Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 98

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 98
98 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Söfn • Setur • Sýningar Barnamenningarhátíð í Þjóðminjasafninu: sýningar á verkum barna Ingunnarskóla og Landakotsskóla og skemmtilegur sumarratleikur List án landamæra: málverkasýning Ísaks Óla Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Á veglausu hafi í Bogasal Hvar, hver, hvað? í Myndasal Húsin í bænum á Veggnum Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga. Listasafn Reykjanesbæjar • Til sjávar og sveita, Gunnlaugur Scheving • Sjálfsagðir hlutir, hönnunarsaga. • 15/15 – Konur og myndlist, úr safneigninni. 24. janúar – 26. apríl Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. KONUR STÍGA FRAM - SVIPMYNDIR 30 KVENNA Í ÍSLENSKRI MYNDLIST 13.2.-10.5.2015 A KASSEN CARNEGIE ART AWARD 2014 13.2. - 10.5. 2015 BARNAMENNINGARHÁTÍÐ 21.-26. apríl í söfnunum þremur, sjá www.listasafn.is SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar. IN THE CRACK OF THE LAND - Una Lorenzen LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAMSPIL Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar 25. apríl - 30. ágúst BARNAMENNINGARHÁTÍÐ - Leiðsögn sunnudag kl. 13 fyrir sjónskert börn og fjölskyldur þeirra. Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015 BARNAMENNINGARHÁTÍÐ - Ásgrímssmiðja á sunnudag kl. 15-16 Opið sunnudaga kl. 14-17. MENN Curver Thoroddsen, Finnur Arnar Arnarson, Hlynur Hallsson, Kristinn G. Harðarson Vörður Jónína Guðnadóttir Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar ÁMUNDI: Grafísk hönnun Leiðsögn með Ámunda sun. kl.14 Sýningin Sjónarhorn er ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Fræðslurými og fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð og veitingastofan Kapers Sýningin í Safnahúsinu er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns Íslands. Safnahúsið, Hverfisgata 15, s. 530 2210 Opið frá 10-17 alla daga nema mánudaga www.safnahusid.is. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands. Safnahúsið við Hverfisgötu „Húrra!“ nefnast söngtónleikar sem haldnir verða í samkomusal Varmárskóla á morgun kl. 16. Á þeim munu Karlakórinn Mosfells- bræður, sönghópurinn Boudoir og Skólakór Varmárskóla syngja sam- an inn vorið. Kórarnir eiga það sameiginlegt að hafa fengið mjög góða dóma fyrir söng sinn, eins og segir í tilkynningu. Stjórnendur eru Julian Hewlett og Guðmundur Ómar Óskarsson. Húrra! í Varmárskóla Söngbræður Karlakórinn Mosfellsbræður á æfingu. Brynja B Halldórsdóttir brynja@mbl.is Tónlistarmennirnir Kristján Kristjánsson, betur þekkt- ur sem KK og Björn Thoroddsen, munu næstkomandi mánudagskvöld snúa bökum saman á tónleikum sem hefjast kl. 21 á Café Rósenberg við Klapparstíg. KK segir tónleikana í raun hafa komið til fyrir skemmtilega tilviljun. Hann og Björn hafi lengi vitað hvor af öðrum og verið málkunnugir en aldrei spilað saman áður. „Samstarfið kom til með þeim hætti að haft var sam- band við okkur, hvorn í sínu lagi við beðnir um að spila í Wales núna í maí á tónlistarstað þar í landi. Sú sem hafði samband við okkur stakk upp á því að við mynd- um spila aðeins saman eftir að hafa eytt kvöldinu saman á tónleikastaðnum. Við tókum vel í það þannig að við hittumst í kjölfarið til að æfa einhver lög. Svo datt okk- ur í hug að halda eina heimatónleika á Íslandi áður en við færum út til Wales. Við erum þar af leiðandi búnir að vera að hittast nokkuð að undanförnu og spila sam- an.“ Hann lætur vel af samstarfinu við Björn. „Við erum vissulega ólíkir en það er eftirsóknarvert fyrir okkur báða að prófa eitthvað nýtt. Það er afskaplega gaman fyrir mig að fá að spila með svona gítargoðsögn eins og Bjössi er. Hann hefur jú spilað með þessum toppn- öfnum sem hafa komið til Íslands, eins og Tommy Emmanuel og Robin Nolan.“ KK og Björn munu spila á tónleikastaðnum Caffe Vista í Tenby í Wales, sem er smábær við suðurströnd Wales, um 85 kílómetra frá Swansea. KK segir nokkra þekkta tónlistamenn hafa spilað þar, þ.á m. Robin Nol- an. „Við förum út fimmtudaginn 14. maí og spilum svo föstudags- og laugardagskvöld.“ Aðspurður hvort tónleikarnir á mánudaginn séu í raun upphitun fyrir tónleikana í Wales, svarar KK: „Já, það má segja það. Þetta er allavega frumraun okkar og við erum mjög spenntir fyrir því.“ Útilokar ekki frekara samstarf Hann vill ekki útiloka frekara samstarf við Björn síð- ar meir. „Maður veit aldrei. Tíminn verður að skera úr um það.“ Tónleikarnir á mánudaginn munu ganga þannig fyrir sig að Björn spilar í tuttugu mínútur einn, KK í jafn- langan tíma og svo munu þeir spila saman út tón- leikana. KK mun spila á ryþmagítar að mestu. ,,Nema þegar Bjössi pínir mig til að taka sóló!“ segir hann og bætir við að hann muni leika einhver af sínum lögum, blúslög og djasslög. Hann nefnir „Lucky One“, „Sweet Home Chicago“, „All of Me“ og „It don’t mean a Thing“ sem dæmi um lög sem verða leikin á tónleikunum. „Ég þarf að hafa mig allan við til að æfa mig. Ég ligg bara yfir gítarnum núna,“ segir KK en hann mun leika mun fleiri hljóma á tónleikunum en hann er vanur. Hann er þó spenntur fyrir tónleikunum. „Við ætlum að hafa skemmtilegt kvöld.“ Morgunblaðið/Eggert Gott samstarf KK og Björn hafa hist oft að undanförnu til að æfa sig fyrir tónleikana á Café Rósenberg í Reykja- vík og Caffe Vista í Tenby í Wales. „Ég þarf að hafa mig allan við til að æfa mig,“ segir KK. Goðsagnir mætast  KK og Björn Thoroddsen halda tónleika saman á Café Rósenberg og fara í tónleikaferð til Wales í maí Kristinn Már Pálmason opnar í dag sýningu sína Eyefume í Gall- eríi Bakaríi á Skólavörðustíg 40. Sýningin stendur til 11. maí. Á sýningunni eru ný málverk á striga unnin í akríl og blek með blandaðri tækni. Kristinn Már hefur undanfarin ár unnið að þróun táknfræðilegs myndmáls sem einkennist af of- gnótt hlutverulegra sem abstrakt ímynda, annarlegum hliðstæðum, erkitýpum og dulhyggju, svo eitt- hvað sé nefnt. Árátta, afbygging og afbygging áráttunnar eru áberandi þættir í ferlinu, vinnuferlið sem slíkt og sálarástand listamannsins við sköpunina. „Ég er orðinn meðvitaðri um dagbókargildi verkanna, þ.e.a.s. hvernig mismunandi nálgun við verkið dag frá degi skilar sér í ólíkum aðferðum. Formin eða hvað það er sem ég geri einn dag- inn verður persónulegt tákn fyrir ákveðið skapferli. Þessi þáttur myndmálsins er stígandi og vísir að einskonar listrænni sjálfs- sálgreiningu,“ segir Kristinn Már um sýninguna. Kristinn Már er fæddur í Kefla- vík 1967. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1990 - 94 og The Slade School of Fine Art, University College Lond- on 1996 – 98 (MFA). Kristinn Már á að baki fjölda einkasýninga auk þátttöku í samsýningum og sam- vinnuverkefnum hér heima og er- lendis. Hann hefur komið að ýmis konar menningarstarfsemi og er t.a.m. annar stofnenda og sýn- ingastjóri Anima gallerís í Reykja- vík og einn af stofnendum og stjórnarmeðlimum Kling & Bang gallerís. brynja@mbl.is Eyefume í Galleríi Bakaríi Eitt verkanna Hluti af einu verka Kristins Más, sem verður á sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.