Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 94
94 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015
Kristjana Erna Pálsdóttir er verkfræðingur á samgöngusviðiVSÓ Ráðgjöf verkfræðistofu. Hún er með B.Sc. í umhverfis-og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands og með M.Sc. í
samgöngu- og skipulagsverkfræði frá Tækniháskólanum í Delft í Hol-
landi en hann er einn fremsti háskóli Evrópu í samgöngumálum. „Ég
er í umferðarskipulagi, hjóla- og göngustígahönnun og hef líka verið í
hljóðvist, þá er verið að reikna hljóðmengun frá umferð og iðnaði. Ég
hef mikið unnið fyrir Reykjavíkurborg en svo höfum við einnig verið
að herja á norskan markað, t.d. unnið fyrir sveitarfélagið Hamar.“
Kristjana hlustar mikið á tónlist, hjólar og fer í gönguferðir. „Við
gengum Laugaveginn síðasta sumar og gistum í tjöldum á leiðinni. Ég
er í hjólreiðaklúbbi og einnig aktífum bókaklúbbi þar sem við hitt-
umst einu sinni í mánuði og tökum fyrir ákveðnar bækur. Síðast lás-
um við Umskiptin eftir Kafka og fengum þýðandann, Ástráð Eysteins-
son, til að koma og spjalla um bókina við okkur.
Ég ætla að halda svakaveislu í kvöld í tilefni dagsins og er búin að
leigja sal og það verða ýmis skemmtiatriði. Kærastinn er líka búinn að
skipuleggja óvissuferð fyrir mig fyrr um daginn.“
Sambýlismaður Kristjönu er Haraldur Þorsteinsson taugasálfræð-
ingur og vinnur á rannsóknastofu í Háskólanum í Reykjavík. Hann á
dóttur frá fyrra sambandi, Sigrúnu Láru. Foreldrar Kristjönu eru
Páll Eggert Ólason, vélstjóri og vélfræðingur hjá Norðuráli, og Hólm-
fríður Bjarkadóttir sjúkraliði.
Kristjana Erna Pálsdóttir er þrítug í dag
Vor í Hollandi „Vorin þar eru yndisleg og gróðurinn byrjaður að
blómstra. Ég hefði ekkert á móti svoleiðis veðri núna.“
Les Kafka og fleira
í aktífum bókaklúbbi
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
H
annes fæddist í
Reykjavík 25.4.
1975 en ólst að
mestu upp í Kópa-
vogi en einnig að
hluta til á Flúðum og í Reykjavík.
Hann fór nokkur sumur mikið í
sveitina til Fanneyjar, frænku
sinnar í Syðra-Langholti í Hruna-
mannahreppi.
Hannes lauk grunnskólaprófum
frá Digranesskóla og á enn eftir
að ljúka stúdentsprófinu en ætlar
nú samt að ljúka því í góðu tómi.
Starfsferill Hannesar hefur
einkum snúist um verslunarstörf.
Hann var fyrst innkaupastjóri hjá
Gripið & Greitt, síðan sölumaður
hjá Danól, og loks sölustjóri og
framkvæmdastjóri Office 1. Hann
hefur svo verið starfandi fomaður
Körfuknattleikssambands Íslands.
Hannes hefur sinnt málefnum
körfuboltans og íþróttahreyfing-
arinnar frá 15 ára aldri og hefur
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum
frá því að hann settist fyrst í
stjórn Körfuknattleiksdeildar
Breiðabliks. Hann sat einnig í
aðalstjórn Breiðabliks, sat í stjórn
UMSK, hefur starfað í ýmsum
nefndum innan KKÍ og setið í
stjórn sambandsins frá 1999.
Hann var kjörinn formaður KKÍ
2006 og hefur gegnt því embætti
og starfi síðan.
Hannes situr í stjórn evrópska
körfuknattleikssambandsins,
FIBA Europe, frá 2014. Þá er
hann formaður Smáþjóðanefndar
FIBA Europe.
Hannes hefur verið sæmdur
ýmsum viðurkenningum fyrir
störf sín að framgangi körfu-
knattleiks- og íþróttahreyfing-
arinnar gegnum tíðina.
Íslandsmeistari í rallý
Þegar Hannes er inntur eftir
áhugamálum er það auðvitað
körfuboltinn sem lífið snýst um:
„Ég hef lifað og hrærst með þess-
Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ – 40 ára
Fjölskyldan Hannes, Bergþóra og börnin, Jón Gauti og Guðlaug Gyða.
Kvænist konunni sinni
á stórafmælisdaginn
„Íslendingar“ er nýr efnis-
liður sem hefur hafið göngu
sína í Morgunblaðinu. Þar
er meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
þegar þú vilt
kvarts stein
á borðið
Blettaábyrgð
Viðhaldsfrítt yfirborð
Slitsterkt
Bakteríuvörn
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is
By Cosentino