Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Qupperneq 55

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Qupperneq 55
Sport | 55Helgarblað 19.–21. ágúst 2011 „Hjá United fær Young liðlega 17 milljónir króna í vikulaun Stoðsending til United í sína bestu menn og markmiðið virðist ætíð vera að sigla lygnan sjó um miðja deild. Ashley Yo- ung er þess vegna orðinn leik- maður Manchester United og er þegar farinn að setja sinn svip á sóknarleik liðsins. Liðsins sem hin liðin þurfa að stoppa ef þau ætla að eiga möguleika á enska titlinum í ár. Flestar stoðsendingar Arkítektinn Ryan Giggs er kom- inn af léttasta skeiði, þó drjúgur sé enn, og hinn marksækni Paul Scholes hefur lagt skóna á hill- una. Þó erfitt sé að fylla skörðin sem þeir tveir skilja eftir sig má ljóst vera að Ashley Young er, ásamt Nani, leikmaðurinn, sem stjórinn Alex Ferguson horfir til þegar kemur að því að búa til marktækifæri. Eins og áður sagði hefur aðeins Spánverjinn Cesc Fabregas lagt upp fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni undanfarin fimm ár. Hann hef- ur alls lagt upp 53 mörk. Það er afrek í ljósi þess að hann hefur í besta falli leikið með miðlungs- góðum leikmönnum í Aston Villa og um skamma hríð hjá Watford. Hjá United fær Young liðlega 17 milljónir króna í viku- laun til þess að einbeita sér að því að viðhalda þessari tölfræði. Í ágúst 2007 var Ashley Young að undirbúa sig fyrir sinn fyrsta landsleik fyrir England. Leikurinn var gegn Rússlandi, fór fram í Moskvu og varð að vinnast. Það gekk ekki eftir en Ashley kom inn á sem varamaður. Honum tókst ekki að setja mark sitt á leikinn en setti í kjölfarið mark sitt á fjömiðlaumfjöllun út um allan heim. Fram steig ungur snyrtifræðingur, Sara Taylor að nafni, og sagði frá því að á leikdegi hefði hún horft upp á landsliðsmanninn unga stunda sjálfsfróun í vefmyndavél. Þau höfðu hist á stefnumóta síðunni Webcamo og tekið tal saman. Young, sem kallaði sig Lewis, líklega eftir æskuvini sínum Lewis Hamilton, hafi sagst vera í við- skiptaerindum í Moskvu. Hún greindi svo frá því í smáatriðum hvað Young sagði en það er ekki prenthæft. Hann lýsti því hvernig hann vildi stunda með henni kynlíf. Klukkan var hálf ellefu að kvöldi en leikurinn fór fram daginn eftir. Sara Taylor sagði við fjölmiðla: „Í fyrstu virtist hann aðlaðandi og indæll náungi. En svo fór hann úr fötunum og fór að sýna á sér manndóminn. Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Hann var mjög vel vaxinn niður en ég var forviða á því að hann skyldi bera á sér liminn,“ sagði hún en þess má geta að á þessum tíma var Young í föstu sambandi. Taylor sagði líka að hann hefði orðið pirraður vegna þess að hún vildi ekki leika sama leik. Hann kvaddi. „Ég ætlaði bara að daðra en bjóst ekki við þessu,“ sagði hún hneyksluð. Hneykslunin kom þó ekki í veg fyrir að hún hitti hann aftur, nokkrum dögum síðar, á sama vettvangi. „Þá var hann í Middlesbrough í viðskiptaerindum, sagði hann,“ höfðu fjölmiðlar eftir henni en þetta var í aðdraganda leiks Aston Villa og Blackburn í ensku deildinni. „Hann varð mjög klæminn og sendi mér númerið sitt og grátbað mig að hringja. „Sendu mér skilaboð svo ég viti að þú sért til í alvöru,“ sagði hann. Ég hringdi bara til að heyra í honum hljóðið,“ sagði hún sakleysið uppmálað. Hann hafi aftur viljað fara í tölvuna og því lauk á þann veg að hann fullnægði sjálfum sér fyrir framan myndavélina. Svipað var uppi á teningnum þegar rannsóknarblaðamaður News of the World skráði sig inn í hennar nafni og gaf sig á tal við Young, en það var í þeim miðli sem sagt var frá málinu. Ashley Young hneykslaði árið 2007: Skandalíseraði fyrir fyrsta landsleikinn Klæminn Ashley Young „hitar upp“ fyrir fyrsta landsleikinn sinn. V erkfall leikmanna ógn- ar nú upphafi spænsku úrvalsdeildarinnar sem á að hefjast nú um helgina. Á miðvikudag slitnaði upp úr viðræðum milli fulltrúa samtaka leikmanna og forsvarsmanna spænsku deild- arinnar. Í síðustu viku hótuðu samtök leikmanna tveggja vikna verkfalli í tveimur efstu deildum Spánar ef ekki tækist að semja um sérstakan varasjóð sem á að verja launagreiðslur til leik- manna ef knattspyrnulið verða gjaldþrota. Annar fundur hefur verið boðaður á föstudag þar sem lokatilraun verður gerð til að semja. Þrátt fyrir þessu óvissu hafa félögin í La Liga eytt stórfé í nýja leikmenn fyrir tímabilið. Og þar hafa hinir nýríku Malaga-menn staðið öðrum framar. Byltingin í Malaga Það vakti athygli þegar hinn vellauðugi katarski milljarða- mæringur Abdullah Bin Nasser Al-Thani festi kaup á Malaga í fyrrasumar fyrir 36 milljónir evra. Sjeikinn lét strax til sín taka og réð Manuel Pellegrini sem stjóra og fjármagnaði kaupin á Enzo Maresca, Martin Demic- helis og Julio Baptista í kjölfarið. Það dugði hinu nýríka félagi til að ná 11. sæti spænsku úrvals- deildarinnar á síðasta tímabili. Í sumar hefur Al-Thani heldur betur opnað gullkistur og hefur ekkert lið, ekki einu sinni Barce- lona eða Real Madrid, eytt hærri fjárhæðum í sumar. Samtals 58 milljónum evra. Það hefur verið keypt stórt og reynt að fá þekkt nöfn til liðsins. Stærsta fjár- festing sumarsins voru kaupin á spænska landsliðsmannin- um Santi Cazorla frá Villarreal á 21 milljón evra. Þá var franski landsliðsmiðjumaðurinn Je- remy Toulalan keyptur frá Lyon á 11 milljónir evra og miðju- maðurinn Isco frá Valencia og varnarmaðurinn Nacho Mon- real frá Osasuna komu báðir fyrir 6 milljónir evra. Aðrir nafn- togaðir leikmenn á borð við Joa- quin frá Valencia (4,2 m. evra), Joris Mathijsen frá Hamburg (2,5 m. evra) og gamla brýnið og markamaskínan Ruud van Nistelrooy (frítt frá Hamburg) gengu einnig til liðs við félagið. Malaga hefur í krafti gríðarlegra auðæfa eigandans fjárfest í alls 9 nýjum leikmönnum fyrir kom- andi leiktíð og enn er verið að orða dýra og þekkta leikmenn við félagið nú þegar um tvær vikur eru eftir af félagsskipta- glugganum. Erkifjendur eyða Real Madrid hefur styrkt sig enn frekar með fimm nýjum leik- mönnum í sumar enda er Jose Mourinho staðráðinn í að binda enda á einokun Barcelona í La Liga eftir að hafa endaði í 2. sæti þriðja árið í röð á síðustu leik- tíð. Real hefur pungað út 55 milljónum evra til leikmanna- kaupa og munar þar mestu um portúgalska vinstri bakvörðinn Fabio Coentrao sem keyptur var á 30 milljónir evra frá Ben- fica. Nuri Sahin, sem var lykil- maður í meistaraliði Borussia Dortmund í fyrra, mun koma til með að styrkja nú þegar gríð- arsterka miðju Real en hann kostaði 10 milljónir evra. Kaup- in á Sahin gætu reynst kjara- kaup tímabilsins. Hinn ungi og efnilegi franski varnarmaður Raphael Varane kom frá Lens á 10 milljónir evra og framherj- inn Jose Maria Callejon kom frá Espanyol á 5. Tyrkneski lands- liðsmaðurinn Hamit Altintop var fenginn á frjálsri sölu frá Bayern Munich. Spánar- og Evrópumeistarar Barcelona hafa losað sig við nokkra aukaleikara en aðeins fengið tvo leikmenn til liðs við sig í sumar. Þeir hafa líka kost- að sitt. Félagið hefur, líkt og erki- fjendurnir í Real, eytt 55 millj- ónum evra, í Cesc Fabregas, sem keyptur var á 29 milljónir evra í vikunni frá Arsenal eins og frægt er orðið, og chileska kantmann- inn Alexis Sanchez, sem kom á 26 milljónir evra frá Udinese. Baráttan um þriðja sætið La Liga hefur oft verið köll- uð tveggja liða deild þar sem Barcelona og Real Madrid eru í sérflokki og önnur lið berjast um brauðmolana þar fyrir neð- an. Á því verður að líkindum lítil breyting í ár. Valencia hefur náð 3. sætinu síðustu tvær leiktíðir þrátt fyrir fjárhagsvanda og sölu á lykilleikmönnum. Valencia hefur keypt leikmenn fyrir 23 milljónir evra í sumar. Villarreal hefur aðeins eytt 9,8 milljónum evra, er búið að missa einn af sínum lykilmönnum, Cazorla, og þarf að fjárfesta ef það ætlar að ná fjórða sætinu aftur líkt og á síðasta tímabili. Atletico Mad- rid hefur misst Sergio Agüero en eftir vonbrigði síðasta tíma- bils þar sem liðið hafnaði í 7. sæti ætti það að eiga digran sjóð til að fylla skarð hans. Nú þegar hefur liðið þó eytt 23 milljónum evra. Ljóst er að þrátt fyrir að ótt- ast sé um fjárhagslega framtíð spænskra knattspyrnuliða, eiga þau enn peninga til að eyða. Þau sex lið sem hér hefur ver- ið fjallað um hafa samtals eytt tæplega 224 milljónum evra í nýja leikmenn, eða sem nem- ur rúmlega 36,5 milljörðum ís- lenskra króna. n Nýr eigandi spænska smáliðsins með botnlausa vasa n Hefur dælt peningum í félagið í sumar Malaga slær við stórveldunum Dýrastur allra Það er ekki oft sem bakverðir eru keyptir dýrum dómum en Fabio Coentrao kostaði Real Madrid 30 milljónir evra. Cazorla kynntur Malaga keypti spænska landsliðsmanninn Santi Cazorla fyrir 21 milljón evra. Félagið hefur eytt 58 milljónum evra í sumar. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Fótbolti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.