Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 2
Karlakórinn Stefnir var stofnaður í húsinu við Brúarland árið 1940 en þarf nú að víkja fyrir framhaldsskóla sem verður þar til húsa. Hörður Björgvinsson, formaður Stefn- is, segir lítið hægt að kvarta því kórinn hafi verið leigulaust í húsnæðinu. Kórfélagar hafa þó lagt um tvö þúsund vinnustundir í að betrumbæta húsnæðið. föstudagur 28. nóvember 20082 Fréttir Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni Mótmælendur sem voru ósáttir við handtöku Hauks Hilmars- sonar mótmæl- anda brutu sér leið inn í anddyri lögreglustöðv- arinnar við Hlemm á laugardag en voru hraktir þaðan út þegar lögreglan beitti táragasi. Fólk taldi lögreglu beita brögðum til að klekkja á mótmælendum þegar Haukur var handtekinn, kvöldið áður en efnt var til vikulegra mótmæla á Austurvelli, þar hafði Haukur nokkrum vikum áður notað tækifærið og flaggað Bónusfánanum á Alþingis- húsinu. Lögregla sagði að engin tengsl væru á milli mótmælanna og handtökunnar, Haukur hefði einfaldlega ekki mætt í afplánun. Seinna kom í ljós að Haukur hafði ekki verið boðaður í afplánun þeg- ar lögregla handtók hann. mánudagur 24. nóvember 20082 Fréttir Hegðun lögreglunnar á mótmæla- fundum undanfarna laugardaga hefur að mörgu leyti verið til fyrir- myndar. Hún hefur verið lítt sýnileg og þannig ekki ögrað fólki, sem hef- ur misst mikið og er heitt í hamsi, með valdboðum. Þó má vera ljóst að sérsveitin bíður í kjallara Alþingis- hússins og í bifreiðum við hliðargöt- ur, en úr sjónlínu og er það vel. Lög- reglan hefur heldur ekkert aðhafst þegar ungmenni hafa hent eggj- um í Alþingishúsið, enda er líklegt að handtökur myndu reita marga af þeim þúsundum manna, sem sam- ankomnir eru hvern laugardagseftir- miðdag á Austurvelli, til reiði. Heimspekingur í haldi En á föstudagskvöld gerði lögregl- an sín fyrstu stóru mistök. Hauk- ur Hilmarsson, ungur mótmælandi og nemi í heimspeki við Háskóla Ís- lands, var handtekinn eftir vísinda- ferð í Alþingishúsið. Sumarið 2006 var Haukur Hilmarsson handtek- inn fyrir að klifra upp á vinnuturn í kringum Kárahnjúka. Var honum í kjölfarið gert að greiða sekt eða sitja inni í 18 daga. Haukur neitaði að greiða sektina og sat inni í fjóra daga, en var þá sendur heim vegna plássleysis. Haukur var einnig ann- ar þeirra tveggja manna sem hengdu Bónusfánann framan á Alþingishús- ið fyrir rétt rúmum tveimur vikum, en það var ekki það sem hann var hér ákærður fyrir. Það virðist afar undar- leg tilviljun, svo ekki sé meira sagt, að hann sé handtekinn nú á föstudags- kvöldi, daginn fyrir einhver stærstu mótmæli Íslandssögunnar. „Út með Hauk, inn með Geir“ Þær þúsundir manna sem koma saman á Austurvellinum eiga það eitt sameiginlegt að vera ósáttar við ástand mála. Að öðru leyti rúmast ýmsar skoðanir meðal þeirra, sumir eru með ESB og aðrir á móti og sama gildir um evru og IMF-lán. En með handtökunni fengu margir þann fókus sem hingað til hefur skort. Því gerðist það að hundruð manna lögðu leið sína á lögreglustöðina og kröfðust þess að Hauki yrði sleppt úr haldi. Meðal slagorða sem þeir hrópuðu var: „Út með Hauk, inn með Geir.“ Móðir Hauks, Eva Hauks- dóttir, var með í för og hélt ræðu í gegnum gjallarhorn á tröppum lög- reglustöðvarinnar. Þegar þessu var ekki sinnt byrj- uðu nokkrir mótmælenda að sparka í hurðina og fólk þusti að þar til fremri dyrnar gáfu eftir. Mótmælendur voru nú komnir inn á gang lögreglustöðv- arinnar en mættu þar aftur luktum dyrum. Fyrir aftan innri dyrnar röð- uðu lögregluþjónar sér upp, á með- an skilti mótmælenda voru notuð sem barefli á hurðina. Þegar að því kom að innri dyrnar gáfu eftir réðst lögreglan til atlögu með gasbrúsum. Haukur og laukur Mótmælendur hörfuðu út úr lög- reglustöðinni, en fyrir utan mættu þeir hópi víkingasveitarmanna sem komu hlaupandi frá bakhlið hússins. Víkingasveitin hreinsaði tröppurn- ar og tók sér stöðu á þeim á meðan mótmælendur söfnuðust aftur sam- an fyrir framan. Laukar voru látnir ganga manna á milli, sem þykir góð vörn við pipar- úða. Það kann að gerast að sá sem fyr- ir úðanum verður eigi erfitt með and- ardrátt og getur þá laukbragðið gert það að verkum að öndunarfærin taki við sér. Hins vegar virkar laukurinn ekki jafnvel gegn táragasi, en menn voru ekki sammála um hvaða efna- vopn það voru sem lögreglan beitti. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, varð illa úti af völdum gassins og varð að fara á spítala. Einnig nokkrir aðr- ir, þar á með 16 ára stelpa og mynda- tökumaður Stöðvar 2. Landspítalinn hefur ekki enn viljað gefa upp hversu margir það voru sem þurftu að leita aðstoðar, en líklega voru það að minnsta kosti fimm manns. Stand off Mótmælendur sögðust hafa hringt á sjúkrabíl samstundis, en lögreglan hafi einnig haft samband við spítal- ann og borið þá ósk til baka. Það leið um hálf klukkustund þar til sjúkrabíll loks birtist. Nú tók við um klukkutíma löng biðstaða, þar sem víkingasveitar- menn stóðu beint fyrir framan mót- mælendur með hjálma á höfði og úðabrúsa í belti á meðan mótmæl- endur létu eggjum rigna yfir þá. Nokkrar rúður voru einnig brotnar. Lögreglan stóð sig vel við að sýna stillingu þegar hér var komið sögu og lét ekki egna sig. Mótmælendur reyndu sumir að hefta för strætis- vagna. Einn strætóbílstjórinn skrúf- aði niður rúðuna og þrýsti þá mót- mælandi á flautu hans í allnokkra stund. Strætóbílstjórinn á leið 14 var þó ekki jafngjarn á að láta hefta för sína og keyrði áfram, minnstu mátti muna að einhver yrði undir. Þó fór það svo að strætóarnir neyddust til að snúa við. Umsátri hrUndið með piparúða sárkvalin á sjúkrahús „Mér fannst þetta ódrengilegt af lögreglunni,“ segir Jóhanna Þórey, 16 ára framhaldsskólanemi, sem varð fyrir piparúða lögreglu á lög- reglustöðinni við Hverfisgötu á laugardag. „En kannski var lög- reglan bara svona hrædd,“ segir hún og bendir á að tveir einstakl- ingar hafi verið í miðri tilraun til þess að brjóta upp hurðina sem skildi að mótmælendur og lög- reglumenn. Hún segir fjölda unglinga hafa orðið fyrir pipar- úðanum. „Auðvitað má búast við einhverjum átökum þegar búið er að brjótast inn á lögreglustöðina en þeir hefðu getað komið með einhverja viðvörun fyrst,“ sagði Jóhanna í samtali við DV skömmu eftir að hún yfirgaf slysadeildina. Anna Helgadóttir, móðir Jó- hönnu, bloggaði um atburðinn og var ósátt við harkaleg viðbrögð lögreglu: „Dóttir mín er núna búin að jafna sig að mestu, en hún er ennþá með sviða hér og þar. Ég er ennþá með sviða í andlitinu eft- ir að hafa tekið utan um hana og rekið andlitið á mér utan í úlp- una hennar sem var gegnblaut af gasi. Ég hef aldrei séð dóttur mína jafnkvalda og í dag og miðað við sársaukann frá því litla sem fór á andlitið á mér hafa þetta verið vít- iskvalir sem hún leið,“ bloggaði Anna. Hún sagðist í samtali við DV illa geta sætt sig við að ungling- ar væru beittir slíku harðræði. „Þarna er fólk að mótmæla mann- réttindabroti og er mætt með enn alvarlegri mannréttindabrotum. Lögreglunni ber að vara fólk við áður en piparúða er beitt en þarna gengu bara gusurnar óvænt yfir fólkið. Lögreglan hafði nægan tíma til að bregðast við og hefði verið í lófa lagið að ræða við mannskap- inn áður en upp úr sauð og fólkið réðst til inngöngu. Þarna var valdi beitt án nokkurs fyrirvara.“ Piparúði nokkur fjöldi mótmælenda varð fyrir úðanum og þurfti á læknis- hjálp að halda. Jóhanna fór sárkvalin á slysadeild í fylgd móður sinnar. Mynd anna.iS Skilti mótmælenda voru notuð sem barefli á hurðina. Þegar að því kom að innri dyrnar gáfu eftir réðst lögreglan til atlögu með gasbrúsum. valur GunnarSSon rithöfundur skrifar: mánudagur 24. nóvember 2008 3 Fréttir Haukur Hilmarsson ÚTILOKAR EKKI MÁLSÓKN Heimspekineminn Haukur Hilm- arsson, sem handtekinn var á föstu- dagskvöld, segist ekki geta sagt hver það var sem greiddi sekt hans sem varð til þess að hann var látinn laus síðdegis á laugardag. „Ég bara var beðinn um að halda því fyrir sjálfan mig,“ segir hann þegar blaðamaður DV ítrekar fyrirspurnina. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Það var mjög erfitt að taka boðinu. Af því að ég er svo hjartanlega á móti því að borga þessa sekt,“ segir Haukur um greiðslu sektarinnar. Hann íhug- ar málsókn vegna handtökunnar en segist verða að ráðfæra sig við lögfræðing áður en hann lýsi ein- hverju yfir. Hann er furðu rólegur miðað við aðstæður en segir óviss- una hafa verið erfiða þennan sólar- hring sem hann sat inni. Hræddur um fólkið „Ég veit ekkert hvers vegna, hvaða ástæður hann hafði en hann sann- færði mig um að taka því vegna þess að fólk væri í hættu þarna úti. Þá var búið að sprauta í augun á fólki þarna fyrir utan,“ segir Haukur um ástæður þess að hann hafi að lokum tekið boðinu um að sektin yrði greidd. „Ég var auðvitað áreitalaus og var bara farinn að sofa þegar þeir komu inn til mín og báðu mig um að koma út,“ segir Haukur sem þótti upplýsingarnar yfirþyrmandi. „Ég vissi ekkert, mér var bara bara sagt að það væri grjótkast og slags- mál þarna fyrir utan,“ segir Hauk- ur sem tekur fram að erfitt sé að henda reiður á þeim tilfinningum sem bærðust með honum á þess- um tíma. Haukur segist hafa verið hræddur um að lögreglan myndi beita meira valdi, þess vegna hafi hann tekið boðinu. Ætlaði í bjór, endaði í fangelsi Haukur var að koma út af skrifstofu þingmanna en þar hafði hann ver- ið í vísindaferð með Háskólanum þegar hann var tekinn afsíðis af tveimur lögregluþjónum og hon- um tilkynnt að hann væri handtek- inn. „Ég var að ganga út með hópi af nemendum, við ætluðum bara að fara og fá okkur bjór og eitthvað,“ segir Haukur en þegar hann spurði lögregluþjónana hvers vegna hann væri handtekinn svöruðu þeir því til að hann væri eftirlýstur. „Ég spurði þá fyrir hvað ég væri eftirlýstur og þeir svöruðu með því að segja að ég hefði ekki greitt sekt- ina.“ Hauki var ekið beint upp á lög- reglustöð og honum tjáð að hann ætti að byrja að afplána þá þegar. Haukur segir það erfiðasta við slíka handtöku vera það að einstakling- urinn missir alla stjórn á aðstæðum sínum. Óvissan hafi verið verst á meðan hann sat inni í klefa sínum. Bannað að fara út „Það var gefið í skyn við mig inni á lögreglustöðinni að ég yrði bara inni á Hverfisgötu þessa 14 daga,“ segir Haukur sem fékk ekkert að fara út þrátt fyrir að hann hafi óskað eftir því. Hann segir það vera skrít- ið vegna þess að vanalega fái fang- ar að fara einu sinni út á dag. Hann veit ekki hvort löggjöfinni hafi verið breytt en þá sé það skerðing á rétt- indum fanga en hafi þeim ekki ver- ið breytt hafi einfaldlega verið brot- ið á rétti hans. Haukur segir klefann ekki hafa verið mikið meira en fjóra fermetra. Þar var beddi og hann fékk að vera með skólagögnin sín úr heimspek- inni þar. „Það sem ég byrjaði að gera var að skipuleggja hvernig ég ætti að bera mig að við að skrifa ritgerð þarna inni. Og reyna að læra undir prófin sem eru í byrjun desember. Ég vissi svo sem ekki nákvæmlega hvernig þetta yrði en ég var að vona að ég myndi komast í prófin.“ Föðmuðust fyrir framan sérsveitina Haukur fékk einu sinni að fara út úr klefanum og inn í þar til gert sjónvarpshol, það var í kringum klukkan fjögur á laugardag, stuttu fyrir upphaf mótmælanna. „Þar er svona einn sófi og sjónvarp og þú getur séð út um smá rifu á glugg- anum, það er miklu skárri vist og þú ert ekki eins lokaður af og áreit- islaus,“ segir Haukur sem var í tvo tíma frammi á gangi þar til lög- reglumenn komu að honum og sögðu honum að hann þyrfti að fara aftur inn í klefann. Hann segist ekki skilja af hverju hann var sendur aftur inn. Um klukkan sex greiddi huldumaður- inn sekt Hauks og hann var frjáls ferða sinna. „Ég sá hópinn fyrst bara álengdar og gekk síðan inn í hann, upp á tröppurnar og ég vissi eigin- lega ekkert hvernig ég átti að vera eða hvað ég átti að gera. Þetta var mjög skrítið,“ segir Haukur. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar mót- mælendur sáu Hauk. Félagar hans föðmuðu hann og sérsveitarmenn, sem staðið höfðu gráir fyrir járnum fyrir framan dyr lögreglustöðvar- innar, færðu sig hægt inn á stöð. „Ég var að ganga út með hópi af nemendum, við ætluðum bara að fara og fá okkur bjór og eitthvað.“ Jón BJarki magnússon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Frjáls Haukur mikil fagnaðar- læti brutust út á laugardaginn þegar Haukur gekk inn í þvögu mótmælenda. maðurinn á bak við grímuna Haukur hefur áður sagt við dv að hann vilji ekki persónugera mótmælin og þess vegna hylji hann andlit sitt í aðgerðum sínum. ME I ARÚ A S Fanganum sleppt Umsátrinu núna lauk með því að Hauki var sleppt lausum. Var tilkynnt að ónefndur velunnari hans hefði borgað sekt hans. Stóð hann sigur- reifur á tröppunum og sagðist ekki hafa viljað að sektin yrði greidd, en hann vildi ekki að fólk yrði fyrir skaða hans vegna. Lögreglan sneri að því búnu aftur inn á stöðina, eftir að hafa sýnt fram á lítið annað en valdaleysi sitt. Eins og sést best af hrakförum Bandaríkjamanna í Írak virkar vald- ið best þegar því er ekki beitt, en um leið og það er notað koma takmark- anir þess í ljós. Mótmælendurnir við lögreglu- stöðina gátu farið sáttir heim eftir að hafa í þessari lotu fengið það sem þeir vildu. Það sama er ekki hægt að segja um þá sem koma á Austurvöll hvern laugardag, enda er líklegt að þau mótmæli muni enn standa um sinn. Átök mótmælendur áttu fótum fjör að launa þegar lögregla rýmdi anddyri lögreglustöðvarinnar með piparúða. myndir/róbert reynisson. ofsi Fólki var heitt í hamsi og atgangur-inn við dyr lögreglustöðvarinnar var mikill áður en múgurinn braut sér leið inn. Lögreglustöðin Þegar tilraun var gerð til að brjótast í gegnum innri dyrnar brást lögregla við með piparúðaútrás. Vísa þurfti hundruðum manna frá Háskólabíói á mánudagskvöld þar sem hvert sæti var setið á fjöl- mennum borgarafundi sem ráðherrar, þingmenn og formaður bankastjórnar Seðla- bankans voru boðaðir á. Mikill hiti var í fundarmönnum og ljóst að margir eru búnir að fá sig fullsadda af efnahagsástandinu. Reiðin beindist að ríkisstjórn, auðmönnum og Davíð. Ráðherr- arnir voru krafðir svara og þó seðlabankastjórinn Davíð hefði ekki mætt var mikið fjallað um hann. „Er ekki tími til kominn að hreinsa út úr Seðlabankanum?“ spurði Margrét Pétursdóttir verkakona Geir H. Haarde forsætisráðherra og uppskar mikið klapp. Aðrir kröfðust brotthvarfs ríkisstjórnarinnar og margir vildu kjósa upp á nýtt. stútfullt á borgarafundi þriðjudagur 25. nóvember 20088 Fréttir Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. Það borgar sig að auglýsa í DV! ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Hringdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í dag! Vísa þurfti hundruðum manna frá Háskólabíói í gærkvöldi þar sem hvert sæti var setið á fjölmennum borgarafundi sem ráðherrar, þing- menn og formaður bankastjórnar Seðlabankans voru boðaðir á. Átta af tólf ráðherrum og nokkur fjöldi þingmanna mættu á fundinn. Þar var Davíð Oddsson seðlabanka- stjóra hins vegar hvergi að sjá. Mikill hiti var í fundarmönn- um og ljóst að margir eru búnir að fá sig fullsadda af efnahagsástand- inu. Reiðin beindist að ríkisstjórn, auðmönnum og Davíð. Ráðherr- arnir voru krafðir svara og þó seðla- bankastjórinn Davíð hefði ekki mætt var mikið fjallað um hann. „Er ekki tími til kominn að hreinsa út úr Seðlabankanum?“ spurði Mar- grét Pétursdóttir verkakona Geir H. Haarde forsætisráðherra og upp- skar mikið klapp. Má ekki kjósa Það fer allt í vaskinn ef kosið verður núna, sagði Geir. Hann vísaði þar til samningsins við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn og þá aðgerðaáætlun sem unnið er eftir. Skýrt kom fram í orðum bæði hans og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra að ekki komi til greina að kjósa núna. Kona ein sem kynnti sig sem Þóru spurði hvað þyrfti að gerast til að ráðamenn sæju að þau vildu þá burt núna. Ingibjörg svaraði því til að hún sæi að Þóra og flestir í salnum vildu þau burt en það væri ekki víst að þjóðin væri sama sinnis. Var þá baulað á hana. Bankastjórnin víki Þorvaldur Gylfason, prófessor í hag- fræði, flutti fyrstu ræðuna og var honum vel fagnað. Hann sagði rík- isstjórn landsins hafa brugðist: „Hún tók sjálfa sig fram fyrir fólkið í landinu.“ Hann sagði að einkavæð- ing bankanna hefði brugðist því þeir hafi verið afhentir mönnum sem kunnu ekkert á bankarekstur. Þá hefðu Seðlabanki og Fjármála- eftirlitið ekkert aðhafst. Þá hefði þrákelkni stjórnvalda vegna krón- unnar teflt fjárhagslegu sjálfstæði landsins í tvísýnu.Þorvaldur sagði bankastjórn Seðlabanka líklega til að gera misheppnaða tilraun til að hysja upp krónuna. „Bankastjórnin verður að víkja án frekari tafar,“ sagði Þorvaldur og uppskar mikið klapp fundarmanna sem troðfylltu Háskólabíó. Klappað var í sætunum úti í sal og nokkrir þingmenn klöpp- uðu líka. Spilling á spillingu ofan Þorvaldur kvartaði sáran undan spillingu hjá íslenskum stjórnvöld- um. Hann sagði rangláta ákvörð- un um upptöku kvótakerfisins hafa skekkt svo siðferðisvitund stjórn- málamanna að þeir hafi gert sig seka um spillingu aftur og aftur. Finnur Ingólfsson hafi auðgast svo á einkavæðingu Búnaðarbankans að hann keypti sjálft þjóðargullið, en ekki fyrr en eftir að hann hefði látið gera sig að seðlabankastjóra í stutt- an tíma. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefði líka auðgast á einkavæðingu en enginn spurt því fjölmiðlarn- ir hefðu verið komnir í eigu bank- anna. Loks hefði Davíð Oddsson látið skipa sig seðlabankastjóra og ekki beðið boðanna með að láta bankaráð hækka laun sín svo þau væru hærri en laun forseta. Þetta hefði hann þó ekki gert fyrr en eftir að hann skaffaði sér há eftirlaun. Taka til eftir sig Stjórnmálafræðingurinn Silja Bára Ómarsdóttir sagði að víða í útlöndum tíðkaðist að ríkisstjórn- ir færu frá áður en kjörtímabilið væri búið. Hér sæti ríkisstjórnin þótt hún væri rúin trausti. „Ráð- herrar úti um allan heim segja af sér vegna afglapa í starfi. Kona keypti Toblerone á kostnað rík- isins og sagði af sér. Í Danmörku sagði kona af sér vegna þess að maðurinn hennar borgaði ekki reikninga.“ Hér sæti ríkisstjórnin hins vegar sem fastast. Margrét Pétursdóttir verkakona rifjaði upp orð Geirs H. Haarde frá því fyrr um daginn þegar ríkisstjórn- in varðist vantrauststillögu stjórnar- andstöðunnar. Þá hefði Geir sagt að ríkisstjórnir sætu í fjögur ár nema eitthvað sérstakt gerðist. „Nei, það hefur ekkert sérstakt gerst í samfé- laginu síðustu vikur og mánuði, er það, Geir?“ spurði Margrét og upp- skar klapp og hlátur. Hún bað fólk síðan um að standa upp. Það gerði fólk úti í sal og skömmu síðar þeir þingmenn sem voru mættir og ráðherrarnir líka. Þegar allir voru staðnir upp sagði Margrét: „Svona auðvelt er það fyrir karl að standa upp úr valdastóli og láta í hendur konu.“ Brynjólfur Þór GuðMundSSon fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is FULLT HÚS EN ENGINN DAVÍÐ davíð oddssyni Þorvaldur Gylfason „Nei, það hefur ekkert sérstakt gerst í sam- félaginu síðustu vikur og mánuði, er það, Geir?“ Auður stóll davíð mætti ekki. Mynd: róBErT rEynISSon Skammir og áheit Fólk krafðist aðgerða og upplýsinga. Mynd róBErT rEynISSon Troðfullt þúsund manns voru í salnum og margir í anddyrinu. Mynd róBErT rEynISSon 2 Jón Sig- urðsson, fyrrverandi formaður Framsókn- arflokksins, sendi völdum flokks- félögum sínum að minnsta kosti tvo tölvupósta þar sem hann sagðist meðal annars ekki mæta á miðstjórnarfund flokksins vegna Guðna Ágústssonar. Á þeim fundi segir Jón að Guðni hafi misst sig og þess vegna sagt af sér. Valgerður Sverr- isdóttir er ein þeirra sem fengu tölvupóstana en hún viðurkennir að einhverjum aðilum innan Framsóknar hafi mislíkað afstaða Guðna til ESB. Jón segir málið persónulegt milli hans og Guðna. Hann sagði, í tölvupóstinum sem DV birti, að Guðni hefði tvisvar boðað sig á fund og viljað að Jón þegði. framsókn í upplausn 3 hitt málið * Töffari á Akureyri * Skítafýlubombur í Borgarbíói * Mætti með saltfiskinn á ballið * Rakvélablöðin borðuð með bestu lyst * Lás opnaður með augnaráðinu * Náði úrum, veskjum og brjósthaldara * Uppskurður með berum höndum * Morðhótun * Löggubíl ekið undir áhrifum * Hjartastopp í sjónvarpsviðtali holar@simnet.is – www.holabok.is Einlæg, áhugaverð, fyndin, átakanleg! fimmtudagur 27. nóvember 20082 Fréttir StjórnlauS reiði felldi formann Tölvupóstsamskipti milli valins hóps framsóknarmanna og Jóns Sigurðs- sonar undirstrika alvarlegan klofn- ing innan flokksins. Jón hefur að undanförnu staðið í tölvupóstsam- skiptum við valinn hóp manna þar sem hann greinir meðal annars frá því af hverju hann hafi ekki mætt á miðstjórnarfund Framsóknar sem var haldinn um miðjan mánuðinn. Það er ekki bara slegist um Evrópu- málin heldur einnig efnahagshrunið en Jón segir sér hafa mislíkað það að Guðni væri að „gera sig eitthvað sak- lausan á kostnað annarra sem voru í fyrri ríkisstjórn“. Þetta er persónulegt „Átti ég að senda þjóðinni þetta eða hvað?“ segir Jón Sigurðsson að- spurður af hverju aðeins valinn hóp- ur manna hafi fengið tölvupóstinn fáeinum dögum fyrir miðstjórnar- fundinn. Í honum segir Jón meðal annars fram að Guðni teldi það ein- hvers konar tilræði við sig sem for- mann ef hann væri að skrifa í blöð eða hafa sig í frammi á fundum í flokknum. Aðspurður hvort það væri kalt á milli hans og Guðna sagði Jón ekki svo vera af sinni hálfu. „Ég veit að hann var farinn að álíta það að ég mætti hvergi skrifa í blöð, koma fram eða láta sjá mig á fundi, að það væri alltaf eitthvað á móti honum, en það er algjörlega úr lausu lofti gripið.“ Þegar Jón er spurður aftur af hverju ákveðinn hópur hafi feng- ið þennan tölvupóst segir Jón: „Ég sendi hann þeim einstaklingum sem ég kærði mig um. Þetta er persónu- legt á milli okkar Guðna því hann tók þetta eitthvað til sín.“ Talaði af sér Í fyrstu hélt Jón að blaðamaður DV hefði komist yfir annan trúnaðarpóst en raun bar vitni. Þann tölvupóst hafði Jón einnig sent völdum flokksfélög- um sínum. Jón gerði þau mistök að upplýsa blaðamann um efni hans en í honum vildi Jón að valdir flokksfélagar sínir kæmu í veg fyrir það á miðstjórn- arfundi að Guðni næði að skella skuld- inni vegna hruns bankanna á fyrri rík- isstjórn. „Þessi tölvupóstur er ekki um Guðna eða deilur við Guðna,“ sagði Jón og hélt áfram að útskýra innihald hans: „Mér mislíkaði það að hann væri að gera sig eitthvað sak- lausan á kostn- að annarra sem voru í fyrri ríkisstjórn, mér fannst það ómak- legt og ódrengilegt,“ segir Jón. Valgerð- ur Sverrisdóttir, núverandi formaður flokksins, staðfesti við blaðið að hafa fengið umræddan póst. Þann tölvupóst segist Jón aðeins hafa sent þremur „persónu- legum“ vinum sínum. „Ég var að reyna að leiða rök að því að at- burðarásina þarf ekki að rekja svo langt aft- ur. Atburðarásin verður í mesta lagi rakin aftur um tólf til fjórtán mán- uði frá deginum í dag. Mér fannst það ómaklegt af Guðna að hann teldi sig að einhverju leyti stikk- frí.“ segir Jón. Missti stjórn á sér Tölvupósturinn sem barst DV fjallaði hins vegar ekkert um efnahag þjóð- arinnar eða hrun bankanna. „Þá ert þú með einhvern annan póst, ég er kannski að ruglast á þessum pósti við annan,“ sagði Jón þegar blaða- maður spurði hann út í efni hans. Sá póstur fjallaði um samskipti þeirra Guðna sem Jón segir persónulegt og viðkvæmt mál sem væri illa til fallið að taka upp í blöðunum. Þrátt fyr- ir það sendi Jón þennan tölvupóst, sem fjallaði um persónuleg mál, til ellefu flokksfélaga Framsóknar. „Ég segi þér það að þetta er per- sónuleg útskýring af minni hálfu og hún á ekkert erindi í blaðið. Þetta er bara einkamál sem þarna er.“ Spurður af hverju Guðni hafi beðið hann að mæta ekki á fund- inn sagði Jón: „Hann vildi það síð- ur að ég mætti á fundinn því hann taldi það einhverja ögrun við sig því ég væri ekki sammála honum í ein- hverjum málum.“ Hvað afsögn Guðna varðar hafði Jón þetta að segja: „Eftir mínum upplýsingum kveður hann stjórn- málin vegna þess að honum mislík- aði það sjálfum að hafa misst stjórn á sér.“ Þegar blaðamaður sagði það hafa farið framhjá alþjóð svaraði Jón: „Það fór ekki framhjá þeim sem voru á miðstjórnarfundinum, svo mikið er víst.“ Spurður um hugsanlegt framboð hans í næstu kosningum sagði Jón að hann myndi ákveða það þegar að því kæmi. Ekki formlegur hópur „Ég veit ekki hvernig þessi hópur verður til en hann er ekkert form- legur á neinn hátt, þetta er eitthvað sem honum (Jóni) hefur dottið í hug í þetta skiptið,“ segir Valgerður Sverris- dóttir aðspurð af hverju hún væri ein þeirra útvöldu sem fengi tölvupóst frá Jóni Sigurðssyni. „Það er allt of stórt orð að tala um klofning en hins vegar eru mismun- andi skoðanir í flokknum. Guðni tal- aði um það opinberlega á miðstjórn- arfundum og taldi að þessar skoðanir myndu rúmast innan flokksins. Hann kom með sáttaleið sem varðar Evr- ópumálin og það var mikil ánægja með það. Svo er ekki því að neita að sumum fannst hann ekki fylgja þeirri stefnu þegar hann fór að tala um á Al- þingi að Samfylkingin hrærði í blóði sjálfstæðismanna og að umræða um ESB ætti ekki við nú eftir þetta mikla ATli Már GylfAson blaðamaður skrifar atli@dv.is Jón sigurðsson Guðna ágústssonar Valgerður sverrisdóttir siv friðleifsdóttir Blæs köldu fyrrverandi formenn framsóknar, Jón Sigurðsson og guðni Ágústsson, eru langt í frá sáttir við hvor annan ef marka má tölvupóst-sendingar til útvalinna flokksmanna. Valgerður sverrisdóttir viðurkennir að hafa fengið póstinn og segir að sumum innan flokksins hafi mislíkað afstaða guðna til eSb. siv friðleifsdóttir Situr í kuldanum og fær engan póst. fimmtudagur 27. nóvember 2008 3 Fréttir nauðgaði konu eftir sambandsslit í sms Kristinn Jens Kristinsson Kristinn Jens Kristinsson var í mars á þessu ári dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir hrottalega nauðgun, brot á vopnalögum og ölvunarakstur. Þá var hann dæmdur til að greiða fórnarlambinu hundr- að þúsund norskar krónur eða tæp- ar tvær milljónir króna. Þá kemur einnig fram í dómnum að Kristinn Jens sé öryrki og fái 7.500 norskar krónur á mánuði vegna þess. Krist- inn Jens er ókvæntur, á fjögur upp- komin börn, eignalaus en skuldar sjö hundruð þúsund norskar krón- ur eða fjórtán milljónir íslenskra króna. Þá kemur einnig fram að hann hafi búið í Noregi undanfar- in ár. Nauðgunin átti sér stað í smá- bænum Arviksand í Noregi en þar búa um hundrað og fimmtíu manns. Kristinn var gestkomandi í húsi konu sem hann eitt sinn átti í ástarsambandi við. Konan grunaði hann hins vegar um framhjáhald og hafði bundið enda á sambandið í gegnum textaskilaboð einni viku fyrir ódæðið. Þau höfðu verið í sam- búð í eitt og hálft ár en konan hafði boðið Kristni Jens í heimsókn um- rætt kvöld. Jens tók ferju til Arvik- sand og tók með sér flösku af koní- aki og sex bjóra. Vissi um framhjáhald Kvöldið fór rólega af stað og lék Kristinn Jens meðal annars við hunda konunnar auk þess sem þau horfðu á sjónvarpið og spjölluðu saman. Í kringum miðnætti höfðu þau samfarir í svefnherbergi kon- unnar. Samkvæmt dómskjölum klæddu þau sig bæði eftir samfar- irnar, fóru úr svefnherberginu og héldu áfram að drekka. Konan taldi sig hafa nægar sann- anir fyrir því að Kristinn Jens væri að halda framhjá sér. Fyrir rétti kom fram að Kristinn Jens hafði búið til vefsíðu þar sem stóð að hann væri „fjörutíu ára og á lausu“ þrátt fyrir að vera í sambandi við konuna. Kristinn Jens bar fyrir dómi að konan hefði ráðist á hann þegar hann hefði sagt að það væri betra að stunda kynlíf með viðhaldinu. Dóminum þótti það hins vegar ekki trúverðugt. Þá mundi Kristinn Jens ekki eftir því hvað gerðist eftir það. Þóttist meðvitundarlaus Saga konunnar var af allt öðrum meiði. Konan segist hafa rætt við Kristin Jens um smokka sem hún fann á honum. Þau hefðu aldrei notað smokka í samförum og því hefði henni þótt það skrítið að finna smokka á honum. Þá reiddist Krist- inn Jens mjög og sló hana í gólf- ið. Því næst tók hann upp stól og fleygði honum svo hann brotnaði. Kristinn Jens tók bút af stólnum sem hafði brotnað af og hótaði konunni öllu illu. Hann bað hana að þegja en á meðan reyndi hún að skríða að útidyrahurðinni. Kristinn Jens dró hana þá aftur inn í stofu hússins. Konan reyndi að verja sig en Kristinn Jens hélt áfram að berja hana. Kristinn Jens sparkaði í bak hennar og kvið. Konan hélt á þessum tímapunkti að hún myndi deyja. Hún lék sig meðvitundarlausa í þeirri von að hann myndi hætta barsmíðunum. Það gerði Kristinn Jens hins vegar ekki. Barði og nauðgaði Kristinn Jens reyndi að ganga í skugga um það að konan væri meðvitundarlaus. Því næst klæddi hann konuna úr buxunum og hóf að nauðga henni. Á meðan hann nauðgaði konunni barði hann hana ítrekað í andlitið og kallaði hana hóru og píku. Nauðgunin átti sér stað á gólfinu í stofu hússins. Kon- an sagði að Kristinn Jens hefði um- turnast á nokkrum mínútum og að rödd hans hefði breyst. Þegar Kristinn Jens hafði lokið sér af fór hann inn á baðherbergi hússins. Konan hljóp þá út til ná- granna á bol einum fata. Samkvæmt áverkavottorði var konan illa farinn í andliti og á lík- ama. Dómnum þótti það hafið yfir allan vafa að Kristinn Jens hefði veitt konunni þessa áverka og að vitnisburður konunnar væri trú- verðugur. Eltingarleikur á leigubíl Lögreglan var kölluð til og mættu fjórir vopnaðir lögreglumenn á báti til Arviksand en það er eina samgönguleiðin í bænum. Þeir sáu Kristinn Jens keyra í burtu á bíl og hófu því lögreglumennirn- ir að elta hann. Lögreglan notað- ist við leigubíl í eltingarleiknum sem endaði eftir fjörutíu kíló- metra leið. Kristinn Jens var und- ir áhrifum áfengis og því ákærður og fundinn sekur um ölvunarakst- ur. Hann var því sviptur ökuleyfi í tvö ár. Við húsleit hjá Kristni Jens fundust tvær byssur í ólæstum skáp en samkvæmt norskum lög- um ber að læsa slík vopn inni í þar til gerðum byssuskápum og var hann því einnig kærður fyrir brot á vopnalögum. Kristinn Jens er annar Íslend- ingurinn, að því er vitað, sem fær dóm vegna ofbeldisverka í Noregi en DV fjallaði um barnaníðing- inn Ómar Ragnarsson í fyrradag. Ómar sat fyrir barni, grímuklædd- ur, vopnaður hnífi og reyndi að nauðga því. Kristinn Jens er nú í Tromsö þar sem áfrýjunin er tekin fyrir. Eftir því sem DV kemst næst er saksókn- ari þess fullviss að dómurinn verði staðfestur og jafnvel þyngdur. Atli Már GylfAson blaðamaður skrifar atli@dv.is Barði og sparkaði Kristinn Jens barði og sparkaði í konuna þegar hann réðst á hana og nauðgaði. Myndin Er sViðsEtt s áfall með bankana. Einhverjum mis- líkaði það,“ segir Valgerður sem vildi þó ekki fara nánar út í innihald tölvu- póstanna: „Ég get ekkert tjáð mig neitt frekar um þetta en kannast við að hafa fengið þetta bréf.“ DV hafði samband við Siv Frið- leifsdóttur, þingmann Framsóknar- flokksins, en hún er ein af þeim sem ekki hafa fengið tölvupóstana um- ræddu frá Jóni Sigurðssyni. Hún vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið. Þessir fengu tölvupóstinn: valgerður Sverrisdóttir, núverandi formaður framsóknarflokksins Páll magnússon, bæjarritari í Kópavogi gestur guðjónsson, situr í málefna nefnd flokksins birkir Jón Jónsson, þingmaður framsóknarflokksins magnús Stefánsson, þingmaður framsóknarflokksins Sæunn Stefánsdóttir, ritari flokksins óskar bergsson, borgarfulltrúi framsóknarflokksins Sævar Sigurgeirsson, gjaldkeri kjördæmaráðs framsóknarflokksins í reykjavík Sigfús ingi Sigfússon, framkvæmda stjóri framsóknarflokksins í reykjavík g. valdemar valdemarsson, formaður málefnanefndar flokksins Helga Sigrún Harðardóttir, nýjasti þingmaður flokksins þegar bréfið er sent. „Þetta er per- sónulegt á milli okkar Guðna því hann tók þetta eitthvað til sín.“ lögmannsrétturinn Í noregi eru þrjú dómstig: þingréttur, lögmanns- réttur og hæstiréttur. mál Kristins Jens er nú fyrir lögmannsréttinum í tromsö þar sem hann áfrýjaði málinu. SJÖTUGUR KÓR REKINN ÚR HÚSI „Bæjaryfirvöld þurftu skyndilega að nota húsið í annað,“ segir Hörður Björgvinsson, formaður Karlakórsins Stefnis, en nú hefur kórnum verið vís- að úr æfingahúsnæði sem hann hef- ur haft til afnota í 68 ár. Hörður segir að þeir að geti þó lítið kvartað undan brottrekstrinum. „Það er takmarkað sem við getum kvartað undan, því við höfum verið þarna leigulaust en það er skoðun allra í kórnum að bæjaryf- irvöld eigi að styðja við svona starf- semi. Þetta er ekki bara sérviskulegt tómstundagaman nokkurra karla,“ segir Hörður um brottflutninginn. Kórinn stofnaður fyrir 68 árum „Við erum fimmtíu karlar sem höfum æft í húsnæðinu einu sinni til tvisvar í viku og höfum gert upp húsið sjálf- ir til að forða því undan skemmdum, ég giska á að við höfum sett í kring- um tvö þúsund vinnustundir til að gera það vistlegt,“ segir Hörður en brottreksturinn kom mjög skyndi- lega. „Við fengum bréf þann átjánda um að við þyrftum að vera farnir út fyrir mánaðamót en við höfum fund- ið geymslu undir dótið okkar og klárum að flytja næsta laugardag,“ segir Hörður. Karlakórinn ber miklar tilfinning- ar til hússins og hefur verið þar lengi. „Karlakórinn var stofnaður í þessu húsi fimmtánda janúar 1940 þannig að við berum miklar taugar til þess. Við ætlum ekkert að gefast upp, við erum að leita að nýju húsnæði.“ Vilja helst vera í Mosfellsbæ Í kórnum, sem hefur alla tíð kennt sig við Mosfellsbæ, eru fimmtíu söngv- arar. „Við höfum alltaf kennt okkur við Mosfellsbæ en það er allt óvíst með það. Við flytjum okkur í eitthvað annað bæjarfélag frekar en að leggj- ast með tærnar upp í loft.“ Hann segir markmiðið vera þríþætt. „Við höfum nú þegar fundið geymslu fyrir dótið okkar, svo verðum við að finna æf- ingahúsnæði til vors og á endanum að finna einhverja framtíðarlausn,“ segir Hörður að lokum. Geta fengið húsið aftur eftir tvö ár Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir að framhaldsskóli Mosfellsbæjar þurfi að nota húsið og því þurfi að endurinnrétta það. „Þetta er allt í góðu og þeim stend- ur til boða að vera í skólanum okk- ar eða hugsanlega tónlistarskólan- um. Framhaldsskólinn á að hefjast næsta haust og í samningum er gert ráð fyrir því að hann verði þarna í tvö ár.“ Haraldur útilokar ekki að kórinn geti farið aftur í húsnæðið þegar búið er að byggja framhaldsskólann eft- ir tvö ár. „Ég reikna með því að þeir geti farið aftur í húsnæðið auk þess er líka verið að byggja hérna menn- ingarhús, en það eru margir kórar í Mosfellsbæ. Haraldur segir að Karla- kórinn Stefnir sé stolt Mosfellinga og þeir muni vinna í málunum saman. umsát um lögreglustöð Boði loGason blaðamaður skrifar bodi@dv.is Brúarland Kórinn var stofnaður í þessu húsi árið 1940. Karlakórinn stefnir 50 karlar þurfa að finna sér annað húsnæði til æfinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.