Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 40
40 Föstudagur 28. nóvember 2008 Jólablað
Hafðu samband og kynntu þér málið!
Þú getur verið eins lengi og þú vilt í húsnæðinu
Allur húsnæðiskostnaður er innifalinn í mánaðargjaldi
Þú færð vaxtabætur líkt og eigandi
Öryggi - ekki er hægt að segja þér upp húsnæðinu
Öryggi - kaupskylda félagsins á búseturétti
Þú festir minni fjármuni í fasteign
Bjóðum einnig uppá almennar leiguíbúðir
™
Hefurðu kynnt þér
kaup á búseturétti?
Með kaupum á búseturétti
færðu það sem máli skiptir;
heimili
Öryggi til framtíðar, frelsi þegar þér hentar
B ú s e t i h s f . · S k e i f a n 1 9 , 1 0 8 R e y k j a v í k · S í m i : 5 2 0 5 7 8 8 · F a x : 5 3 3 5 7 4 9 · V e f f a n g : w w w . b u s e t i . i s
Eigum einnig lausar leiguíbúðir hjá
Leigufélagi Búseta. Veldu öryggi og láttu ekki
henda þér út þegar eigandinn vill selja.
®
einfaldar
jólasmákökur
Smákökubakstur er órjúfanlegur hluti jólanna og er hægt að treysta á það að jólaskapið kemur um leið og
kökuilmurinn fer að berast um húsið. Fjölskyldumeðlimirnir tínast líka hver af öðrum að ofninum, spenntir
að smakka og njóta. DV tók saman nokkrar uppskriftir að smákökum sem eru virkilega spennandi.
Jólasmákökur
n 1 bolli mjúkt smjör
n ¾ bolli sykur
n ¾ bolli púðursykur
n 1 tsk. vanilludropar
n 2 egg
n 2 ¼ bolli hveiti
n 1 tsk. matarsódi
n ½ tsk. salt
n 2 bollar súkkulaðidropar
n 1 bolli saxaðar hnetur
Hitið ofninn í 190°C. Þeytið smjör,
sykur, púðursykur og vanilludropa
þar til það verður ljóst og létt. Hrær-
ið eggin út í. Blandið saman hveiti,
matarsóda og salti og hrærið varlega
saman við smjörblönduna. Hrær-
ið súkkulaðidropa og hnetur saman
við. Setjið með teskeið á smjörpapp-
ír á bökunarplötu og bakið í 8 til 10
mínútur.
Blúndur
n 200 g smjör
n 300 g sykur
n 2 msk. hveiti
n 200 g haframjöl
n 2 egg
n 2 tsk. lyftiduft
Á milli:
n ½ lítri þeyttur rjómi
Ofan á:
n 100 g dökkt súkkulaði, brætt
Hitið ofninn í 170°C. Smjörið er
brætt og því hellt yfir haframjölið.
Egg og sykur er þeytt saman þar til
það er ljóst og létt. Öllum hráefn-
unum er svo bætt varlega út í eggja-
hræruna . Sett á smjörpappír á plötu
með sléttfullri skeið. Bakað í 7 mín-
útur.
Leggið blúndurnar saman tvær
og tvær með rjóma á milli. Að lokum
er brætt súkkulaði sett yfir. Kökurnar
eru geymdar í frysti og bornar fram
frosnar.
kroppmyntutoppar
n 3 eggjahvítur
n 150 g flórsykur
n 100 g Nóakropp
n 2 Pipp-súkkulaðistykki
Þeytið eggjahvítur og sigtið flór-
sykurinn smám saman út í. Merjið
Nóakroppið og brytjið súkkulaðið.
Hrærið það varlega út í eggjablönd-
una með sleif. Búið til litla toppa
með skeið og setjið á bökunarplötu
klædda smjörpappír. Bakið við 150°C
í 50 mínútur.
Hnetudúllur
n 200 g hveiti
n 100 g kókosmjöl
n ½ tsk. matarsódi
n 220 g hnetusmjör með hnetubitum
n 200 g púðursykur
n 2 egg
n 3 tsk. vanilludropar
Utan á:
n hakkaðar hnetur
Ofan á:
n 40 stk. dökkir súkkulaðidropar
Hrærið saman allt sem í deigið á
að fara. Mótið kúlur og veltið þeim
upp úr hökkuðum hnetum. Bakið
kökurnar við 200°C í 10 til 12 mínút-
ur eða þar til þær hafa tekið lit. Setj-
ið einn súkkulaðidropa á hverja köku
um leið og þær eru teknar út úr ofn-
inum.
sörur
n 3 eggjahvítur
n 3 ½ dl flórsykur (sigtaður)
n 200 g möndlur
Krem:
n ¾ dl sykur
n ¾ dl vatn
n 3 eggjarauður
n 100 g smjör (mjúkt)
n 2 msk. kókómalt
Súkkulaðibráð:
250 g Síríus-rjómasúkkulaði
Stífþeytið eggjahvíturnar.
Blandið brytjuðum möndlum og
flórsykri varlega saman við. Bak-
ið við 180°C í 10 mínútur. Til að
búa til kremið þarf að sjóða sam-
an sykur og vatn í síróp sem ekki er
mjög þykkt. Þeytið eggjarauðurnar
vel. Hellið sírópinu í mjórri bunu
út í eggjarauðurnar og hrærið í á
meðan. Setjið síðan smjörið út í.
Þar á eftir setjið þið kókómaltið.
Setjið kremið á kaldar kökurnar og
stingið þeim í frysti. Þekið kremið
með súkkulaðibráðinni þegar hún
er orðin vel köld. Geymið kökurn-
ar í kæli.
asdisbjorg@dv.is