Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 66
66 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 VINNINGASKRÁ 51. útdráttur 24. apríl 2015 529 9669 21758 31180 43626 55283 64355 73379 874 9806 21894 31568 43684 55424 64452 73404 879 10250 22425 31746 43787 55647 64472 73658 1088 10295 22892 31996 44196 55937 64518 73900 1281 10417 23788 32623 44531 55992 64597 74056 1399 11104 23851 33023 44796 56049 64989 74339 2154 11234 24126 33112 44974 57109 65239 74495 2330 12133 25070 33339 44985 57396 65334 74562 2935 12287 25143 33907 45078 57451 65751 74675 3395 12869 25455 35112 46273 57471 66099 74964 3736 13934 25613 35225 46352 57517 66421 74970 3895 14359 26134 35337 47319 57994 66824 75811 4043 15268 26275 35592 48306 58220 66903 76126 4122 15359 26349 35967 48384 58543 67047 76148 5392 15836 26444 36048 48417 58788 67069 76449 5725 15939 26465 37265 48528 59409 67348 76671 6252 16513 26507 37454 48770 59426 67397 76962 6309 16630 26624 37750 48779 59634 67526 77003 6457 17279 26774 37851 49736 59891 68267 77102 6809 17888 26942 38266 50117 60426 68302 77285 6849 18176 27394 39083 50147 61123 69182 77500 7995 18390 27662 39277 50594 61576 69739 77749 8509 18470 27809 39316 51816 62087 71973 78401 8740 18699 27836 40863 51984 62104 71979 78638 8803 18739 27898 42213 52279 62174 72031 78647 8808 18742 28388 42385 52468 62399 72412 79153 9193 18952 28655 42543 52776 62663 72625 9245 18995 28935 42743 53700 62848 72676 9353 19028 29829 42826 54138 63297 72800 9371 20361 29859 42933 54189 63557 72874 9448 21443 31110 43027 54274 63669 72940 9499 21717 31173 43247 54576 63920 73047 32 10472 19179 26540 34377 46484 54055 67097 1760 11008 20031 26744 35020 47199 54432 70251 3081 11701 20536 28640 36257 47322 56071 70455 4186 11893 20830 28762 36814 47534 56312 71085 4477 13080 21631 29467 37081 47636 57872 72148 5295 15108 21864 30186 37312 48172 58007 75062 5999 15136 22383 30752 38293 48175 58824 75399 6276 15146 22506 31384 43432 48512 60056 77890 7137 15174 23192 32342 44631 50037 61085 79840 7525 15999 23561 32441 45197 52175 63500 7872 16556 23787 32458 46199 52587 64490 8196 17521 24585 33585 46241 52960 64493 8304 18331 24790 33981 46461 53194 65716 Næsti útdráttur fer fram 30. apríl 2015 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 11283 23536 24180 52364 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 251 13896 33556 47149 60990 62092 6155 20583 33801 50502 61251 67447 9673 27254 38943 52338 61734 70450 11158 33115 41789 56774 61882 72252 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 7 1 3 8 Þegar ég á minni þingtíð barðist gegn innleiðingu bjórsins þá var ætíð allgóður meiri- hluti alþingismanna sem hafði allan vara á sér varðandi það að leyfa bjórinn. Það fóru oft fram umræður með og móti og svo ég nefni nöfn þá voru þar til andstöðu menn sem rökstuddu vel afstöðu sína eins og Stefán Valgeirsson, Sverrir Hermannsson, Svavar Gests- son og Karl Steinar Guðnason svo einhverjir séu nefndir, en máski er Oddur Ólafsson, fv.yfirlæknir Reykjalundar, mér hvað minnisstæð- astur, sem hrakti ýmsar þær bábilj- ur, sem hafðar voru í frammi, með hógværri rökfestu sinni. Þar vitnaði hann ásamt fleirum í heilbrigð- isstofnanir á heimsvísu sem allar vör- uðu við og töldu aukningu augljósa með tilheyrandi vanda. Í kosning- unum 1987 myndaðist meirihluti andvaraleysisins á Alþingi og þessi „blessun“ var samþykkt, „blessun“ sem margtuggið er að hafi bætt stór- lega áfengismenningu okkar. Hinu er þá gleymt sem skiptir þó öllu máli, að áfengisneyzla stórjókst og er orð- in óhugnanlega nálægt ýmsum þeim þjóðum þar sem hömluleysið er ein- kennið. Dæmin frá Bretlandi og Frakklandi, að ekki sé um Rússland talað, ættu að vera okkur til viðvör- unar þar sem áfeng- isneyzla er talin eitt- hvert alversta heilbrigðisvandamálið svo til hreinna vand- ræða horfir. En þegar þessar viðvör- unarbjöllur hringja sem ákafast þá rísa upp alþingismenn hér heima sem heimta meira böl af völdum áfengisins, trúlega til að komast nokkuð nærri þeim þjóðum sem áður eru taldar sem dæmi um þær þjóðir sem snúast nú til varnar gegn váboðanum. Það andvaraleysi er ótrúlegt þegar gengið er gegn öllum heilbrigðismarkmiðum, hvort sem litið er til yfirlýstrar stefnu íslenzkra stjórnvalda eða til alþjóðlegra heil- brigðisstofnana sem telja aukið að- gengi að áfengi beina ávísun á enn meiri neyzlu, enn meira böl. Ég ætla rétt að vona að Alþingi sé ekki svo heillum horfið að samþykkja þessi býsn, að ganga svo erinda hins grimma markaðar sem í þessum efn- um skeytir hvorki um skömm né heiður. En þegar þau orð eru viðhöfð á Alþingi af annars ágætum ráðherra að andstaða við hömluleysið sé „aft- urhald“ þá er skörin farin að færast upp í bekkinn. Ég hefi sem betur fer ekki heyrt því haldið fram áður að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sé einhver sérstök afturhaldsstofnun þegar hún varar eindregið við því aukna aðgengi að vímuefninu sem flytjendur frumvarpsins hafa sem æðsta boð og dirfast að nefna hið fagra orð frelsi sem bakhjarl sinn. En aðeins svo að ábendingu minni til Alþingis og þá sér í lagi hins ágæta forseta þess nú um stundir, Einars Kristins Guðfinnssonar: Ég var á dögunum að hlusta á þann mæta fræðimann doktor Rúnar Vilhjálmsson setja fram rök sín gegn frumvarpinu í ljósu máli og glöggu, varðað mikilli þekkingu og óhrekj- andi staðreyndum. Margt mætagott hefi ég lesið og hlýtt á sem mótrök við hinni blindu markaðshyggju í þessum efnum, en ég hefi tæpast áð- ur séð í svo stuttu og hnitmiðuðu máli fjallað um þetta mál og hefi jafn- vel trú á því að það gæti vakið hina andvaralausustu til nokkurrar um- hugsunar. Ég vildi því allra náð- arsamlegast beina því til þeirra í for- sætisnefnd Alþingis að þau fái doktor Rúnar til að halda erindi sitt fyrir þingheim og sýna um leið stað- reyndir máls á svo skýran máta að jafnvel þeir tregustu fái nokkuð af lært. Mættu menn þá nokkuð af nema. Mættu menn nokkuð af nema Eftir Helga Seljan »Dæmin frá Bretlandi og Frakklandi, að ekki sé um Rússland tal- að, ættu að vera okkur til viðvörunar Helgi Seljan Höfundur er fv. alþingismaður og form. fjölmiðlanefndar IOGT. Gott var að sjá, í síðustu viku, að al- þingismenn létu ekki bjóða sér að þurfa að ganga undir bandaríska fánann, sem blakti fyrir ofan dyrnar á veitingahúsi, sem sérhæfir sig í amerískum réttum. Eigendur staðarins skömmuðust sín og tóku flaggið niður. Þeir eru ekki eins skeleggir hérna í henni Ameríku. Tvær íslenzkar systur ráku veitingastaðinn „The Frosty Mug“ í Mount Dora i Flór- ída, með sóma í ein 12 ár. Meðal annars buðu þær upp á nokkra íslenzka rétti. Alla tíð trónaði íslenzki fáninn yfir dyrum veitingahússins og höfðu Kanar ekki rænu á því að láta það móðga sig. Manni hlýnar um hjartaræturnar að sjá, að íslenzk þjóð skuli hafa fyllt sali Alþingis með góðum, duglegum og sam- vizkusömum þingmönnum, sem setja þjóðarhag öllu ofar. Þórir S. Gröndal. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Bandaríski fáninn American bar Fáninn sem hékk yfir inn- ganginum fór fyrir brjóstið á mörgum. Ég heiti Guðný og ég er 43 ára. Ég er móðir, eiginkona, dóttir, systir og ég er líffæraþegi. Þann 24. ágúst 2014 fór ég í tvöfalda lungna- ígræðslu á Sahlgrenska- sjúkrahúsinu í Gauta- borg. Veikindasagan mín hófst þegar ég er 35 ára en þá fór ég að finna fyrir vaxandi mæði og vanlíðan. Eftir töluverðar rann- sóknir kom í ljós að ég var með sjúkdóm sem heitir Nonspecific Interstitial Pneumonia eða ósér- tæk lungnatrefjun. Sjúkdómurinn hafði það í för með sér að það mynduðust bandvefir og bólgur á lungunum á mér sem komu í veg fyrir að loftskiptin í líkamanum gætu átt sér stað á eðlilegan hátt. Með tímanum fékk líkaminn alltaf minna súrefni og á endanum varð ég súrefnisháð og þurfti að vera með súrefniskút. Fyrstu árin tókst að halda einkennum í skefjum með lyfja- gjöfum. Í lok árs 2011 fór að halla undan fæti hjá mér. Lyfin hættu að virka og sjúkdómurinn ágerðist. Um það bil ári seinna, í lok árs 2012, var fyrst farið að tala við mig af alvöru um lungnaígræðslu, enda útséð að þetta færi bara á einn veg ef ég fengi ekki ný lungu. Lungnaígræðsla er langt og erfitt ferli sem er notað sem síðasta úr- ræði þegar búið er að reyna allt annað. Síðasta spilið á hendi eins og einn læknir sagði einhvern tím- ann við mig. Eftir rannsóknir bæði hérna heima og á Sahlgrenska- sjúkrahúsinu í Gautaborg var ég sett á biðlistann eftir nýjum lung- um þann 4. september 2013. Aðfaranótt 8. janúar 2014 kom svo símtalið sem ég var búin að bíða eftir. Það voru komin lungu! Ég trúði þessu varla. Við mað- urinn minn fórum með sjúkra- flugvél til Gautaborgar. Stuttu eft- ir komuna á sjúkrahúsið fengum við hinsvegar þær upplýsingar að því miður væru lung- un sem ég átti að fá ekki nothæf til ígræðslu og að ekkert yrði af aðgerðinni í þetta skiptið. Þvílíkt áfall. Ég brotnaði al- gjörlega saman og há- grét. En þessu varð ekki breytt og ég þurfti að fara heim aftur með ónýtu lung- un mín og súrefnið. Framundan voru mjög erfiðir tímar og ég var meira og minna á LSH í Fossvogi og á Reykjalundi eftir þessa ferð og fram á sumar. Ég var alveg hætt að geta gengið og var keyrð um allt í hjólastól. Ég þurfti 10-15 lítra af súrefni til að komast frá rúminu inn á klósett, gat ekki baðað mig sjálf, ekki greitt á mér hárið og ekki klætt mig. Erfiðast þótti mér samt að geta ekki verið heima. Ég var að tapa vitinu en yndislega fjöl- skyldan mín, vinir og frábæra starfsfólkið á deild A6 og Reykja- lundi héldu í mér lífinu á þessum erfiða tíma. Aðfaranótt 7. júní 2014 kom svo hið langþráða símtal í annað skipti og aftur fórum við til Gautaborgar með sjúkraflugvél. Eftir einhverja bið á spítalanum kom til mín lækn- ir og ég sá það á henni hvað hún ætlaði að segja áður en hún sagði nokkuð. Hægra lungað sem ég átti að fá var ekki hæft til ígræðslu og þar sem ég þurfti tvö lungu yrði ekkert af aðgerðinni í þetta skiptið heldur. Ég trúði þessu varla. Enn og aftur þurfti ég að fara heim með súrefnið og ónýtu lung- un. Þessi ferð tók mjög á sál- artetrið, sem var ekki upp á sitt besta fyrir. Einnig tók þetta líka mjög á manninn minn. Það fannst mér verulega erfitt að horfa upp á en hann var kletturinn minn í öll- um þessum veikindum. Alvarleg veikindi eru ekki bara erfið fyrir sjúklinginn sjálfan heldur einnig alla hans fjölskyldu. Áfram hélt biðin. Aðfaranótt 24. ágúst 2014 kom svo þriðja símtalið. Nú var kvíðinn orðinn mjög mikill og ég hugsaði með mér að ef ég yrði send heim í þriðja skiptið væri ég ekki viss um að ég gæti tekist á við það. Mér fannst að miðað við allt sem væri þegar búið að ganga á, gæti það alveg gerst aftur. Sem betur fer varð þetta mín lukkuferð og þenn- an dag fékk ég tvö ný lungu. Ég fékk nýtt líf. Ég hef oft á þessum átta mán- uðum sem liðnir eru frá aðgerðinni þurft að klípa sjálfa mig til að vera viss um að þetta sé raunverulegt og að þetta skuli í raun vera hægt. Ég fékk annað tækifæri í lífinu vegna þess að einhver ein- staklingur ákvað að gerast líf- færagjafi og fyrir það er ég og verð eilíflega þakklát. Á meðan ég fagna nýju lífi er einhvers staðar fjölskylda sem syrgir og ég hugsa oft til þeirra með miklum kærleika og þakklæti. Með því að deila sögu minni lang- ar mig að vekja fólk til umhugs- unar og taka afstöðu til líf- færagjafar. Á hverju ári eru 25-30 manns sem þarfnast líffæraíg- ræðslu á Íslandi og það er mikill skortur á líffærum til ígræðslu. Hver líffæragjafi getur bjargað allt að átta mannslífum og bætt lífsgæði annarra. Ég er nokkuð viss um að flestir landsmenn myndu þiggja líffæri fyrir sig og sína nánustu ef þeir þyrftu á því að halda. Verðum við þá ekki að vera jafn viljug að gefa? Komdu afstöðu þinni á framfæri. Ræddu við þína nánustu um af- stöðu þína til líffæragjafar. Skráðu afstöðu þína á vef landlæknis https://donor.landlaeknir.is/ Home.aspx. Skildu ekki ástvini þína eftir með þessa erfiðu ákvörð- un. Líffæragjöf er lífsgjöf. Tökum afstöðu. Líffæragjöf er lífsgjöf Eftir Guðnýju Lindu Óladóttur » Á meðan ég fagna nýju lífi er einhvers staðar fjölskylda sem syrgir og ég hugsa oft til þeirra með miklum kær- leika og þakklæti. Guðný Linda Óladóttir Höfundur er lungnaþegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.