Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 50
50 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Laugavegi 54, sími 552 5201 Finnið okkur á facebook Nýir sumarkjólar Stærðir 36-48 20% afsláttur Fyrir brúðkaupið og útskriftina Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hákarlaveiðar eru stundaðar á nokkrum stöðum á Íslandi. Óðinn Sig- urðsson á Húsavík er einn þeirra sem stunda þennan fornfræga atvinnuveg og bjarga þannig þorranum fyrir marga. Kæsti hákarlinn er ómissandi. Hákarlalýsið, sem oft er geysimikið, er líka nýtt í skepnufóður og hefur verið notað á dísilbíla. Með Óðni rær Helgi Héðinsson, 86 ára gamall Hús- víkingur sem hefur áratuga reynslu af hákarlinum. „Óðinn var með mér til að byrja með en nú er hann tekinn við og ég ræ með honum frænda mínum, bara mér til ánægju,“ segir Helgi. „Ég hef ekki gert annað um dagana en að stunda sjó og þetta er gott fyrir heilsuna. Við fengum fjóra væna fiska um daginn en þar á undan höfðum við ekki náð fiski í fjóra mánuði þó að við bleyttum alltaf í sjó. Við erum með sjö króka á annarri línunni en sex á hinni. Í beitu notum við bara spik af sel og hnísu.“ Helgi segir að dálítið komi alltaf af vel feitum vöðusel með hafísnum og jafnvel fleiri tegundum. Í hákarls- maganum sé því oft selspik en nýlega hafi þeir einnig séð rengi af hrefnu í einum. Fiskurinn hafi vafalaust fund- ið hrefnuna dauða á sjávarbotni. En hvað er þetta stór hákarl sem þeir veiða? Vissara að gæta sín „Þrír af þessum fjórum voru mjög vænir, hver þeirra losaði tonn. Það var mikið af lifur í þeim, sá sem lifraði best var með um 230 lítra af lifur. En þeir voru allir mjög sverir og lifr- armiklir. Við setjum lifrina í plastílát og sólin er látin bræða hana. Svo er þetta gefið skepnum, þykir ágætt fóð- ur en hefur líka verið prófað á dís- ilbíla.“ Helgi segir að ef fiskurinn maga- gleypi krókinn geti hann hjarað í nokkra daga en sé þá við það að drep- ast. En þessir fjórir sem veiddust um daginn hafi verið kraftmiklir. Þá sé vissara að gæta sín á þeim ef það sé veltingur. Hákarlaveiðar séu stopular en eitt sumarið hafi þeir samt fengið sjö fiska í júlímánuði. Línan sé yfirleitt látin liggja í hálfan mánuð. Fiskurinn virð- ist helst taka beituna þrem dögum fyrir nýtt tungl og þrem dögum eftir fullt tungl, hann komi gjarnan á rétt eftir stórstreymi. „En þetta er annars bara lotterí, þessar veiðar. Við verkum hákarlinn sjálfir en þá vandast málið vegna veð- urfarsins og flugunnar. Hann þarf að liggja í kös í fimm vikur og seinnipart- inn í maí hengjum við hann upp. Þetta þolir ekki mikinn hita meðan það er alveg hrátt og nýsett upp. Lágmarkið er að hann fái að þorna í fjóra mánuði eftir að hafa legið fimm til sex vikur í kös,“ segir Helgi Héðinsson á Húsa- vík. „Þetta er annars bara lotterí þessar veiðar“  Helgi Héðinsson hefur stundað hákarlaveiðar í áratugi Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Vel lifraður Stór hákarl er engin smásmíði og getur vegið tonn. Hér er Helgi Héðinsson við einn slíkan. Þeir félagar fengu fjóra í sama túrnum. Morgunblaðið/Hörður Jónasson Aðgerð Helgi Héðinsson (tv.) og Óðinn Sigurðsson á Húsavík gera að myndarlegum hákarli. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Garðyrkjuverðlaunin 2015 voru af- hent á opnu húsi í garðyrkjudeild Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi, hvar var opið hús á sumardaginn fyrsta eins og tíðk- ast hefur í áratugi. Verðlaunin, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra afhenti, fóru til verknámsstaðar í garðyrkju auk þess sem veitt voru hvatningar- og heiðursverðlaun. Þórir Kr. Þórisson er í forsvari fyrir skrúðgarðyrkjufyrirtækið Stjörnugarða sem fékk verðlaun verkmannsstaða. Þórir Kr. hefur starfað við garðyrkju í um tuttugu ár og einbeitir sér að jarðvinnu. Það var árið 2012, að loknu námi, sem Þórir stofnaði Stjörnugarða og dafnar fyrirtækið vel og verkefni eru fjölbreytt. Hvatningaverðlaun garðyrkj- unnar 2015 fengu Gunnar Þorgeirs- son og Sigurdís Edda Jóhanns- dóttir, sem reka gróðrarstöðina Ártanga í Grímsnesi. Þau hófu starfsemi árið 1985, þá nýlega flutt heim frá Danmörku. Á Ártanga var lengi stunduð pottaplönturæktun en á síðustu árum hefur framleiðsla á kryddjurtum orðið uppistaðan í rekstrinum og hefur það gefist vel. Brandur Gíslason fékk heiðurs- verðlaun garðyrkjunnar 2015. Hann hefur starfað við skrúðgarð- yrkju í áratugi og stofnaði fyr- irtækið Úða árið 1973, sem hann rak óslitið til ársins 2010. Þá seldi Brandur fyrirtækið og fylgdi sjálf- ur með í kaupunum. Fyrirtækið heitir í dag Hreinir garðar – Úði. Brandur hefur verið talsmaður þess að efla kennslu í meðferð varnarefna í garðyrkju og hefur barist fyrir því á opinberum vett- vangi. Stjörnugarðar og krydd  Sumargleði á Reykjum í Ölfusi  Verðlaun til garðyrkju- fólks  Jarðverktaki, Árbakkabændur og úðamaður Morgunblaðið/Sigurður Bogi Verðlaun Frá vinstri Brandur Gíslason, Gunnar Þorgeirsson, Sigurdís Edda Jóhannsdóttir, Þórir Kr. Þórisson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björgvin Eggertsson garðyrkjuskólamaður. Fremst er forseti Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.