Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 63
63 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Verðandi slökkviliðsmenn Sýning Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu veður formlega opnuð í Ráðhúsinu í Reykjavík í dag en þau sem erfa munu landið fengu forskot á sæluna í gær. Árni Sæberg Landsvirkjun er fimmtíu ára í ár. Fyr- irtækið var stofnað ár- ið 1. júlí árið 1965, í kringum byggingu Búrfellsvirkjunar. Þessar framkvæmdir báru vott um stórhug og framsýni, enda er virkjun þess eðlis að afraksturinn kemur oft ekki í ljós fyrr en að mörgum árum liðnum. Það er mikilvægt að horfa til fram- tíðar og það er grunnurinn að öllum framförum. Uppbygging Lands- virkjunar hefur alltaf snúist um framtíðina. Við hjá Landsvirkjun erum stolt af þessari arfleifð og staðráðin í að halda henni við. Það er okkar hlut- verk að horfa fram á veginn og búa í haginn fyrir afkomendur okkar með því að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trú- að fyrir, með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Við stöndum á ákveðnum tíma- mótum, á þessu hálfrar aldar afmæli fyrirtækisins. Við stöndum á traust- um grunni þeirrar miklu uppbygg- ingar sem hefur átt sér stað á þess- um fimmtíu árum. Þessi mikla uppbygging hefði aldrei verið mögu- leg án þess að byggð hefðu verið upp farsæl viðskiptasambönd við fjölmörg erlend stórfyrirtæki sem hafa ákveðið að setja upp starfsemi hér. Traustur fjárhagur Við sjáum þennan trausta grund- völl Landsvirkjunar birtast í af- komu hennar og efnahagsreikningi, en á árinu 2014 nam hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði 19 millj- örðum króna. Eignir umfram skuld- ir nema nú rúmum 230 milljörðum króna og eiginfjárhlutfallið er tæp- lega 40%. Það hefur ekki verið hærra frá upphafsárum Landsvirkj- unar og fjárhagsstaða fyrirtækisins batnar með hverju árinu sem líður. Annar mælikvarði, sem okkur er tamt að líta til, er svokölluð fjármunamyndun í rekstri fyrirtækisins: Það sem við höfum til ráðstöfunar eftir að við erum búin að greiða allan rekstrarkostnað og vaxtakostnað Landsvirkjunar. Á síð- ustu fimm árum hefur fjármunamyndunin numið rúmum 140 milljörðum króna: Fjárfestingar í orkumannvirkjum rúmum 60 millj- örðum og niðurgreiðsla skulda rúm- um 80 milljörðum króna. Dregið úr áhættu Afkoma Landsvirkjunar mun áfram ráðast að miklu leyti af þróun álverðs, vaxta og gjaldmiðla, en við höfum að undanförnu unnið mark- visst að því að draga úr áhættu sem tengist þessum þáttum og ánægju- legt er að sjá þess merki í rekstri fé- lagsins. Aukin eftirspurn er komin til að vera Vísbendingar eru um að markaðs- umhverfið sé að verða Landsvirkjun enn hagfelldara. Spurn eftir orku fer sívaxandi í heiminum og raf- orkuverð fer hækkandi. Þessi aukna eftirspurn gefur vísbendingar um að við getum í framtíðinni haldið áfram að greiða niður skuldir og fengið aukið svigrúm til þess að greiða eig- endum okkar arð. Í markaðsstarfi okkar höfum við orðið vör við aukinn áhuga frá stærri og breiðari hópi fyrirtækja en áður, úr fjölbreyttari iðn- greinum. Þessi aukna eftirspurn hefur m.a. haft þá ánægjulegu birt- ingarmynd að raforkuverð til iðn- aðar hefur hækkað umtalsvert með nýjustu samningum fyrirtækisins. Þetta nýja ástand, þar sem eft- irspurn er meiri en framboð, er komið til að vera og því fylgja nýjar áskoranir. Ef þróun á alþjóðlegum raforkumörkuðum verður eins og spáð er og ef vel tekst til í rekstri Landsvirkjunar, mun afkoma fyr- irtækisins og arð- og skattgreiðslur hafa mjög jákvæð áhrif á lífskjör Ís- lendinga. Við erum í öfundsverðri stöðu Við Íslendingar erum orðnir svo góðu vanir að okkur hættir til að taka auðlindum okkar sem sjálf- sögðum hlut. Við eigum líka til að gleyma því að öll orka sem við fram- leiðum hérna er endurnýjanleg. Vatnið sem rennur til sjávar og knýr túrbínurnar okkar á leiðinni gufar upp og snýr aftur upp á hálendið þar sem hringrásin hefst á ný. Útlendingar horfa margir hverjir öfundaraugum á okkur. Í Banda- ríkjunum og innan Evrópusam- bandsins er lögð höfuðáhersla á að auka hlut endurnýjanlegrar orku í orkuframleiðslunni, enda hafa aðrir orkugjafar – jarðefnaeldsneyti og kjarnorka, svo dæmi séu tekin – ýmsa ókosti í för með sér fyrir sam- félag og umhverfi. Við hjá Lands- virkjun erum farin að finna fyrir því að þessi kostur – að orkan sé end- urnýjanleg – er orðinn eftirsóttur í sjálfum sér hjá erlendum aðilum. Það er einnig til marks um breytt umhverfi á markað fyrir raforku í heiminum, að víðs vegar er orku- öryggi í hættu. Sem dæmi má nefna Bretland, en þar fækkar nú óðum kolaorkuverum, um leið og eft- irspurn eftir orku eykst. Þetta hefur gert að verkum að geta raforkukerf- isins í Bretlandi til að mæta sveifl- um í eftirspurn hefur minnkað mjög. Bretar hafa mikinn áhuga á því að gera langtíma samninga um orkukaup og breska ríkisstjórnin hefur þegar gert samninga við fjöl- marga aðila sem tryggja ákveðið aukagjald fyrir afhendingaröryggi. Þeir líta svo á að um þjóðaröryggi sé að tefla. Áhugaverður viðskiptavinur Sæstrengur er mögulega mjög áhugaverður viðskiptavinur fyrir fyrirtækið. Fyrir liggur að í boði gæti verið umtalsvert hærra orku- verð en nemur meðalverði Lands- virkjunar, þannig að um er að tefla mikla fjárhagslega hagsmuni fyrir fyrirtækið og þjóðina alla. Með tengingu við aðra markaði gæfist okkur kostur á að nýta þá umfram- orku sem óhjákvæmilega er til stað- ar í lokuðu raforkukerfi. Við mat á kostum og göllum sæstrengs er nærtækast að líta til reynslu Norð- manna, sem hafa góða reynslu af tengingu við Holland í gegnum lengsta sæstreng í heimi, NorNed- strenginn. Norðmenn hafa nú þrjá sæstrengi á teikniborðinu – tvo til Bretlands og einn til Þýskalands. Vissulega er ýmsum spurningum ósvarað þegar litið er til heildar- áhrifa þessarar framkvæmdar. Til að mynda þarf að tryggja leiðir til að raforkuverð til heimila hækki ekki umtalsvert og um leið þarf að búa svo um hnútana að samkeppn- isumhverfi iðnaðar á Íslandi sé tryggt. Viðskiptaforsendur ráða Það er mikilvægt að hafa í huga að sæstrengur er eins og hver annar viðskiptavinur og hvert annað tæki- færi í augum okkar. Við störfum á viðskiptalegum forsendum og ef góðir samningar nást um orkuverð sjáum við fram á stóraukna arðsemi af auðlindinni, í samræmi við það hlutverk Landsvirkjunar að há- marka afrakstur af þeim orkulind- um sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbæra nýtingu, verðmæta- sköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Orkuöryggi fyrir Íslendinga Ekki má gleyma því heldur að orkuöryggið virkar í báðar áttir og hægt verður að flytja orku frá Bret- landi til Íslands þegar þess gerist þörf. Við Íslendingar búum að mínu mati ekki við fullnægjandi orku- öryggi eins og staðan er núna. Eins og okkur er fullljóst getur fyr- irvaralaust brostið á með nátt- úruhamförum eða bilunum, auk þess sem við getum auðveldlega lent í þeirri stöðu að eftirspurn eftir orku verði meiri en framboðið, sér í lagi ef vatnsárið er í lakara lagi. Virðing við umhverfi er lykilatriði Framkvæmdir Landsvirkjunar hafa óhjákvæmilega umtalsverð áhrif á umhverfi, en við reynum eftir fremsta megni að draga úr neikvæð- um áhrifum og auka þau jákvæðu sem kostur er. Upp hefur safnast mikil reynsla hjá fyrirtækinu á þessu sviði og starfsfólk hefur þróað með sér mikinn metnað til að gera vel. Framkvæmdir við virkjun hefj- ast ekki fyrr en að undangengnum áratuga rannsóknum enda er fyrir hendi umfangsmikil löggjöf um þetta mikla samráðsferli sem felur m.a. í sér rammaáætlun og lögboðið umhverfismat. Við fögnum líka því virka aðhaldi sem við fáum frá hin- um ýmsu félagasamtökum og ein- staklingum sem er hugað um að vernda þau miklu verðmæti sem við eigum í íslenskri náttúru. Mikilvæg samskipti Landsvirkjun er í eigu þjóð- arinnar og við viljum eiga opin og góð samskipti við alla sem sýna starfsemi okkar áhuga. Ég vil því hvetja Íslendinga til að mæta á op- inn ársfund okkar á fimmtugasta af- mælisári Landsvirkjunar, sem hald- inn verður í Hörpu þriðjudaginn 5. maí næstkomandi. Eftir Hörð Arnarson » Það er okkar hlut- verk að horfa fram á veginn og búa í haginn fyrir afkomendur okkar með því að hámarka af- rakstur af þeim orku- lindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálf- bæra nýtingu, verð- mætasköpun og hag- kvæmni að leiðarljósi. Hörður Arnarson Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Verðmæti til framtíðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.