Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 44
44 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ekki fór hátt að hinn 10. apríl síðast liðin voru liðin 75 ár frá merk- isviðburði í Íslandssögunni, deg- inum þegar Alþingi fól ríkisstjórn- inni meðferð konungsvalds vegna hernáms Danmerkur. Segja má að í reynd hafi erlent konungsvald þá liðið undir lok á Íslandi, þótt enn liðu rúm fjögur ár þar til lýðveldið var stofnað. Konungur, fyrst norsk- ur, síðan danskur, hafði ríkt yfir landinu frá 1262. Helgi Bernódusson, skrif- stofustjóri Alþingis, rifjar þennan atburð upp í grein í tímaritinu Sögu 2010. Hann segir að nokkru eftir að ófriður hófst í Evrópu haustið 1939, hafi Sveinn Björnsson, sendiherra, verið í viðskiptaerindum fyrir Ísland í London. Það var seint í desember. Hann hafi þá rætt við háttsetta embættismenn og fengið af því veð- ur að innrás Þjóðverja í Danmörku væri í aðsigi. Augljóslega mundi slíkt hafa mikil áhrif á Íslandi sem var í konungssambandi við Dan- mörku, auk þess sem dönsk stjórn- völd fóru með utanríkismál og land- helgisgæslu Íslendinga. Sveinn sendi Hermanni Jónassyni, þáver- andi forsætisráðherra, þegar leyni- lega orðsendingu um þetta. Her- mann ræddi málið við samráðherra sína í þjóðstjórninni og einhverja fleiri nána trúnaðarmenn. Ekkert var látið uppskátt opinberlega, en ákveðið að byrja tafarlaust að und- irbúa þær breytingar sem kynnu að vera í vændum. Vandaður undirbúningur Hinn 6. janúar 1940 voru hæsta- réttardómararnir Einar Arnórsson, Gizur Bergsteinsson og Þórður Eyj- ólfsson, og prófessorinn í stjórnlaga- fræði við Háskólann, Bjarni Bene- diktsson, síðar forsætisráðherra, kallaðir á fund Hermanns. Fól hann þeim að undirbúa sambandsslit við Danmörku og semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Einnig yfirlýsingu um þjóðrétt- arlega stöðu Íslands. Fjórmenning- arnir hófust þegar handa um verkið. Fundargerðarbókin um starf þeirra er varðveitt í Þjóðskjalasafni. Þar kemur fram að verkefni þeirra var að gera þær breytingar á stjórn- arskránni frá 1920 sem leiðir af nið- urfellingu sambandslaganna frá 1918 og af því að „forseti kemur í stað konungs“ eins og það er orðað í einni fundargerðinni. Fjórmenningarnir störfuðu hratt og vel og þegar þeir gerðu hlé á störfum sínum snemma í febrúar voru tillögur þeirra og greinargerðir í meginatriðum tilbúnar. Að morgni 9. apríl bárust svo tíðindin um her- nám Danmerkur. Voru þá fjórmenn- ingarnir á ný kvaddir til starfa til að semja ályktanir fyrir Alþingi. Ann- ars vegar var það þingsályktun um æðsta vald i málefnum ríkisins, hins vegar um meðferð utanríkismála og landhelgisgæslu. Báðar voru þær samþykktar samhljóða á Alþingi. Konungsvald til ríkisstjórnar Fyrri ályktunin hljóðaði svo: „Með því að ástand það, sem nú hef- ur skapast, hefur gert konungi Ís- lands ókleift að fara með vald það, sem honum er fengið í stjórn- arskránni, lýsir Alþingi yfir því, að það felur ráðuneyti Íslands að svo stöddu meðferð þessa valds.“ Með „ráðuneyti Íslands“ er átt við það sem í daglegu tali er nefnt rík- isstjórn. Hin ályktunin fól í sér að Ísland tæki að svo stöddu að sér meðferð utanríkismála og landhelgisgæslu, þar sem Danmörk gæti ekki rækt umboð sitt samkvæmt sam- bandslögunum. Þegar tillögurnar höfðu verið samþykktar var efni þeirra símað Sveini Björnssyni sendiherra, sem þá var enn í Kaupmannahöfn. Til- kynnti hann þær konungi og stjórn- völdum „sem viðurkenndu að hér hefði verið rétt að farið,“ segir í riti Björns Þórðarsonar, Alþingi og frelsisbaráttan (1951). 33 fundir á einu ári Í riti Agnars Klemens Jónssonar um Stjórnarráð Íslands (1964) er sagt frá því hvernig breytingin á meðferð konungsvaldsins varð í framkvæmd. Haldnir voru ríkisráðs- fundir undir stjórn forsætisráð- herra, hinn fyrsti 7. maí 1940, þar sem ráðherrarnir sem hópur fóru með hlutverk konungs, þegar ein- stakir ráðherrar báru upp mál til af- greiðslu, svo sem heimild til að leggja fram frumvarp á Alþingi eða staðfestingu á lögum sem þingið hafði samþykkt. Undirrituðu ráð- herrarnir allir afgreiðsluna í nafni konungsvaldsins og töldust eins og konungur ábyrgðarlausir af þeirri stjórnarathöfn. Ábyrgðin var ráð- herrans sem bar mál upp hverju sinni. Þetta tímabil sem ríkisstjórnin fór með konungsvaldið stóð í rúmlega eitt ár. Var Hermann Jónasson for- sætisráðherra allt það tímabil. Voru samtals haldnir 33 ríkisráðsfundir. Fundir voru oftast vegna bráða- birgðalaga, sem oft þurfti að gefa út vegna styrjaldarinnar. Embætti ríkisstjóra stofnað Í maí 1941 samþykkti Alþingi tvær þingsályktanir, aðra um sam- bandsslit við Danmörku og hina um æðsta vald í málefnum ríkisins. Seinni ályktunin fól í sér að Alþingi skyldi kjósa ríkisstjóra til eins árs í senn og skyldi hann fara með það vald, er ríkisstjórninni var falið með ályktun Alþingis 10. apríl 1940. Sér- stök lög um embætti ríkisstjóra voru sett í júní sama ár. Var Sveinn Björnsson sendiherra kosinn í emb- ættið. Hinn 27. júní tók ríkisstjóri sæti í ríkisráðinu, stýrði fundum þess og fór með konungsvaldið. Var sú skipan síðan við lýði allt til stofn- unar lýðveldis í júní 1944. Leiðin til lýðveldis Menn kunna að velta því fyrir sér af hverju embætti ríkisstjóra var stofnað á þessum tímapunkti. Dugði ekki að láta ríkisstjórnina fara áfram með konungsvaldið? Helgi Skuli Kjartansson sagnfræðingur víkur að þessu í bókinni Ísland á 20. öld (2002). Hann segir að árið 1941 hafi verið orðið ljóst að Ísland myndi engu skila aftur af því valdi sem það tók í eigin hendur 10. apríl 1940. Deilt hafði verið um það hve- nær stofna skyldi lýðveldi og sam- komulag tekist um að sambandsslit yrðu ekki síðar en í styrjaldarlok. „Þótti þá tímabært að koma fastari skipan á meðferð konungsvaldsins og stofna embætti ríkisstjóra sem skyldi vera staðgengill konungs, í raun bráðabirgðaforseti hins óstofn- aða lýðveldis,“ segir Helgi. 10. apríl 1940 er einn hinna stóru daga Íslandssögunnar  75 ár frá því að Alþingi fól ríkisstjórninni meðferð konungsvaldsins  Málið vandlega undirbúið Ljósmynd af vef danska konungsembættisins Konungurinn Kristján X. og Alexandrína drottning á svölum Alþingishússins í Reykjavík í Íslandsheimsókn 1926. Samband við konung rofnaði í stríðinu. Einar Arnórsson Sveinn Björnsson Hermann Jónasson Bjarni Benediktsson Einar K. Guðfinnsson, forseti Al- þingis, minntist samþykktar Al- þingis um meðferð konungsvaldið 1940, við upphaf þingfundar eftir páskaleyfi 13. apríl síðastliðinn. „Ég vil við þetta tækifæri vekja at- hygli á því að sl. föstudag, 10. apr- íl, voru liðin 75 ár frá því að Alþingi gerði eina mikilvægustu samþykkt í sögu þjóðarinnar. Þá tóku Íslend- ingar í raun að fullu við stjórn allra málefna ríkisins. Þetta var annars vegar ályktun um meðferð æðstu stjórnar ríkisins þar sem rík- isstjórn Íslands var að svo stöddu falin meðferð konungsvalds og ályktun um að Ísland tæki meðferð utanríkismála og landhelgisgæslu að öllu leyti í sínar hendur. Atburðir þessir komu í kjölfar innrásar Þjóðverja í Danmörku 9. apríl 1940 en þar með urðu Danir ófærir um að rækja skyldur sínar samkvæmt dönsk-íslensku sam- bandslögunum frá 1918. Fregnin um innrásina í Dan- mörku barst hingað þegar um morguninn 9. apríl. Sat rík- isstjórnin á fundum allan daginn, svo og utanríkismálanefnd, og mikið samráð var milli þingmanna og þingflokka. Miklu skipti hér að ríkisstjórnin hafði séð fyrir hætt- una og undirbúið sig með leynd af mikill framsýni og öryggi fyrir þá atburði er þarna urðu og þannig tryggt hagsmunum íslenska rík- isins á ógnartímum í sögu mann- kyns. Á grundvelli stjórnskipulegs neyðarréttar tók Alþingi á nætur- fundi aðfaranótt 10. apríl 1940, með samhljóða atkvæðum allra þingmanna, ákvörðun um full- komin yfirráð Íslendinga við þess- ar aðstæður á málefnum sínum. Næstu skref Íslendinga voru stofnun embættis ríkisstjóra ári síðar og svo lýðveldis á Þingvöllum 1944. Báðar þessar ályktanir Al- þingis eru til marks um veigamikið hlutverk Alþingis í stjórnskipun Ís- lands og þátt þess í sögu þjóð- arinnar,“ sagði þingforsetinn. Til marks um veigamikið hlut- verk Alþingis í stjórnskipuninni FORSETI ALÞINGIS MINNIST TÍMAMÓTA Morgunblaðið/Ómar Afmæli Einar K. Guðfinnsson minntist tímamótanna á þingfundi 13. apríl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.