Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Gallerí Fold býður þér að koma með listaverk, bækur og silfur til verðmats, laugardaginn 25. apríl kl. 13-16. Verðmatsdagur í Gallerí Fold Átt þú verðmæti sem þú vilt selja? Sérfræðingar frá Gallerí Fold og Bókinni verða á staðnum til að verðmeta listaverk, bækur og silfur með sölu í huga. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Vetur og sumar frusu saman ogmargir fylltust bjartsýni um sumarveðrið.    Öllu verraútlit er þegar kemur að vinnumark- aðnum. Þar stefnir í áframhaldandi frost og fyr- irsjáanlegt er að afleiðingar þess yrðu afar slæmar fyrir þjóðarbúið og allan almenning. Og raunar fleiri, því að fjórfætlingar og fið- urfénaður fara ekki varhluta af verkfallsaðgerðum frekar en aðrir.    Takist að semja á næstunni ogkoma atvinnulífinu aftur í eðli- legt horf eru allar forsendur til að efnahagslífið geti haldið áfram að rétta úr kútnum.    Atvinnuleysi er nánast horfið oglaun og kjör hafa batnað. Skuldir hafa minnkað og almenn- ingur er farinn að treysta sér í vörukaup sem of lengi höfðu setið á hakanum, svo sem á nýjum bílum.    Fasteignamarkaðurinn er einnigfarinn að fá á sig eðlilegri blæ, en svo gerist það að þinglýsingar safnast upp vegna verkfallsaðgerða hjá sýslumanni. Augljóst er að með því sigla fasteignaviðskipti í strand og hætt er við að aðrir markaðir fylgi í kjölfarið.    Enginn er betur settur með þvíað verkfallsaðgerðir haldi áfram eða verði umfangsmeiri.    Nú er búið að sýna verkfalls-vopnin og öllum er ljóst að full alvara er beggja vegna samn- ingaborðsins. Þá er tímabært að ljúka málum af ábyrgð áður en skaðinn verður meiri. Í nístingsfrosti fram eftir sumri? STAKSTEINAR Veður víða um heim 24.4., kl. 18.00 Reykjavík 0 léttskýjað Bolungarvík -4 alskýjað Akureyri -3 alskýjað Nuuk 0 skýjað Þórshöfn 2 skúrir Ósló 6 skúrir Kaupmannahöfn 12 léttskýjað Stokkhólmur 11 heiðskírt Helsinki 7 léttskýjað Lúxemborg 20 heiðskírt Brussel 21 heiðskírt Dublin 12 skýjað Glasgow 10 skúrir London 17 léttskýjað París 17 heiðskírt Amsterdam 17 heiðskírt Hamborg 18 heiðskírt Berlín 20 heiðskírt Vín 20 léttskýjað Moskva 10 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 22 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 20 heiðskírt Róm 20 léttskýjað Aþena 17 léttskýjað Winnipeg 7 skýjað Montreal 2 alskýjað New York 6 alskýjað Chicago 13 skýjað Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:21 21:31 ÍSAFJÖRÐUR 5:13 21:49 SIGLUFJÖRÐUR 4:56 21:33 DJÚPIVOGUR 4:48 21:04 Veðurspáin fyrir næstu daga er kuldaleg. Kalda loftið sem kemur yfir landið úr norðri, sérstaklega í dag, er eins kalt og hugsast getur á þessum árstíma, að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Hann sagði þetta loft koma norðan úr Íshafi og að Ísland lenti í miðju þess kalda loftstraums sem legði þaðan og suður á bóginn. Einar sagði að þegar færi að vora fyrir sunnan okkur og enn væri talsverður vetur á norðurhjara leit- aði kalda loftið til suðurs. Oftast nær slyppum við og kalda loftið færi yfir Kanada, Svalbarða eða Norður-Noreg. Nú slyppum við ekki. Hann sagði að af myndum að dæma hefði tals- vert snjóað á Eyjafjarð- arsvæðinu, jafn- vel meira en gert var ráð fyrir samkvæmt spám. Héldi þetta áfram legðist snjóföl yfir allt. „Vorkoman er skrykkjótt eins og oft áður,“ sagði Einar. „Við fengum ágætis tíð í nokkra daga. Úr því að við fáum þetta hret getum við hrós- að happi yfir að gróður er óvíða kominn af stað.“ gudni@mbl.is „Vorkoman er skrykkjótt eins og oft áður“ Einar Sveinbjörnsson Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Verkin frá Hólum eru orðin hátt í 250 ára gömul,“ segir Sverrir Kristinsson, bókavörður Hins ís- lenska bókmenntafélags, en félag- ið stendur um helgina fyrir mark- aði á bókum úr einkasafni. Mikið og fjölbreytt úrval íslenskra bóka frá ýmsum tímum, sumt mjög sjaldséð, verður þar að finna en Sverrir segir að um mikil menn- ingarleg verðmæti sé að ræða. Verk frá Leirárgörðum „Þarna er mikið um bækur um þjóðlegan fróðleik auk ýmissa skáld- og ritverka. Við getum nefnt ýmis verk: Landfræðisögu Íslands eftir Þorvald Thoroddsen, Bréf og ritgerðir Stephans G. Stephanssonar og verk eftir Sig- urð Nordal, Þórberg Þórð- arson, Pál Egg- ert Ólafsson og fleiri,“ segir hann. „Það má auk þess nefna verkið Sá guð- lega þenkjandi náttúruskoð- andi, sem prentað var á Leirárgörðum árið 1798, það var prentað í nokkur ár. Síðan er hér bók úr Viðey og auk þess eintak frá 1772 af Njáls- sögu, það var reyndar prentað í Kaupmannahöfn,“ segir Sverrir. Markaðurinn verður haldinn í húsnæði Hins íslenska bók- menntafélags, Skeifunni 3b, frá klukkan 11 til 16 í dag og á morg- un. Elstu ritverkin eru um 250 ára gömul Þórbergur Þórðarson  Bókmenntafélagið með markað Bæjarráð Akur- eyrar ákvað á fundi sínum í gær að áfrýja til Hæstaréttar nið- urstöðu Héraðs- dóms Norður- lands eystra frá 10. apríl sl. í máli Akureyrarkaup- staðar gegn Snorra Óskarssyni og innanrík- isráðuneytinu til réttargæslu. Snorri var í byrjun apríl sýknaður af kröfum bæjarins í héraðsdómi en bærinn krafðist þess að úrskurður ráðuneytisins, um að uppsögn Snorra frá störfum við Brekku- skóla væri ólögmæt, yrði felldur úr gildi. „Afar brýnt er að fá úrskurð Hæstaréttar um mörk tjáning- arfrelsis kennara í grunnskólum og ábyrgð þeirra þegar kemur að um- fjöllun um minnihlutahópa,“ segir í tilkynningu bæjarráðs. Áfrýja máli Snorra til Hæstaréttar Snorri Óskarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.