Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 104

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 104
104 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Hjarta úr hvítagulli 25 punkta demantur 99.000,- Gullhálsmen Handsmíðað 14K, 2 iscon 26.000,- Demantssnúra 30 punkta demantur, 14K 157.000,- Demantssnúra 9 punkta demantur, 14K 57.000,- Gullhringur Handsmíðaður 14K, 2 iscon 45.700,- Morgungjafir í miklu úrvali Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Rokkararnir í Pink Street Boys, Bleikstrætisdrengir, sendu frá sér fyrstu breiðskífuna laugardaginn sl., 18. apríl, á alþjóðlegum degi plötu- verslana og ber hún titilinn Hits #1. Hljómsveitin leikur kraftmikið og pönkað bílskúrs- rokk og segist vera háværasta hljómsveit lands- ins. Þeir sem sótt hafa tónleika sveitarinnar, of- anritaður þ. á m., geta staðfest að hljómsveitin er verulega hávær. Hits #1 hefur að geyma tíu rokklög og kemur ein- göngu út á vínilplötu í takmörkuðu upplagi sem hefur einnig að geyma kóða fyrir niðurhal. Tónlistar- og myndlistarmaðurinn Curver sá um að mastera plötuna sem gefin er út af 12 tónum. Pink Street Boys var tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna í ár fyrir plötuna Trash From The Boys en því er þó haldið fram í tilkynn- ingu að Hits #1 sé fyrsta breiðskífa sveitarinnar. Hvernig stendur á því? Jónbjörn Birgisson, gítar- og bassa- leikari sveitarinnar og einn söngv- ara, er beðinn um að svara því og segir hann Trash From The Boys samansafn af demo-lögum. „Við er- um í rauninni ekkert að spila á tón- leikum lögin sem voru á fyrstu plöt- unni þannig að þetta er í rauninni fyrsta alvöru platan,“ segir hann. – En þið voruð þó tilnefndir til verðlauna fyrir þá plötu? „Það kom okkur einmitt mjög mikið á óvart. Í rauninni er þessi plata svona „second debut“,“ svarar Jónbjörn kíminn. Smellir og högg – Þetta er hógvær titill, Hits #1. Eru þetta allt væntanlegir smellir eða eru lögin nú þegar orðin smell- ir? „Já, svo getur þetta líka verið fyrsta höggið,,“ bendir Jónbjörn á. – Hvað var platan lengi í vinnslu? „Við vorum eitt kvöld að taka hana upp og svona ár að mixa hana af því við ákváðum að gera það sjálf- ir. Við kunnum það ekki þannig að við lærðum að mixa á þessu,“ segir Jónbjörn og hlær. – Hvað texta varðar þá heyrist kannski ekki mikið hvað þið eruð að syngja um, er það nokkuð? „Nei, enda hefur texti aldrei verið neitt stórmál hjá okkur, hann hefur alltaf verið gerður síðast. Það er ekki fyrr en nýlega að við byrjuðum að pæla í honum. Við tökum upp demó og semjum texta á sama tíma.“ – Er jafnmikil reiði í textunum og tónlistinni? „Já, svona biturð út í stelpur og svona.“ – Þetta er bitur hljómsveit? „Svolítið,“ segir Jónbjörn og hlær. Auk Jónbjörns skipa Pink Street Boys þeir Axel Björnsson sem leik- ur á gítar og syngur, Víðir Alexand- er Jónsson sem leikur á gítar, bassa og syngur, Einar Björn Þórarinsson sem leikur á trommur og Alfreð Óskarsson sem leikur á tambúrínu og stuð. Spurður út í uppruna hljómsveitarinnar segir Jónbjörn að í henni séu strákar sem hafi verið saman í Foldaskóla í Grafarvogi. „Við vorum í sitthvorri rokk- hljómsveitinni þar og það endaði með því að við sameinuðumst. Við höfum verið að spila saman í átta ár,“ segir Jónbjörn. Hljómsveitin heitir eftir götu í Smiðjuhverfinu í Kópavogi, Bleikri götu, þar sem hún er með æfingaaðstöðu. – Í ljósi þess hversu vel síðustu plötu var tekið, hún tilnefnd til Norrænu tónlist- arverðlaunanna m.a., á þessi þá ekki eftir að njóta enn meiri hylli? „Ég vona það. Curver sagði að þetta yrði rokkplata ársins. Það var reyndar í fyrra þannig að við verð- um að sjá hverja við keppum við á þessu ári,“ segir Jónbjörn. Pink Street Boys halda tónleika í kvöld kl. 22 í kjallara Bar 11 með norsku hljómsveitinni The Wed- nesdays Knights. Þýski plötusnúð- urinn Matti Hafenmeister mun þar að auki þeyta skífum. Morgunblaðið/Eggert Sú háværasta? Pink Street Boys á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í fyrra. Eyrnatappar komu sér þá vel. Alvöru plata  Hávaðasveitin Pink Street Boys sendir frá sér breiðskífuna Hits #1 Norski verðlaunahöfund-urinn Jørn Lier Horst erfrekar öflugur og glæpa-saga hans Hellisbúinn eða Hulemannen, eins og hún nefn- ist á frummálinu, er ein mest spennandi bókin sem kom út í ís- lenskri þýðingu fyrir þessa páskana. Sagan fjallar fyrst og fremst um tvo menn, sem finnast nokkrum mánuðum eftir andlát sitt, rannsókn á dauðsföll- unum og athugun blaðamanns á lífi annars þeirra með einmanaleika í huga. Á yfirborðinu skömmu fyrir jól virðist flest vera slétt og fellt, eða sem næst því, en undir niðri leynast ekki aðeins óhuggulegir hlutir, sem þola illa dagsljósið, heldur ógn, sem enginn virðist geta stöðvað. Glæpamenn leynast víða og erfitt getur reynst að eiga við vitskerrta menn. Hjá Jørn Lier Horst er það hlutskipti Williams Wistings og teymis hans í Stavern í Noregi að leysa sakamálin um þessar mundir en Line, dóttir hans, lifir sig inn í heim blaðamannsins og vinnur við það að setja saman áhugaverða jóla- sögu fyrir norska dagblaðið VG. Sagan er vel uppbyggð, teygir anga sína víða, meðal annars um Noregs og til Danmerkur og Sví- þjóðar, og tengingin við Vesturheim virkar eðlileg. Spennan eykst eftir því sem líður á söguna og nær há- marki í lokin. Sumt er samt fyr- irsjáanlegt en það hefur ekki áhrif á gang mála. Þessi glæpasaga rennur vel, erfitt er að hætta og hún er fljótlesin. Víða er komið við og leitað fanga. Heimar lögreglu og fjölmiðla skarast og er brugðið ljósi á samskiptin af kunn- áttu. Það eykur trúverðugleikann og gerir það auðveldara að líta framhjá því að Minneapolis er ekki við landa- mæri Kanada og venjan er að tala um ríki í Bandaríkjunum en fylki í Kanada. Morgunblaðið/Ómar Öflugur Norski verðlaunahöfundurinn Jørn Lier Horst. Ógn og spenna í Noregi Spennusaga Hellisbúinn bbbbn Eftir Jørn Lier Horst. Þýðandi: Örn Þ. Þorvarðarson. Kilja. 344 bls. Draumsýn bókaforlag 2015. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.