Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 65
UMRÆÐAN 65 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Komdu og skoðaðu notaða húsbíla. Léttar veitingar í boði. Mikið úrval. Verð frá kr. 4.400.000. Ekki láta þetta tækifæri framhjá þér fara. ÚRVALS BÍLAR Á FRÁBÆRU VERÐI 25. apríl - 26. apríl kl. 11:00 - 16:00 Reykjanebæ | Sími 420 0400 notaðir húsbílar T il sölu Bolafótur 1 Njarðvík Reykjanesbær (isl) 7767600 (eng) 7817600 KAU PAU KI FYL GIR ÖLL UM SEL DUM BÍLU M Magnús Carlsen er aftursestur að tafli og held-ur uppteknum hætti aðveita ráðningu kunn- ingjum sínum í efstu sætum heims- listans. Viðkomustaður hans á þess- ari mögnuðu sigurgöngu er nú borgin Shamkir í Asderbadsjan þar sem tíu manna mót stendur yfir og lýkur um helgina. Mótið er haldið til minningar um dáðan stórmeistara Asera, Vugar Gashimov. Eftir sex umferðir er Magnús efstur með 4 ½ vinning, næstur er Filippseying- urinn Wesley So með 4 vinninga, í 3. sæti er Anand með 3 ½ vinning, Ca- ruana og Mamedyarov eru í 4. – 5. sæti með 3 vinninga; í 6. – 9. sæti með 2 ½ vinning eru Kramnik, Mamedov, Vachier-Lagrave og Giri. Lestina rekur svo Michael Adams með 2 vinninga. Þó mótið sé aug- ljóslega vel skipað vantar nokkra toppmenn, t.d. Nakamura og Aronj- an. Magnús hefur eins og áður hefur komið fram verið óútreiknanlegur hvað byrjanaval snertir. Á því hefur Caruana fengið að kenna undan- farið. Ítalinn hvíldi kóngspeðið í skák þeirra í þriðju umferð. Gegn drottningarpeðsbyrjun kaus Magn- ús að tefla grjótgarðsafbrigði hol- lensku varnarinnar og vann örugg- lega. Þessi byrjun sem kom mikið við sögu í heimsmeistaraeinvígi Botvinniks og Bronsten árið 1951, komst aftur í tísku áratugum síðar eða uppúr 1985. Þá var „grjótgarð- urinn“ aftur farinn að bíta og skák- menn á borð við Artur Jusupov, Ni- gel Short og Simen Agdestein beittu þessari byrjun við hvert tæki- færi. Einfaldasta starategía hvíts hefur löngum verið talin sú að ná fram uppskiptum á svartreita biskupunum og tefla síðan upp á hægfara þrýsting á drottning- arvæng og miðborði. Eitthvað fór að halla undan fæti hjá helstu merk- isberum grjótgarðsins; og sumir gerðust afhuga uppbyggingu sem býður uppá þungaflutninga og skotgrafahernað. En sagan endurtekur sig alltaf – líka í skákinni. Samt er eins og Magnús Carslen veki skyndilega upp gamlan draug. Fyrr árinu beitti hann grjótgarðinum gegn Anand og vann á skákmóti í Þýskalandi. Nú var komið að Caruana: Fabiano Caruana – Magnús Carl- sen Hollensk vörn 1. d4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 e6 4. c4 c6 5. Rf3 d5 6. O-O Bd6 7. b3 De7 Leikur Jusupovs, svartur hindrar uppskipti á svartreita biskupum að hætti Botvinniks með – Ba3. 8. Bb2 b6 9. Re5 Bb7 10. Rd2 O-O 11. Hc1 a5 Þekkt úr skákum níunda áratug- arins og mikilvægur þáttur í upp- byggingu svarts, drottningarridd- arinn stendur best á a6. 12. e3 Ra6 13. Rb1 Bxe5!? Þriðja vers. Svartur gerir best í að losa sig við þennan riddara. 14. dxe5 Re4 15. De2 a4 16. Rc3 axb3 17. axb3 Db4 18. Rxe4 dxe4 19. Dc2 Rc5 20. Bc3 Dxb3 21. Dxb3 Rxb3 22. Hb1 Rc5 23. Hxb6 Ra4 24. Hxb7 Rxc3 25. He7 Hfe8 26. Hxe8 Hxe8 27. Ha1 Hd8 28. Bf1 c5 29. Ha3 Rb1 30. Ha1 Rd2 31. Be2? Betra var 31. Kg2. 31. … Rf3+! 32. Bxf3 exf3 33. h3 h5 34. g4 fxg4 35. hxg4 h4 36. Kh2 Hd2 37. Kh3 g5 38. e4 Leggur lúmska gildru fyrir Magnús, 38. … Hxf2 blasir en hvít- ur á svarið 39. Ha8+ Kf7 40. Ha7+ Ke8 41. He7+! og eltir síðan kóng- inn eftir 7-reitaröðinni. Hirði kóng- urinn hrókinn er hvítur patt! 38. … Hd4! Eftir þetta falla hvítu peðin eins og flugur. 39. Ha8 Kf7 40. Ha3 Hxc4 41. Hxf3 Ke7 42. He3 Hd4 43. f3 c4 44. Ha3 Hd3 45. Ha7 Kd8 46. Kg2 c3 47. Ha4 c2 48. Hc4 Hd2 49. Kh3 Kd7 50. Hc5 Hf2 51. f4 Hf3 52. Kh2 Hxf4 – og Caruana gafst upp. Magnús Carlsen á sigurbraut í Aserbadsjan Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Grjótgarður Magnús Carlsen við upphaf skákarinnar gegn Caruana. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. - með morgunkaffinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.