Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 64
64 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Áþreifanleg vellíðan EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími: 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is 82 ÁRA EDDA Heildverslun Draumur um góða nótt Heildverslun með lín fyrir: • hótelið • gistiheimilið • bændagistinguna • veitingasalinn • heilsulindina • hjúkrunarheimilið • þvottahúsið • sérverslunina Gæði og glæsileiki Heildverslunin Edda hefur um áratuga skeið sérhæft sig sem innflytjandi á líni. Mörg af stærstu hótelum landsins jafnt sem minni nota allt lín frá okkur. Bjóðum einnig upp á lífrænt lín. Fyrst þegar ég heyrði talað og skrifað um tökulög áttaði égmig ekki almennilega á því hvað fólst í þessu sérkennilegaorði, tökulag, á hvern hátt slíkt lag væri frábrugðið öðrum.Tökum lagið, segir fólk stundum þegar það langar að syngja og ég hafði alltaf haldið að engin sérstök lög væru þannig tæk, heldur flest ef ekki öll. Sömuleiðis hafði ég oft verið á tónleikum þar sem músíkantar sam- kvæmt eigin kynningu hvorki spiluðu né sungu eitt einasta lag heldur einmitt „tóku“ þau öll: „Næst tek ég… nú ætlum við að taka …“ Og ekki var annað að heyra en þetta gætu verið allskonar lög, tæk jafnt sem ótæk, en öll samt svona rækilega tekin í bak og fyrir. En svo kom að því að gát- an leystist, einmitt á tón- leikum. Þá sperrti ég eyrun þegar söngvari tilkynnti: „Næst ætlum við að taka tökulag …“ Lagði svo sperrt eyrun vel við í framhaldinu og komst að því að með tökulagi er átt við lag sem er eftir aðra en flytjendur sjálfa, eða hefur að minnsta kosti orðið þekkt eða öðlast vinsældir í flutningi annarra. Nánari eftirgrennslan leiddi í ljós að slík lög væru kölluð „cover“ á ensku og „tökulag“ því eins konar tilraun til íslenskunar. Ekki alls- kostar vel heppnuð reyndar en þó skömminni skárri en hráyrðið „ábreiða“ sem einnig mun tíðkast. Sjálft fyrirbærið virðist mér erfitt að höndla. Hvað um allan hinn klassíska arf? Ber til dæmis að skil- greina sem tökulög öll þau rúmlega 600 sönglög sem Franz Schubert samdi áður en hann lést þrjátíu og eins árs að aldri? Já, segja sumir og halda því um leið fram fullum fetum að okkar stærsta og mesta „cover band“ sé einmitt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Aðrir vilja hinsvegar meina að orðið sé óþarft með öllu, nóg sé að tala ósköp einfaldlega um lög. Stundum syngi menn eða leiki lög eftir sjálfa sig og stundum eftir aðra, það sé ætíð ljóst af samhenginu hvort heldur er. Það er líka viss fyrirlitningarkeimur af orðinu. Tökulag er óæðra en lag og nýtur ekki sömu alúðar og virðingar. Rétt eins og tökubarn jafnast ekki á við fósturbarn eða kjörbarn, hvað þá barn. Tökuorð er líka nánast samheiti við slettu, nema orðin séu af bernskuskeiði og því nógu ráðsett, svo sem kirkja, biskup, prestur, messa. Enginn stendur hinsvegar vörð um yngri tökuorð eða skiptir sér af þó þeim sé mis- þyrmt, sbr. saxafónn, alkahól, mígrafónn. Um þessar tökur má þó segja að ljóst sé hver gerandinn er. En þá gildir að gæta hófs eins og ræningjarnir og taka hvorki of eða van. Sá sem oftekur verður tekinn. Enska tökutungan mun hrifsa okkur ef ekki verður brugðist skjótt við og séð til þess að íslenskan verði betur gjaldgeng í tölvu- og tækniheimum, hangi með í þeirri öru þróun sem framundan er. Ríkisstjórninni ber að þessu leyti og öllu öðru að fram- fylgja í alvöru málstefnunni sem einróma var samþykkt á Alþingi 12. mars 2009. Tökutunga Tungutak Þórarinn Eldjárn thorarinn@eldjarn.net Finnsk-eistneski rithöfundurinn Sofi Oksanenkom með umhugsunarverða skilgreiningu ásamskiptum Rússa við nágrannaþjóðir sínar ísamtali við brezka blaðið Guardian fyrir viku. Hún sagði: „Við þekkjum brezka nýlendustefnu, rússnesk ný- lendustefna er ekki jafn vel þekkt. Ég held að við ættum að kalla hana það sem hún var – og er.“ Hún segir Rússland aldrei hafa átt nýlendur í fjarlægð heldur hafi Rússar reynt að arðræna nágrannaríki sín í Evrópu og gera þau að nýlendum sínum. Þetta er hnitmiðuð lýsing á tilveru nágrannaríkja Rússa, sumra í áratugi, annarra lengur. Á tímum kalda stríðsins var orðið „finnlandisering“ notað til þess að lýsa samskiptum Finna og Sovétríkjanna. Í því orði fólst að Finnland var að nafninu til sjálfstætt ríki en gerði ekkert sem Sovétmönnum var á móti skapi. Rússar töpuðu yfirráðum yfir nýlendum sínum í Evr- ópu, þegar Sovétríkin féllu og eru nú að reyna að ná þeim aftur. Um það snúast átökin í Úkraínu í raun og vaxandi þrýstingur þeirra á Eystrasaltsríkin þrjú. Það er vofa á kreiki í Evrópu, vofa rússn- eskrar nýlendustefnu, svo að vitnað sé til frægra ummæla af öðru tilefni. Stundum hafa rithöfundar skarpari sýn á samtímann en aðrir og það á augljóslega við um Sofi Oksanen af þessu tilefni. Örlög Eystrasaltsríkjanna þriggja brenndu sig inn í sálarlíf minnar kynslóðar – alla vega mitt sálarlíf! Það er ekki auðvelt að skýra hvers vegna. Kannski skynjuðum við á barnsaldri umræður fullorðna fólksins um þessi ríki. Kannski náðum við að grípa að á sama tíma og Ísland var að öðlast sjálfstæði voru aðrar smáþjóðir í Evrópu að missa sjálfstæði sitt. En af þessum ástæðum var það engin venjuleg lífs- reynsla að fá tækifæri til að hitta persónulega verðandi leiðtoga hinna sjálfstæðu Eystrasaltsríkja, menn á borð við Lennart Meri, síðar forseta Eistlands og Vytautas Landsbergis, síðar forseta Litháens, þegar þeir komu hingað á þeim dimmu dögum, þegar framtíð þjóða þeirra var í fullkominni óvissu, að ræða við Jón Baldvin Hanni- balsson, þá utanríkisráðherra. Þeir voru ólíkir menn. Landsbergis lokaðri en Meri hlýrri og opnari. Hann hafði upplifað það sem unglingur að faðir hans var handtekinn og sendur í þrælabúðir í Síb- eríu. Ástæðan var sú, sagði hann mér, að faðir hans var talinn brotlegur við lög sem bönnuðu að vopn væru geymd á heimili fólks. Vopnið sem fannst á heimili Meri var bréfa- hnífur á skrifborði föður hans. Það urðu örlög Jóns Baldvins Hannibalssonar að gegna hlutverki í þessum átökum en að hluta til má rekja rætur þess til námsdvalar eldri bróður hans, Arnórs heitins Hannibalssonar, í Moskvu á sjötta áratug síðustu aldar, og tengsla hans frá þeim tíma við menn sem síðar áttu eftir að verða í forystu sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna. Nú hefur verið gerð íslenzk heimildarmynd um þessa atburði en framleiðandi hennar er Ólafur Rögnvaldsson og Kolfinna Baldvinsdóttur vann að handritsgerð, við- tölum og þýðingum. Myndin var frumsýnd hér á landi fyrir skömmu. Þetta er áhrifamikil mynd, sem færir okkur nær þessum atburðum vegna myndskeiða, sem hafa ekki sést hér áður og opna augu okkar betur en áður fyrir því að hér var allt á tæpasta vaði. Það mátti ekki mikið út af bera til þess að átökin yrðu enn alvarlegri og blóðbaðið enn meira. Stórþjóðirnar á Vesturlöndum höfðu annarra hagsmuna að gæta en sjálfstæðis smáríkja. Þess vegna kom það í hlut minnstu þjóðarinnar í Atlantshafsbandalaginu að láta rödd Eystrasaltsríkjanna heyrast. Og vegna þess að hún heyrðist með afgerandi hætti gleymist nafnið Hannibalsson ekki í Eystrasaltsríkjunum þremur eins og ég komst að raun um, þegar ég löngu seinna kom til Litháen. Baráttu þessara þjóða er augljóslega ekki lokið og fagnaðarefni að í grein í norska dagblaðinu Aftenposten fyrir skömmu lögðu varnarmálaráðherrar fjög- urra Norðurlanda og Gunnar Bragi Sveins- son, utanríkisráðherra, áherzlu á mikilvægi þess að Norð- urlöndin taki upp náið samstarf við Eystrasaltsríkin um öryggismál en yfirlýsingu þeirra almennt telja Rússar fjandskap við sig. Væntanlega verður heimildarmyndin Þeir sem þora sýnd í sjónvarpinu hér en Jón Baldvin hefur orðið eftir- sóttur fyrirlesari í Eystrasaltsríkjunum, bæði í háskólum þar og á ráðstefnum. Sl. þriðjudag flutti hann ræðu á ráðstefnu í Kiev í Úkra- ínu um það hvað hægt væri að læra af sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna í þeirri stöðu, sem Úkraínumenn eru nú í. Í raun og veru er sama staðan uppi og var fyrir aldar- fjórðungi. Stóru þjóðirnar á Vesturlöndum kunna að hafa annarra hagsmuna að gæta en þeirra sem snúa að sjálf- stæði og fullveldi Úkraínu. Það á ekki sízt við um Þjóð- verja nú, sem eiga mikilla viðskipta- og pólitískra hags- muna að gæta í samskiptum við Rússland. Verður Úkraínu fórnað á altari þeirra hagsmuna? Um það sagði Jón Baldvin í ræðu sinni í Kiev sl. þriðju- dag: „Leiðtogum sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna, sem vildu segja sig úr sambandi við Sovétríkin, sem þau höfðu verið knúin í með ólöglegum hætti og valdi, var sagt að þeir væru að skemma fyrir friði.“ Hér kemur fyrrnefnd skilgreining Sofi Oksanen um ný- lendustefnu Rússa til sögunnar. Hinar smærri þjóðir Evrópu geta ekki kyngt nýlendu- stefnu Rússa með samkomulagi í ætt við það sem Cham- berlain veifaði við komuna frá München haustið 1938. Vofa rússneskrar nýlendu- stefnu er á kreiki í Evrópu Spor Neville Chamberlains hræða Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Perúski rithöfundurinn MarioVargas Llosa, sem hlaut Nób- elsverðlaun í bókmenntum 2010, var heiðursgestur svæðisþings Mont Pe- lerin-samtakanna í Lima í Perú, sem ég sótti í mars 2015. Þau eru al- þjóðleg samtök frjálslyndra fræði- manna, og sat ég þar í stjórn 1998- 2004, auk þess sem ég skipulagði svæðisþing þeirra í Reykjavík 2005. Vargas Llosa er frábær rithöfundur, en því miður er eftirlætisbók mín eftir hann, Veisla geitarinnar (La fiesta del chivo), enn ekki komin út á íslensku. Vargas Llosa er hávaxinn maður, fríður sýnum, hvíthærður, með af- brigðum höfðinglegur í fasi. Hann er kominn fast að áttræðu, en ber ald- urinn vel. Hann flutti ræðu á ráð- stefnunni og tók líka þátt í dagskrá utan funda, til dæmis útreiðarferð á búgarði nálægt Lima og dansleik í ráðstefnulok, en þá bauð hisp- ursmær honum upp fyrstum ráð- stefnugesta, og lét hann sér það vel líka. Það var fróðlegt að heyra Var- gas Llosa lýsa skoðanaskiptum sín- um, en hann var kommúnisti ungur, en hefur síðustu fjörutíu árin verið yfirlýstur frjálshyggjumaður. Hann kvaðst hafa verið lestrarhestur alla tíð, en tvær bækur hefðu haft mest áhrif á sig. Önnur var Úr álögum (Out of the Night) eftir Jan Valtin, öðru nafni Richard Krebs, en hún kom út á ís- lensku í tveimur hlutum 1941 og 1944. Er löng saga af útkomu henn- ar, sem ég segi í ritinu Íslenskum kommúnistum 1918-1998. Vargas Llosa sagðist hafa dáðst að sögu- hetjunni fyrir eldmóð í baráttunni fyrir bættum kjörum alþýðu. Hin bókin var Opið skipulag og óvinir þess (The Open Society and Its Enemies) eftir Karl Popper, einn af stofnendum Mont Pelerin- samtakanna. Vargas Llosa kvaðst hafa komist í eins konar andlega vímu, þegar hann las hana. Popper færði sterk rök gegn alræðisstefnu Marx og tilraunum til að gerbreyta þjóðskipulaginu í einu vetfangi. Kjarni frjálshyggjunnar, að sögn Vargas Llosa, væri umburðarlyndið, sem sprytti af vitundinni um skeik- ulleika mannanna. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Mario Vargas Llosa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.