svo sem í heil-
brigðisþjónustu. Fólk sem berst við
krabbamein sækir stundum meðferð
hér á landi, aðrir koma í augn-
aðgerðir og alltaf er nokkuð um að ís-
lenskir læknar taki nokkurra daga
vinnulotur í Færeyjum,“ segir Hák-
un sem telur Færeyinga komna vel
fyrir vind eftir bankakreppuna þar í
landi fyrir 20 árum. Með því að hasla
sér völl í nýjum atvinnugreinum, svo
sem fiskeldinu, hafi hlutirnir komist
aftur á hreyfingu. Margir af þeim tí-
unda hluta þjóðarinnar sem fluttist
úr landinu í kreppunni hafi nú snúið
til baka.
Allir eru boðnir og búnir
Hákun segir að samstarf sitt og
vinátta við Íslendinga í Brüssel hafi
ráðið miklu um að hann sóttist eftir
því að taka að sér starf aðalræð-
ismanns Færeyja á Íslandi þegar sá
möguleiki opnaðist. Það gekk eftir og
þau Hákun og Helena Mortansdóttir
eiginkona hans og börnin tvö, Pætur
og Hildur, komu til Íslands í árs-
byrjun 2011. Hér verða þau út sum-
arið en snúa þá aftur til Færeyja
„Fjölskyldan hefur fundið sig vel á
Íslandi og hér höfum við eignast
fjölda góðra vina. Strengurinn milli
þjóðanna tveggja er sterkur; fólk
skilur hagsmuni hvort annars. Á Ís-
landi eru allir boðnir og búnir að
finna lausn á málum ef Færeyingar
eiga í hlut,“ segir Hákun. Hann
minnist í þessu sambandi á mál sem
kom upp síðasta haust. Þá átti að
neita skipverjum á færeyska skipinu
Næraberg, sem lá við bryggju í
Reykjavík, um þjónustu vegna
ákvæða í lögum sem tengja mátti
makríldeilunni svonefndu.
„Já, þetta var sérstakt mál. Sem
betur fer tókst þó að leysa hnútinn
fljótt og vel. Ég og og Jakob Ves-
tergaard, sjávarútvegsráðherra
Færeyja, vorum meðal annars í sam-
bandi við ráðherrann ykkar, Sigurð
Inga Jóhannsson, vegna þessa og
raunar fleiri í íslenska stjórnkerfinu.
En það sem kannski líka réð úrslit-
um var að Kal Leo Holm Johannsen,
lögmaður Færeyja, hafði beint sam-
band við Sigmund Davíð forsætisráð-
herra og þannig var höggvið á hnút-
inn. Og svona á þetta líka að vera,
persónuleg tengsl skipta alltaf máli
og vinátta leysir oft erfið deilumál.“
Vináttan leysir erfið deilumál
Strengurinn milli nágrannaþjóða er sterkur Fjögur ár Færeyings á Íslandi Eyjablóðið
sameinaði í Brüssel Aðalræðismaður á Hallveigarstöðum Vill fríverslunarsamning milli landa
Hákun J.
Djurhuus
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Suðurey Mörg þorp í Færeyjum líkjast Þvereyri. Höfn fremst og svo koma timburhús uppi í brekkum og fjallshlíð.
Hákun J. Djurhuus er frá Þórshöfn,
fæddur árið 1968. Hann las stjórn-
málafræði við háskólann í Álaborg
í Danmörku og hefur lengi starfað
í færeysku stjórnsýslunni. Afi hans
og alnafni aðalræðismannsins,
Hákun J. Djurhuus, var lögmaður
Færeyja á árunum 1963 til 1967,
auk þess sem Hákun yngri á fjölda
skyldmenna sem hafa látið að sér
kveða sem rithöfundar og í skáld-
skap í færeysku bókmenntalífi.
Hákun og fjölskylda búa í Folda-
hverfi Grafarvogs. Lengst voru þau
búsett í Grafarholti og börnin
sækja enn í Ingunnarskóla.
„Þessi fjögur ár á Íslandi hafa
verið góður tími. Krakkarnir eru
ánægð í skóla og eiga hér fjölda
vina. Dóttirin er í fimleikum og
sonurinn í fótboltanum, var fyrst
með Fram og nú Fjölni og hefur
fundið sig vel. Spyr stundum hvers
vegna við ætlum að flytja til Fær-
eyja enda ætli hann sér í íslenska
knattspyrnulandsliðið. En auðvit-
að höfum við áfram tengslum við
landið, svo marga vini eigum við
orðið hér og höfum ferðast víða,“
segir Hákun. Minnist í þessu sam-
bandi góðra daga sem fjölskyldan
átti í sumarhúsi norður í Bárðardal
sem leiddi til þess að þau hafa
eignast athvarf þar.
„Við erum á góðum stað í Þing-
eyjarsýslunum. Sigling með Nor-
rænu frá Þórshöfn til Íslands tekur
rúmlega hálfan sólarhring og frá
Seyðisfirði er ekki nema um
tveggja tíma akstur í Bárðardal.“
Afkomandi skálda og lögmanns
GÓÐUR TÍMI FÆREYJAFJÖLSKYLDU Á ÍSLANDI
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grafarvogsfólk Hákun og Helena Mortansdóttir með börnin Pætur og Hildi.