Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 54
54 FRÉTTIRViðskipti Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Stoð í áli ársfundur Samáls 2015 Þann 28. apríl heldur Samál ársfund sinn í Kaldalóni í Hörpu undir yfirskriftinni Stoð í áli. Fjallað verður um stöðu og framtíð áliðnaðarins með áherslu á hringrásina frá framleiðslu til fjölbreyttrar notkunar og endurvinnslu. Samhliða ársfundinum verður sýning á stoðtækjum Össurar þar sem ál gegnir mikilvægu hlutverki. Fundarstjóri er Ólafur Teitur Guðnason. Dagskrá 8:00 Morgunverður. 8:30 Ársfundur. Sterkar stoðir Ragnar Guðmundsson, stjórnar- formaður Samáls og forstjóri Norðuráls. Ávarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Stoðtæki úr áli Bjarni Andrésson og María G. Sveinbjörnsdóttir, vöruhönnuðir hjá Össuri. Aerospace Aluminum – The Empire Strikes Back Daniel Goodman, markaðsstjóri Alcoa í flugsamgöngum. Kolefnisfótspor áls – Ísland og umheimurinn Þröstur Guðmundsson PhD, framkvæmdastjóri álsviðs HRV. 10:00 Kaffispjall að loknum fundi. Skráning er öllum opin og fer fram á vef Samáls, samal.is. STUTTAR FRÉTTIR ● Neytendastofa hefur bannað DV ehf. birtingu fullyrðingarinnar „frítt“ og „í kaupbæti“ í auglýsingum dagblaðsins á áskriftarleið með iPad-spjaldtölvu. Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að við ahugun fáist ekki annað séð en að kostnaður vegna iPad-spjaldtölv- unnar í áskriftarleið DV sé innifalinn í verði áskriftar og því sé hún hvorki frí né í kaupbæti. Nánar á mbl.is. Spjaldtölvan ekki „frí“ ● Leikjafyrirtækið Sólfar Studios, sem stofnað var af nokkrum fyrrverandi starfsmönnum CCP, hefur lokið hluta- fjáraukningu með þátttöku breiðs hóps erlendra og innlendra fjárfesta. Helmingur hlutafjáraukningarinnar kemur frá fjárfestum í Finnlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi, en aðrir fjárfestar eru fjárfestingafélagið Investa og Vilhjálmur Þorsteinsson. Leikjafyrirtækið Sólfar fær fjárfesta í hópinn fólk er kannski að draga lappirnar í ákvarðanatöku um ráðningar en okk- ur finnst vinnumarkaðurinn ennþá hreyfast heldur hægt.“ Katrín segir að fólk segi ekki upp starfi sínu en hins vegar séu flestir sem haft er samband við tilbúnir að skoða ný tækifæri. „En þessum tæki- færum fjölgar ekki í þeim mæli að þau anni eftirspurninni. Fólk er búið að vera í nokkur ár í því sama og þarf á því að halda að sækja ný tækifæri.“ Katrín segir að það sé aðeins hreyf- ing í ráðningu á stjórnendum en það sé heldur hæg þróun. „Við þekkjum þetta til margra ára að alltaf koma krísur inn á milli á vinnumarkaðnum en það virðist vera erfiðara ástand núna en oft áður. Það er hins vegar margt í pípunum og þess vegna þarf markaðurinn að komast af stað aft- ur.“ Tæknimenntaðir eftirsóttir Þórdís Sigurðardóttir, ráðgjafi hjá Capacent, segir að þeir sem eru að út- skrifast úr háskólanámi eigi erfiðara með að fá vinnu núna en oft áður en að það tengist ákveðnum atvinnu- greinum. „Þeir sem útskrifast úr tölv- unafræði og verkfræði eiga auðveld- ara með að fá vinnu en þeir sem eru að útskrifast úr hugvísindum. Það er mikil eftirspurn eftir forriturum og þeim sem eru með reynslu og mennt- un úr tæknigreinunum.“ Þórdís segir að það hafi verið lítil hreyfing á fólki síðan 2008 og nú 7 árum seinna sé eðlilegt að fólk sé farið að líta í kring- um sig og skoða hvað er í boði. „Fólk hefur viljað halda í sitt starf en er að byrja að leita fyrir sér. Því finnum við að vinnumarkaðurinn er að taka við sér og komast á hreyfingu.“ Fá ekki starf í sínu fagi „Eftirspurnin eftir háskólamennt- uðum sérfræðingum er misjöfn. Núna er til dæmis mikil eftirspurn eftir reyndum sérfræðingum í upp- lýsingatækni, nýsköpun og bygging- argeiranum,“ segir Torfi Markússon, ráðgjafi hjá Intellecta. Hann segir að alltaf sé einhver hreyfing meðal stjórnenda en þar séu miklar kröfur gerðar um árangur í fyrri störfum. „Við teljum að það sé töluvert dulið atvinnuleysi almennt meðal háskóla- menntaðra því enn eru margir sem ekki hafa fengið starf í sínu fagi. Það er því töluvert framboð af góðum háskólamenntuðum einstaklingum sem eru tilbúnir að skipta um starf eða hafa ekki fundið starf við hæfi. Það eru því margvísleg tækifæri fyrir fyrirtækin að ráða til sín gott og vel menntað fólk,“ segir Torfi. Skortur á tækifærum fyrir fólk með háskólamenntun  Atvinnuleysi minnkar niður í 4%  Hreyfingar á vinnumarkaðnum eru hægfara Ráðningar Tækifæri fyrir háskólamenntaða virðast ekki nægilega mörg. Morgunblaðið/Ómar BAKSVIÐ Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Atvinnuleysi hefur minnkað og mældist 4% í mars í samanburði við 6,1% á sama tíma í fyrra, samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hag- stofunnar. Á vinnumarkaði nú eru 190.100 einstaklingar á aldrinum 16 til 74 ára. Af þeim fjölda voru 182.400 starfandi og 7.700 án vinnu og í at- vinnuleit. Í samanburði milli mars- mánaðar í fyrra og í ár kemur fram að starfandi fólki hefur fjölgað um 10.400 manns og atvinnulausum fækkað um 3.500 manns. Eins og greint hefur verið frá í Morgun- blaðinu virðist sem atvinnuleysi hafi minnkað hægar meðal háskóla- menntaðra. Í samtölum við sérfræð- inga ráðningarstofa kemur fram að einhver hreyfing sé á vinnumarkaði en það gerist þó hægt að markaður- inn komist á skrið. Fólk segir ekki upp starfi sínu „Það er meira framboð og meira til af menntuðu fólki sem hefur ekki ennþá fundið sitt pláss vegna þess að uppgangurinn hjá fyrirtækjunum hefur ekki náð því marki sem stefnt hefur verið að,“ segir Katrín S. Óla- dóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs. „Það er auðvitað biðstaða í samfélag- inu öllu út af kjarasamningunum og                                    !!   "# # $% % # %! #"!% %$ &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 $$ !$!  "$  # $% % ! $ #" %% $#$ !$$ "" "   $## % % # ##%# %$ !%%" Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.