Morgunblaðið - 25.04.2015, Side 58

Morgunblaðið - 25.04.2015, Side 58
Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Alþjóðleg mannréttindasamtök sögðu í gær að aðgerðir sem ríki Evrópusambandsins hafa samþykkt dygðu ekki til að koma í veg fyrir fleiri mannskæð sjóslys í Miðjarðar- hafi þar sem þúsundir flóttamanna hafa drukknað. Mannréttindasamtökin Amnesty International og Human Rights Watch og hjálparsamtökin Save the Children, Barnaheill, sögðu að ríki Evrópusambandsins þyrftu að stækka eftirlitssvæði skipa sem hafa annast björgunarstarfið á Mið- jarðarhafi á vegum landamæra- stofnunar sambandsins. Skipin þyrftu að fara nær strönd Líbíu þar sem nokkur mannskæð sjóslys hafa orðið. Yfir 35.000 flóttamenn hafa farið yfir hafið frá Norður-Afríku til Evrópu það sem af er árinu og talið er að um 1.500 hafi drukknað á leið- inni. A.m.k. 3.500 til viðbótar fórust í hafinu á síðasta ári. John Dalhuisen, framkvæmda- stjóri Evrópudeildar Amnesty, sagði að með aðgerðunum vildu ESB-ríkin „bjarga andlitinu“ frekar en bjarga mannslífum. Niðurstaðan væri „skammarleg“, enn fleiri flóttamenn myndu drukkna og ESB-ríkjunum hefði enn einu sinni mistekist að leysa vandann. „Það er ekki nóg að fjölga bátum ESB á hafinu ef þeir einbeita sér að því að verja landamæri Evrópuríkj- anna frekar en að vernda fólkið sem deyr á leiðinni yfir hafið,“ hafði fréttavefur breska ríkisútvarpsins eftir Kenneth Roth, framkvæmda- stjóra Human Rights Watch. Framlögin þrefölduð Leiðtogar ESB-ríkjanna sam- þykktu á fundi í Brussel í fyrradag að þrefalda fjárframlögin til eftir- lits- og björgunarstarfsins í Mið- jarðarhafi. Fjárframlögin eiga að nema 120 milljónum evra, jafnvirði 17,7 milljarða króna, og verða jafn- mikil og til Mare Nostrum, björg- unarverkefnis sem var stöðvað á síð- asta ári. Verkefnið var umdeilt vegna kostnaðarins og var sagt stuðla að enn meiri straumi flótta- fólks yfir hafið frá Norður-Afríku til Ítalíu. Við tók verkefni sem nefnist Triton og hefur verið miklu viða- minna. Á leiðtogafundinum náðist ekki samkomulag um hvernig afgreiða ætti hælisumsóknir flóttamanna eft- ir komu þeirra til Ítalíu. Mörg ESB- Aðgerðir ESB-ríkja duga e  Mannréttinda- samtök gagnrýna niðurstöðu leiðtogafundar Heimildir: Frontex,„Le dessous des cartes“, ESB Á landi Heilstu leiðir Á sjó Helstu landamæra- stöðvar Helstu flugvellir Sch eng en-s væð ið Stefna ESB gagnvart grannríkjum Samningar Óformlegt samstarf Leiðir flóttamanna og innflytjenda til ESB-landa ALS ÍR MAROKKÓ TÚNIS EGYPTAL . TYRKLAND HVÍTA- RÚSSL . ÚKRAÍNA MOLDÓVA GEO. ARM. AS . SÝRLAND LÍB . JÓRD. ÍSR . Átök Samstarf stöðvaðist árið 2011 L ÍB ÍA Í höfn Flóttafólk sem bjargað var úr báti á Miðjarðarhafi gengur á hafnarbakka í bænum Augusta á Sikiley eftir að hafa verið flutt þangað með herskipi. Um 283.000 flóttamenn og ólöglegir innflytjendur voru stöðvaðir á landamærastöðvum og flugvöllum aðildarríkja Evrópusambandsins á síðasta ári. Þar af fóru um 220.000 með bátum yfir Miðjarðarhafið frá Norður-Afríku til Ítalíu og Möltu, að sögn embættismanna sambands- ins. Flestir þeirra sem fara yfir Mið- jarðarhafið frá Norður-Afríku koma frá Afríku sunnan Sahara og Mið-Austurlöndum, einkum Sýr- landi og Írak. Um 170.800 flótta- mannanna fóru yfir hafið frá Líbíu. Flóttamönnum og ólöglegum inn- flytjendum sem fóru þessa leið fjölgaði um 42% í fyrra miðað við árið áður. Um 50.830 flóttamenn voru stöðv- aðir í Grikklandi, Búlgaríu og Kýp- ur á síðasta ári, tvöfalt fleiri en árið áður. Flestir voru stöðvaðir á þess- um leiðum árið 2011, þegar arab- íska vorið svonefnda var í hámarki, eða 57.000 manns. Þorri þeirra kom þangað frá Sýrlandi, Afganistan og Sómalíu, með viðkomu í Tyrklandi. Um 7.800 ólöglegir innflytjendur voru stöðvaðir á vestanverðu Mið- jarðarhafi, meðal annars Gíbraltar- sundi, og spænsku borgunum Ceuta og Melilla á strönd Marokkó. AFP Bjargað Flóttamenn og ólöglegir innflytjendur í ítölsku varðskipi. 283.000 flóttamenn og ólöglegir innflytjendur Skeifunni 8 | Kringlunni sími 588 0640 | casa.is CINDY Verð 37.500.- BOURGIE Verð frá 42.900.- TAKE Verð 14.900.- COMPONIBILI Verð frá 22.900.- Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Meiri virkni Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Selaolía Meiri virkniEinstök olía Nýtt útlit
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.