Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 90

Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 90
90 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 GLERÁRKIRKJA | Fermingarmessa laugardag kl. 13.30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Jón Ómar Gunn- arsson þjóna. Kór Glerárkirkju syngur undir stjón Valmars Väljaots. Ferming- armessa sunnudag kl. 13.30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson þjóna. Kór Gler- árkirkju syngur undir stjórn Valmar Väljaots. Sunnudagaskóli kl. 11. Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir djákni leiðir samveruna ásamt leiðtog- um. GRAFARVOGSKIRKJA | Flugmessa kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir altari. Arngrímur Jóhannsson flug- stjóri flytur hugvekju. Flugfreyjukórinn syngur undir stjórn Magnúsar Kjart- anssonar. Strengjasveit Olgu Ólafs- dóttur. Trompet: Sigurður H. Wiium. Bassi: Jón Hörður Jónsson flugstjóri. Jóhannes Jóhannsson flugmaður og Jarþrúður Guðmundsdóttir flugfreyja lesa ritningarorð. Organisti er Ólafur W. Finnsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hafa sr. Sigurður Grétar og Þóra Björg. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR – KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Síðasta Selmessa á þessu vori kl. 13. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Vox Populi syngur. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sunnudaga- skóli á sama tíma. Umsjón hefur Ást- hildur Guðmundsdóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl 11. í umsjá Lellu o.fl. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til langveikra barna. Messuhópur þjónar. Kór frá Domus vox syngur, skólastjóri Margrét J. Pálmadóttir. Organisti Ásta Haraldsdóttir. Prestur Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. Hversdagsmessa með léttu sniði á fimmtudag kl. 18.10-18.50. Hentar allri fjölskyldunni. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlist GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30. Prestur Karl V. Matthíasson. Organisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríð- arkirkju syngur. Messuþjónn Sigur- björg Þorgrímsdóttir. Meðhjálpari Að- alsteinn D. Októsson. Kyrtlamátarar Lovísa Guðmundsdóttir. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Douglas A. Brotschie. Jóhanna Ósk Valsdóttir syngur. Anna Elísa leiðir sunnudaga- skólann ásamt sínu fólki. Sögur, söngvar, leikir og fleira. Hressing eftir stundirnar. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergs- son. Umsjón barnastarfs Inga Harð- ardóttir. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Ballerínur frá Ball- ettskóla Eddu Scheving dansa undir stjórn Brynju Scheving. Mikill almenn- ur og léttur söngur. Organisti Kári All- ansson. Prestur Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Út- varpsguðsþjónusta kl. 11. Séra Sig- fús Kristjánsson þjónar. Félagar úr Kór Hjallakirkju syngja og Jón Ólafur verður við orgelið. Kl. 13 er sunnu- dagaskólinn á neðri hæðinni. sjá nán- ar á hjallakirkja.is HVALSNESKIRKJA | Fermingar- messa kl. 14. Hljómsveitin Sálmari annast tónlist. Prestur Sigurður Grétar Sigurðsson. Tíu börn fermd. Sjá mbl.is/fermingar. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam- koma kl. 13.30. Lofgjörð og fyr- irbænir. Ólafur H. Knútsson predikar. Barnastarf á sama tíma í aldurs- skiptum hópum. Kaffi eftir stundina. KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa og ferming kl. 11. Fermdir verða ungling- ar úr Myllubakkaskóla. Prestar Sigfús Baldvin Ingvason og Erla Guðmunds- dóttir. KÓPAVOGSKIRKJA | Uppskeruhátíð barna- og æskulýðsstarfs í Kópavogs- kirkju kl. 11 hefst í kirkjunni með barna- og æskulýðsguðsþjónustu. Umsjón hafa sr. Sigurður Arnarson, Ágústa Tryggvadóttir og Oddur Örn Ólafsson. Eftir guðsþjónustu verður boðið upp á pylsur og með því í safn- aðarheimilinu Borgum. Hoppkastalar á staðnum. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Sunnudagaskóli á sama tíma. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir predikar og þjónar fyrir altari, ásamt messuþjón- um og kirkjuverði. Graduale Futuri syngur. Stjórnandi er Rósa Jóhann- esdóttir. Organisti er Jón Stefánsson. Skírn verður í messunni. Jóhanna Gísladóttir æskulýðsfulltrúi og Snæv- ar Andrésson guðfræðinemi í sunnu- dagaskólanum ásamt Esju. Kaffi og AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Ing- ólfsstræti 19, Reykjavík. Biblíu- fræðsla laugardag kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 12. Ræðumaður: Raafat Kamal. Barna- og unglingastarf. Sam- eiginleg máltíð í Suðurhlíðarskóla eftir samkomu. AÐVENTKIRKJAN í Vestmanna- eyjum | Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Guðsþjónusta laug- ardag kl. 12. Bein útsending frá Reykjavíkursöfnuði. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Akur- eyri | Eiðsvallagötu 14, Gamli Lundur. Biblíurannsókn laugardag kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Barnastarf. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Suður- nesjum | Blikabraut 2, Keflavík. Lok- að vegna sameiginlegrar guðsþjón- ustu í Reykjavíkurkirkju, Ingólfsstræti 19. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Árnesi | Eyravegi 67, Selfossi. Lokað vegna sameiginlegrar guðsþjónustu í Reykja- víkurkirkju, Ingólfsstræti 19. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafnar- firði | Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Lokað vegna sameiginlegrar guðsþjónustu í Reykjavíkurkirkju, Ingólfsstræti 19. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kveðjumessa sr. Sigrúnar Óskarsdóttur. Kirkjukórinn undir stjórn Krizstine K. Szklenár organista. Kirkju- kórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Nemendur úr Tónlistarskóla Sig- ursveins spila nokkur lög. Sunnudaga- skólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar. Veitingar á eftir. ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. At- hugið breyttan messutíma. Félagar úr Barðstrendingafélaginu taka þátt í at- höfninni. Sveinn Valgeirsson, dóm- kirkjuprestur og fyrrverandi sóknar- prestur á Tálknafirði, prédikar og þjónar fyrir altari. Hljómfélagið syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulás- dóttur. Organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisala Barðstrendingafélagsins verður í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, að guðsþjónustu lokinni. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurs- sonar. Meðhjálpari er Sigurður Þór- isson. Prestur er Úrsúla Árnadóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur og Bryndísar Svavarsdóttur. Hressing og samfélag á eftir. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga- skóli í Brekkuskógum 1 kl 11. Umsjón með stundinni hafa Helga Björk og Jón Örn. BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 í umsjá Stein- unnar Leifsdóttur og Steinunnar Þor- bergsdóttur. Organisti er Örn Magnússon. Hressing í safnaðarheim- ili á eftir. Tómasarmessa kl. 20. „Hvar er Guð“ er yfirskrift messunnar. Fyrir- bæn og fjölbreytt tónlist. Kaffi í safn- aðarheimili á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Tónlist og fræðsla. Jónas Þórir við hljóðfærið. Bára Elíasdóttir og Daníel Gautason leiða samveruna. Foreldrar og afar og ömmur hvött til þátttöku. Guðsþjónusta kl. 14. Félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða sönginn. Organisti Jónas Þórir. Messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni eftir messu. Prestur María Ágústsdóttir. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Magnús Björn Björnsson. Org- anisti og söngstjóri Bjartur Logi Guðnason. Söngvinir, kór eldri borg- ara í Kópavogi, syngja. Sunnudaga- skóli. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnu- dagsmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Hjálmar Jónsson prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Barn verð- ur borið til skírnar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorgan- ista. Vetrarstarfi sunnudagaskólans lýkur. Aðalfundur safnaðarins er hald- inn að lokinni messu í Safnaðarheim- ilinu, Lækjargötu 14a. FELLA- og Hólakirkja | Fjölskyldu- guðsþjónusta og uppskeruhátíð sunnudagskólans kl. 11. Pétur og Hreinn sjá um stundina. Litrófið syng- ur undir stjórn Sólveigar Önnu Aradótt- ur og Arnar Ýmis Arasonar. Boðið upp á pylsur í lokin. Prestur Svavar Stef- ánsson, kirkjuvörður Jóhanna Freyja Björnsdóttir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudaga- skóli kl. 11 með góðri dagskrá, mikl- um söng, brúðuleikriti o.fl. Létt hress- ing í lok stundar. Orð dagsins: Ég mun sjá yður aftur. (Jóh. 16) ✝ Sólveig (Ollý)Ásgeirsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 27. júní 1933. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 3. apríl 2015. Foreldrar Sól- veigar voru Ásgeir Guðlaugur Stef- ánsson trésmiður, framkvæmdastjóri og útgerðarmaður í Hafnarfirði, f. 28.3. 1890, d. 22.6. 1965, og Sólveig Björnsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 18.7. 1905, d. 17.3. 1998. Börn þeirra voru auk Sólveigar: 1) Hrafnkell, hrl., f. 4.4. 1939, d. 10.7. 2012, kvæntist Oddnýju Margréti Ragn- arsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 16.3. 1941; 2) Ragnhildur, f. 11.10. 1944, sjúkraliði, giftist Einari Óskarssyni, f. 14.12. 1941, framkvæmdastjóra, þau skildu. Eftirlifandi eiginmaður Sól- Áslaug, f. 9.2. 1950, hjúkr- unarfræðingur, giftist Þorvaldi Ásgeirssyni, tæknifræðingi, f. 1.1. 1948, d. 2.10. 2009, þau skildu, núverandi maki Egill B. Hreinsson, f. 30.6. 1947, verk- fræðingur. Börn Áslaugar eru a) Rakel, b) Sturla, c) Tinna og d) Hrafn. Sólveig stundaði nám bæði við Kvennaskólann í Reykjavík, við Skógaskóla og Húsmæðra- kennaraskóla Íslands, þaðan sem hún útskrifaðist árið 1954. Hún starfaði sem húsmæðra- kennari við Húsmæðraskólann á Ísafirði árið 1955 og eftir það vann hún á skrifstofu Versl- unarmannafélags Reykjavíkur þar til hún fylgdi eiginmanni sínum í framhaldsnám til Sví- þjóðar þar sem hún var heima- vinnandi húsmóðir. Sólveig og Jósef eignuðust fyrstu tvö börn- in í Svíþjóð og þriðja barnið skömmu eftir heimkomuna til Íslands haustið 1964. Þegar Sól- veig fór aftur út á vinnumark- aðinn vann hún fyrst sem hús- mæðrakennari við Þinghólsskóla í Kópavogi og síð- ar við ýmsa skóla, lengst af við Flataskóla í Garðabæ. Útför Sólveigar fór fram í kyrrþey 13. apríl 2015. veigar er Jósef Ólafsson læknir, f. 24.8. 1929. Sólveig og Jósef eignuðust þrjú börn. Þau eru 1) Sólveig Birna, f. 23.9. 1959, hjúkr- unarfræðingur, maki Sigurður Ein- arsson, f. 11.4. 1957, arkitekt, börn þeirra eru a) Jósef, b) Kári, c) Andri, d) Magni og e) Diljá; 2) Ólafur Mar, f. 18.3. 1963, raf- magnsverkfræðingur, maki Ásta Margrét Karlsson, f. 21.5. 1966, verkfræðingur, börn þeirra eru a) Ásdís Lilja, b) Hel- ena Lind og c) Sunna Rós; 3) Snorri, f. 8.10. 1964, fisk- sjúkdómafræðingur, maki Halla Jónsdóttir, f. 16.10. 1965, fisk- sjúkdómafræðingur, börn þeirra eru a) Jón Sölvi, b) Arna Rós og c) Arnar Snær. Fyrir átti Sólveig Áslaugu sem var ætt- leidd af foreldrum Sólveigar. Nú er komið að kveðjustund. Föstudaginn 3. apríl kvaddi elsku mamma okkur eftir erfið og langvinn veikindi. Mamma naut mjög heilbrigðs lífs þar til hún veiktist af Alzheimers-sjúk- dómi fyrir 15 árum. Hún tókst á við þennan erfiða sjúkdóm af miklu æðruleysi og lét veikindin ekki aftra sér eins lengi og henni var unnt. Á kveðjustundinni koma ótelj- andi minningar upp í huga okk- ar. Fyrsta verk mömmu á hverj- um morgni var að gera líkamsæfingar heima við. Hún stundaði einnig sund af kappi í sundlaugum bæði nær og fjær, fór í líkamsrækt í Hress og naut hverskyns útivistar. Hún og pabbi klifu fjöll, stunduðu skíða- íþróttina, ferðuðust um landið þvert og endilangt, oft með allan farangurinn á bakinu, og óðu læki og óbrúaðar ár. Mamma vildi vera á Íslandi yfir hásum- arið og njóta íslenskrar náttúru en þau pabbi voru einnig dugleg að ferðast út fyrir landsteinana. Þau fóru bæði í sólarlandaferðir og um langt skeið árlega á skíði erlendis, aðallega í Alpana og nokkrum sinnum í Klettafjöllin. Þau voru í góðu sambandi við vinahópinn og voru þátttakend- ur í skemmtilegu skíðafélagi sem hafði lengi aðsetur í Eld- borgargili í Bláfjöllum, með eig- in traktorknúnar kaðallyftur. Mamma lét kulda og vosbúð í útivist og ferðalögum aldrei á sig fá, en hún kunni þó sér- staklega vel við sig í sól og hita og naut þess að liggja í sólríku skoti í garðinum í Kvíholtinu, lesandi blöð, borðandi ávexti og t.d. kex með kotasælu og peru- sneiðum, hlustandi á útvarp. Mamma naut þess einnig mjög að útbúa og borða góðan og hollan mat. Mamma var við stjórnvölinn á heimilinu og sá til þess að þar var allt hreint og snyrtilegt, og allt ávallt í röð og reglu jafnt innan sem utan dyra. Hún var hagsýn í innkaupum og var greinilegt að hún nýtti hús- mæðramenntunina til fulls. Hún var mjög dugleg og rösk til verka og gat sinnt mörgu í einu og stundum svo að okkur börn- unum fannst meira en nóg um. Við höfum mömmu margt að þakka. Hún innrætti okkur, bæði með orðum og gerðum, mikilvægi heilbrigðs lífernis, lík- amsræktar, hverskyns útivistar og fjölbreytileika og hollustu viðvíkjandi næringu og matar- gerð . Hún var einnig dugleg að fara með okkur á listviðburði. Mamma innrætti okkur að hugsa ávallt til framtíðar og greyptist það viðhorf mjög sterkt í huga sumra okkar. Þeg- ar litið er yfir lífshlaup mömmu sést að hún kunni einnig vel að njóta líðandi stundar. Elsku mamma, hvíldu í friði og hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst okkur. Þín Birna, Ólafur (Óli) og Snorri. Sólveig (Ollý) Ásgeirsdóttir tengdamóðir mín og amma barna okkar Snorra var einstak- lega kraftmikil kona. Hún var dugleg húsmóðir og dugleg að rækta líkama sinn ásamt því að verja tíma með vinum sínum. Sólveig elskaði íslenska nátt- úru og vildi hvergi annars stað- ar vera að sumri til. Hún var sérlega dugleg við að fara í göngur og á skíði og fátt vissi hún betra en sund og heitan pott. Sólveig var mér fyrirmynd í tengslum við hvers kyns útivist, þar á meðal skíði, og hún var einnig fyrirmynd mín í fjármál- um. Hún ræddi töluvert um fjárfestingar og hlutabréf, sem var óvenjulegt fyrir konur á þessum tíma, og varð þannig mín fyrirmynd í slíkum málum. Þegar ég hugsa um Ollý verð- ur mér hugsað til útivistar og náttúru og svo matar en hún hafði mikinn áhuga á mat, mat- argerð og hollustu. Einkum og sér í lagi verður mér hugsað til ríkulegs morgunverðar um helg- ar og er það siður sem við fjöl- skyldan höfum tekið upp frá henni. Ég vil þakka Ollý fyrir stuðn- ing hennar og þeirra hjóna við okkur þegar við fjölskyldan fengum stórt verkefni fyrr á ár- um. Með kærri þökk fyrir sam- fylgdina elsku Ollý. Þín tengdadóttir, Halla Jónsdóttir. Sólveig Ásgeirsdóttir Þá er vorið að koma, heyrðist fólk segja hvert við ann- að, við vorum líka vongóð. En skyndilega var eins og þessi von væri kæfð í fæðingu, og okkur leið eins og það hefði komið tilkynning frá æðri mátt- arvöldum: „vorinu er aflýst um óákveðinn tíma“ því hún Unnur okkar fór frá okkur fyrir fullt og allt aðfaranótt 14. apríl. Aðeins nokkur orð um kynni okkar af Unni Ernu, við kynn- umst henni og Óla 1978, og þá strax tókst með okkur góð vin- Unnur Erna Hauksdóttir ✝ Unnur ErnaHauksdóttir fæddist 31. janúar 1955. Hún andaðist 14. apríl 2015. Útför hennar var gerð 24. apríl 2015. átta, ásamt Huldu systur hennar sem bjó í sama húsi og við. Við fórum í margar útilegur næstu sumur, en svo leið oft langur tími milli þess að við komum saman, en hin síðari ár tengdumst við æ betur gegnum golf- ið, og áttum margar ánægjustundir á golfvellinum og utan hans. En það er vafalaust að bera í bakkafullan lækinn að tíunda kostina hennar Unnar, því þá þekkja allir sem kynntust henni. Það var aðdáunarvert að fylgjast með samskiptum þeirra hjóna, því ávallt skein í gegn ást og gagnkvæm umhyggja þeirra hvors fyrir öðru í öllum þeirra samskiptum. Elsku Óli, Begga, Valdi, Sunn- eva og aðrir ástvinir, við eigum ekki nógu sterk orð til að lýsa söknuði okkar og sorg yfir að hafa misst þessa yndislegu konu og vin, í blóma lífsins, hláturinn hennar, kímni og orðheppni mun fylgja okkur öllum sem kynntust henni, um ókomin ár. Hún skildi eftir ljós í lífi okkar allra sem mun ekki slokkna með- an við lifum. Sjöfn Sóley og Rögnvaldur. „Hættu ekki að hugsa um morgundaginn“ er þýðing á titli á vinsælu lagi frá árinu 1977. Mér datt þessi laglína í hug nú þegar ég minnist vinkonu minn- ar, Unnar Ernu Hauksdóttur. Leiðir okkar Unnar lágu sam- an heima í Smáíbúðahverfinu þar sem við lifðum okkar æskuár og þann tíma sem mótaði okkur til framtíðar. Hún kom úr stórum hópi systkina sem óneit- anlega setti sinn svip á þetta barnmarga hverfi á árunum 1960-1980. Unnur var kröftug og kjörk- uð, lífsglöð og létt í lund og hafði meðfæddan sjarma og húmor sem smitaði út frá sér. Ferðir okkar á skemmtistaði borgarinn- ar – Klúbbinn, Sigtún og Broad- way, í góðra vina hópi eru ógleymanlegar og bjartar í minningunni. Í öllum sínum athöfnum var Unnur drífandi, atorkusöm og ráðagóð. Hún tengdist á ung- lingsárum lífsförunaut sínum, Ólafi Erni Valdimarssyni, bönd- um sem héldust til hinsta dags. Þau urðu bráðung foreldrar og öxluðu þannig snemma þá ábyrgð sem fjölskyldulífi fylgir. Fjölskyldan stækkaði og börnin döfnuðu og urðu að nýtum þegn- um og samheldnin og gagnkvæm umhyggja er þeim og þeirra börnum í blóð borin. Í störfum sínum og á vinnu- stöðum var Unnur vel liðin enda með frábæra athyglisgáfu, verk- fús og vinnusöm. Við Unnur áttum mjög vel skap saman og vináttan varð enn traustari eftir því sem árin liðu. Saman gátum við hlegið út í eitt á góðum stundum og af ýmsu til- efni og þurfti ekki mikið til. Það var stutt í smástelpuna hjá okk- ur. Sameiginlegar ferðir í ýms- um tilgangi innan lands og utan hnýttu böndin enn fastar. Sam- rekstur og uppbygging í félagi við aðra á Skálmardal vestra í áratugi var allur á ljúfasta máta í eindrægni og vináttu. Og loks verð ég að minnast á hina ynd- islegu íþrótt golfið sem Unnur kynnti mig fyrir og við nutum í botn. En golf felur í sér keppni, spennu, líkamsrækt, félagsskap og útiveru og færir iðkendum sí- fellt nýjar víddir í tilveruna. Í golfinu naut orkuboltinn Unnur sín allt til síðustu stunda. Í veikindum sínum og allri meðferð við þeim sýndi Unnur hvað í henni bjó og þar var svo sannarlega hugsað um morgun- daginn og framtíðina: Dagurinn á morgun yrði betri en dagurinn í dag og heimurinn brosir. Þann- ig var Unnur: bjartsýn og já- kvæð og alltaf með trúna á bat- ann á næsta leiti og hugann við verkefni morgundagsins. Unnur var frábær félagi og sannur vinur sem forréttindi voru að eiga að. Ég sakna henn- ar. Við Gústi erum með hugann hjá Óla og börnunum og þeirra fjölskyldum og vottum þeim alla okkar samúð á erfiðri stund. Blessuð sé minning Unnar Ernu Hauksdóttur. Margrét (Gréta). ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.