Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Verð frá659.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar *Verð án Vildarpunkta 669.900 kr. Fararstjóri er Jón Karl Einarsson VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair Sigling umAsíu 3. - 25. október PEKING-S.KÓREA- JAPAN-VIETNAM-SINGAPORE Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Nær ein af hverjum sex fjölskyldum í landinu greiðir engan beinan skatt eftir að tekið hefur verið tillit til bóta, frádráttarliða o.fl. Á árinu 2013 greiddu 18% tekjulægstu fjölskyldn- anna engan skatt en hlutfallið var 19% á árinu 2012. Þetta kemur fram í nýrri úttekt á skattbyrði fjöl- skyldna í Tíund, fréttariti Ríkis- skattstjóra. „Íslendingar búa við stighækk- andi skatt. Hvort sem litið er til krónutölu eða til- tölu greiða tekju- lágir lægri skatta en þeir sem hafa meira umleikis. Stór hluti lands- manna greiðir enga beina skatta en á móti vegur að lítill hluti landsmanna greiðir stóran hluta þeirra skatta sem lagðir eru á einstaklinga á hverju ári,“ segir í grein Páls Kol- beins, rekstrarhagfræðings hjá Rík- isskattstjóra, í Tíund. Bendir hann á að tekjuhæsta tíund fjölskyldna hér á landi var með 32,8% heildartekna allra einstaklinga í landinu á árinu 2013. Þessar fjöl- skyldur greiddu 44,7% samanlagðra skatta á árinu. Næsthæsta tíund tekjuhæstu fjölskyldnanna var með 18% heildartekna allra fjölskyldna í landinu og skattgreiðslur þessa hóps voru 20,1% af heildarskattgreiðslum. „Árið 2013 voru 10% fjölskyldna með meira en 13.009.131 kr. í tekjur. Samanlagt voru þessar fjölskyldur með 372,8 milljarða í heildartekjur. Þessi 18.531 fjölskylda var með tæp- an þriðjung tekna einstaklinga í landinu og greiddi 117,5 milljarða í tekju- og eignarskatta sem var um 44,7% álagðra skatta,“ segir í grein- inni. Bent er á að lítil breyting hafi orðið á þessu milli áranna 2012 og 2013. „Eitt prósent fjölskyldna var með meira en 27.542.360 kr. í tekjur. Þessar 1.853 fjölskyldur voru með 7,6% tekna og greiddu 11,5% skatta í landinu,“ segir í greininni í Tíund. Fram kemur að á hinn bóginn voru 92.700 fjölskyldur með minna en 4.311.627 kr. í tekjur á ári. „Þessar fjölskyldur voru með tæpa 202,5 milljarða í tekjur og greiddu 20,7 milljarða í skatta. Helmingur fjöl- skyldna var með 17,8% tekna og greiddi 7,9% skatta. Árið 2012 var helmingur landsmanna með sama hlutfall tekna en þá greiddi þessi helmingur um 7,6% beinna skatta í landinu.“ Heildartekjur í neðri helmingi tekjustigans hækkuðu um 5,7 millj- arða, eða um 2,9% að raungildi, á milli áranna 2012 og 2013. Skattarnir hækkuðu um 1,6 milljarða. Tekjur í efri helmingi skattstigans jukust um tæpan 25,1 milljarð eða 2,8% að raun- gildi og skattarnir um 9,9 milljarða, eða 4,3%. Sé litið yfir lengra tímabil og öllum fjölskyldum í landinu raðað í vaxandi röð eftir tekjum og skattur hvers og eins reiknaður kemur fram að þeir sem eru með lágar tekjur greiða lægra hlutfall tekna í skatta en þeir sem eru með háar tekjur en á síðustu tveimur áratugum hefur skattbyrði flestra tekjuhópa í þjóðfélaginu þyngst. „Skattbyrði þeirra sem voru lægstir í tekjuröðuninni jókst nokk- uð á 10. áratugnum þegar tekjur juk- ust í þjóðfélaginu og gildi afslátta og bóta minnkaði. Skattbyrði tekju- hæstu fjölskyldnanna jókst í upphafi annars áratugar þessarar aldar þeg- ar fjármagnstekjur minnkuðu á sama tíma og fjármagnstekjuskattur var hækkaður,“ segir í greininni. Ólík tekjuskipting og misþung skattbyrði  92.700 fjölskyldur með minna en 4.311.627 kr. í tekjur á ári  1.853 voru tekjuhæstar með yfir 27,5 milljónir í árstekjur Morgunblaðið/Kristinn Laun og skattar Í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra, er bent á að flókið samspil tekna, frádráttar, ívilnana, skatt- hlutfalls, afslátta og bóta hefur áhrif á hversu stóran hluta tekna hver einstaklingur og fjölskylda greiða í skatt. Tekjur og skattar fjölskyldna 2013 Fjöldi fjölskyldna Heildartekjur Skattar samtals 100% 80% 60% 40% 20% 0% Heimild: Tíund fréttablað Ríkisskattstjóra Óveruleg breyting varð á tekjuskiptingu og skattbyrði á milli áranna 2012 og 2013. Tekjuhæsta tíund fjölskyldna var með 32,8% heildartekna einstaklinga í landinu árið 2013. Hlutur samsvarandi tíundar árið 2012 var 32,5%. Tíundin greiddi 44,7% í skatta árið 2013, saman borið við 44,9% árið 2012. Hlutur þessarar tíundar í tekjum var 0,3% meiri en hlutur hennar í sköttum var 0,2% minni. Hlutur tekjuhæsta fimmtungs fjölskyldna í heildartekjum jókst hins vegar um 0,1% en hlutur þeirra í sköttum minnkaði um 0,5%. 11-20 31-40 51-60 71-80 91-1001-10 21-30 41-50 61-70 81-90 10% 32,8% 47,7% 20,1% 12,9% 10% 18,0% 13,3% 10% Páll Kolbeins Góður árangur hefur verið af heim- ild ríkisskattstjóra til að stöðva ólöglegan atvinnurekstur með at- beina lögreglu á grundvelli stað- greiðslu- og virðisaukaskattslaga. Embættið hefur haft þessa heimild í tvö ár og nú sinna tveir til þrír starfsmenn þessu verkefni. Þetta kemur fram í grein Sigurðar Jens- sonar, sviðsstjóra eftirlitssviðs rík- isskattstjóra, í Tíund, fréttablaði embættisins. „Á árunum 2013 og 2014 voru skrifuð um 470 leiðbeinandi tilmæli til rekstraraðila. Þar af sinntu um 70 aðilar í fyrstu ekki tilmælunum í fyrstu skrefunum og hófst þá lok- unarferli gagnvart þeim. Þegar upp var staðið voru einungis fimm tilvik þar sem kom til þess að starfsstöð við- komandi var inn- sigluð með at- beina lögreglu. Þetta sýnir í hnotskurn þann árangur sem úr- ræði sem þessi skila, en á þess- um árum var ein- ungis horft til launaþátta því úr- ræðin tóku einvörðungu til þessa. Með nýjum úrræðum í virðisauka- skattslögunum verður hægt að taka mun fleiri atriði í skattskilum rekstraraðila fastari tökum en áð- ur,“ segir í greininni. Komið hefur í ljós ákveðið ójafn- vægi á milli þeirra sem hafa fastar starfsstöðvar og atvinnurekstrar þar sem engin föst starfsstöð er fyr- irliggjandi. Bendir Sigurður á að til að hægt sé að sinna þeim aðilum með sambærilegum hætti sem ekki hafa fasta starfsstöð hefur ríkis- skattstjóri, í samstarfi við lögreglu, kannað möguleika þess að stöðva slíkan atvinnurekstur. Fyrir liggi drög að verklagsreglum sem fljót- lega verði farið að vinna eftir. Fel- ur það m.a. í sér að launamönnum og verktökum sem starfa fyrir þann rekstraraðila sem stöðvun at- vinnurekstrar beinist að sé óheimilt að starfa fyrir hann á grundvelli fyrirmæla lögreglu að viðlögðum sektum. Jafnframt er lögreglu heimilt að innsigla tæki og tól og eftir atvikum efni sem tilheyrir við- komandi. omfr@mbl.is Fimm fyrirtæki innsigluð með atbeina lögreglu Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Það er athyglisvert að 9.436 af 31.961 fyrirtæki, sem búið var að skila skattframtali um miðjan mars- mánuð, voru ekki með neinar rekstrartekjur. Það er tæpur þriðj- ungur félaga,“ segir í nýrri grein í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra, þar sem farið er ítarlega yfir fram- töl og niðurstöður álagningar á fyr- irtæki og aðra lögaðila. Páll Kolbeins, rekstrarhagfræð- ingur og höfundur greinarinnar, bendir á í skýringu á þessu að á undanförnum árum hafi fjárfestingarfélögum eða eign- arhaldsfélögum fjölgað mikið og þessi félög hafi flest hver aðallega tekjur af vöxtum, arði eða geng- isbreytingum. „Af 31.961 fyrirtæki sem hafði skilað skattframtali vegna rekstr- arársins 2013 um miðjan mars sl. er athyglisvert að rúmur helmingur, eða 16.420 fyrirtæki, greiddi hvorki laun né launatengd gjöld á árinu en 7.213 þeirra voru þó með rekstrar- tekjur. Tekjurnar hafa þá bersýni- lega orðið til af sjálfu sér, sem er nýlunda,“ segir m.a. í greininni. 15.223 fyrirtæki með hagnað Rekstrarhagnaður fyrirtækja minnkaði skv. framtölum talsvert milli áranna 2012 og 2013 og rekstr- artap jókst. Árið 2013 var hagnaður af rekstri 15.223 félaga. Saman- lagður hagnaður þessara félaga var tæpir 598 milljarðar. Á hinn bóginn var tap af rekstri 14.492 félaga og 2.209 félög voru rekin á núlli. Það var því hagnaður af rekstri tæps helmings eða 48% félaga,“ segir í grein Páls. Á árinu 2012 var rekstrarhagn- aður 1.186 milljarðar kr. og minnk- aði hann um 588 milljarða á milli ára, eða um 49,6%. Á sama tíma jókst rekstartap félaga um 70 millj- arða að raunvirði að því er fram kemur og fór úr 153 milljörðum í 224 milljarða en minnt er á að árið 2012 var óvenjulegt fyrir þær sakir að þá varð stór hluti rekstrartekna til vegna leiðréttinga nokkurra fjár- málafyrirtækja m.t.t. ársreikninga. Í umfjöllun um skuldir fyrirtækja og eigið fé segir meðal annars að frá árinu 2000 og til 2007 jókst eigið fé fyrirtækja um 10.034 milljarða en þessi eign þurrkaðist út þegar eign- ir féllu í verði á sama tíma og skuld- ir hækkuðu. „Árið 2009 voru skuldir 4.416 milljörðum hærri en eignirnar en síðan þá hefur gengið saman með eignum og skuldum um 2.988 millj- arða. Skuldir eru enn 1.432 millj- örðum meiri en eignirnar,“ segir í úttektinni í Tíund. Eignir og skuldir falla í verði Yfirlitið sýnir þá miklu breytingu sem orðið hefur frá því kreppan reið yfir. Frá árinu 2008 hafa eignir og skuldir fallið í verði ár frá ári. Fram til ársins 2010 féllu eignir um 9.520 milljarða á sama tíma og skuldirnar minnkuðu um 6.671 milljarð. Skuld- ir voru þá 4.262 milljörðum hærri en eignir. Á árunum 2010 til 2013 lækk- uðu skuldir svo hraðar en eignirnar, eignirnar um 5.029 milljarða á sama tíma og skuldir hafa lækkað um 7.854 milljarða. Efnahagsreikningur fyrirtækj- anna hefur því dregist mikið saman á umliðnum árum. Úttektin í Tíund leiðir í ljós að þau fyrirtæki sem áttu fyrir skuldum áttu samtals 5.157 milljarða í eigið fé í árslok árið 2013. „Þau fyrirtæki sem skulduðu meira en þau áttu skulduðu 6.595 milljarða umfram eignir árið 2013,“ segir í greininni. Tæpur helmingur félaga með hagnað Þróun eigna og skulda fyrirtækja 1997 20052001 20091999 20072003 20111998 20062002 20102000 20082004 2012 2013 4.500 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 Eignir Skuldir Heimild: Tíund fréttablað Ríkisskattstjóra Skuldir jukust eins og eignir en þó ívið meira en þær. Frá árinu 2001 til 2007 rúmlega sexfölduðust eignir og skuldir fyrirtækja. Árið 2008 féllu eignir í verði um 13,1% á sama tíma og skuldir jukust um þriðjung, en frá þeim tíma hafa eignir og skuldir fallið. Fyrst féllu eignir mun hraðar en skuldir en síðustu þrjú árin hafa skuldir lækkað hraðar en eignir og neikvætt eigið fé hefur minnkað.  14.492 fyrirtæki í tapi árið 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.