Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 ÁRMÚLI 17 533 12 34 WWW.ISOL.IS Batterís Höggborvél Batterís Skrúfvél Batterís Borvél Batterís Borvél Batterís Stingsög Batterís Sleðasög Batterí Hleðslutæki Batterí - Borvél 10,8VBatterís Borvél 10,8V Þyngd 2,1 kg m. magasíni og batteríi. Hægt að slökkva á höggi, Þyngd 2,6 kg m. batteríi. 4 gírar, 1,5-13mm patróna. Þyngd 1,8 kg m. batteríi. 2 gírar. 1,5-13mm patróna. Þyngd 1,7 kg m. batteríi. 1500-3800 str/min, Þyngd 2,4kg m. batteríi. Gengur á 1 eða 2 batteríum og afköstin eru á við snúrusög. 18V 5,2Ah-Li Ion batterí. Mjög fyrirferðarlítið, veggfesting og einfalt að koma snúrunni fyrir 2 gírar og 12 torkstillingar, 10,8V. Kemur í tösku með hleðslutæki og 2 batteríum. Þyngd 0,9kg með 2,6Ah batteríi. Kemur í tösku með hleðslutæki og 2 batteríum. Verð: 70.921 kr. með VSKVerð: 60.547 kr. með VSK Verð: 47.421 kr. með VSKVerð: 55.255 kr. með VSK Verð: 96.325 kr. með VSKVerð: 65.416 kr. með VSK Verð: 11.427 kr. með VSK Verð: 20.562 kr. með VSK Verð: 45.094 kr. með VSK Verð: 45.094 kr. með VSK Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þorkell Sigurlaugsson er formaður fram- kvæmdaráðs Ferðaþjónustu fatlaðra, sem sett var á laggirnar eftir að neyðarstjórnin lauk störfum í febrúar. Þorkell sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að Ferðaþjón- usta fatlaðra gengi betur nú, eftir að neyðarstjórnin lauk störfum í febrúar- mánuði. „Það er vissulega verk að vinna. Þetta er ekki enn komið í það lag sem við vilj- um hafa þessa þjónustu. Þessa mánuði erum við að framkvæma tillögur neyð- arstjórnarinnar, eins og nafnið á ráðinu gefur til kynna og við vinnum að því að koma þess- ari þjónustu í varanlegt horf,“ sagði Þorkell. Þorkell segir að tillögur neyðarstjórn- arinnar séu umfangsmiklar og það muni taka tíma að hrinda þeim öllum í framkvæmd. „Það má segja að það sé búið að slökkva elda og sníða ýmsa agnúa af sem voru, þannig að verkefnið er nú í ágætis farvegi,“ sagði Þor- kell. Hann segir að ýmsir hlutir hafi verið að koma upp á, þó ekki jafn alvarlegir og voru á tímabili í vetur. Þorkell var valinn í ráðið fyrir hönd Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í ráðinu eru einnig tveir aðrir fulltrúar frá sveitarfélögunum auk tveggja fulltrúa hags- munasamtakanna, en þau áttu líka fulltrúa í neyðarstjórninni. „Það má segja að það sem vantaði á, fyrir tíð neyðarstjórnarinnar, var að hagsmunaaðil- arnir væru hafðir með í ráðum. Þeir sem til- heyra félagasamtökum öryrkja, hvort sem það eru hreyfihamlaðir, einhverfir, geðfatlaðir eða einstaklingar með annars konar fötlun, eru vitanlega með mismunandi vandamál, eft- ir því hvers eðlis örorka þeirra er. Þetta er mjög flókinn og erfiður hópur og því nauðsyn- legt að hann eigi fulltrúa í framkvæmda- ráðinu,“ sagði Þorkell. Engar fréttir góðar fréttir Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Reykjavíkurborgar, segir að ferðaþjónusta fatlaðra gangi ágætlega. „Þetta er allt komið í hefðbundið, daglegt starf og í þessum efnum, held ég að óhætt sé að segja, að engar fréttir séu góðar fréttir,“ sagði Smári í samtali við Morgunblaðið í gær. Smári segir að eftir að neyðarstjórnin, und- ir forystu Stefáns Eiríkssonar, sviðsstjóra vel- ferðarsviðs Reykjavíkurborgar, hætti störfum í febrúarmánuði og skilaði af sér skýrslu, hafi starfið gengið vel. „Við höfum unnið ötullega að því að bæta þjónustuna, alveg frá áramótum og höfum gengið í alls konar umbótaverkefni sem reyndust vera gagnleg og bæta þjónustuna,“ sagði Smári. Agnúar sniðnir af Ferðaþjónustu fatlaðra  Þorkell Sigurlaugsson, formaður framkvæmdaráðs Ferðaþjónustunnar, segir að enn sé verk að vinna Morgunblaðið/Kristinn Ferðaþjónusta fatlaðra Formaður framkvæmdaráðs segir að enn sé verk að vinna. Þorkell Sigurlaugsson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þetta eru algjör straumhvörf. Með bættu fjarskiptasambandi öðlast sveitin nýtt líf og við komumst inn í nútímann,“ segir Benedikt Braga- son, ferðaþjón- ustubóndi á Ytri- Sólheimum í Mýrdal. Ljósleið- arakerfi sem flestir bæir í Mýrdal tengjast var tekið form- lega í notkun í gær. Fyrstu bæ- irnir fengu teng- ingu í október og smám saman hefur netið orðið þéttriðnara. Yfirumsjón með verkinu hafði Ingólfur Bruun hjá Betri fjarskiptum ehf. Dæmi hafa verið um að sjónvarps- útsendingar um loftnet næðust ekki í Mýrdal, en nú sést sjónvarp í há- skerpu þegar myndin er fengin um ljósleiðara. Samband yfir netið er sömuleiðis stórum betra sem skiptir miklu máli fyrir ferðaþjónustuna. Koparlína dugar ekki „Bókunum í ferðir og allri papp- írsvinnu er að miklu leyti sinnt í fjar- vinnslu í dag. Til þessa hefur síma- sambandið verið einföld koparlína og slíkt dugar ekki samkvæmt kröfum nútímans,“ segir Benedikt Bragason sem með konu sinni, Andrínu Guð- rúnu Erlingsdóttur, rekur afþrey- ingarfyrirtækið Arcanum ehf. Benedikt segir Mýrdælinga lengi hafa hamrað á kröfum sínum, en ekkert hafi gengið. Því hafi fólk á svæðinu gripið til sinna ráða, stofnað einkahlutafélagið Líf í Mýrdal – og vitni nafnið vel um hve miklu máli ljósleiðaratengingar skipti sveitina. „Netsamband og sjónvarpsendingar hafa verið götóttar sem hefur komið sér illa fyrir fólk sem er í gistingu hjá okkur. Þeir gestir vilja ganga að allri þjónustu, geta komist á samfélags- miðla, í tölvupóst og fleira.“ 17 hluthafar og 45 notendur Það var fyrir rúmu ári sem hafist var handa við að plægja niður alls 90 kílómetra af rörum í Mýrdalnum sem ljósleiðari fer um. Stofnað var áðurnefnt einkahlutfélag um verk- efnið sem ferðaþjónustufyrirtæki, tvö búnaðarfélög og Mýrdalshrepp- ur eiga aðild að. Alls eru hlutafar 17 og notendur kerfisins sem Vodafone þjónar eru alls 75. Tæknilega byggist kerfið á svo- kallaðri P2P Ethernet lausn með 1000 Mbits/1 Gbits grunnhraða og því horft til framtíðar varðandi eft- irspurn eftir nethraða. Mýrdæling- um býðst nú aðgangur sem er 100 Mbits. Miðjubúnaður þessa kerfis er í Víkurþorpi, en þaðan var kerfið lagt í dreifbýlið í Mýrdal. Þá eru fjór- ir tengipunktar í Vík sem auðveldar mjög að ljósleiðaravæða þéttbýlið þar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Dráttur Frá framkvæmdum við lagningu ljósleiðarans sem miklu breytir. Sveitin fær nýtt líf með ljósleiðara  Mýrdalur í samband  Mikill nethraði Benedikt Bragason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.