Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Færeyingar og Evrópusambandið (ESB) leggja til að hlutdeild Íslands í kolmunnaveiðinni í N-Atlantshafi á þessu ári minnki úr 17,63% í 4,8%. Búið er að úthluta íslenskum skipum kolmunnakvóta á grundvelli þess að hlutur okkar sé 17,63% og skipin eru byrjuð að veiða. Þá leggja Færeyingar og ESB til að hlutur þeirra í kolmunnanum verði samtals 83,8% í stað 56,63% eins og verið hefur. Þar af var ESB með 30,5% heildarkvótans og Fær- eyjar með 26,13%. Þá leggja ESB og Færeyjar til að hlutdeild Noregs minnki úr 25,75% í 11,4% en Rússar haldi óbreyttum hlut sínum sem út- hafsveiðiþjóð. Þeir hafa veitt sem svarar um 7% af samanlögðum kvóta strandríkjanna. Fyrrgreind tillaga ESB og Færeyinga um kvótaskiptingu kolmunnans kom fram á strandríkjafundi um veiðar á kolmunna fyrir árið 2015 í Clona- kilty á Írlandi 21.-23. apríl. Tillögu ESB og Færeyja hafnað „Tillögu ESB og Færeyinga var algjörlega hafnað,“ sagði Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í at- vinnuvegaráðuneytinu. Engin niður- staða náðist því milli strandríkjanna um skiptingu hlutdeildar í kolmunna á þessu ári. Jóhann sagði athyglisvert að Færeyingar og ESB legðu fram svo róttækar breytingar á skiptingu kol- munnakvótans t.d. í ljósi þess að Norðmenn væru langt komnir með að veiða kvóta sinn upp á 25,75%. Auk þess hefðu þeir tekið sér auka- lega á þessu ári 10% kvóta vegna þess að samningurinn um kolmunn- ann væri kominn í uppnám. „Við Íslendingar erum búnir að setja kolmunnakvóta fyrir þetta ár og höfum hann eins og við höfum haft, það eru þessi 17,63%, og veið- um það sem við teljum að við eigum að veiða. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Jóhann. „Við höfum ekki samþykkt neitt annað og látum þessa tillögu ekki trufla okkur.“ Ekki er ljóst hvað veldur þessu samkrulli ESB og Færeyinga. Ekki eru nema tvö ár síðan ESB setti löndunarbann á makríl og síld frá Færeyjum sem refsiaðgerðir vegna makrílveiða Færeyinga. ESB, Fær- eyjar og Noregur sömdu svo í fyrra sín á milli um skiptingu makrílkvóta á þessu ári. Nú virðast ESB og Fær- eyingar komin í eina sæng hvað kol- munnann varðar. Færeyingar boðuðu til fundarins í Clonakilty og var hann framhald viðræðna sem hófust í október í fyrra. Færeyingar hyggjast boða framhaldsfund innan næstu tveggja mánaða. Fundarstjórn vegna kol- munnaveiða á næsta ári verður í höndum Íslands og tekur Ísland við stjórnartaumunum af Færeyingum í haust. Vilja minnka hlut Íslands  Evrópusambandið og Færeyingar vilja minnka hlutdeild Íslands í kolmunna á þessu ári úr 17,63% í 4,8%  Íslendingar byrjaðir að veiða og halda sínu striki „Tillögu Evrópu- sambandsins og Færeyinga var al- gjörlega hafnað.“ Jóhann Guðmundsson Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég hélt fyrst að það væri verið að gera at í mér,“ segir Freyja Jóns- dóttir, en hún fékk í gær afhentan vinninginn í áskrifendahappdrætti Morgunblaðsins, glænýjan Toyota Corolla-bíl, en verðmæti hans er 4.899.000 krónur. Þetta er önnur bifreiðin sem dregin hefur verið út á árinu í áskrifendahappdrætti blaðsins. „Það var erfitt að með- taka þetta, ég spurði: „Getur þetta verið?““ segir Freyja, en hún hefur aldrei unnið í happdrætti áður. „Aldrei nokkurn tímann, en ég hef kannski heldur ekki verið mikið að spila.“ Áskrifandi frá 25 ára aldri Freyja hefur verið áskrifandi Morgunblaðsins frá 25 ára aldri, en hún er 82 ára. Hún og blaðið hafa því orðið samferða í nærri sextíu ár. „Ég hef alltaf verið áskrifandi og ég byrja daginn alltaf á því að lesa Morgunblaðið.“ Það vakti nokkra athygli þegar Morgunblaðið kom út öfugt á dög- unum, þar sem baksíðan varð að forsíðu, en í því tölublaði var jafn- framt tilkynnt um happdrættið sem Freyja vann í. Byrjar hún aftast á blaðinu? „Nei, ég byrja á fremstu síðunni og les svo þá öftustu, og les síðan blaðið í réttri röð.“ Freyja vann um hríð við Morgun- blaðið. „Ég skrifaði í það um skeið, og þá aðallega greinar um söguleg málefni,“ segir Freyja. Hún bætir við að hún hafi einkum skrifað um gömul hús á Íslandi og farið yfir sögu þeirra og byggingu. „Ég fylgdi þeim eftir alveg að þeim degi sem greinin birtist,“ segir Freyja. „Þetta voru heimildagreinar, ég fór á söfnin og leitaði mér heimilda, bæði á Árbæjarsafn og Þjóðskjala- safnið,“ segir Freyja og bætir við að þetta hafi verið mjög skemmti- leg vinna. Kominn tími á nýjan bíl „Ég hef yfirleitt átt Toyota,“ seg- ir Freyja, „svona síðustu 20 árin hið minnsta, en áður keyrði ég Chevr- olet.“ Freyja segist hafa verið farin að huga að því að skipta um bíl þegar tilkynningin barst um vinn- inginn; hafi meira að segja verið farin að ræða um það að kíkja í Toyota-umboðið í leit að nýjum bíl. Vinningurinn kom sér því ein- staklega vel fyrir Freyju. „Þetta var bara eins og himna- sending,“ segir hún glöð. Áskrifendahappdrætti Morgun- blaðsins heldur áfram og verður nýr bílavinningur tilkynntur í lok mánaðarins. „Kom eins og himnasending“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Við afhendinguna Freyja Jónsdóttir er hér ásamt Úlfari Steindórssyni, forstjóra Toyota á Íslandi, og Haraldi Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, þeg- ar henni var afhent bifreiðin í höfuðstöðvum Toyota í gær. Freyja segir þetta sinn fyrsta happdrættisvinning og hann hafi komið sem himnasending.  Freyja Jónsdóttir vann nýja Toyota-bifreið í áskrifendahappdrætti Morgun- blaðsins  Hefur verið áskrifandi í 57 ár  Var farin að huga að bílakaupum Happdrætti » Freyja Jónsdóttir áskrifandi fékk nýjan Toyota Corolla í verðlaun í áskrifendahapp- drætti Morgunblaðsins. » Hún hefur verið áskrifandi í 57 ár og vann um hríð við blað- ið. » Hún segir vinninginn hafa komið á besta tíma fyrir sig. „Ég geri ekki ráð fyrir því að greiða um þetta atkvæði,“ segir Páll Jóhann Páls- son, þingmaður Framsóknar- flokksins, um nýtt makríl- frumvarp sjáv- arútvegsráðherra en eiginkona Páls Jóhanns er skráð fyrir útgerð- arfyrirtæki sem fengi úthlutaðan ákveðinn kvóta samkvæmt því. Hefur talað gegn frumvarpinu „Ég hef ekki greitt atkvæði fram að þessu í þessum veiðigjöldum. Ég hef engu að síður tjáð mig um þessi mál og miðlað minni þekkingu og reynslu. Ef eitthvað er hef ég varað við þessu og talað frekar gegn því að kvótasetja smábátana. Ég hef lýst yfir í ræðum á Alþingi efa- semdum um þessi mál. Það eru allt önnur lögmál sem gilda um smá- bátaveiðar á makríl á grunninu en hjá stóru skipunum sem hafa allt Norður-Atlantshafið til að veiða makrílinn. Ég hef frekar talið að það sé gáfulegra að smábátarnir séu áfram í sameiginlegum potti,“ segir hann. „Ég mun taka þátt í umræðunum um þetta mál á þeim forsendum að við hjónin erum með þessa trillu- útgerð, sem hún sinnir á meðan ég er á þingi,“ segir hann. david- mar@mbl.is Mun ekki greiða atkvæði Páll Jóhann Pálsson  Þingmaður um makrílfrumvarpið Myndlistarmaðurinn Marco Evar- istti hellti snemma í gærmorgun fimm lítrum af rauðum ávaxtalit í hverinn Strokk við Geysi. Við það litaðist gosstrókurinn fagurbleikur. Landeigendur við Geysi kærðu Ev- aristti til lögreglu fyrir tiltækið. Í fyrra setti hann rauðan matarlit í foss í Noregi og þarf að dúsa þar 15 daga í fangelsi fyrir tiltækið. „Ég harma það að gestur sem kemur hingað til okkar ágæta lands láti sér detta í hug að framkvæma og þakka fyrir komu sína með þessum hætti, ég á fá orð til að lýsa vanþókn- un minni á þessu,“ segir Garðar Ei- ríksson, talsmaður Landeigenda- félags Geysis. Garðar sagði að í gær hefðu enn verið leifar af litnum í kringum Strokk enda frost í jörðu. Strokkur var litaður bleikur Ljósmynd/Marco Evaristti Strokkur Listamaðurinn hefur vit- anlega verið kærður fyrir athæfið. Skannaðu kóðann til að sjá viðtal við Freyju Jónsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.