Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 52
52 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 24.900 kr. Sumarið ERUM Á FULLU AÐ TAKA UPP Stóllmeðhvítri eða svartri setu og viðarfótum. 24.900kr. Copenhagen-stóll Gunnlaugur Árnason garnason@simnet.is Miklar framkvæmdir á vegum kaþ- ólsku kirkjunnar á Íslandi hafa staðið yfir í þeim hluta St. Frans- iskusspítalanum í Stykkishólmi er áður hýsti barnaheimili systranna og systrahúsið. Húsnæðinu er verið að breyta í ráðstefnu- og gistiheim- ili og íbúðir fyrir kaþólska presta. Kirkjan festi einnig kaup á húsi fyr- ir systur Verbo Incarnato- reglunnar. Framkvæmdirnar hófust fyrir nokkrum árum og hefur fjöldi iðnaðarmanna unnið að endurbót- unum. Ætlunin er að gistiheimilið taki til starfa í byrjun júní. Á dögunum heimsótti Pétur Bürcher kaþólski biskupinn yfir Ís- landi ásamt fylgdarliði Stykkishólm til að fylgjast með framkvæmdum. Pétur biskup gaf sér tíma til að spjalla við fréttaritara og segja frá ástæðu þess að kirkjan er að ráðast í þessar framkvæmdir í Hólminum. Liðin eru 80 ár síðan systurnar reistu spítalann í Hólminum Hann segir starfsemi St. Frans- iskusreglunnar í Stykkishólmi ráði þar mestu. Nú eru 80 ár frá því að systurnar komu í Hólminn og reistu spítalann árið 1935. Þær voru með fjölbreytta starfsemi á tímabili. Þegar dró að lokum starfsemi systranna í Hólminum buðu þær kaþólskunni kirkjunni á Íslandi eignir sínar til kaups. Kirkjan hafði þá ekki fjármagn til kaupanna. Rík- issjóður keypt þann hluta eignanna sem hýsti barnaheimilið forðum, húsnæði sem er á þremur hæðum. Svo fór að systurnar gáfu kaþólsku kirkjunni kapelluna, prestahúsið og systrahúsið er þær kvöddu Ísland. Innan kirkjunnar var mikið rætt um notkun á húsnæðinu í Hólm- inum. Fyrir þremur árum var ákveðið að kirkjan keypti hlut rík- issjóðs í byggingunni með það í huga að endurbyggja húsnæðið og hefja rekstur á ráðstefnu- og gisti- heimili. Í gistiheimilinu verða rúm fyrir 50 manns, stór matsalur og svo salir fyrir ráðstefnur. Sérstaða hússins er kapella þar sem daglega verða messur og allir velkomnir. Þá verða á staðnum tveir prestar og þrjár systur sem gestir geta leitað til á meðan á dvöl þeirra stendur. Boðið verður upp á kyrrðarstundir og aðra samveru. Tónlistarfólk geti komið í æfingarbúðir og fé- lagasamtök og fyrirtæki haldið ráð- stefnur. Pétur Bürcher biskup segir að Stykkishólmur sé vel í sveit settur fyrir ferðaþjónustu. Innlendir og erlendir ferðamenn leita í meira mæli út á land í kyrrð, hvíld og fal- lega náttúru. Á Hellnum undir Snæfellsjökli er Maríulind, þar sem María mey er sögð hafa birst Guð- mundi góða. Kaþólska kirkjan skipuleggur pílagrímsferðir þangað á sumrin og munu þær framvegis tengjast starfsemi þeirra hér. Pétur Bürcher biskup á von á gestum víða að úr heiminum því kaþólska kirkjan starfar svo víða. Gistiheimilið er þó ekki einungis fyrir kaþólskt fólk heldur er opið öllum gestum. Pétur Bürcher biskup vill að lok- um þakka góðar móttökur í Hólm- inum. Samskipti við yfirvöld á staðnum hafa verið mjög jákvæð. Hann segist finna velvilja bæjarbúa og að þeir séu þakklátir fyrir það sem kaþólska kirkjan hefur gert fyrir Hólminn. Ráðstefnu- og gisti- heimili í Hólminum  Barnaheimili systranna og systrahúsið fá nýtt hlutverk Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Nýtt hlutverk Hér verður opnað ráðstefnu- og gistiheimli þar sem áður var leikskóli sem St. Franciskussystur ráku. Ánægðir Pétur Bürcher biskup og Þorbergur Bæringsson byggingarstjóri. Þegar áætlanir um styttri skóla- dag á leikskólum Reykjavíkur ganga eftir verður dagurinn jafn- langur og í tveimur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu; Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Eins og fram kom í vikunni hyggjast borgaryf- irvöld loka leikskólum sínum klukkan 17 í stað 17.30 áður. Er þar af leiðandi opið í níu klukku- stundir á sólarhring í stað 9,5 klst áður. Opið er í 9,5 klst í Hafn- arfirði, Kópavogi og Garðabæ. Fram kom í máli Skúla Helgason- ar, formanns skóla- og frí- stundaráðs, í samtali við mbl.is að afar fáir hefðu nýtt sér að sækja börn sín klukkan 17.30 og í ljósi þess hefði verið tekin ákvörðun um að stytta daginn en um leið spara borginni um níu milljónir kr. á ári. Kristín Tómasdóttir, framkvæmda- stjóri Félags einstæðra foreldra (FEF), telur að breytingin skerði lífsgæði þessa samfélagshóps. „Hvaðeina sem skerðir lífsgæði einstæðra foreldra sem og annarra hópa er slæmt,“ segir Kristín. FEF veitir m.a. félagsráðgjöf og lög- fræðiaðstoð til einstæðra foreldra. „Einstæðir foreldrar eru oft einir um að skutla börnum sínum á leik- skóla og því kann þetta að skerða þeirra laun vegna styttri vinnu- tíma,“ segir Kristín. vidar@mbl.is Skerðir lífsgæði foreldranna  Leikskólar í Mosfellsbæ og á Nesinu opnir jafnlengi Morgunblaðið/Ómar Börn Stytta á skóladaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.