Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 FRÉTTASKÝRING Brynja Dögg Guðmundsdóttir brynjadogg@mbl.is Barnaverndarstofa auglýsti nýlega eftir fósturforeldrum. Að sögn Bryn- dísar S. Guðmundsdóttur og Guð- jóns Bjarnasonar, sérfræðinga á Barnaverndarstofu, sem umsjón hafa með fósturmálum, eru þó ekki mörg börn á biðlista eftir því að komast á fósturheimili. Hins vegar skiptir miklu máli að Barnavernd- arstofa hafi alla jafna aðgang að fjölda fósturforeldra umfram þörf hverju sinni, enda mikilvægt að hægt sé að finna börnum á ólíkum aldri og með mismunandi þarfir hentug heimili. Fjöldi umsókna um að gerast fóst- urforeldrar hefur aukist nokkuð á síðustu árum. Árið 1996 voru um- sóknir til Barnaverndarstofu 51 en þær voru 69 árið 2013. Fjöldi barna, sem þurfa varanlegt fóstur, hefur farið vaxandi. Um er að ræða 17-20 börn á ári en áður þurftu að jafnaði um 10 börn á fóstri að halda. Börnin eru allt frá því að vera nýfædd upp í 15 ára gömul og jafnvel eldri. Til- vikin eru oftast mjög ólík. Fósturráðstafanir hérlendis eru á annað hundrað á ári hverju en yfir þrjú hundruð börn eru í fóstri á hverjum tíma. Guðjón og Bryndís segja ýmsar skýringar geta verið á því að þörf fyrir varanlegt fóstur fer vaxandi en vísbending sé þó um aukna neyslu fíkniefna og óreglulegt líferni hjá foreldrum ungra barna sem valdi var- hugaverðum eða skaðlegum óstöð- ugleika og óöryggi. Með fóst- urráðstöfunum er átt við bæði tímabundið fóstur, varanlegt fóstur og styrkt fóstur en það síðastnefnda er úrræði fyrir börn með verulega hegðunarerfiðleika vegna geðrænna, tilfinningalegra eða annarra vanda- mála. Eins og fram hefur komið hefur umsóknum frá þeim sem vilja gerast fósturforeldrar fjölgað en um leið hefur umsækjendahópurinn tekið breytingum. Á undanförnum árum hafa fleiri sótt um að gerast var- anlegir fósturforeldrar ungra barna. Guðjón segir almennt ekki vandamál að finna fósturforeldra fyrir lítil börn en þegar um ræðir unglinga, sér- staklega ef um ræðir margþættan vanda barnanna, þá flækist málin. Barnaverndarstofa fæst mjög oft við þá stöðu að vera með barn sem kann að hafa þörf fyrir tímabundið fóstur í byrjun en síðar kemur á daginn að ráðstöfunin þarf að vera varanleg. Þetta á sérstaklega við þegar um ræðir ung börn. Heldur hefur fækkaði í hópi þeirra sem sækjast eftir að taka börn í tímabundið fóstur. Guðjón og Bryndís telja ýmislegt geta skýrt það. Áður var mjög algengt að börn færu í sveit en nú er talsvert minna um það. Þau telja þó enn þörf á fóst- urheimilum í sveit en einnig æski- legt að heimilin séu nálægt þéttbýli og helst þeim skólum þar sem börn- in hafa stundað nám við fyrir fóst- urráðstöfun eða hæfa þeim vel að öðru leyti. Rannsóknir Svía hafa leitt í ljós að vel heppnuð skóla- ganga skipti hvað mestu varðandi velferð fósturbarna. Þörf er á fleiri fósturforeldrum sem geta tekið börn í styrkt fóstur þar sem umsóknum fyrir börn með margþættan vanda hefur fjölgað. Guðjón og Bryndís segja að milli 20 og 30 börn séu í styrktu fóstri á hverjum tíma. Þar er um að ræða börn með miklar þarfir og eiga við mikinn vanda að etja. Þessi tilvik eru afar erfið úrlausnar þar sem annað fósturforeldra þarf að gefa sig að fullu í verkefnið. Skortur á vistheimilum Að mati Bryndísar og Guðjóns er undirbúningur fósturs gjarnan full- skammur. Þegar börn þurfa að yf- irgefa heimili sín skyndilega þarf að vera fyrir hendi vistheimili þar sem hægt er að vista börnin á meðan unnið er að því að finna fósturheim- ili, undirbúa fósturforeldra, barnið sjálft og kynfjölskyldu þess fyrir flutning. „Að mínu viti þyrftu aðstæður barnaverndarnefnda almennt að vera betri til að undirbúa fóst- urráðstafanir. Til að mynda væri æskilegt að barna- verndarnefndir hefðu greiðari aðgang að vistheim- ilum í aðdraganda fósturs,“ segir Bryndís. Það er nefnilega vanda- samt og flókið ferli að finna rétta foreldra handa barni. Barnavernd- arstofa skoðar t.d. hvers konar fóst- urráðstöfun verði líklegust, bak- grunn barns, hegðun, áhugamál, greiningar og ýmsa fleiri þætti. Þessir þættir þurfa að fara vel sam- an við þætti í fari fósturforeldra, s.s. viðhorf fósturforeldra, vinnu, stað- setningu og húsakynni, fjöl- skyldugerð, stuðning, hæfni og ann- að. Mikilvægt er að rétt ákvörðun sé tekin um fósturheimili, þess vegna þarf að vera aðgengilegt pláss í um- hverfi þar sem hægt er að kynnast barni og aðstæðum þess vel. Auglýst eftir fósturforeldrum  Á annað hundruð börn fara í fóstur á ári hverju  Skortur er á fósturforeldrum fyrir börn í tímabundnu og styrktu fóstri og plássum á vistheimilum  Umsóknir fósturforeldra að breytast Morgunblaðið/Eggert Fósturmál Ýmiskonar erfiðleikar geta komið upp þegar um ræðir ráðstöfun í fóstur. Þó að málin séu oft erfið hafa rannsóknir á afstöðu fósturforeldra sýnt að þeir séu ánægðir með krefjandi hlutverk sitt og mæli með því. Um tilkynningarskyldu almennings í barnaverndarmálum er fjallað í barnaverndarlögunum. Tilkynna skal barna- verndarnefnd í því umdæmi þar sem barn er búsett. Barnaverndarnefndir bregðast við með því að athuga hvort hefja skuli könnun máls eða mál látið niður falla. Ef mál er látið niður falla er ekki aðhafst frekar í því. Eft- ir könnun máls er máli lokið teljist ekki ástæða til frek- ari afskipta eða forsendur fyrir afskiptum teljist ekki fyrir hendi. Ef tilefni er til frekari afskipta er mál unnið áfram. Reynt er að styðja fjölskyldur og aðstoða ef hægt er. Fósturráðstöfun er einungis beitt ef vægari úrræði eru fullreynd eða talin ekki geta skilað árangri. Tilkynningarskylda FÓSTURRÁÐSTÖFUN ER NEYÐARÚRRÆÐI Tilvonandi fósturforeldrar þurfa að fara í gegnum töluverðan und- irbúning áður en þau taka barn í fóstur. Fyrst má nefna að tilvon- andi fósturforeldrar þurfa að upp- fylla settar kröfur að lögum, þeir þurfa að skila ítarlegum upplýs- ingum til Barnaverndarstofu og þurfa svo að ljúka svokölluðu Foster-Pride námskeiði, undirbún- ingsnámskeiði sem Barnavernd- arstofa heldur fyrir væntanlega fósturforeldra. Tilvonandi fósturforeldrar þurfa að vera við öllu búnir og gera sér grein fyrir hvaða verkefni þeir eru að takast á hendur og þeim að- stæðum sem upp geta komið. Jafnframt þurfa þeir að átta sig á samstarfi og stuðningi frá barna- vernd. „Þrátt fyrir að fóst- urumönnun geti verið mjög gef- andi og rannsóknir í Noregi sýni að fósturforeldrum þyki hlutverk sitt bæði mikilvægt og skemmti- legt er mikilvægt að fósturfor- eldrar átti sig á að óvissa í þessu ferli getur verið mikil og ýmislegt komið upp,“ segir Bryndís. Bryndís og Guðjón eru sammála um að mikilvægustu eiginleikar fósturforeldra séu áhugi, jákvæðni og þolinmæði. „Fósturforeldrar eru að leggja mjög mikið á sig og verða því að hafa einlægan vilja til að annast barn,“ segir Guðjón. Morgunblaðið/Eggert Barnaverndarstofa Haldið er nám- skeið fyrir verðandi fósturforeldra. Langur aðdragandi að fóstri  Námskeið að bandarískri fyrirmynd eitt af skilyrðum leyfis fósturforeldra  Áhugi, jákvæðni og þolinmæði Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.