Morgunblaðið - 25.04.2015, Page 94

Morgunblaðið - 25.04.2015, Page 94
94 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Kristjana Erna Pálsdóttir er verkfræðingur á samgöngusviðiVSÓ Ráðgjöf verkfræðistofu. Hún er með B.Sc. í umhverfis-og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands og með M.Sc. í samgöngu- og skipulagsverkfræði frá Tækniháskólanum í Delft í Hol- landi en hann er einn fremsti háskóli Evrópu í samgöngumálum. „Ég er í umferðarskipulagi, hjóla- og göngustígahönnun og hef líka verið í hljóðvist, þá er verið að reikna hljóðmengun frá umferð og iðnaði. Ég hef mikið unnið fyrir Reykjavíkurborg en svo höfum við einnig verið að herja á norskan markað, t.d. unnið fyrir sveitarfélagið Hamar.“ Kristjana hlustar mikið á tónlist, hjólar og fer í gönguferðir. „Við gengum Laugaveginn síðasta sumar og gistum í tjöldum á leiðinni. Ég er í hjólreiðaklúbbi og einnig aktífum bókaklúbbi þar sem við hitt- umst einu sinni í mánuði og tökum fyrir ákveðnar bækur. Síðast lás- um við Umskiptin eftir Kafka og fengum þýðandann, Ástráð Eysteins- son, til að koma og spjalla um bókina við okkur. Ég ætla að halda svakaveislu í kvöld í tilefni dagsins og er búin að leigja sal og það verða ýmis skemmtiatriði. Kærastinn er líka búinn að skipuleggja óvissuferð fyrir mig fyrr um daginn.“ Sambýlismaður Kristjönu er Haraldur Þorsteinsson taugasálfræð- ingur og vinnur á rannsóknastofu í Háskólanum í Reykjavík. Hann á dóttur frá fyrra sambandi, Sigrúnu Láru. Foreldrar Kristjönu eru Páll Eggert Ólason, vélstjóri og vélfræðingur hjá Norðuráli, og Hólm- fríður Bjarkadóttir sjúkraliði. Kristjana Erna Pálsdóttir er þrítug í dag Vor í Hollandi „Vorin þar eru yndisleg og gróðurinn byrjaður að blómstra. Ég hefði ekkert á móti svoleiðis veðri núna.“ Les Kafka og fleira í aktífum bókaklúbbi Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. H annes fæddist í Reykjavík 25.4. 1975 en ólst að mestu upp í Kópa- vogi en einnig að hluta til á Flúðum og í Reykjavík. Hann fór nokkur sumur mikið í sveitina til Fanneyjar, frænku sinnar í Syðra-Langholti í Hruna- mannahreppi. Hannes lauk grunnskólaprófum frá Digranesskóla og á enn eftir að ljúka stúdentsprófinu en ætlar nú samt að ljúka því í góðu tómi. Starfsferill Hannesar hefur einkum snúist um verslunarstörf. Hann var fyrst innkaupastjóri hjá Gripið & Greitt, síðan sölumaður hjá Danól, og loks sölustjóri og framkvæmdastjóri Office 1. Hann hefur svo verið starfandi fomaður Körfuknattleikssambands Íslands. Hannes hefur sinnt málefnum körfuboltans og íþróttahreyfing- arinnar frá 15 ára aldri og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum frá því að hann settist fyrst í stjórn Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Hann sat einnig í aðalstjórn Breiðabliks, sat í stjórn UMSK, hefur starfað í ýmsum nefndum innan KKÍ og setið í stjórn sambandsins frá 1999. Hann var kjörinn formaður KKÍ 2006 og hefur gegnt því embætti og starfi síðan. Hannes situr í stjórn evrópska körfuknattleikssambandsins, FIBA Europe, frá 2014. Þá er hann formaður Smáþjóðanefndar FIBA Europe. Hannes hefur verið sæmdur ýmsum viðurkenningum fyrir störf sín að framgangi körfu- knattleiks- og íþróttahreyfing- arinnar gegnum tíðina. Íslandsmeistari í rallý Þegar Hannes er inntur eftir áhugamálum er það auðvitað körfuboltinn sem lífið snýst um: „Ég hef lifað og hrærst með þess- Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ – 40 ára Fjölskyldan Hannes, Bergþóra og börnin, Jón Gauti og Guðlaug Gyða. Kvænist konunni sinni á stórafmælisdaginn „Íslendingar“ er nýr efnis- liður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.