Morgunblaðið - 25.04.2015, Side 89

Morgunblaðið - 25.04.2015, Side 89
MINNINGAR 89 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 ✝ Hjálmar fædd-ist á Siglufirði 29. ágúst 1932. Hann lést á Akra- nesi 9. apríl 2015. Foreldrar hans voru Þorsteinn Magnússon, bóndi í Gilhagaseli og í Ölduhrygg, síðar verkamaður á Siglufirði og Akra- nesi, f. 16. apríl 1892 í Geirhildargörðum, d. 29. apríl 1971, og k.h. Elísabet Hjálmarsdóttir, húsfreyja og fiskverkakona, f. 1. ágúst 1900 í Tungukoti, d. 10. júlí 1984. Systkini Hjálmars voru 1) Sigrún Rósa, f. 1918, d. 1965, húsfreyja í Reykjavík. 2) Jó- hanna, f. 1919, d. 1988, verka- kona á Akranesi. 3) Pétur, f. 1921, d. sama ár. 4) Pétur, f. 1922, d. 1995, verkamaður og bifreiðastjóri á Siglufirði og í Reykjavík. 5) Snæborg, f. 1926, d. 1988, húsfreyja á Akranesi og í Reykjavík. 6) Jóhannes, f. 1929, d. 1994, verkamaður á Akranesi. Árið 1953 kvæntist Hjálmar Sigrúnu Gunnlaugsdóttur, f. 16. apríl 1933 á Sigurðarstöðum í Bárðardal, kennara á Akranesi og í Reykjavík. Foreldrar henn- steinn, f. 25. apríl 1989. Seinni maður Gunnhildar er Sören Pedersen, f. 4. apríl 1953. Seinni kona Hjálmars var Rita Mark, f. 14. maí 1933 í Danmörku. Þau skildu. Hjálmar ólst upp á Siglufirði, en fluttist til Akraness árið 1946, gekk í Gagnfræðaskólann þar og lauk gagnfræðaprófi vorið 1949. Á þessum árum vaknaði áhugi hans á myndlist og tónlist. Haustið 1949 hóf hann nám í Kennaraskóla Ís- lands og lærði þar teikningu hjá Jóhanni Briem listmálara, sem hafði mikil áhrif á hann. Haust- ið 1953 hóf Hjálmar kennslu við Barnaskólann á Akranesi og starfaði þar til ársins 1980, en árið 1981 fluttist hann til Dan- merkur. Hann bjó fyrst í Hjerr- ing á Norður-Jótlandi, en í mars 1983 fluttist hann til Dra- geyrar og fékk aðstöðu í vill- unni Þyrnigerði. Síðustu árin átti Hjálmar heima í Greve, en fluttist aftur til Íslands árið 2006. Hjálmar hélt fyrst mál- verkasýningu á Akranesi árið 1968, á Akureyri 1972, á Akra- nesi 1973 og 1979 og í Lista- safni ASÍ í mars 1982. Síðan tók við sýning í Norræna húsinu 1984, en síðan hélt hann marg- ar sýningar í Danmörku, en eft- ir að hann fluttist aftur til Ís- lands hélt hann sýningar í Gallerí List í Reykjavík og á Kirkjuhvoli á Akranesi. Útför Hjálmars fór fram í kyrrþey 24. apríl 2015. ar voru Gunn- laugur Jónsson bóndi og smiður á Sigurðarstöðum og Sunnuhvoli, f. 19. apríl 1900 á Sig- urðarstöðum, d. 1. febr. 1986, og k.h. Árdís Sigurð- ardóttir, f. 14. júní 1910 á Halldórs- stöðum, d. 5. maí 1990. Börn Hjálmars og Sigrúnar eru: A) Erlingur, f. 4. ágúst 1953 á Akranesi, sjómaður og leiðsögumaður á Akranesi. Var í sambúð með Kristínu Jóhanns- dóttur. Dóttir þeirra a) Helga Sigurlaug, f. 2. sept. 1976 á Ak- ureyri, lyfjatæknir í Reykjavík, í sambúð með Sverri Briem og er dóttir þeirra Sigrún Briem, f. 15. okt. 2007. Dóttir Helgu og Inga Þórs Ólafssonar er Kristín, f. 30. des. 1999. Kona Erlings er Guðrúnu Þorgeirsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 14. okt. 1946 á Húsavík. Börn hennar eru Ester, f. 1968, og Þóra Gerður, f. 1973. B) Gunnhildur, f. 26. okt. 1962 á Akranesi, skrif- stofumaður í Kaupmannahöfn. Fyrri maður hennar er Klaus Torsten Metzler, f. 5. júní 1961, og er sonur þeirra Daníel Þor- Skömmu eftir að við hjónin fluttumst til Akraness haustið 1969 kynntumst við þeim heiðurs- hjónum Hjálmari og Sigrúnu Gunnlaugsdóttur í Vallholtinu. Við urðum fljótt eins konar heimagangar enda var þar ávallt opið hús og gestrisni einstök. Þau hjón voru okkur fyrirmyndir, þau lifðu ríku menningarlífi, sóttu stíft tónleika og aðra menningarvið- burði í höfuðborginni. Hjálmar dró heim gesti óforvarandis og alltaf hafði Sigrún tíma og vilja til að þjóna gestum af stórmennsku og alúð. Samverustundirnar í Vallholt- inu voru ógleymanlegar, umræðu- efnin gjarnan myndlist eða tón- list, ekki síst Van Gogh og Beethoven, auk pólitíkur, en Sig- rún var fallega róttæk. Áttum við oft snarpar snerrur, stofukommar og sófakommar voru orð sem flugu títt um sali. Oft tókst okkur Sigrúnu að espa hvort annað til stóryrða en Hjálmar kímdi, hækkaði á fóninum og kynti und- ir. Þetta voru yndislegar rispur og allir fengu nokkra útrás. Kynnin af þeim hjónum voru okkur afar dýrmæt. Hjálmar átti geysimikið safn hljómplatna og hann kenndi okkur að meta klass- íska tónlist, einkum Beethoven, og fyrir það erum við eilíflega þakklát. Hjálmar átti hljómflutn- ingstæki sem allir gátu öfundað hann af, allir nema Azkenazy sem átti sams konar tæki. Ég gleymi því aldrei hve stoltur ég var er mér tókst að koma Hjálmari á óvart með einhverri útgáfu af út- setningum Beethovens á skoskum og írskum þjóðlögum. En það gerðist aðeins einu sinni. Þótt tónlistin ætti griðastað í Vallholtinu var það myndlistin sem hæst gnæfði á heimili þeirra hjóna. Hjálmar átti mikið safn bóka um myndlist og hafði unun af að ræða stefnur og strauma og einstaka listamenn, en þar bar Van Gogh eflaust hæst. Hjálmar málaði mikið en hann hafði ekki notið mikillar kennslu í myndlist og má segja að þess hafi gætt í listsköpun hans. Myndverk hans voru því afar misjöfn að gæðum en bestu myndir hans voru frá- bærar og nokkrar þeirra prýða heimili okkar. Á árunum 1980-82 bjuggum við erlendis og má segja að þá hafi rofnað nokkuð tengslin við Hjálm- ar enda var hann með pennalöt- ustu mönnum. Hjónin skildu og Hjálmar hvarf til Danmerkur þar sem hann dvaldist í aldarfjórð- ungs sjálfskipaðri útlegð. Eitt- hvað hélt hann áfram að mála en mig grunar að brottför hans af landinu hafi að nokkru kippt und- an honum fótunum. Hinir yndis- legu tímar frá áttunda áratugnum voru horfnir og komu aldrei aftur. Aðstandendum öllum sendum við hjónin samúðarkveðjur. Sigurður Hjartarson. Hjálmar var sannur unnandi fagurra lista og helgaði líf sitt listagyðjunni. Glíman við hana stóð lengi og voru glímutökin oft snörp. Á unglingsárunum mótað- ist ástríða hans til myndlistar og í Kennaraskólanum skipti sköpum að hann komst í kynni við einn af risunum í íslenskri myndlist, list- málarann Jóhann Briem, sem hafði mikil áhrif á hann. Haustið 1953 tóku við kennslustörf í Barnaskólanum á Akranesi og næstu 28 árin fengu nemendur að njóta frábærrar kennslu hans og naut hann óvenjulegra vinsælda sem uppfræðari, enda var hann afar gefandi í starfi og mikill mannvinur. Hann var brautryðj- andi í myndmenntakennslu og vann ásamt vini sínum, Þóri Sig- urðssyni námsstjóra, marga sigra á því sviði. Samhliða kennslu vann Hjálmar ætíð mikið að myndsköp- un og hélt sýningar. Helsti áhrifa- valdur í myndhugsun og pensil- skrift Hjálmars var Vincent van Gogh. Hann kynnti sér vel líf hans og fór m.a. í pílagrímsferð að gröf hans í Auvers, smábæ nálægt París. Fleiri höfðu þó áhrif á hann sem málara, en mest dálæti hafði hann á vini sínum Gunnlaugi Scheving. Heimili Hjálmars og Sigrúnar í Vallholtinu var lifandi menningar- heimili og um árabil var þar mið- stöð listamanna, fræðimanna og margra listunnenda. Stofan var búin fullkomnustu hljómflutn- ingstækjum síns tíma og handlék húsbóndinn vandað hljómplötu- safnið af mikilli natni, strauk plöt- urnar með sérstökum klútum og kynnti jafnan þau tónverk sem næst skyldu hljóma. Afslappaðar og ánægjulegar stundirnar á heimili þeirra hjóna eru öllum eft- irminnilegar. Þar komu vinirnir af Skaganum, skólastjórinn Sigurð- ur Hjartarson hleypti lífi í um- ræðuefni líðandi stundar, organ- istinn Haukur Guðlaugsson var leiðbeinandinn í tónlistinni, alls- herjargoðinn Sveinbjörn Bein- teinsson kvað rímur og ávallt tók fjölmennur hópur gesta virkan þátt í þessum mögnuðu og tíðu vinafundum. Galskapurinn var oft á tíðum heldur ekki langt undan og er undirrituðum m.a. eftir- minnileg miðnæturferð er hann ók með sóknarprestinn, skóla- stjórann og myndmenntakennar- ann í kirkjugarðsferð upp í Hval- fjörð á rauðum Mustang bróður síns þeirra erinda að finna efni í náttborðslampa fyrir skólastjór- ann. Veturinn 1973 dvaldist Hjálm- ar í Danmörku og Frakklandi og helgaði sig óskiptur myndlistinni. Listagyðjan fór síðan að krefjast meira af athygli hans og tíma og árið 1982 tók hann þá örlagaríku ákvörðun að kveðja sitt líf á Akra- nesi og þræða oft þyrnum stráða götu listarinnar í Danmörku. Þar átti hann síðan heima til ársins 2006, er hann sneri aftur heim, þangað sem hugur hans hafði æ oftar flögrað. Hann naut þó lengi dvalarinnar ytra og átti þar góð tímabil með pentskúfa sína. Hann gekk mikið um Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn og þekkti vel sögu Íslendinganna sem þar gengu um götur, Jóns Sigurðs- sonar forseta, Árna Magnússon- ar, Fjölnismanna og sveitunga síns, Jóns Hreggviðssonar frá Reyn. Undirritaður er afar þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta frá- bærrar kennslu Hjálmars í öllum bekkjum barnaskólans og síðan vináttu þessa góða drengs allar götur síðan. Þorsteinn Jónsson. Hjálmar Þorsteinsson ✝ Þórður Thor-arensen, fyrr- verandi banka- starfsmaður í Landsbankanum á Akureyri, fæddist á Bryta í Hörg- árdal 1. febrúar 1923. Hann lést 11. apríl 2015 á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Foreldrar Þórð- ar voru Þorlákur Thorarensen, f. 1876, og Hólmfríður Helga Tryggvadóttir, f. 1890. Hinn 22. októbert 1955 kvæntist Þórður Wilmu Noru Thorarensen (fædd Mommsen), f. 31. janúar 1934.Wilma er frá Niebuell í Þýskalandi og kom til Íslands árið 1953. Þórður og Wilma stofnuðu heimili við Höfðahlíð í Glerárþorpi en þá Þórðar var ekki löng. Það voru fjögur ár þar sem kennsla fór fram þrisvar sinnum í viku í Glerárskóla í Sandgerðisbót. Þórður var sjö ára gamall þeg- ar hann hóf störf í fiski við að stafla saltfiskflökum. Fram til 1944 þegar hann hóf störf í Landsbankanum á Akureyri vann Þórður hin ýmsu störf. Hann var m.a. við vegavinnu á Öxnadalsheiði, vann á hernáms- árunum hjá Bretum við að mála bragga og starfaði sem lempari í kolakyndingu á Gefjun. Eftir tæplega 46 ára samfellt starf í Landsbankanum lét hann af störfum 67 ára gamall. Þórður var hress og ern fram að and- láti og fór allra sinna ferða keyrandi og skrapp oft í kaffi í Landsbankann á Akureyri þar sem hann þekkti marga og var aufúsugestur. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á bridge og skák og tók sjálfur þátt í nokkrum mótum á yngri árum. Útför Þórðar fór fram í kyrrþey hinn 24. apríl frá Ak- ureyrarkirkju, að ósk hins látna. hét gatan Lög- mannshlíð og bjuggu þau við þá götu alla tíð síðan. Börn Þórðar og Wilmu eru 1. Axel, f. 17. febrúar 1956, 2. Þorlákur Egg- ert, f. 20. febrúar 1965, d. 24. febr- úar 1965 og 3. Helga Katrín, f. 20. febrúar 1965. Börn Helgu eru a) Kai Þórður, f. 11. febrúar 1992, b) Sara Dögg, f. 9. maí 1994, c) Linda Marie, f. 17. júlí 2000 og d) Róbert Heið- ar, f. 25. janúar 2003. Þórður fluttist að Melbrekku í Glerárþorpi, Glæsibæj- arhreppi, þegar hann var fjög- urra ára gamall og stunduðu foreldrar hans smábúskap og verkamannavinnu. Skólaganga Elsku pabbi minn. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við höfum átt saman en hefði gjarnan viljað eiga fleiri ár með þér. Þú varst hress og fram- takssamur og kallið kom óvænt þrátt fyrir háan aldur. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar ég lít yfir farinn veg og hugsa til þín. Þú varst alltaf tilbúinn að styðja mig í því sem ég tók mér fyrir hendur. Þegar ég var lítil og átti að fara að sofa á kvöldin lágum við oft saman í hjónarúminu áður en ég fór í mitt rúm og þú sagð- ir mér sögur eða last fyrir mig. Stundum sungum við saman þó að við værum hvorugt með góða söngrödd en það skipti engu máli. Það var jafngaman fyrir það. Þú kenndir mér skák og varst duglegur að tefla við mig á meðan ég hafði áhuga á. Þeg- ar ég hugsa til baka, með reynsluna af því að fylgjast með þér leika og spila við barna- börnin í farteskinu, er ég nokk- uð viss um að þú tapaðir ansi oft viljandi fyrir mér. Ég, sjö ára gömul og nýlega búin að læra mannganginn, vann þig reglulega, sem hafðir tekið þátt í nokkrum skákmótum. Þú kenndir mér að keyra bíl og fórum við til þess ótalmarg- ar ferðir út í sveit þar sem æft var að taka af stað, bremsa, bakka og leggja. Þú sýndir al- veg einstaka þolinmæði í þessu öllu og barst greinilega mikið traust til mín. Ég fékk að keyra fáfarna sveitavegi og var orðin ansi flink að keyra þegar ég tók svo bílpróf. Takk fyrir þetta, elsku pabbi. Alla tíð voru vinir bæði barna og barnabarna hjartanlega vel- komnir í Höfðahlíðina þar sem okkar heimili var og hafðir þú alltaf gaman af því að spjalla við vinina og spyrja þá spjör- unum úr um það hverra manna þeir væru, hvar þeir byggju og fleira. Eftir að ég fluttist til Þýska- lands um tvítugt og kom reglu- lega heim í frí með börnin var alltaf vel tekið á móti okkur og vinum mínum sem komu til að hitta mig. Það var því oft fjöl- mennt í Höfðahlíðinni og mikið fjör. Þú varst einstaklega góður afi og afskaplega stoltur af barnabörnunum þínum og vildir allt fyrir þau gera. Alltaf tilbú- inn að leika við þau og óspar á kjass og knús. Enda þótti þeim afskaplega vænt um þig og ég hefði svo gjarnan viljað að þú hefðir getað tekið þátt í þeirra lífi og þroska lengur. Þú nefndir það við mig ekki alls fyrir löngu að það væri nú gaman að fara til Þýskalands að hitta skyldfólk okkar þar einu sinni enn og ræddum við um það að þú færir með mér, Lindu og Róbert næstkomandi sumar. Það tekur mig óendanlega sárt að nú verður ekkert af því. Ég sakna þín og hefði svo gjarnan viljað vera hjá þér þegar þú yf- irgafst þennan heim. Þú ert nú hjá bróður mínum og ég veit að þið vakið saman yfir okkur öll- um. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og allan þann stuðning sem þú veittir mér. Guð geymi þig. Þín dóttir, Helga. Elsku afi. Þú varst alltaf góður og elskulegur við okkur. Þú varst skemmtilegur, alltaf umhyggju- samur og svo hress þótt þér liði ekki alltaf vel. Þú bauðst okkur heimili þitt og aðstoð. Þú varst alltaf ljúfur og fylgdist með fréttunum á hverjum degi. Þér fannst gaman að lesa og last Morgunblaðið inn og út á hverj- um degi. Það mátti ekkert fram hjá þér fara og alls ekki hvað væri að gerast í lífi barnabarna þinna. Þú varst svo áhugasamur og stoltur afi, þér fannst ekki síður gaman að ýkja þegar þú kynnt- ir okkur fyrir nýju fólki, sagðir oftar en ekki að við töluðum tíu tungumál hvert. Blíðari og sanngjarnari maður var vand- fundinn, þú máttir aldrei til þess vita að einn fengi minna en annar. Engum var mismunað og öllum peningum var jafnt skipt í „Lebkuchen“-baukana sem þið amma og Axel keyptuð í Þýskalandi. Aldrei munum við gleyma þeim einstöku stundum sem þú varðir með okkur í tafli eða þegar þú hljópst upp og niður tröppurnar, orðinn áttræður að aldri, á meðan við sátum í felum undir borðstofuborðinu að berj- ast við að springa ekki úr hlátri. Þér fannst ekki síður gaman að segja sögur, enda varstu frásagnarsnilldin ein, kunnir nöfn allra Íslendinga sem uppi höfðu verið utan að og gleymdir ekki einu einasta smá- atriði. Við dáðumst alltaf að því hve mikill dugnaðarforkur þú varst, ekkert gat stöðvað þig, sama hvort það var aldurinn eða ann- að sem herjaði á þig. Orðinn ní- ræður en samt fórstu upp á þakið til að gera við það eða stóðst með annan fótinn á skrif- borðinu en hinn í gluggakist- unni, kominn nánast í spígat með hendurnar upp í loft, skrúfjárn í annarri hendi og vasaljós í hinni til þess að gera við loftljósið. Hörkutól varstu og sannur Íslendingur sem drakk lýsi á hverjum degi, færðir okkur harðfisk með stórum bita af smjöri, nýmjólk að drekka með og kremkex til þess að dýfa ofan í. Að fara í Landsbankann, sötra einn eða tvo bolla af kaffi yfir léttu og skemmtilegu spjalli með gömlum félögum var dæmigerður dagur hjá þér. Eft- ir á fylgdi lítill Eyjafjarðarrúnt- ur, rölt niður á höfn þar sem stóru ferðaskipin lögðu eða ein- faldlega hressandi göngutúr um heimilið þitt, Þorpið. Afi, þú varst og ert enn fyr- irmyndin okkar og við erum svo sannarlega stolt af því að hafa haft þig sem afa. Andlátið þitt kom okkur öllum á óvart og tók það mjög á okkur. Það verður erfitt að halda áfram án þín þar sem við fengum ekki að kveðja þig almennilega. En við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér, við munum aldrei gleyma þeim. Þú lifir áfram, hress og fullur af húmor, í hjarta okkar. Nú ertu kominn á betri stað, hjá Guði, hvíldu þar á meðan þú bíður eftir okkur og við vitum að þú vakir yfir okkur. Róbert Heiðar, Linda Marie, Sara Dögg, Kai Þórður. Þórður Thorarensen Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Minningargreinar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.